Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Síða 50
»t&fmæli LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 DV Svanur Geirdal Svanur Geirdal yflrlögregluþjónn, Stekkjarholti 10, Akranesi, er sex- tugurídag. Starfsferill Svanur fæddist í Grímsey og ólst þar upp hjá afa sínum og ömmu, Steinólfi E. Geirdal, skólastjóra og kaupmanni, ogHólmfríði Sigur- geirsdóttur ljósmóður. Svanur lauk stýrimannaprófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1958 og lauk síðar prófum frá Lögregluskóla rík- isins. Svanur fór að heiman 1950 og vann þá fyrir sér á ýmsum stöðum. Hann var á Höföa á Höfðaströnd í Skaga- firði 1951-54 en flutti þá til Akraness þar sem hann hefur átt heima síðan. Svanur var til sjós fyrsta áratug- inn á Akranesi, á fiskiskipum og í siglingum. Hann hóf störf hjá lög- reglunni á Akranesi vorið 1964 og varð yfirlögregluþjónn þar vorið 1985. Svanur hefur sinnt ýmsum félags- störfum en einkum og lengst af hef- ur hann starfað í Frímúrararegl- unni. Þá hefur hann fengist við skriftir og samið sögur og greinar í blöðogtímarit. Fjölskylda Svanur kvæntist 28.11.1959 Unu Guðmundsdóttur, f. 15.3.1938, hús- móður. Hún er dóttir Guðmundar Guðmundssonar, f. 19.9.1913, d. 16.4. 1990, bifreiðastjóra á Akranesi, og Ólafar Guðjónsdóttur, f. 30.9.1910, húsmóður. Börn Svans og Unu eru Linda Björk, f. 5.9.1959, skrifstofumaður í Reykjavík og á hún tvíburana Svan og Inga Péturssyni, f. 11.4.1981; Hrafnhildur, f. 6.8.1960, lyfjatæknir í Reykjavík, gift Guðmundi Rúnari Skúlasyni rafmagnsiðnfræðingi frá Bergsstöðum í Miðfirði og eiga þau þrjú börn, Guðmund Rúnar, f. 31.8. 1987, Arnþór Frey, f. 14.6.1991, og Unu, f. 4.5.1995; Guðmundur Rafn, f. 21.3.1963, sjúkraþjálfari í Mos- fellsbæ, kvæntur Guðrúnu Adolfs- dóttur marvælafræðingi og eiga þau tvo syni, Guðmund, f. 16.5.1990, og Kára, f. 18.9.1992; Arnar, f. 5.11.1967, starfsmaður hjá Skeljungi hf. í Reykjavík; Halla, f. 22.4.1977, nemi. Systkini Svans, sammæðra, eru Sverrir Georgsson, f. 20.1.1934, dr. med., starfandi læknir í New York; Sigurður Geirdal, f. 4.7.1939, bæjar- stjóri í Kópavogi, kvæntur Ólafíu Ragnarsdóttur; Órn Geirdai, f. 30.9. 1940, járnsmiður í Keflavík, kvænt- ur Þórhöllu Sigurðardóttur; Eygló, f. 18.1.1944, gift Georg Hannah, úr- smið í Keflavík; Ægir Geirdal, f. 4.5. 1946, listamaður í Kópavogi, kvænt- ur Lilju Jónsdóttur; Steinólfur Sæv- ar, f. 6.5.1948, nú látinn, sjómaður; Jóhann Gísh, f. 15.11.1952, kennari í Keflavík, kvæntur Huldu Bjarna- dótturljósmóður. Foreldrar Svans; Oddur V. Hjálm- arsson, f. 11.7.1912, látinn, vélstjóri, og Freyja Kristmey Steinólfsdóttir Geirdal, f. 20.12.1913, búsett í Kefla- vík, gift Gísla Sigurðssyni. Ætt Oddur var sonur Hjálmars, skip- stjóra á Akureyri, Sigmundssonar, b. í Grafargerði á Höfðaströnd, Baldvinssonar, b. á Óslandi, Sig- mundssonar, b. á Bjarnastöðum, Jónssonar. Móðir Sigmundar Bald- vinssonar var Sigríður Ásbjörns- dóttir. Móðir Hjálmars var Sigurrós Árnadóttir, b. í Mið-Samtúni í Kræklingahlíð, og Oddnýjar Mika- elsdóttur, b. í Skútum, Ámasonar, b. ogskálds í Skútum, Sigurðssonar. Freyja er dóttir Steinólfs