Þjóðviljinn - 13.09.1980, Side 2

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. september 1980 AF DÓNALEGRI ÖNDUN í SÍMA Hugsandi menn harma það mjög að mann- kynssagan sem okkur er kennd í skólum skuli vera bæði upplogin spjaldanna á milli og þar að auki í henni ekki f jallað um neitt, sem máli hef ur skipt i mannlegum samskiptum gegnum aldirnar. Engir virðast i þessari sögu hafa dregið lífsandann nema hvítir kóngar, keisarar og hyski þeirra og ekkert drifið á daga mannkynsins annað en sláturtíð í stór- styrjöldum. í þessum fræðum virðist hafa gleymstaðveröldina byggðu líka (eins og sagt var í gömlu landafræðinni minni) — mongólar, malæjar, indíánar, blámenn og konur, já meira að segja almenningur. (Ég rakst meira að segja á það í blaði um daginn, að Florence Nightingale hefði aldrei komist á spjöld sögunnar- hefði hún ekki alltaf verið í því að sauma saman hvíta hefðarmenn). En nú er þetta að breytast. Nýir sagn- fræðingar, nýjar aðferðir. Sagnfræðingar, sem vita að mannkynið er ekki bara höfðingjar, heldur eru til dæmis opinberir starfsmenn og hvatar konur líka menn, já og konur. Nú er það orðin viðtekin staðreynd að þær séu líka menn. I framtiðinni verður það til dæmis óhugsandi, að þeirri sögufölsun verði bætt inní (slandssöguna að Pólífónkórinn hafi verið kallakór. Pólífónkórinn verður á spjöldum sögunnar skráður blandaður kór manna og manna. Aðferðirnar verða hinsvegar þær, að leitað verður að gleði og sorgum almennings í les- endadálkum dagblaðanna, sem daglega endurspegla hugarf lug, andagift og tjáningar- þörf fólksins í landinu. Sá.sem ætlar sér að vera í einhverjum tengslum við æðaslátt íslensku þjóðarinnar, verður að hafa lesendadálkana fyrir fasta lesningu og tileinka sér þannig þann hugar- heim, sem þjóðin býr í. Af sagnfræðilegum orsökum ber blöðunum að búa lesendabréf unum verðugan sess á blaðsíðum og ekki bara þar, heldur og veita einhverja úrlausn, gefa svör við áleitnum spurningum. Þjóðviljinn hefur, einhverra hluta vegna, aldrei haft mikið af lesendabréfum til um- f jöllunar, nema þá helst í sumar þegar blaðið var undirlagt af orkumálum og ölafur Ragnar Grímsson sá um kjarnorkuna en undirritaður um kynorkuna. Þá hrönnuðust upp lesendabréf um síðarnef ndu orkuna, enda var þá í blaðinu föst kynlífssíða sem hægt var að reiða sig á. Mér dettur þetta í hug, vegna þess að ég var í gær að borða slátur með einum af þekktari verkalýðsleiðtogum þjóðarinnar og málefni Þjóðviljans bar á góma, eins og svo oft. Þá spurði hann mig brúnaþungur: ,,Er búið að leggja kynlífssíðu Þjóðviljans niður eða hvað?”. Ég sagðist ekki vera alveg klár á því, en vona ekki. Þá sagði hann: ,,Þeir verða að standa klárir á því á ritstjórninni, að þótt fræðikenningar Leníns, Trotskísog Marx séu góðar að hafa að leiðarljósi, þá eru þær lítils virði ef hin vinnandi sétt er ekki viðstöðulaust upplýst um það hvernig nota á hin aðskiljanlegu líffæri til viðhalds lífinu á jörðinni." Mér fannst þetta verðug ádrepa og fór heim að fletta blöðum. Og viti menn. Ég rek mig á það að ekkert blaðanna gerir minnstu tilraun til að viðhalda lágmarksþekkingu landsmanna um það hvernig hægt er að láta nýtt líf kvikna, án jjess að vera með glas i hendi. Og ég hugsa með mér: „Hér er mikil vá fyrir dyrum", enda kemur það f Ijótlega í Ijós. Ég rekst á mjög fáfræðilegt lesendabréf í Dagblaðinu, bréf sem ber því Ijósan vott að upplýsingamiðlarnir hafi sofið á verðinum. Það er reið kona úrvesturbænum sem hringirf blaðið og segir orðrétt: „Nýlega varð ég fyrir mjög óþægilegri upphringingu. Einhver hringdi og andaði í símann...." Þessi upphringing er sprottin af vanþekk- ingu konunnar, sem aftur má rekja til þeirrar staðreyndar, að dagblöðin hafa sofnað á verðinum í kynfræðslunni. Hér átti blaðið að sjálfsögðu að gefa konunni haldgott svar og segja henni sannleikann umbúðalaust. Undir mörgum kringumstæðum þarf ekkert að vera athugavert við það, þótt andað sé í síma. Mér finnst til dæmis óþægilegt að halda í mér andanum þegar ég er að tala í síma. Það þarf ekki endilega að vera kynferðisleg athöfn aðanda mikið í síma og segja lítið. Þegar ég er til dæmis í baði niðri í kjallara og síminn hringir hérna uppi, þá er ég svo for- vitinn að ég get ekki á mér setið að hlaupa upp í símann rennandi blautur og þá er ég svo móður að ég kem ekki upp nokkru orði, en anda afturámóti því meira. Þetta mundi vera talin ókynferðisleg öndun í síma. Margar slíkar andanir