Þjóðviljinn - 22.12.1972, Page 31
Jólablað 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 31
„Friðlönd löngum finn ég hjá
ferskeytlunni minni”.
Þegar bjátar eitthvað á
eða þungt er inni,
friðland löngum finn ég hjá
ferskeytlunni minni.
Mér finnst við hæfi að opna
þennan visnaþátt á þessari ágætu
visu eftir Arna Guðjónsson;Borg-
firðing að ætt og uppruna. Sjálf-
sagt er það svo, að flestir þeir
sem fást við að yrkja semja ein-
hvern timann á æfinni óð til fer-
skeytlunnar, og alkunn er visan
„Ferskeytlan er Frónbúans /
fyrsta barnaglingur.” Enda er
það svo, að ferskeytlan á enn, á
öld atómskálda, greiðan aðgang
að hjörtum vel’flestra Islendinga,
jafnt ungra sem gamalla.
Þegar að þvi kemur að setja
saman visnaþátt á borð við
þennan er manni nokkur vandi á
höndum, þvi að af nógu er að taka,
og hægt væri að hafa svona þátt
með ýmsu móti. Við getum vaðið
úr einu i anríað, við getum kynnt
einstaka hagyrðinga og við getum
flokkað þáttinn eftir yrkisefnum.
Ég hygg að við reynum að gera
þetta allt saman og byrjum þá á
yrkisefnunum.
Ástarvísur
Jafnt i visum, sem ljóðum og
sögum, skipar ástin háan sess i
vali yrkise.fna. Og margar frá-
bærar visur um ástina hafa verið
ortar. Sveinn Hannesson, frá Eli-
vogum, sá kunni hagyrðingur,
orti svo til konu sinnar:
Langa vegi haldiö hef
og hindrun slegið frá mér.
Hingað teygja tóksf mér
skref
til að deyja hjá þér.
Menn hafa tjáð konum sinum
ást sina með ýmsu móti, en lit-
illar væmni finnst mér gæta i
þessari snilldarvisu Sveins.
Ein bezta ástarvisa sem ort
hefur verið er visan hans Páls
Ólafssonar sem hann sendi konu
sinni;
Ég vildi feginn vera strá
og visna í skónum þínum.
Léttast gengir þú eflaust á
yfirsjónum mínum.
Guðrún Árnadóttir frá Odds-
stöðum i Borgarfirði er einn bezti
hagyrðingur islenzkur siðari ára,
að mér finnst. Hún orti svo til
eiginmanns síns á efri árum:
Bera urðum skin og skúr
skilningsþurrð og trega,
þó hefur snurðum okkar úr
undizt furðanlega.
Við litum á fleiri sniildarstökur
eftir Guðrúnu á eftir.
ölöf frá Hlöðum yrkir svo:
Láttu brenna logann minn
lof mér enn að skoð
horfa í ennis eldinn þinn
inn í kvenna voðann.
Grimur Thomsen yrkir svo um
ástina:
Ljáið byrði lífs mér all^,
létt skal bera meira en þaö,
megi ég þreyttur höfði
halla
hálsi björtum meyjar að.-
Mörg perlan er til eftir
Vatn senda-Rósu:
Augun min og augun þin,
ó, þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veizt hvað ég meina.
Og ennfremur;
Langt er siðan sá ég hann,
sannarlega fríður var hann,
allt sem prýða má einn
mann
mest af lýðum bar hann.
Þegar ástin fór að fölna sagði
Rósa:
Man ég okkar fyrri fund
forn þó ástin réni;
nú er eins og hundur hund
hitti á tófugreni.
Kaldhæðni- og
kersknivísur
Við vitnuðum i upphafi i visuna
alkunnu: Ferskeytlan er frón-
búans/fyrsta barnaglingur, en
áframhaldið er svona: en verður
svo i höndum hans/hvöss sem
byssustingur. Vissulega eru þetta
orð að sönnu 0g
margur fátækur þótti eiga auð i
fórum sinum fyrrum, væri hann
'vel~hagmæltur og gæti svarað
fyrir sig.
Við skulum nú rifja upp
nokkrar snjallar kerskni- eða
kaldhæðnivisur, og er af nógu að
taka. Sveinn frá Elivogum segir á
einum stað:
Hafðu ungur hóf við Svein,
hreyfðu ei þungum nótum,
eitri þrunginn á hann flein
undir tungurótum.
Nær mér hnjóði hreyttu að
hrekkjasóðar argir,
tók ég Ijóða- tyrfings blað,
tæpt þá stóðu margir.
Sagt er að þessar visur hafi
verið ortar i Kaupfélaginu á
Sauðárkróki, þá er strákstauli
reyndi að gera litið úr Sveini
vegna fátæktar. Sannarlega getur
visan orðið hvöss sem byssu-
stingur þegar snillingar eiga hlut
að máli.
JSinhverju sinni er Sveinn var i
veri hér suður á landi lenti honum
saman við mann, og orti sá
skammarbrag mikinn um Svein,
og mun megnið af þvi hafa verið
stolið frá öðrum. Sveinn svaraði
með mögnuðum brag,og eru hér
tvær visur úr honum, þó ekki i
sámhengi.
Nú skal laga lítið óð
leita óragur hófsins,
saman draga og setja í Ijóð
svar til bragarþjófsins.
Lifðu aldrei Ijúfa stund,
löngum kvalinn sértu,
fram í kaldan banablund
bölvun haldinn vertu.
