Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 15
Jólahlaft 15)72 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15.
Ég mun hafa verið langt kom-
inn á fimmta ár þegar ég sá Einar
prófast Jónsson á Hofi i Vopna-
firði i það eina skipti, sem ég man
eftir honum, en það var i jólaboði
á Hofi, sem haldið var fyrir alla
er komið gátu úr sókninni. Hélzt
sá siður nær alla tið, meðan sonur
séra Einars, Jakob prófastur og
kona hans Guðbjörg Hjartardótt-
ir, réðu þeim stað.
Þá voru á Hofi mikil og rúmgóð
húsakynni, þvi auk reisulegs
frammihúss úr timbri, var þar
feikna stór baðstofa úr tið séra
Halldórs prófasts Jónssonar, sem
hafði að sögn þrjá tugi hjóna og
var nægilega stór til þess að berj-
ast við hlið Jóns Sigurðssonar á
Þjóðfundinum 1851, þó hann væri
konungskjörinn og ætti sam-
kvæmt ritúalinu að gæta hags-
muna hins danska konungsvalds.
Læknisráö genginna
kynslóða
Um þessi húsakynni dreifðu
menn sér nú áður en jólatré hófst
og undu við hvers konar gleðskap,
hver eftir sinum smekk. Einu
sinni um kvöldið settist séra Ein-
ar inn i Grænu stofu og hóf að lesa
fyrir þá, sem hlýða vildu, og voru
foreldrar minur þar á meðal. Það
efni, sem séra Einar valdi sér,
var úr nýútkomnum þjóðsögum,
eða þá Islenzkum þjóðháttum
Jónasar frá Hrafnagili, og voru
þarna i samþjöppuðu formi
margs konar læknisráð genginna
kynslóða. Var mál það allt hið
furðulegasta, en öldungurinn
virðulegi, sem var raunar ekki
einungis frægur sem ættfræðing-
ur, heldur einnig læknir og mann-
vinur, skemmti sér nú manna
bezt yfir öllum þessum kerlinga-
bókum og skringilegheitum, en
mest hló hann að ráði við hrossa-
sótt, sem var i þvi fólgið, að ó-
spjölluð mær varð að setjast á
bakið á hinu sjúka hrossi og átti
þvi að batna snarlega. Nú hefur
verið hlegið að þessum gömlu
húsráðum og kerlingarbókum i
nokkra áratugi, en þó er svo kom-
ið, að nútima visindamenn frá
Kina i austri til Ameriku i vestri
hafa uppgötvað að sumt af þess-
um húsráðum, sem hafa verið
léttvæg fundin um langt árabil af
EFTIR
GUNNAR
VALDEMARS-
SON,
TEIGI,
VOPNAFIRÐI
HROSSASÓTl
OG MANNA
læknum og sérfræðingum hvers
konar, voru einmitt hárrétt viö-
brögð hyggins fólks, sem margar
kynslóðir byggðu siðan á.
Aö endurgjalda
enskan húmor
Sá sem stundar búskap i af-
skekktu héraöi, verður oft að
treysta á og notfæra sér gömul
húsráð eða styðjast við reynslu
eða brjóstvit góðra granna og
sveitunga, þegar óvænt veikindi i
fólki eða fénaði ber að höndum,
án þess að hægt sé að ná til lækn-
is. Þessu til staðfestingar ætla ég
að reyna að endursegja bréf til
vinar mins Brian Booth, sem
lengi hefur verið heimagangur á
Teigi, rrKp. heilan vetur og part úr
öðrum. Þeir vetur voru mjög
harðir og honum svo eftirminnan-
legir, að veturinn eftir orti hann i
„öngum sinum erlendis”, þ.e. úti
i London, langt kvæði, sem hann
sendi okkur hjónum, og gekk það
út á að lýsa þvi, þegar höfuð-
skepnurnar sigruðu tæknina i
Vopnafirði, ófært varð jafnvel
fyrir snjóbil og jarðýtu, en þá var
það Runólfur, gamíi pósturinn á
Ásbrandsstöðum, sem lagði á
hest og kom pósti o.fl. nauðsynj-
um til skila heim á hvern bæ.
Bréf mitt var að nokkru svar
við ljóðabréfinu frá London, en
þar sem enskur húmor er öðruvisi
en islenzkur, geldur sagan þess i
nokkru að vera þýðing, en hér
verður fyllri.
Otra tekur sótt
Það var i kuldakafla i vor, sem
ég varð fyrir sérstæðri reynslu,
sem sannar að það gamla blifur.
