Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 35
Jólablaft 1!)72 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 35
,,Viö gleðjumst og fyllum
hugsun okkar kærleika,
einnig þegar við rjúfum
skorpuna á jólagæsinni,
þegar við hellum sósunni
yfir heimilistákn okkar
kristna lands, plómu-
búðinginn, þungan og
dökkan, og meðan við njót-
um vinsins eins og Kristn-
um mönnum ber, því það
var okkur gefið í fyrsta
kraftaverkinu..."
írska skáldið Br. Behan
kveðst hafa heyrt þetta jóla-
guðspjall af vörum
kaþólsks prests í Walton-
fangejsi í Liverpool árið
1939. Þá var Behan aðeins
16 ára að aldri, en var
þegar genginn í Irska lýð-
veldisherinn, IRA, og hafði
verið handtekinn í Liver-
pool með sprengjur, sem
hann ætlaði að nota til að
hnekkja gengi brezka
heimsveldisins. Allt vegna
Norður-írlands, að sjálf-
sögðu.
Behan sat þá um þriggja
ára skeið í brezku fangelsi.
Hann gerðist síðar frægur
fjóra daga. Og það var enn dálitil
hvit birta á himni, það snjóaði, og
mér fannst að verðirnir mundu
taka vægt á okkur úr þvi jól fóru i
hönd — ég færði þvi til borðið og
brölti upp á það.
Það var eins gott ég gerði það.
Yfirfangavörðurinn, stuttur
andskoti, grimmur á svip gengur
út pinnstifur ogregingslegur.horf-
ir i kringum sig. niður i snjóinn og
upp i gluggana. fimm raðir af
gluggum umhverfis . þennan
ferning. vitandi að við vorum að
horfa á hann og sumir fangar,
sem nálægt mér voru, hypjuðu sig
niður af hræðslu enda þótt þeir
mættu vita, að hann gæti ekki
greint þá i þessari fjarlægð. En
það gerði ég ekki, guði sé lof, þvi
það næsta sem gerist er að yfir-
fangavörðurinn stigur út af
tröppunum með reiging sinn og
nistandi augnaráð og niður á sex
feta djúpan snjó.
Hann hvarf spriklandi i snjóinn
og það mátti jafnvel vona að hann
kafnaði i honum, og herra minn
trúr, en það öskur sem rekið var
uppi öllum gluggum! Hvilik gleði
maður guðs, og svo sem ábót á
allt var það, að þegar þessi gamli
hundur brölti upp á þrep, skók
hann að okkur kreppta hnefa i
reiði — og datt aftur niður. Við
æptum svo hressilega úr gluggun-
um að verðirnir komu æðandi og
héldu að við hefðum allir brotizt
út. Þeir skipuðu okkur niður,
eins og William Shakespeare
nefndi hana, en hann lifði og dó i
hinni Gömlu Trú, eins og þið vitið.
Eða eins þegar við skenkjum
okkur freyðandi öl og tottum
vindil okkar”...
Fangarnir drógu andann i takt
við prédikarann, og sumir þeirra
úr svartholinu kingdu og neru
munninn með handarbökunum.
....gerum við þetta minnugir
þess mikla kærleika sem Guð bar
til okkar, kærleika sem færði
þennan dag Mariu, blessaðri
Mey, sem þunguð varð án syndar,
og Jósep, skirlifum maka hennar.
litið barn sem deyja átti á tré-
krossi svö að vér mættum hólpnir
verða; negldur og krossfestur
sýndi Hann kærleika sinn til vor”.
Nú var hann alvarlegur i bragði
og við vorum alvariegir með hon-
um.
..Kærleika sem er dýpri en
djúpasta haf og viðfeðmur eins
og stærsti sjóndeildarhringur.
Margir ykkar hafa verið á sjó og
þið vitið hve stór hann er.”
Við horfðum i kringum okkur
og fangave;'' nir horfðu einnig á
fanga, sem kinkuðu kolli til sam-
þykkis um alla kapelluna, og
jafnvel sumir svartsholsmenn.
kinkuðu kolli. Þeir litu ekki á
okkur, heldur aðeins hver til
annars, þeir sem höfðu verið á sjó
og til prestsins, sem kinkaði kolli
á móti og hélt áfram með prédik-
un sina.
rithöfundur — íslendingar
þekkja hann bezt af leik-
ritinu Gisl. Kafli þessi er úr
fangavistarf rásögn hans,
Borstal Boy, og er nokkuð
styttur. — ÁB.
