Þjóðviljinn - 22.12.1972, Page 46

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Page 46
46 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablaö 1972 Hefðarkettirnir 1___________________ Paris árið 1910. Sérlyndaði m i 1 jónamæringurinn frú Bonfamille hefur kvatt á sinn fund lögfræðing sinn óstvrilátan niræðing, svo að hann geti gert erfðaskrá fyrir hana. Meðan þau stiga tangó, minnastþessir gömlu vinir hinna góðu gömlu daga, þegar þau dönsuðu alla liðlanga nóttina. Frúin segir lögfræðingi sinum, að hún hafi ákveðið að arfleiða kettina sina heittelskuðu, Greifynjuna og kettlingana hennar, þau Mariu, Berlioz og Toulouse, að stóru höllinni og öll- um eignum sinum. Við dauða kattanna eiga allar eignirnar að renna til hins dygga þjóns hennar hans Edgars 2 Þegar Edgar heyrir um þetta mikilvæga atriði i erfðaskránni, fer hann strax að brugga skugga- leg ráð til að losa sig sem fyrst við kettina. En eins og alkunnugt er hafa kettir niu lif, og Edgar álitur það þýðingarlaust að stytta þeim aldur. Þess i stað setur hann sterkt svefnmeðal i kvöldmat kattarfjölskyldunnar til þess siðar — þegar þeir eru sofnaðir djúpum svefni — að aka þeim svo langt upp i sveit, að þeir rati aldrei heim aftur. 3________________________ En Edgar er svo óheppinn að það ráðast á hann tveir flökku- hundar, Napoleon og Lafayette, Við það missir hann vald á mótor- hjólinu og karfan með katta- mömmu og börnum hennar, sem hann hafði skorðað á afturhjólinu, dettur. 4_________________________ Þegar kettirnir vakna morgun- inn eftir hafa þeir ekki hugmynd um, hvar þeir eru niðurkomnir, og þeir vita heldur ekki að það er Edgar sem hefur sett svefnlyf i matinn þeirra og farið með þau langt upp i sveii. Til allrar hamingju á villikötturinn Thomas O'Malley einmitt leið framhjá þeim stað, er karfan féll af mótorhjólinu. O’Malley er lifs- reyndur herramaður , sem er vanur að bjarga sér úti i hinum stóra heimi, svo honum verður ekki skotaskuld úr að fara með Greifynjuna og börnin beinustu leið til Parisar. Þetta var ást við fyrstu sýn hjá Thomasi og Greifynjunni. Út úr körfunni sjá Maria, Toulouse og Berlioz hvernig kvennagullið gerir hosur sinar grænar fyrir móöur þeirra. 5_______________________ Kettir verða að þola miklar þrengingar áður en þeir komast aftur til Parisar. Það er orðið áliðið. Kattamamma og ketlingarnir hennar eru þreytt eftir hina erfiðu ferð, og Thomas O’Malley stingur þvi upp á þvi, að þau gisti öll heima hjá honum og bezta vini hans kattar-jazz- trompetleikaranum Scat Cat. En þau geta litið sofið, þvi að veizlan verður að stórkostlegri jazzhátið með Scat Cat og öllum músik- vinum hans, sem búa i þessu töfrandi hverfi sem er hefðarköttuunum með öllu framandi. 6_______________________ Meðan máninn varpar silfur- birtu sinni á þök Parisar, rennur upp kveðjustund Thomasar og Greifynjunnar. Greifynjan vildi allra helzt eyða þvi sem hún á ólifað með þessum karlmannlega ketti i litlu listamanna - ibúðinni hans, en hún finnur til skyldu sinnar gagnvart hinni heittelskuðu húsmóður sinni, sem hún veit að er yfirkomin af sorg, vegna kattanna sinna; En það er ekki um annaö að ræða. Greifynjan , Maria, Berlioz og Toulouse verða að fara aftur til hallarinnar, þegar dagur ris. 7___________________ Kattarf jölskyldan kveður Thomas O’Malley fyrir framan hliðið að hinni virðulegu höll. Greifynjan og börnin eru komin heim aftur. Þau halda sig komin i öruggt skjól. Þvi að þau vita ekki enn, að það var þjónninn Edgar, sem stóð fyrir brottnáminu. Og inni i húsinu biður Edgar eftir þeim. En hinn góði vinur kattar- ijölskyldunnar, músin Roquefort er fyrir löngu farin að njósna um Edgar. Og þegar Roquefort verð- ur vitni að þvi að Edgar setur kettina i poka og felur þá i bakaraoíninum. með það fyrir augum að senda þá siðar alla leið til Timbúktú, tekur Roquofort málið i sinar hendur og flýtir sér út á götuna til að sækja Thomas, sem hefur farið lúpulegur leiðar sinnar. Thomas hlustar skelfingu lostinn á sögu Roqueforts og flýtir sér að koma sinni heittelskuðu til hjálpar, þegar hann hefur sent Roquefort i þá hættuferð — fyrir mús - að hitta Scat Cat og vini hans i kattarhveríinu miðju. 8_________________________ Allt endar þetta auðvitað vel. Thomas, Scat Cat og kattarfélagarnir allir veita Edgar makleg málagjöld. Og það eru ekki Greifynjan og börnin heldur þjónninn sem er sendur i hina löngu ferð til Timbúktú. Thomas er tekinn inni þessa finu fjölskyldu og i tilefni dagsins er tekin af honum mynd með nýju konunni og börnunum hennar þremur fyrir fjölskyldualbúmið. Á neðri hæðinni eru Scat Cat og vinir hans að hita sig upp fyrir jazzball ársins. F'rúin hefur einnig veitt þeim húsaskjól. og nú ætlar hún að innrétta höllina sina sem heimili fyrir alla heimilis- lausa ketti Parisar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.