Dagurinn hófst með hinum
venjubundnu störfum, gefa
kúnum, mjólka þær, sia og kæla
mjólkina, flytja hana i veg fyrir
bil, gefa fénu, og svo ráku hest-
arnir lestina og guldu þess að
vera litt arögæfir. Þó var það nú
svo, að i hesthúsinu átti ég fyl-
fulla hryssu, sem Otra hét, af
gömlu uppáhalds-kyni. Klukkan
var vist farin að ganga ellefu,
þegar ég kom i hesthúsdyrnar
með heypokann og sá þá ófagra
sjón. Þar byltist fylfulla hryssan
á gólfinu, sem einmitt hefði þurft
að moka daginn áður, en var nú
eins og nývaltraö flag, og auðséð
að sú völtrun hafði staðið lengi.
Otra stóð samt upp, þótt mjög
væri af henni dregið, en kastaði
sér niður með þungum stunum
strax aftur og leit að sjálfsögðu
ekki á hey. Það var engum blöð-
um um það að fletta, hryssan var
með hrossasótt.
Leitaö læknis
Eg átti engin meðul, en hafði nú
engar vöflur á, en pantaði númer
Jóns Péturssonar, dýralæknis á
Egilsstöðum, en talaði meðan ég
beið við fólk á Ásbrandsstöðum,
þar sem eru hálfgildings dýra-
læknar á báðum búum, en þar var
þá fyrir stuttu búið að gefa sið-
ustu Kransangudropana, sem
voru löngum heilmikill lifselexir
og björguðu margri skepnunni, þó
i þeim sé/ að sögn, eitthvað af
styrknini, en ungir nútimalæknar
voru fyrir löngu búnir að tortima
öllum birgðum, sem þeir fengu i
arf frá gamla lækninum okkar og
neituðu alveg að fást við sölu á
þessu eiturbrasi, þrátt fyrir bænir
okkar.
Simsvari Jóns Péturssonar
dýralæknis reif bara kjaft við
mig, sagði að Jón Pétursson
dýralæknir væri i vitjun og auk
þess væri Jón Pétursson ekki til
viðtals á laugardögum, en tekið
væri á móti áriðandi skilaboðum i
sima hitt og þetta. Þar með var
útséð um að hjálp bærist frá Jóni
Péturssyni dýralækni i þetta sinn,
en i minningunni átti maður nú
samt marga andlega hressingu
frá honum.
Sömu sögu var að segja frá öðr-
um bæjum. sem ég hafði sam-
band við, þar voru öll vlðeigandi
meðul uppgengin, og fóru nú von-
ir að dofna, þvi stöðugt dró af
hrossinu, og ekki viðlit i þessu til-
felli aö beita þvi gamla húsræaði
að riða hratt eina bæjarleið eða
svo.
Resept umboðsmannsins
Nú kannast vist margir við það,
að þegar maður fer að leita að
einhverju, t.d. i vösum sinum, þá
er það i siðasta vasanum, sem
maður leitar i, og stundum þarf
maður að leita tvisvar i þeim öll-
um, áður en maður finnur það
rétta. Ég hafði aö sjálfsögðu ekki
gleymt hinum almenna dýra-
lækni Viglundi Pálssyni, oddvita,
bónda og bankastjóra á Refsstað,
sem er umboðsmaður Jóns dýra-
læknis og rekur lyfjasölu fyrir
hann. Viglundur leysir hvers
manns vanda ljúflega, en það var
bara til of mikils mælzt, að svo
störfum hlaðinn maður væri til
viðtals á stundinni, en konan hans
sagði mér, að ég skyldi hringja
aftur, þó hún gæti fullyrt að hann
ætti ekkert meðal til þar i apótek-
inu við hrossasótt. Og svo kom
Viglundur i simann. ,,Ég á ekkert
meðal til við hrossasótt hér i
apótekinu”, byrjaði hann misk-
unnarlaust; það örlaði ekki einu
sinni á samúð, og svo fór prakk-
arinn að hlæja. ,,En”. ,,Já en
hvað?”. ,,Ég get gefið þér ávisun
á meðal, sem kostar ekki nokkurn
skapaðan hlut, og það er glóð-
volgt, nýtt mannaþvag, full 3ggja
pela flaska, og hella þvi gegnum
nösina á hrossinu”.
Mér var nú nóg boðið, ég vissi
að visu að Refsstaðafeðgar áttu
það til að vera glettnir vel, en hitt
var allra manna mál, að þeir
vildu hvers manns vanda leysa og
reyndust bezt, þegar þörfin væri
mest, en hér vantaöi sem sagt
eitthvað i hinn rétta samhljóm.
