Þjóðviljinn - 22.12.1972, Side 60
60. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablaö 1072
iVi*
*'v.!
Sjlsí^s
K iiin: i,J‘l 1!>•
inniini.[I(1 '
mniiHinirij n •>
niimiiinnjn! nri„ I”1
nnmnnTi^^.^.,
gn; nnn mni irirn~i"^
onii imn mffl nnnDanaL.,.^
^imij llini DlUirBnrrrf; ’
jgwi-m iwm nrniamnwinwp'1
|™iim nn jihii'|;!"'i: ' —
liwniiiniii—nnTr
|mni iiini
I9H1H IIIIH
EINANGRUMRGLER
FramleiU með
Aðferð
10 ára ábyrgð
|}fl Fo
EIN ANGRUN ARGLER i
Smiftjuvcfíi 7 Kópavogi,
sími 43100 (4 línur)
íshúsfélag
ísfirðinga hf.
ÍSAFIRÐI
óskar viðskiptavinum sinum, svo og
landsmönnum öllum
gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Kaupfélag
N-Þingeyinga
Kópaskeri
sendir öllum félagsmönnum sínum og
öðrum samvinnumönnum beztu óskir um
Gleðileg jól
og farsælt nýtt ár
ineð þökk lyrir viðskiptin á árinu.
Óskuin slarlsmönnum okkar
‘>g viðskiptavinuin
Gleðilegra
jóla
og larsæls komandi árs
Sælgætisgerðin FREYJA hf.
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár
Þökkum gott samstarf
og viðskipti á liðn-
um árum.
Kaupfélag Önfirðinga
Flateyri.
W
Ópícyjw
„Kristján er kominn að landi”
Framhald af 27. siöu.
Onnu frá ólafsfirði, sem var
gerð út frá Sandgerði af Guð-
mundi Jónssyni á Rafnkelsstöð-
um i Garði, Kjartan Guöjónsson
fór sem vélamaður á bát úr
Keflavik, þau hin fóru til sinna.
heimkynna i Hafnarfirði eða
Reykjavik.
Þannig lauk þá vertiðinni á
Kristjáni R.E. 90 laust eftir miðj-
an marzmánuð 1940.
Ég gat þess áður, að ætlan min
hefði verið að fara ekki úr Sand-
gerði fyrr en að eðlilegum ver-
tiðarlokum, og þeirri ákvörðun
hélt ég. Ekki vildi ég þó að svo
komnu máli ráða mig i fast skip-
rúm, heldur taka lausavinnu eftir
þvi sem hún byðist, hvort heldur
væri á sjó eða landi.
Ég hafði aðsetur mitt áfram i
sama bragganum, sem kom mér i
matarfélag m.b. Erlings.
Þessi braggi okkar Kristjáns-
manna var talinn að vera aðal-
verustaður þeirra dularvera sem
voru sagðar mjög á ferli i Sand-
gerði. Ég var einbúi i bragganum
rúma viku áður en vertið
Kristjáns hófst, og svo aftur ein-
búi þar frá miðjum marz til miðs
mai um vorið. Aldrei varð ég var
við neinar dularverur á ferð i eða
við braggann, hvorki á meðan ég
var þar einbúi eða þegar bragg-
inn var þéttskipaður mönnum; þó
hafði ég þar aðsetur tvær vertiðir
eftir þessari.
Eftirmáli.
Við undanfarandi frásögn vil ég
aðeins gera nokkrar athuga-
semdir.
Ég hef valið þann kost að rekja
hér þann þátt hrakningasögu
þeirra Kristjánsmanna sem að
einhverju leyti snertu mig eða
okkur landmennina á Kristjáni,
aðdraganda hennar og eftirköst.
Hrakningasaga skipverja á
Kristjáni frá 19. febrúar til 1.
marz 1940 hefur verið rakin skil-
merkilega af Sigurði Helgasyni
rithöfundi i bókinni lírim og
boðar.
Við þá frásögn hef ég litlu að
bæta og fáar athugasemdir að
gera sem skipta verulegu máli,
en þær fáu koma fram hér á eftir.
Það er vegna rangminnis Guð-
mundar Bæringssonar, að sagt er
að talstöð Kristjáns hafi verið i
landi vegna viðgerðar. Það rétta
er, að engin talstöð var i
Kristjáni. Þeir höfðu sótt um að
fá talstöð i bátinn, Gissur
Kristjánsson eigandinn og Lúðvik
Guðmundsson útgerðarmaður-
inn, en ekki fengið hana þegar
hann fór i þennan róður.
