Þjóðviljinn - 22.12.1972, Page 32

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Page 32
3 2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablaö 1972| mm flíSflÍáiíf® : : : E É ; ; Wmm . ■ i ': wííí^jí ■ t - i ✓ y; * Wmím á kvæöinu Við komumst á snoðir um það fyrir skömmu, að nem- endur á 4ða ári í teikni- kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla (slands hefðu fengið það verkefni að gera teikningar við Ijóðið VERKAMAÐUR eftir Stein Steinarr. Nemendun- um var i sjálfsvald sett hvernig þeir túlkuðu Ijóðið og gerðu þeir það í 6 til 12 myndum. Viðfengum leyfi til að sýna nokkurdæmi um vinnubrögðin og túlkunar- mátann. Höfundar verk- anna eru: Orlygur Krist- finnsson, Sjöfn Haralds- dóttir, Laufey Gunnars- dóttir, Magnús Sæmunds- son, Helgi Hermannsson, Kristján Kristjánsson Val- gerður Bergsdóttir, Borg- hildur óskarsdóttir, Gunn- hildur Pálsdóttir og Sig- ríður Þórarinsdóttir. Kvæðið birtum við í heild ásamt einni heildarlausn, en grípum svo niður í verk annarra, hér og þar. : 1 j 1 'Æ' •- - ak.. | ’y 1 \ } VERKAMAÐUR Hann var eins og hver annar verkamaður, i vinnufötum og slitnum skóm. Hann var aldrei hryggur og aldrei glaður og átti ekki nokkurn helgidóm. Hann vann á eyrinni alla daga, þegar einhverja vinnu var að fá, en konan sat heima að stoppa og staga og stugga krökkunum til og frá. Svo var það eitt sinn þann óra tima, að enga vinnu var hægt að fá. Hver dagur varð harðsótt og hatrömm glima við hungurvofuna, til og frá. Þá ólgaði hatrið sem öldur á sænum, og auðvaldsins harðstjórum ristu þeir nið. Og loksins köm að þvi þeir börðust i bænum, um brauð handa sveltandi verkalýð. Þann dag var hans ævi á enda runnin og enginn veit meira um það. Með brotinn hausinn og blóð um munninn, og brjóst hans var sært á einum stað. Hans fall var hljótt eins og fórn i leynum, i fylkinguna sást hvergi skarð. Að striðinu búnu, á börum einum, þeir báru hans lik upp i kirkjugarð. Og hann var eins og hver annar verkamaður, i vinnufötum og slitnum skóm. Hann var aldrei hryggur og aldrei glaður og átti ekki nokkurn helgidóm. Engin frægðarsól eða sigurbogi er samantengdur við minning hans. En þeir segja, að rauðir logar logi á leiði hins fátæka verkamanns. Jólablað 1972 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 33

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.