Þjóðviljinn - 22.12.1972, Side 57

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Side 57
TiliiwWIF Jolablað 1972 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 5 7 PÍANÓSNILLINGURINN Eftir Wilhelm Busch Introduzione. Scherzo. Adagio. Adagio con sentimento. Piano. Passagio chromatico. Fortissimo vivacissimo. Bravo-bravissimo. Hinn frægi þýzki teiknari Wilhelm Busch var fæddur árið 1832 og lézt 1908. Hann var góður stærðfræðingur að upp- lagi og hóf nám við tækniskóla i Hannover — hefði orðið vélsmiður að námi loknu en hafnaði i skopmyndagerð. Ástriða hans til lista setti hann niður á Listaakademiunni i Hiisseldorf, þar sem hann lærði að búa til falleg skiliri. Þetta átti ekki við hann — hann fór til Antwerpen og hreifst af hinni mögnuðu og jarðbundnu flæmsku list — en missti um leið kjarkinn til að mála. Heim kominn tók hann að teikna myndasögur þær sem gerðu hann frægan °g byggði þá á alþýðlegum frásögnum ýmiskonar. Það var Wilhelm Busch sem skapaði óþekktarormana tvo, Max og Moritz, sem löngu siðar voru fluttir til Bandarikjanna og komu loks amerikani- seraðir til íslands undir nafninu Binni og Pinni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.