Þó munu þeir hafa verið búnir
að fá loforð fyrir talstöðinni siðar
um veturinn, samanber viðtal
Valtýs Stefánssonar ritstjóra við
Guðmund Bæringsson tekið i
Merkinesi i Höfnum daginn sem
Kristján kom að landi. Viðtalið er
birt i Morgunblaðinu 2. marz. Þar
segir m.a. orðrétt eftir Guð-
mundi: ,,Og hugsaðu þér tækin
eru inn i Reykjavik. Ég hefði get-
að fengið þau og ætlaði að fá þau
til að hafa seinnihluta vertiðar til
að fá aflafréttir. Nú veit ég betur
en áður hvað þau hafa að þýða.
Maður lærir sitthvað þegar svona
kemur fyrir mann”.
Þrátt fyrir þetta orðalag á frá-
sögn Guðmundar tel ég að það
hafi ekki verið til neinn möguleiki
fyrir Guðmund að vera búinn að
fá talstöðina i bátinn.
Það álit mitt byggist á marg-
endurteknum orðum Lúðviks
Guðmundssonar við mig um að
ekki hefði verið hægt að fá tal-
stöðina.
Meðal annars hef ég krotað á
minnisblað dagsett 24. febrúar
eftirfarandi orð Lúðviks: ,,Ef við
hefðum getað fengið talstöðina,
væri Kristján kominn að landi”.
Þá er það einnig vegna mis-
skilnings þegar Sigurður hefur
það eftir viðmælendum sinum, að
allir landmennirnir hafi verið
farnir úr Sandgerði þegar
Kristján kom að landi.
Eins og frásögn þessi ber með
sér var þar aðeins um nokkurra
stunda mismun að ræða, að við
iandmennirnir værum farnir af
bragganum, en þó nógur munur
til þess, að við gátum tekið á móti
sjómönnunum þegar þeir komu
til Sandgerðis úr hrakningaför
sinni.
Þá er það ekki allskostar rétt
frá sagt i Brim og boðar, að eng-
inn bátur heföi fengizt i Sandgerði
til aðstoðar, vegna þess, að ófært
hafi verið út úr Sandgerðishöfn.
Það rétta er, að þrátt fyrir for-
aðsveður og brim, var það svo, að
m.b. Gunnar Hámundarson úr
Garði undir formennsku Gisla
Halldórssonar frá Vörum i Garði
var að losa landfestar við Lofts-
bryggjuna i Sandgerði þegar boð
komu frá Höfnum, að Kristján
væri að sigla inn i brimgarðinn og
þar af leiðandi för báts frá Sand-
gerði tilgangslaus.
Þegar fyrst sást til Kristjáns úr
Höfnum vissi enginn hvaða bátur
var þar á ferð. En þó varð mönn-
um það fljótt ljóst, að þar fór m.b.
Kristján R.E. 90, áður Jón Finns-
son úr Garði.
Þóröur Kárason núverandi lög-
regluþjónn i Reykjavik mun
fyrstur hafa borðið kennsl á bát-
inn. Hann hafði áður verið land-
maður við Jón Finnsson i Sand-
gerði og þekkti hann þvi vel.
Frásögn þessi er upprunalega
færðiform af minnisblöðum 1952,
en i sinni núverandi mynd er frá-
sögnin samin til flutnings i út-
varp i september 1971.
Ég hef við fullnaðarfrágang á
frásögninni fellt allmjög úr henni,
eða flest það sem fram kom i frá-
sögn Sigurðar Helgasonar i bók-
inni Brim og boðar.
Sigurður segir frá sjómönnun-
um og hrakningum þeirra, en ég
skorða mina frásögn aðallega við
það sem sneri að okkur land-
mönnunum. Þannig skapast tvær
sjáifstæðar myndir af þessum at-
burðum.
Mér fannst fara betur á þvi, að
leiðréttingar við frásögn Sigurðar
kæmu i einu lagi i eftirmála,
heldur en að fella þær inn i frá-
sögnina.
Að lokum skal þess getið, að ég
hef ekki að neinu leyti stuðst við
prentaðar heimildir i frásögninni,
nema það sem haft er eftir viðtali
Valtýs Stefánssonar við Guð-
mund Bæringsson tekið i Merki-
nesi i Höfnum 1. marz 1940.
Hraðfrystihús
Tálknafjarðar hf.
óskar starfsfólki sinu og viðskiptavinum
gleðilegra jóla og farsæls árs,
og þakkar góða samvinnu á árinu sem er
að líða.
Þakkar félagsmönnum sinum gott samstarf á
árinu sem er að liða og óskar þeim og öðrum
velunnurum
gleðilegra jóla!
og árs og friðar á komandi ári.