Geirdals, skólastjóra og útgerðarmanns í Grímsey, bróður Höllu, skálds á Laugabóli. Steinólfur var sonur Eyj- ólfs, b. á Kleifum í Gilsfirði, Bjarna- sonar, prests og læknis í Garpsdal, Eggertssonar, prests í Stafholti, Svanur Geirdal. Bjarnasonar landlæknis Pálssonar. Móðir Eggerts var Rannveig Skúla- dóttir landfógeta Magnússonar. Móðir Freyju var Hólmfríður ljós- móðir, systir Kristjáns, afa Kára Arnórssonar skólastjóra, Sigríðar, ömmu Arnórs Guðjohnsen knatt- spyrnumanns og Benónýs, föður Árnórs, fyrrv. leikhússtjóra á Akur- eyri. Kristján var einnig afi Krist- jáns Ásgeirssonar, forseta bæjar- stjómar Húsavíkur. Hólmfríður var dóttir Sigurgeirs, b. í Parti, Stefáns- sonar, bróður Péturs, fóður Stefáns þjóðskjalavarðar. Svanur er í útlöndum. Til hamingju með afmælið 16. september 95 ára_____________ 60ára_______________ Anna Sumarliðadóttir, ArnþórÁrnason, Digranesvegi 60, Kópavogi. Þinghólsbraut 39, Kópavogi. Karl Thomsen Holm, Víðihlíð 33, Sauðárkróki. Hannes Grétar Helgason, Lindarflöt 52, Garðabæ. Þórir Kárason, Ljósheimum 8A, Reykjavík. 50 ára 85 ára Haraldur Konráðsson Haraldur Konráðsson, bóndi að Búðarhóíi 1 Austur-Landeyjum, veröur fertugur á mánudaginn. Starfsferill Haraldur fæddist á Búðarhóli og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf. Hann lærði raf- virkjun hjá Rafboða hf. í Garðabæ, lauk sveinsprófi vorið 1978 og starf- aði þar áfram til 1984. Þá stofnaði hann félagsbú með foreldrum sín- um að Búðarhóli og hefur verið þar bóndisíðan. Haraldur hefur starfað með ung- mennafélaginu Dagsbrún, Björgun- arsveit Landeyja, Búnaðarfélagi Austur-Landeyja og í Nautgripa- ræktarfélagi Austur-Landeyja og hefur gegnt stjórnunarstörfum í öll- um þessum félögum. Þá er hann fé- lagi í Karlakór Rangæinga og fyrsti karlkynsmeðlimur Kvenfélagsins Freyju í Austur-Landeyjum. Fjölskylda Haraldur kvæntist 17.6.1978 Helgu Bergsdóttur, f. 14.12.1958, bónda. Hún er dóttir Bergs Guðmundsson- ar, bifreiðasmiðs hjá SVR, og Önnu Eyjólfsdóttur, starfsstúlku við Hrafnistu í Reykjavík. Börn Haralds og Helgu eru Berg- lind Ósk, f. 21.7.1976, nemi við MK; Bjarki Þór, f. 18.6.1980, nemi í Hvols- skóla; Sigríður Anna, f. 2.12.1987; Konráð Helgi, f. 1.11.1990. Systkini Haralds eru Jóna Gerður, f. 31.1.1952, bóndi í Mið-Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum; Héðinn, f. 20.2. 1954, sjómaður í Vestmannaeyjum; Guðlaug Helga, f. 17.12.1957, banka- starfsmaður í Reykjavík; Ingigerður Anna, f. 2.10.1959, skrifstofumaður í Reykjavík; Gunnar Markús, f. 7.11. 1965, bóndi á Galtastöðum í Gaul- verjabæ; Auður Ingibjörg, f. 5.10. 1967, yfirkokkur á Hótel Höfn í Hornafirði; Margrét Ósk, f. 15.2. 1972, nemi við Fósturskólann í Reykjavík; Unnur Brá, f. 6.4.1974, Haraldur Konráðsson. laganemi við HÍ. Foreldrar Haralds eru Konráð Auðunsson, f. 26.11.1916, bóndi á Búðarhóli, ogk.h., Sigríður Har- aldsdóttir, f. 9.2.1931, húsfreyja. Haraldur hefur opið hús fyrir vini og vandamenn á Búðarhóli laugar- daginn 16.9. 80ára Gunnar Rögnvaldsson, Dæh, Svarfaðardalshreppi. Ingibjörg Jónsdóttir, Ketilsstöðum I, Mýrdalshreppi. Sigurður L. Tómasson bóndi, Hverabakka, Hrunamanna- hreppi. Eiginkona hans er Svava Svein- bjarnardóttir húsfreyja. Þau verða að heiman. 