Þjóðviljinn - 22.12.1972, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Qupperneq 9
Jólablað 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 ... þaö skiptir litlu máli lengur hvað stendur í þessum fornlega og skrýtna texta, néheldur nokkrum öðrum textum ... enginn þekkir hann. t sumum ævintýrum gildir það að tala sem fæst, ávarpa helzt engan, kunna að forðast leyndar hættur i ókunnum stað, ef vel á að fara að lokum. Var pilturinn máski að hugsa um þetta, á Þorláksmessu- kvöld, i Parisarborg? Það man hann ekki lengur; en hins minnist hann, að hann fann fyrir ein- hverjum óskilgreinanlegum kulda, þrátt fyrir suðrænan and- blæ, ljósdýrð, heit augnaráð; þýða óma tungutaksins og glað- værð innandyra sem utan. Þessi ónotatilfinning gerði sin ekki vart skyndilega, heldur læddist að honum, smaug inn i hverja taug hans, hægt, vart merkjanleg i fyrstu, en jókst smám saman án þess hann fengi rönd við reist, og án þess hann vissi af hverju hún stafaði. Þvi að ekki hafði hann nokkra minnstu ástæðu til að óttast neitt, kviða neinu sérstöku, kvarta undan nokkrum sköpuðum hlut. Hann var að visu öllu og öllum ókunnur hér og gat hvenær sem var tapað áttum og villzt timum saman. En hann var öldungis kærulaus um það, þótt svo kynni að fara, slikt hafði iðu- lega komið fyrir hann i erlendum borgum, og honum fannst ekki nema gaman að þvi. Hann var ungur og hraustur, og ekki var hann öryggislaus sökum fjár- skorts. Þessi kuldi, svo óskil- greinanlegur sem hann var, hlaut að eiga upptök sfn innra með hon- um sjálfum, i einhverju tómi, ein- hvers konar andlegum sljóleika og aumingjaskap, sem hann gæti engum um kennt nema sjálfum sér, i hæsta lagi guði almáttug- um. Enda væri skynsamlegast að vinna bug á þessari kennd, hefjast handa um eitthvað, fara i leikhús, á hljómleika, i bió eða jafnvel á ball. En hann gerði samt ekkert af þessu. Hann er staddur á stjörnu- torginu mikla umhverfis Sigur- bogann, og það skiptir hann litlu máli i hvaða átt hann fer. Það er varla, að hann velji neina sér- staka götu, en tilviljun ræður þvi, að hann reikar án markmiðs úteftireinu strætinu þar sem um- ferð er hvað minnst, vandrar siðan inn i hliðargötu, þaðan inn i aðra hliðargötu þar sem umferð er varla nokkur og ekkert sér- stakt til að horfa á, og kannski má segja að hann sé á flótta; samt gerir hann sér ekki grein fyrir þvi, að hann sé að flýja neitt sér- stakt, nema ef vara kynni um- ferðarysinn. Ef nokkuð er, þá mætti ætla að hann langi beinlinis til þess að verða vegvilltur i þess- um framandi stað. Þær verða margar göturnar sem hann gengur þannig i rólegheitum, án þess að gefa nokkru þvi gaum sem hann getur rifjað upp mörg- um árum siðar þótt hann reyni. Þess var áður getið, að hann hafði ekki uppi neina ráðagerð um það að fara i guðshús i tilefni hátiðarinnar ihöndfarandi, en þó fór það einmitt svo, að á vandri sinu um öngstrætin vissi hann ekki fyrri til en hann var setztur á ' grjótharðan kirkjubekk, og þess minnist hann enn, hversu velþegin sú hvild var. Þetta var fremur litii kirkja og dimm, óaðlaðandi i smekkleysi skreytingar sinnar og að likind- um ómerk með öllu i sögunni. Hún féll inn i húsasamstæðuna og lifði varla sjálfstæðu lifi sem bygging. Ef hún átti sér eitthvert nafn, þá var þess áreiðanlega hvergi að leita i bæklingum eða á kortum fyrir túrista, þvisiður i pálþykkum listaverkabókum. En engu að siður bjó hún yfir nokkru þvi, sem ferðamaður þessi þarfnaðist þá stundina: sæti til hvildar, þótt hart væri, kyrrð fjarri öllum skarkala stór- borgarinnar, og siðast en ekki sizt: þvi kostulega timaleysi sem kirkjur einar búa yfir, einkum þegar þær standa tómar eða svo gott sem. Þar er bæði fortið og nútið, og er þó jafn rétt að segja: hvorki né. Pilturinn var ekki