Sagt er, að eitt sinn er Sveinn
var innan við fermingu, hafði
móður hans ekki likað orðljótar
visur sonar sins og sagði:
Gættu þess að guð er einn
gáfurnar er léði,
ef þú yrkir svona, Sveinn,
sál þín er í veði.
A þessari vísu sést, að Sveinn
hefur ekki átt.langt að sækja
snilligáfuna.
Magnús sá, sem sagt er, að
Halldór Laxness hafi sem fyrir-
mynd i Heimsljós, hafði eitt
komið að næturlagi i vondu veðri
að verstöð i Þorlákshöfn og beðizt
gistingar, en verið synjað með
bölbænum og hrakyrðum. Þá orti
hann:
Þú ert einstakt orða svin,
orpinn smánarhafti,
min er einlæg ósk til þin,
að þú haldir kjafti.
Kröftug og vel gerð visa þetta.
Örn Arnason orti um heimskuna:
Hávært tal erheimskra rök,
hæst í tómu byluh.
Oft er viss í sinni sök
sá, er ekkert skilur.
Hrékkvís kyndir heiftarbál.
Hræsnin veður elginn.
Aulabárði er alltaf mál
orð að leggja i belginn.
Hann segir ennfremur:
Mér varð allt að ís og snjó.
Oft var svalt í förum.
Ekki skaltu undrast þó
andi kalt úr svörum.
Ekki er hægt að skilja svo við
kerskni- og kaldhæðnivisur að
ekki fljóti með ein eða tvær eftir
Bólu-Hjálmar, enda mun
ferskeytlan hjá fáum hafa verið
„hvassari byssustingur” en hjá
honum. Um hrakmenni á hús-
gangi orti Hjálmar:
Liggur á bæjum Ijúgandi
letimaginn hungraði,
veltir hræið veinandi
vonargægjum snikjandi
Byggð um flýgur blóð-
þyrstur
brauð útlýgur mannhundur,
loksins hnígur hordauður
hans á mígur leiði hvur.
Gleðivísur
Mörgum hefur ,,vff og vín”
orðið að yrkisefni, og margar
snjallar gleðivisur eru til. Friðrik
Hansen frá Sauðárkróki var
góður hagyrðingur og raunar
skáld gott. Þessar tvær fallegu
visur eru eftir hann, en Friðrik
var mikill gleðskaparmaður og
hrókur alls fagnaðar þar sem
hann kom:
Eg vil feginn óspilltur
æskuveginn ganga,
og svo deyja ölvaður
undir meyjar vanga.
Og þessi sjálfslýsing:
Þó að ég sé gleðigjarn
og gangi á vegi hálum,
er ég saklaus eins og barn
í öllum kvennamálum.
Bólu-Hjálmar kvað:
Síðan ég meydóm setti í veð
sízt má gleði njóta,
oft ég lít með angrað geð
ofan á milli fóta.
Sagt er að Vatnsenda-Rósa hafi
komið að manni sinum og ungri
stúlku i nánu sambandi uppá
pakkhúslofti og kveðið:
Sátu tvö að tafli þar
tafls óvön í sóknum.
Afturábak og áfram var
einum leikið hróknum.
Þessi snjalla visa er eftir Egil
Jónasson frá Húsavik:
Eðlilegan ávöxt bar
allra fyrsta tækifærið.
Af því að hann að verki var
vinstra megin við hægra lærið.
Gisli ólafsson orti:
Oft á fund með frjálslyndum
fyrrum skunda réði,
en nú fæst undir atvikum
aðeins stundar-gleði.
Alkunn er visan hennar Þuru i
Garði:
Morgungolan svala svalar
syndugum hugsunum.
Sínu máli talan talar,
talan úr buxunum.
Eitt og annað
Ég sagði i upphafi þessa þáttar,
að Guðrúnar Árnadóttur yrði get-
ið siðar i þættinum. Guðrún er
einn af minum uppáhalds hagyrð-
ingum. Hún á einstaklega gott
með að yrkja,og visur hennar eru
bæði liprar og yrkisefnið vana-
lega vel valið.
t kvæði, sem Guðrún kallar
Heima,er þessi undurfagra visa:
Annað flest er orðið breytt,
öllu er bezt að gleyma.
Hugann festir aðeins eitt:
Eg er gestur heima.
Guðrún er ættuð frá Oddsstöð-
um i Lundareykjadal i Borgar-
firði og hún hefur fest mikla ást á
heimabyggð sinni. A einum stað
segir hún:
Ekki er margt sem eins á jörð
yljar hjarta minu,
sjái ég bjartan (Borgarf jörð
búinn skarti sínu.
Og ennfremur:
Kæti veitir kærust sveit,
kjörum breyta náði.
Aldrei leit ég annan reit
er ég heitar þráði.
Þessi visa heitir Vetrarkvöld:
Degi hallar, hafs að djúpi
hökul falla lætur sinn,
fold í mjallar hvílir ihjúpi
hrímar allan gluggann minn.
Og að lokum þessi visa:
Hugans myndir horfi á,
hjartans lindir streyma.
Minar syndir sé ég þá
sól og yndi geyma.
Sigurdór Sigurðsson frá Akra-
ensi orti:
Angri gleymi eg við skál,
opnast heimur víður.
Um mig streymir innst í sál
unaðs hreimur þýður.
Framhald af 37. siðu.