í síma geta verið fullkomlega eðlilegar, en of langt mál er að fara útí það. Ég legg hinsvegar til að fræðsla verði haf in á ný í þessum efnum, svo að menn og konur þessa lands geti numið þau grundvallarf ræði, sem segja til um muninn á dónalegri og ódóna- legri öndun í síma. Og vert er að haf a í huga heillaráð prestsins, til konunnar sem fékk ótímabæran andardrátt í símtólið sitt: Ef þú stendur einhvern timann ein meðtólið, seimagná og þú heyrir andað i símann áttu bara að leggja á. Flosi Kínverskur þjálfari i blaki hjá Vfkingi er nii kominn aftur til landsins eftir sumarfri i heima- landi sinu. Hann bar bær fréttir til félaga sinna i Vikingi aö tvennt heföi komist i fréttir frá Islandi i kfnverskum fjölmiölum i sumar. Annaö var kjör Vigdisar Finn- bogadóttur sem forseta tslands en hitt var Heklugos Ekki ætlar aö vera endasleppt meö átökin í Sjálfstæöisflokknum. ungliöahreyfingin er farin aö Þórarinn: Blaöamaöur nr. 1 en hann kann ekki á ritvél bera sig mannalega aö foringj- anna siö. Nú er þaö ekki einungis Gunnar og Geir, heldur lika Kjartan og Jón. Kjartan er fyrrum formaöur Heimdallar og nú nýskipaöur framkvæmdastjóri flokksins, en Jón erformaöur Sambands ungra Sjálfstæöismanna, og löngum tal- inn næsta þingmannsefni flokks- ins I Reykjavik. Báöir eru þeir aö sjálfsögöu lögfræöingar. Jón hefur fariö meö veggjum þegar deilur eldri foringjanna hafa staöiö sem hæst, en i vikunni stóöst hann ekki lengur mátiö þegar Geir ákvaö aö leggja til viö miöstjórn flokksins aö ráöa Kjartan i framkvæmdastjóra- starfiö sem og raunin varö á. Jón sagöi Kjartan vera Geirsmann og þvi miöur heppilegan i þetta em- bætti, auk þess sem Geir væri aö klúöra öllu flokksstarfinu. Þaö er þvi ljóst aö yngstu for- ingjaefni flokksins binda ekki flokksbrotin saman. Kjartan: Ungu mennirnir eru farnir aö bera sig mannalega Hinn 27. september n.k. er ætlunin hjá stuöningsmönnum Alberts Guö- mundssonar i forsetakosningun- um aö kalla i annaö sinn til fundar til aö ræöa landsmálin. fteimild- armaöur Þjóöviljans sagöi aö þar mundi þekktur maöur standa upp og leggja fram tiilögu um aö stofnuö veröi landssamtök en nokkuö skiptar skoöanir munu vera innan hópsins um slika stofnun. Ljóstþykir nú oröiö aö Sjálfstæöisflokkurinn muni aldrei ganga saman á ný og veröur fróö- legt aö fylgjast meö þeirri orra- hriö sem framundan er. Leikfélag Kópavogs er meö hressustu áhugaleikfélögum á landinu. Þaö æfir nú af kappi undir stjórn Guö- rúnar Asmundsdóttur gaman- leikinn „Leynimel 13”. Leikar- arnir, sem taka þátt i sýningunni, eru meira eöa minna þekkt nöfn. Þeir eru m .a. Sólrún Yngvadóttir, Magnús Ólafsson (kvikmynda- Inga Huld: Hvernig sjá láglauna- konur veröldina? stjarna og „Þorlákur þreytti”), Siguröur Grétar Guömundsson, Helga Haröardóttir, Hólmfriöur Þórhallsdóttir (Óöal feöranna), Sigriöur Eyþórsdóttir (barnatimi útvarpsins) og Finnur Magnús- son. „Leynimelur 13” er eftir Þri- drang (reviuhöfundana Hapald A. Sigurösson, Emil Thoroddsen og Indriöa Waage) og naut fádæma vinsælda hér á árum áöur. Inga Huld Hákonardóttir sagnfræöingur og blaöamaöur, hefur nú lokiö viö aö skrifa viötalabók viö nokkrar lág- launakonur innan ASl. Ætlar Iö- unn aö gefa bókina út. Inga Huld mun I bók þessari hafa leitast viö aö leiöa fram I dagsljósiö hvernig þessar konur upplifa veröldina — I striti sinu og láglaunabasli. Það þykir meö meiri háttar sérvisku i blaöamennsku aö neita aö læra á ritvél og þykir helst sambærilegt Bryndls: hefur safnaö efni um Noröur- og Austurland. viö aö bilstjórar kunni ekki á bil. Tveir ritstjórar eru þó meö þessu marki brenndir og er annar meö hvorki meira né minna en blaöa- mannaskirteini nr. 1. Þetta er Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Timans elstur blaöamanna i starfi. Hann handskrifar allt sem frá honum fer og lætur stúlku siö- an vélrita þaö áöur en þaö fer i prentsmiöju. Hinn er Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóri Alþýöu- blaösins. Hann les upp á segul- band og lætur siðan vélrita eftir þvi. Þetta mun hafa gengiö allvel til þessa en nú þegar á aö stækka Alþýðublaöiö biöa menn þess spenntir hvernig fer þegar Jón Baldvin þarf aö lesa 12 siöur inn á segulband. Bryndís Schram verður áfram meö barnatima sjónvarpsins i vetur og byrjar hann 5. okóber. Bryndis hefur safnaö efni á lager i sumar °g Hia- fariö um Noröur- og Aust- urland i þeim erindagjöröum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.