Við höfðum fram að þessu verið
að velta þvi fyrir okkur, hvað yrði
til hátiðabrigða á jólum og sumir
héldu að við fengjum kannski
konsert eða eitthvað i þá átt, en
nú fór okkur að skiljast að ekkert
yrði um að vera annað en helviti
langrar helgi. Við fengjum gott að
éta á jóladag, en hvað var það
upp i laugardag, sunnudag, jóla-
dag og Stefánsdag — alla þessa
daga yrðum viðsviptir þvi að fara
niður og sauma póstpoka á vinnu-
stofunni, sem var okkur eins og
gata full af fólki, sem þurfti að
reka ýmisleg erindi.
Við gátum ekki farið út, þvi það
hafði snjóað mikið, og fengum
aðeins að ganga um á göngunum
hálfan útivistartimann. Maturinn
var eins og venjulega á laugar-
dögum: biti af nautakjöti, tvær
kaldar og vondar kartöflur og
brauðsneið.
Það var dimmt i klefanum og
eftir að ég hafði þvegið upp settist
ég við borðið og hlustaði á þau fáu
hljóð sem heyrðust. Fangarnir
höfðu enn ekki stigið upp á borð til
að reka höfuðin út i glugganá þvi
að fangaverðirnir voru að safna
saman kaþólikkum, sem vildu
ganga til skrifta.
Ég hefði gjarna viljað fara
vegna jólanna, en ég gat ekki
farið vegna þess að presturinn
hafði sett mig út af sakramentinu
— ég hafði ekki viljað afneita
Irska lýðveldishernum. Næstum
þvi allir aðrir fóru, en ég sat eftir,
beit á vörina og formælti þeim
feita skratta, prestinum.
Svo fóru blækurnar að koma sér
upp i gluggana.
Það var hvort sem er of dimmt
til að lesa, og ég vildi lika spara
það lesefni sem ég hafði i þessa
meðan þeir hjálpuðu séffa sinum
upp og dustuðu af honum, en við
héldum áfram fagnaðarlátum
þar til verðirnir komu hlaupandi
eftir göngunum — þá stukkum við
i snarhasti niður af borðunum
áður en þeir gætu staðið okkur að
verki.
Ég settist við borðið og var
Guði þakklátur fyrir þetta og
Hans Blessuðu Móður.
Ilefði ég farið til skrifta, þá
hefði ég misst af þessu, og ég
hafði nú huggaður verið. Drottinn
lokar ekki dyrum án þess að opna
aðrar, og ef Hann tekur með
hægri hendi, þá gefur Hann aftur
og meira með þeirri vinstri.
Næsti dagur leið án tiðinda. Á
jólamorgun hitti ég Charlie á
klósettinu og við óskuðum hver
öðrum gleðilegra jóla. Það gerðu
reyndar allar blækurnar, heldur
svona hljóðlega til að verðirnir
heyrðu okkur#tala — það tók þvi
ekki að ganga of langt á
jólamorgni.
Ég var ekki tekinn til
altaris með öðrum kaþólikum:
hinsvegar fékk ég að fara til
messu. Strákarnir hvisluðu þvi að
mér, að nú myndum við sjá Dale,
sem hafði verið settur i svartholið
fyrir að margskera eftirlæti
okkar allra, Browny litla, með
rakvélarblaði. Browny hafði
sigarettusstubbum sem Dale
taldi sig eiga rétt til að fiska upp
úr klósettum og þurrka.
Við gengum út úr okkar álmu
og urðum að fara yfir húsagarð,
en snjórinn glitraði hvitur i sól-
skininu og himinninn var blár.
Við gengum tii sætis og
settumst meðan kapellan fylltist.
Fyrir aftan okkur voru eldri
menn og yngri, sem afplánuðu
allskonar dóma, allt frá sjö dög-
um til fimmtán ára, og það var
sem allir brostu hver til annars af
þvi að það voru jól.
Þegar flest sæti voru skipuð
fimm til sex hundruð mönnum
var komið með svartholsmenn og
settust þeir fremst, auð röð var á
milli þeirra og okkar hinna. Þeir
voru allir annaðhvort á Númer
eitt, vatn og brauð, eða Númer
tvö, vatn og brauð með kartöflum
og hafragraut um miðjan dag.
Sumir þeirra höfðu setið i svart-
holinu i fimm mánuði og nokkrir
höfðu ekki komið til messu allan
þann tima. Þeir virtust kunna að
meta það, að þeir fengu að fara i
dag, og litu hvorki til hægri né
vinstri en settust og horfðu beint
fram fyrir sig á altarið. Mér var
bent á Dale: hann virtist ekki sjá
okkur.
Fresturinn kom fram,og svart-
holsmenn voru fyrstir til að
krjúpa. Við krupum þar til komið
var að guðspjalli dagsins,
settumst siðan til að hlýða
prédikun.
