Þjóðviljinn - 22.12.1972, Page 62

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Page 62
62 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablaft 1972 HINIR VINSÆLU FATASKÁPAR Efni: Teak ★ Almur ★ Eik ★ (Sama verð) Þessir nýju skápar eru ætlaðir til flutnings, er þörf krefur. Þeir pakkast vel til lengri flutninga og eru mjög auðveldir í samsetningu. Biðjið um nánari upplýsingar. HÆÐ DÝPT BREIDD 240 cm 65 cm 110 cm 175 cm 200 cm 240 cm Framleiðum stál — toghlera, 18 stærðir og gerðir fyrir fiski- rækju- og humartroll. Toggálga fyrir siðu og skuttog. Gálgablakkir margar stærðir. Fótrúllur — polla o.fl. Höfum mikla reynslu i að smiða og útbúa fiskibáta með skuttogi. Framleiðum togvindur fyrir minni báta. Vélaverkstæði J. Hinrikssonar hf. Skúlatúni 6 Reykjavik. Simi 28520. Útgerðarmenn — Skipstjórar SMÆLKI Litill strákur var að borða, þar sem hann var gestur. Honum varð það á að ropa. Þegar hann kom heim, sagði hann: ,,Ég vissi ekki, hvort ég átt að segja: Guð hjálpi mér eða verði þér að góðu”. ☆ Guðmundur i Ásum i Gnúp- verjahreppi var i veizlu á bæ ein- um þar i sveit. Svo var mál með vexti, að ráð- izt hafði verið á Gisla i Kolsholti i Flóa i þeim tilgangi að ræna hann, en Gisli barði ræningjann af sér, þvi að hann var hraustur maður. Nú vill svo til, að nágranni Guð- mundar var grunaður um árás- ina. Hann var einnig staddur i veizlunni. Guðmundur vikur sér að honum og segir: „Aldrei trúi ég þvi, að þú hafir ráðiztá hann Gisla i Kolsholti, þvi að þú ert soddan mannleysa, en ekki vantar þig mannspartana til þess”. ☆ Guðmundur Magnússon pró- fessor var oft meinyrtur við nem- endur sina. Við einu svari nemanda sins sagði Guðmundur: ,,Eitt er nú kunnátta, annað skynsemi, en hér er hvorugt!” ☆ Arni Pálsson sat á Hótel Borg. Kunningi hans settist hjá honum og sagðist hafa drukkið of mikið i gær og væri nú þyrstur. Siðan pantaði hann sódavatn. Þá segir Árni: „Þetta kalla ég illa farið með góðan þorsta”. ☆ Magnús á Laugarvatni kom Eyjólfi stjúpsyni sinum i járn- smiðanám i Reykjavik. Járnsmiðurinn sendi Eyjólf i hvalskurð austur á Fjörðu til þess að hafa meira upp úr vinnu hans. Þetta likaði Magnúsi illa og þegar hann hittir járnsmiðinn hæst, segir hann: „Hvernig gengur Eyjólfi að smiða hvalinn”? ☆ Magnús frá Dagverðarnesi, oft nefndur Magnús spuni, þvi að hann spann eins og beztu spuna- konur, var ókvæntur, en átti tvö börn óskilgetin. Á efri árum var Magnús vinnu- maður á prestssetri. Eitt sinn spurði prestskonan Magnús að þvi, hvers vegna hann hefði verið að eiga þessi börn i lausaleik. Þá segir hann: „Svona getið þið spurt, þessi helviti, sem alltaf getið verið að þvi”. VEITINGAHÚSIÐ LÆKJARTEIG 2 Skemmtið ykkur í hinum vistlegu húsakynnum að LÆKJARTEIGI 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.