Þjóðviljinn - 22.12.1972, Page 37

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Page 37
Jólablað 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 37 Bæjarútgerð Reykjavíkur óskar starfsfólki sínu á sjó og landi gleðilegra jóla góðs og farsæls árs FERSKEYTLAN Framhald af bls. 31. Og ennfremur: Eg hef látið æskutrú, ástir kátar þegið Eg hef grátið eins og þú og úr máta hlegið. Ekki er hún fögur þessi lýsing á Húnvetningum, en höfundinn veit ég ekki um. Stela Ijúga og myrða menn meiða vesalinga. Þessu trúi ég öllu enn uppá Húnvetninga. Sléttubandavisur þykja alltaf skemmtilegareneins og gefur að skilja eru þær vandortar og æði misjafnar að gæðum. Hér eru nokkrar sléttubandavisur eftir Kolbein Högnason úr Kollafirði, allar óvenjuvel gerðar. Vona minna himinhaf heiðum faldi blánar. Kona, þinna elsku af auðnin kalda hlánar. Syrtir, þéttir, hylur, hrín, hreytir, skvettir, fyllir. —Birtir, léttir, skilur,iskín, skreytir, sléttir, gyllir. Fremur dyggðir, aldrei er innsta fjarri sanni. Nemur tryggðir hvergi hér hittist kærri granni. (Kostirnir breytast ef farið er með visuna afturábak.) Svæðin mjalla yfir ótt æðir f jalla vindur. Klæðin falla. Nálgast nótt. Næðir allar kindur. Spinna svannar inni enn, annir svinnir finna. Vinna manna sinni senn sannan minnis tvinna. Þána valla hjörin heið, hlána mjalla lindar. frána hjalla blikin breið blána fjalla tindar. Við skulum svo ljúka þessum visnaþætti með þessari ágætu visu Kolbeins úr Kollafirði. Oft hef ég saman orðum hnýtt einum mér til gleði. Það er annars ekkert nýtt, að íslendingar kveði. SMÆLKI Sr. Þorleifur á Skinnastað var raddmaður mikill og tónaði afar hátt. Einu sinni messaði hann i Ak- ureyrarkirkju. Seinna var sr. Þorleifur að segja frá þeirri messugerð, og komst þá svo að orði: „Og ég tónaði svo hátt, að ég hélt að þakið mundi rjúka af kirkjuandskotanum”. ☆ Ólafur Thors var i tima hjá Bjarna Sæmundssyni i Mennta- skólanum. Nokkru áður hafði Thor Jensen, faðir hans, keypt eignina Bráð- ræði og seit aftur með tapi. Ólafur svarar nú i fljótfærni einhverri spurningu Bjarna skakkt. „Það græða ekki allir á bráöræði, Ólafur”. ☆ Stúlka kom til nágrannakonu sinnar og sagði: „Geturðu ekki lánað henni mömmu tvö bollapör? Það eru komnir tveir gestir, annar hanka- laus og hinn sitt af hvoru tagi”. Óskum öllu starfsfólki okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. — Þökkum sam- starfið á árinu sem er að liða. HARALDUR BOÐVARSSON & Co. Akranesi. Gleðileg jól! KARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin og gott samstarf á liðnum árum Kaupfélag Strandamanna Norðurfirði Stéttarsamband bænda óskar meðlimum sinum, svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla OG FARSÆLDAR A KOMANDI ÁRI Sendum öllum viðskiptavinum og velunnurum beztu jólakveðjur með ósk um farsælt nýtt ár Þökkum viðskiptin á liðnum árum. KAUPFÉLAG STÖÐFIRÐINGA Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! \ Þökkum viðskiptin á árinu sem er að liða. KAUPFÉLAG SÚGFIRÐINGA Suðureyri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.