Þjóðviljinn - 13.09.1980, Side 5

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Side 5
Helgin 13.—14. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Ragnar Arnalds hjá FEF Félag einstæöra foreldra hefur fengiö Ragnar Arnalds, fjár- málaráöherra til þess aö mæta á fund félagsins, sein haldinn veröur aö Hallveigarstööum nk. þriöjudag 16. sept. kl. 21. Ólafur G. Einarsson alþ.maöur mun væntanlega einnig mæta á fund- inn. Eins og kunnugt er hafa veriö umræöur og skrif i f jölmiölum um skattamál einstæöra foreldra og er þaö von stjórnar FEF aö fjár- málaráöherra muni skýra eitt- hvaö stööu félagsmanna i þeim málum. SUS í erfiðleikum: Af einhug meö óheppilegum framkvæmda- stjóra Framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna harmaði í ályktuná mánudaginn var, að Ragnar Kjartansson væri ekki ráðinn fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og lýsti jafn- framt þeirri skoðun, að Kjartan Gunnarsson lcg- fræðingur, sem síðan var ráðinn á f immtudaginn, væri ,,ekki heppilegur í þetta vandasama starf á þeim erf iðleikatímum sem flokkurinn á nú við að stríða". Eftir ráöningu Kjartans sam- þykkti svo stjórnin eftirfarandi ályktun samkvæmt fréttatilkynn- ingu sem hún sjálf sendi út i gær: ,,Um leiö og stjórn S.U.S. lýsir yfir réttmæti ályktunar siöasta framkvæmdastjórnarfundar varöandi ráöningu framkvæmda- stjóra flokksins, lýsir stjórnin þvi yfir, aö hún mun vinna af einhug meö nýráönum framkvæmda- stjóra flokksins. Jafnframt skorar stjórn S.U.S. á forystu- menn Sjálfstæöisflokksins aö reyna sem fyrst af öllum mætti aö ná sáttum i þeim deilum sem nú ráöa innan Sjálfstæöisflokksins”. Risiö á Grettisgötu 3 var þéttsetiö sl. fimmtudagskvöld og haföi tekiö Erlings Viggóssonar. — Ljósm. — gel. Þröng á þingi að Grettisgötu 3: VISTLEGT í RISINU miklum stakkaskiptum fyrir tilstilli Siggeröar Þorsteinsdóttur og Vetrarstarfsemi Alþýðubandalagsins i Reykjavik er nú að fara af stað með fullum krafti. í fyrrakvöld var þéttsetinn bekkurinn á tveimur hæðum á Grettisgötu 3. t risinu var fyrsta opna hús vetrarins og i skrifstofu flokksins á annarri hæðinni var að hefjast starfsemi starfshóps um fjölskyldupólitik. MARKLAUS UPPSPUNI — segir Arnmundur Backmann um frétt Morgunblaðsins af fundi hans og flugfreyja „Frétt Morgunblaðs- ins af fundi minum og flugfreyja er með öllu marklaus uppspuni og ég trúi ekki öðru en að þeir viðmælenda minna sem það vilja geti stað- fest það’\ sagði Arn- mundur Backman að- stoðarmaður félags- málaráðherra. 1 fréttinni fullyröir Morgun- blaöiö aö Arnmundur hafi hvatt flugfreyjur til aö tilkynna veik- indi fyrsta desember, sama dag og uppsagnirnar koma til fram- kvæmda, spurt þær i þaula um vilja þeirra til aö taka þátt i stofn- un nýs flugfélags meö öörum starfshópum innan Flugleiöa meö aöild rikis og bæjar og grennslast fyrir um ýms innri málefni Flug- leiða. „Ráöuneytiö er aö afla gagna og heimilda um bréfaskriftir milli Flugleiða og þeirra stéttarfélaga sem uppsagnirnar snerta. Svo viröist sem ráöuneytið hafi veriö varaö viö meö nægjanlegum fyrirvara um uppsagnirnar og viö erum nú að kanna hvort fylgt hafi veriö lögbundinni tilkynningar- skyldu til stéttarfélaga. Þetta áhlaup Morgunblaðsins á störf félagsmálaráöuneytisins er af pólitiskum toga spunniö, blaðiö reynir aö hagnýta sér erfiðleika starfsfólksins sem þessar hóp- uppsagnir bitna á og gera viö- leitni okkar til að forða meiri háttar erfiöleikum tortryggilega. Meö svona fréttaflutningi er Morgunblaöið komið útfyrir allt velsæmi”. — öt. Risiö á Grettisgötu 3 hefur um árabil veriö notaö sem fundarsal- ur Alþýðubandalagsins, en hefur aldrei þótt glæsileg vistarvera. Hjónin Siggerður Þorsteinsdóttir og Erlingur Viggósson höfðu þó fariö slikum höndum um húsa- kynnin aö gestum þótti sem komiö væri i nýtt húsnæöi. Salur- inn var skreyttur, dúkar og blóm á boröum og hillum, hlaðborö með kræsingum og kaffi, og öllu haganlega komiö fyrir i þrengsl- unum. Þarna varö hiö skemmtilegasta andrúmsloft og ánægjulegt spjall. Ekki spillti fyrir aö þeir litu inn Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason og Agúst Vigfússon. Dvaldist mönnum lengi fram eftir kvöldi I risinu. Ráögert er aö deildir félagsins i Reykjavik, sem eru 6, skiptist á um aö standa fyrir opnu húsi einu sinni I mánuöi aö Grettisgötu 3 i vetur. Veröi framhaldiö eins og fyrsta kvöldiö I umsjá Erlings og Siggerðar fyrir hönd 3. deildar, er ekki aö efa aö þessi nýbreytni veröur vel þegin af félagsmönn- um Alþýöubandalagsins i Reykjavik. Starfshópurinn um fjöiskyldu- pólitik mun framvegis hittast á fimmtudagskvöldum að Grettis- götu 3. og ræöa stefnumótun á þessu sviði. Á fyrsta almenna fundinum flutti Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor fróölegt yfirlitserindi um fjölskyldupólitik i öðrum löndum og stööu þessara mála hérlendis. Greinilegt aö aö mikill áhugi er á umræðum um þennan málaflokk, og rétt aö vekja athygli á þvi aö starfshópurinn er opinn, þaö er aö segja ekki eingöngu fyrir félags- menn I Alþýöubandalaginu. Um þessar mundir eru einnig aö störfum á vegum Alþýöubanda- lagsins i Reykjavik starfshópar I kjaramálum þjóöfrelsismálum og kjördæmamálum. Hóparnir vinna aö stefnumótun fyrir fulltrúaráösfund félagsins i Reykjavik, ráöstefnu miöstjórnar um þjóðfrelsismálin og landsfund flokksins, en þessir fundir verða haldnir I október og nóvember. — ekh Guöný Guöbjörnsdóttir og Dóra Bjarnason ræöa viö Svavar Gestsson um afstööuna til fjölskyldunnar og fjölskyldupólitik stjórnvalda. — Ljósm. gel. Or opnu húsi — fráv. Pétur Reimarsson, Þóröur Yngvi Guömundsson, Skúli Thoroddsen, Margrét Björnsdóttir og Stefania Haröardóttir. — Ljósm. gel. Adda Bára Sigfúsdóttir á tali viö örn Scheving. Ljósm. — gel.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.