75 ára Kristín Óskarsdóttir, Dæh, Svarfaðardalshreppi. Tómas Kristinsson, Miðkoti, Vestur-Landeyjum. Gissur Símonarson húsasmíðameistari, Bólstaðarhlíð 34, Reykjavík. Eiginkona hans er Bryndís Guð- mundsdóttir. Þau verða að heiman. 70ára Ari ísberg, Tómasarhaga 11, Reykjavík. Rafn Magnússon, Lindasíðu 4, Akureyri. Guðrún Kristjónsdóttir, Nökkvavogi 27, Reykjavík. Birgir Gunnarsson, Hrannarbyggð 14, Ólafsfirði. Guðlaugur Gústafsson, Staðarhrauni 4, Grindavík. 40 ára Vilhjálmur Þorgeirsson, Hverafold 44, Reykjavík. Hallgrímur Guðmundsson, Staðarseh 1, Reykjavík. Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, Vesturströnd 17, Seltjamarnesi. Steinunn Sigríður Gestsdóttir, Heiðarbóh 2B, Kefjavík. Steingerður Steingrímsdóttir, Hafnarbyggð27, Vopnafirði. Kristin Theódóra Þórsdóttir, Núpasíðu 4H, Akureyri. Sigrún Haraldsdóttir, Bleiksárhlíð 4, Eskifirði. Jan Even Wiken, Grandavegi37B, Reykjavík. Halla Harpa Stefánsdóttir, Hólabraut 14, Hafnarfirði. Hilmar Gunnarsson, Lyngmóum 5, Garðabæ. Mila Sólrún Sigurðardóttir, Hafnarstræti 13, Flateyri. Dagbjört B. Hermannsdóttir, Grundargötu 68, Grundarfirði. Hulda Eiðsdóttir, Miðstræti25, Neskaupstað. Jón Ólafsson, Kirkjulæk III, Fljótshlíðarhreppi. Bryniólfur Jónsson Brynjólfur Jónsson læknir, Hraunt- ungu 87, Kópavogi, verður fertugur á morgun. Starfsferill Brynjólfur fæddist í Vestmanna- eyjum og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MH1975, embætt- isprófi í læknisfræði við HÍ 198Tog öðlaöist lækningaleyfi 1983, stund- aði framhaldsnám í bæklunar- skurðlækningum og öðlaðist sér- fræðileyfi 1987 og lauk doktorsprófi við Háskólann í Lundi í Svíþjóð 1993. Brynjólfur var aðstoðarlæknir á kantidatsári við sjúkrahúsin þrjú í Reykjavík 1981-83, var aðstoðar- læknir á bæklunardeild Sundsvalls Sjukhuset í Svíþjóð 1983-86 og á skurðdeild Kámosand Sjukhuset 1986-87, var sérfræðingur á bæklun- ardehdinni á Malmö Almanna Sjuk- hus 1987-95 og er sérfræðingur við Sjúkrahús Akraness frá 1995. Brynjólfur hefur skrifað læknis- fræðilegar greinar í erlend vísinda- tímarit. Fjölskylda Brynjólfur kvæntist 29.3.1980 Kristínu Hönnu Siggeirsdóttur, f. 10.6.1960, iðjuþjálfa. Hún er dóttir Siggeirs Ölafssonar, húsasmíða- meistara í Kópavogi, og k.h., Fan- neyjar Tómasdóttur starfsstúlku. Börn Brynjólfs og Kristínar Hönnu em Siggeir Fannar Brynj- ólfsson, f. 8.1.1980; Jón Hjalti Brynj- ólfsson, f. 12.1.1984; Ragnheiður Dóra Brynjólfsdóttir, f. 2.12.1985. Systkini Brynjólfs em Hannes Rúnar Jónsson, f. 11.8.1958, kerfis- fræðingur í Kópavogi; Guðrún Jóns- dóttir, f. 22.12.1959, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík; Soffía Guöný Jónsdóttir, f. 14.6.1963, lögfræðing- uríReykjavík. Foreldrar Brynjólfs em Jón H. Brynjólfur Jónsson. Hannesson, f. 12.6.1912, rafvirkja- meistari í Vestmannaeyjum og síðar í Kópavogi, og k.h., Hahfríður Hah- dóra Brynjólfsdóttir, f. 7.11.1922, húsmóðir. LÁTTU EKKIOF MIKINN HRADA VALDA ÞÉR SKADA! ilar’0*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.