Hann byrjaði á þvi að segja
okkur að boðskapurinn væri ekki
friður og góðvild til manna á
jörðu, heldur friður á jörðu tilgóð-
viljaðra manna og bætti þvi við,
að jól væru timi bænahalds engu
siður en skemmtunar.
„Jól eru okkur ekki aðeins
hátiðahald eins og þvi hugsana-
lausa fólki sem er utan
kirkjunnar, eða þeim sem hafa
gleymt sjálfri merkingu Messu
Krists. Að sönnu gleðjumst við
eins og Kristnum mönnum ber
yfir fæðingu Drottins vors og
bjóðum Hann velkominn með
gjöfum góðra skrifta og altaris-
göngu eins og þeir gerðu
Vitringarnir þrir úr Austri. Ég á
við að þeir buðu hann einnig vel-
kominn með gjöfum. Ekki með
sakramentunum, sem enn voru
ekki til, heldur með gjöfum. Ég
nota orðið i táknrænni merkingu.
Og ekki eins og sá stallkjaftur og
Kalvinisti, sem reyndi að
uppræta hér á voru landi,
Englandi, sjálfa endur-
minninguna um hátiðina, þessi
kynkvisl formyrkvunarinnar,
eins og hinn mikli Chesterton
kallaði þá. Sjálfur var hann,
Chesterton, mikill maður i öllum
merkingum orðsins, feitur
maður, kátur i Guði, eins dómbær
á bjór og guðfræði. Við gleðjumst
og fyllum hugsun vora kærleika
einnig þegar við rjúfum skorpuna
á jólagæsinni, einnig þegar við
brögðum á hinu mjúka, hvita
kjöti kalkúnans.”
Svartholsmenn i fremstu
bekkjum höföu ekki augun af
prestinum, og hann leit ástúðlega
til okkar allra og hélt áfram
prédikun sinni.
„Þegar við hellum sósunni yfir
heimilislegl tákn okkar Kristna
lands, plómubúðinginn, þungan
og dökkan, prýddan ávöxtum
suðlægari landa, Spánar venju-
lega eða ltaliu, og meðan við njót-
um vinsins, eins og Kristnum
mönnum ber, eða var það ekki
Belloc sem sagði að það væri
okkur gefið i fyrsta krafta-
verkinu, likjörar eru til þessa
dags búnir til af Karþúsiönum,
Dóminikönum og Bendiktsmunk-
um, og ef ég má geta þess, þá búa
munkar i Buckfast i okkar eigin
ástkæra landi til gott vin,
en”...Hér brosti hann og við
brostum með honum. — „aðeins
til heilsubótar i samræmi við það
sem ég held sé hin strangari hefð
á þessari „veldissprotans eyju”
„Blið ást. fyrirgefandi kærleik-
ur, ást föður til barna sinna, ást
bróður til bróður og i þeim anda
og i þeim kærleika óska ég þeim
ykkar scm góðum hug stýra
heilagra og gleðilegra jóla.”
Organistinn byrjaði sálm; við
lókum allir undir.
Svartholsmenn fóru fyrstir út,
gengu i röð án þess að lita til
hægri eða vinstri þangað sem
þeirra beið morgunbrauð og vatn.
Við hinir biðum þar til þeir voru
farnir.
Það var enn mjög kalt og
snjórinn þungur á jörðunni, en
hann var bjarturog hreinn að sjá
þessa minútu sem það tók okkur
að ganga yfir húsagarðinn inn i
okkar álmu.
Við fengum að réykja i álmu-
endanum. Orðrómur hafði gengið
um að allir myndu fá fimm siga-
rettur að reykja þennan dag, þeir
dæmdu lika, en þegar þeir dæmdu
sáu að við, sem biðum dóms, vor-
um kallaðir afsiðis til að reykja,
vissu þeir að þeir myndu ekkert
fá.
Ég gekk fyrir aftan Charlie og
við brostum hvor til annars. Ég
hvislaði að honum að frá og með
þessum ágæta degi mundi allt
ganga betur, en ekki ver, og við
gátum fundið lyktina af matnum
sem verið var að senda upp og
hún var góð.
Hann var jafngóður og lyktin.
Venjulega opnuðum við dyrnar
um leið og við tókum dollurnar af
bakkanum, en þennan dag fór ég
með dolluna inn i klefann og
opnaði dyrnar.
Efst voru þrjár dásamlegar
gulbrúnar steiktar kartöflur með
söxuðu grænmeti, i langa hólfinu
var steikt kjöt og Yorkshire-
búðingur, eða svo hélt ég, og allt
brennheitt, gufan rann i svita-
perlum niður dolluna.
Ég leit á þetta með velþóknun
l'ramhald á næstu siöu