Hitt vissi ég mæta vel, að það
mátti ekki hella neinum vökva
upp i hross, þvi það er visasta
leiðin til að kæfa það; sé hins veg-
ar hellt i aðra nösina, fer vökvinn
beint i vélindað. „Trúirðu mér
ekki?" sagði Viglundur er hann
heyrði nánast engar undirtektir
við sinum góðu ráðum. ,,Skag-
firzkir hestamenn hafa notað
þetta ráð, liklega um aldaraðir,
og m.a. tengdafaðir minn, svo þér
er alveg óhætt að reyna”. Þar
með kvaddi hann hlæjandi og
lagði á.
Engum mál
Ég ákvað að reyna þetta, og nú
var bara að fá meðalið. Sjálfur
var ég úr leik, þvi öll biðin og
taugapirringurinn hafði orðið til
þess að minar eigin birgðir höfðu
glutrazt niðurum salernisskálina;
þaö var þvi alveg ljóst að hjálpin
varð að berast frá kvenþjóðinni,
en sú þjóö brást illa við og neitaði
með öllu að taka þátt i þvilikum
skrfpaleik. Ég taldi hér allt að
vinna, en engu að tapa, og þó ein
kona hefði unnið sér i sögum ó-
dauðlega frægð að endemum fyr-
irað neita sinum glæstasta eigin-
manni um hárlokk i bogastreng,
þegar lif hans lá við, þá væri ekki
þar með sagt að þær kæmust á
blað, þó að þær neituðu um eina
auðvirðilegustu fórn. sem hægt er
að færa, og það þegar jafn lögur
og sárþjáð skepna og Otra ætti i
hlut.
Þegar kvenfólkið hafði horft á
þjáningar hryssunnar um stund,
vaknaði miskunnsemin, en nýtt
vandamál kom til sögunnar:
Þeim var ekki mál.
Hvað átti nú að gera, hvernig
átti að bregðast við vandanum?
Hof var i eyði, Þorbrandsstaöir i
eyði; Bustarlell var eini bærinn i
það mikilli nálægð að þessi lifs-
vökvi gæti náð volgur á áfanga-
stað, en stóð nokkuð betur á þar,
varðandi þessi mál? Þannig
vandræðaðist maður aftur og
fram og át sig sundur og saman
um það hvort mæður ætti að
hringja fyrst og láta alla heyra
erindið eða aka formálalaust á
staðinn. Klukkan hálftólf var mér
tilkynnt munnlega að samskot
gætu farið að hefjast, en þá kom
nýtt vandamál til sögunnar. The
farm was rather short af pisspots.
Það vantaði kopp. Bjart-
ur i Sumarhúsum sagði olt við
tikurnar sinar að kvenkynið væri
aumara en mannkynið, en hvað
sem þvi liður þá getur enginn ætl-
að þvi að pissa i flösku; má enda
vel vera að það sé það eina sem
þær geta ekki keppt við karlmenn
i.
Þegar neyöin er
stærst...
Ennþá einu sinni virtust öll
sund lokuð. Otru leið óskaplega
illa, og það dró stöðugt af henni,
allir fylltust skeflingu að horfa á
strið skepnunnar. Ég tók riffil,
stakkk tveim skotum i brjóstvasa
á milliskyrtunni, til þess að vera
við öllu búinn, en þá barst til-
kynning um að koppurinn væri
fundinn, að visu litill gulur plast-
koppur.sem börnin notuðu, þegar
þau voru litil, en að litilli stundu
liðinni var mér afhent glóðvolg
axlafull flaska. Lyktin gaf til
kynna að innihaldið væri ósvikið
lilíamsvatn frá homo sapiens.
Ég rauk nú til og beizlaði Otru
þar sem hún lá og stundi, og hafði
hún það af að standa á fætur, þeg-
ar ég hvatti hana, og elti mig
skjögrandi gegnum vélageymsl-
una og út á hlað. Ég teymdi hana
inn i garðinn þar sem enginn
hestur hafði fengið að koma áður
og beint að forstofudyrunum. Þar
lél ég Olru standa með framfætur
á dyrapalli i annarri tröppu, og
var það óvenjuleg hlýðni af þvi ó-
þjála hrossi. Haföi ég nú hraðar
hendur, stakk þessu fagurskap-
aða en óhreina hrosshöfði i
handarkrikann, seildist með
hendinni og greip um neðri flip-
ann. Teygði siðan höfuðið upp og
fram á við og lét það hvila á
framhandleggnum, en mundaði
flöskuna með hægri hendi, stakk
stútnum i hægri nösina á skepn-
unni og glóðvolgt innihaldið rann
hratt og örugglega ofan i hryss-
una, sem hreyfði sig ekki meðan
nokkur dropi var eftir i flöskunni,
rétt eins og hún væri dáleidd af
völdum þessa vökva, sem svo
örðuglega gekk að afla i þetta
skipti, þó að framleiðsla fari að
jalnaði langt lram úr eftirspurn.
Framhald á 17. siðu.