einn i kirkjunni: Fyrir voru örfáar hræður knjáfallandi hér og hvar i bekkjaröðunum, langflest konur. Þær komu inn með pinkla sina og ilöng franskbrauð óumvafin, krupu við bekksenda, krupu aftur á harða bænabrikina, signdu sig og...svo vissi guð „ einn fram- haldið. Stöku kirkjugestur tók kerti við innganginn. kveikti á þvi og skorðaði i stjaka frammifyrir hliðaraltari. Varla heyrðist hljóð, nema ef bænabrik marraði við steingólfið þegar einhver reis úr sæti. Það jók aðeins á kyrrðina i þessu húsi guðs, og er nú bezt að segja það i sem stytztu máli, að hvað úr hverju hvarf piltinum sá hrislingur óskilgreinanlegs kulda, sem hann hafði áður fundið fyrir. Honum leið mætavel. Og samt fór þvi fjarri, að hann fylltist nokkru þvi sem kalla mætti trúarlega kennd, þvi siður tilbeiðslu. Það hvarflaði ekki að honum að fara að dæmi annarra kirkjugesta og falla á kné á harða bænabrik. Hann sat bara kyrr þar sem hann var kominn, og honum varð undarlega sama um allt, þægilega sama. Það skiptir allt svo fjarska litlu máli á stað þar sem mannsbarnið skynjar eilifðina, lika sjálft umhverfið. Ekki vissi pilturinn ljóslega hversu lengi hann hafði dvalizt þarna inni — og þvi siður minnist hann þess um hvað hann var að hugsa — þegar hann skynjar allt i einu lágan hvin ofanvert við sig og aftantil, likt sem hása rödd sem gerir tilraun til að mæla orð. Þetta varði aðeins andartak, þvi að þá áttaði hann sig: Þetta var upphaf á orgeltóni. Kantor þessa opna húss guðs handa fuglum var auðheyrilega að æfa sig undir hátiðina, og þó má vera að það hafi alls ekki verið kantorinn, heldur einhver allt annar, enda má einu gilda. Hinsvegar var ein- falt lagið sem leikið var ofur kunnuglegt. Og það var piltinum siður en svo nýtt lag lengur, fremur en það var nýtt innan kirkjuveggjanna yfirleitt, þvi að þetta var lagið við undarlega sálminn sem ortur var endur fyrir löngu á samblandi latinu, þýzku og jafnvel hollenzku, og enginn lærdómsmaöur vissi fyrir vist hver ort hafði: In dulci jubilo... Lag sem raunar þurfti engan texta, en var af sjálfu sér og á sinn hátt ekki siður tilkomu- mikið en kantötur eða óratóriur, ekki hvað sizt i þeirri gerð Johanns Sebastians Bachs sem það var hér spilað, sem sálmfor- leikur. F'lutningur þess var reyndar fjarri þvi að vera full- kominn, og ekki voru orgeltón- arnir nema miðlungi fagrir ef hlustað var grant með gagnrýnu eyra á einn og einn hljóm. En það er svo undarlegt með þetta lag — einkum þegar það er alls ekki sungið, heldur aðeins spilað, nægilega hægt, eins og harðljóð, og ekki hrópað upp með neinu sigurstranglegu offorsi — að þá má spila það afskaplega illa til þess það glati með öllu áhrifum sinum, hæð og dýpt, þeim styrk og þvi gildi, sem einfaldleikinn einn býr yfir, einlægnin og lotningin frammi fyrir allri sköpun. — Grýla, hún má vera allsstaðar umhverfis; hún fær varla mikið mein gert. Kuldi á tám og höndum fær þvi siður mein gert. Jafnvel sá kuldi sem kann að hrislast um þig innra á stundum, fyrirvaralaust og"þegar þig sizt grunar, það má ætla að hann viki fyrir þessum ljúfa óáleitna fögnuði. In dulci jubilo... Alpha es et O, Alpha es et O... stendur i textanum. En það skiptir litlu máli lengur hvað stendur I þessum fornlega og skrýtna texta, néheldur nokkrum öðrum textum. Og hér er komið að lokum þessarar frásögu, án þess þó, að þetta sé nokkurt lokaatriði. Þvi það verður aldrei saman sett nein endanleg lýsing, þvi siður hástemmd hugleiðing um það, sem er eilift og ofar öllum lýsingarorðum og speki, en veitir — ekki aðeins nokkra daga dimmasta mánaðar ársins, heldur árið um kring — þau jól hjartanu, sem eiga að inntaki i senn barnslega lotningu og hvað innilegastan fögnuð. ( Des. 1971)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.