Þjóðviljinn - 13.09.1980, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. september 1980 UOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis CJtgefandi: Ctgófufélag ÞjóÖviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Ami Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Ólafsson Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur lngadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingibjörg Haralds- dóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar EHsson Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjömsson, Sævar Gu&björnssoiu Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglysingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Anna Kristin Sverrisdóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. C’tkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Verklýðshreyfing í kreppu # Eitt er sameiginlegt einkenni ýmissa þjóðfélaga — sem annars eru ólík — um þessar mundir: óvissa um stöðu verklýðsfélaga, hlutverk þeirra, möguleika þeirra. # Pólland undir stjórji kommúnistaflokks, Danmörk undir stjórn sósíaldemokrata og Bretland undir stjórn harðsnúins íhalds eiga öll í verulegum efnahagsörðug- leikum. Iðnaðarframleiðsla þeirra er illa samkeppnis- fær. Greiðslujöfnuður við útlönd óhagstæður. Fram- leiðni á mörgum sviðum lakari en hjá ýmsum keppi- nautum. Orkukreppan kemur hjá þessum ríkjum öllum töluvert við sögu, enda þótt Pólverjar séu miklir kolaút- f lytjendur og Bretar aðverða sjálf um sér nógir um hið svarta gull. # í öllum þessum löndum hafa kreppuráðstafanir veriðá döf inni. Opinber pólsk málgögn kvarta hástöfum yf ir því, að það sé of dýrt f yrir ríkið að greiða niður ekki aðeins matvæli heldur og menninguna, almennings- farartækin og húsnæðiskostnað- en þetta eru þeir hlutir sem eru ódýrir í þjóðfélögum eins og hinu pólska, meðan fatnaður, tryllitæki og kjöt á frjálsum markaði eru dýr- ar vörutegundir. Danir boða samdrátt í félagslegri þjón- ustu, ríkið hækkar t.d. verulega gjöld f yrir þjónustu dag- heimila — meðal annars til að flæma konur heim af vinnumarkaði. Formaður danska alþýðusambandsins segir að eftir skamma stund hafi kjör almennings rýrnað um 20%. Fjármálastefna frú Thatcher hefur þegar komið atvinnuleysingjum í Bretlandi yfir tvær miljónir, og iðnrekendur liggja nú á hnjánum fyrir framan sína járnfrú og grátbiðja hana um að lækka vexti svo hrossalækningar hennar drepi þá ekki alveg. # I Póllandi tókst verkaf ólki, þótt það ætti sér ekki lög- leyfð félög sem það gæti treyst, að hrinda áformum stjórnvalda um minnkandi niðurgreiðslur. Það mun út af fyrir sig ekki leysa neinn efnahagsvanda, nema síður væri. Danska alþýðusambandið býr sig í stakk til að mæta þeirri kreppu sem sósialdemókratar hafa tekið að sér að stjórna, en væntir ekki annars árangurs en að reynt verði að sýna samstöðu í verki með þeim sem verst eru settir. í Bretlandi haf a verklýðsfélögin stundum gert Thatcher lífið leitt, m.a. með stálverkfallinu langvinna í vetur sem leið, engu að síður er verklýðshreyfingin breska sjálf ri sér mjög sundurþykk, og hef ur ekki tekist að móta heildstæða stefnu sem andsvar við „leiftur- sókn" íhaldsins. # Með einum eða öðrum hætti vinna verklýðsfélög gegn kreppuráðstöf unum og sýnast eiga það sammerkt, að þau taka verðbólgu fram yf ir niðurskurð og þar eftir atvinnuleysi/sem i vonlegt er. Samtök verkafólks eru í vestri og austri sökuð um ábyrgðarleysi: þau geri sér ekki grein fyrir vandanum, að allir þurf i nokkuð á sig að leggja. Talsmenn verklýðssamtaka svara á þá leið, að víst séu þeir reiðubúnir til að ræða fórnir og sameigin- legar byrðar. En þaðer trúnaðarbrestur milli þeirra sem framleiða og þeirra sem eiga framleiðslukerfið eða stjórna því: verkamenn trúa því ekki, að byrðum verði skipt með réttlátum hætti. Það er heldur ekki nema von. # I þessari pattstöðu þar sem hvorki verkamenn né kreppustjórnendur geta unnið heyrist furðu lítið um nýjar leiðir. Það ætti þó að vera mjög freistandi í þeirri stöðu sem upper komin, að álykta sem svo: verkamenn munu því aðeins taka þátt í að mæta efnahagslegum erfiðleikum (sem eru einatt ekki að öllu leyti á ábyrgð viðkomandi stjórnvalda), að þeir fái i vaxandi mæli stjórn yfir vettvangi starfs síns. Með öðrum orðum: að setja efst á dagskrá kröfur um atvinnulýðræði — og þá annað og meira en að nokkrir kjörnir fulltrúar séu sendir inn á stjórnarfundi fyrirtækja og gerðir að eins- konar gíslum þeirra sem ráða yfir upplýsingum og ákvörðunum. Ávinningar pólskra verkamanna, styrkur hins gróna danska alþýðusambands, mega sín lítils ef ekki verður unnt að sækja fram einmitt á þessum vett- vangi. -1-áb * úr aimanakínu Það er fátt skemmtilegra en að sitja yfir góðum kaffibolla i Landlæknishúsinu og horfa á fólk sem er að koma inn i húsið i fyrsta skipti. Það skoðar ljós- myndir i anddyri af viðgerðun- um og litur siðan forviöa i kringum sig. Sérstaklega er gaman að sjá svipinn á fólki, sem áreiðanlega hefur ekki stutt Torfusamtökin undan- farinn áratug og hefði aldrei trúaö þvi' aö hægt væri að gera Hverfisgata 40 flutt Ellihúsafélagið h.f. húsiðsvona fallegt og nýtanlegt sem raun ber vitni. Ég held að það séu fáir sem bölva húsunum á Torfunni eftir þetta sumar, kalla þau danskar fúaspýtur sem vart séu nothæf- ar i eldivið eins og algengt var. Húsaíriðunarmenn gengu lengi vel undir nafninu Ellihúsafélag- iöhf eða Félag áhugamanna um heilsuspillandi húsnæði. Barátta Torfusarntakanna hef- ur svo sannarlega borið árangur en stóran hlut i breyttu viðhorfi til húsafriðunar eiga lika allir þeir sem á undanförnum árum hafa lagt undir sig einstakar „fúaspytur” út um allan bæ og breytt þeim i vistleg og umfram allt falleg húsakynni. Viöhorfið hefur svo sannarlega breyst og nú er svo komið aö eftirspum eftir gömlum timburhúsum i miðbænum er miklu meiri en framboðið og veröiö rýkur upp úr öllu valdi. En hver er svo hlutur borgar- yfirvalda i þessu efni. Borgin geturstuðlað að húsafriðun með þvi að gera upp sin eigin hús, styðja framkvæmdir við hús eins og á Torfunni sem eru i annarra eigu, hún getur með skipulagsákvörðunum verndað hús eöa heil hverfi og siðast en ekki sist getur hún i krafti nýju byggingarlaganna neitað um leyfi til niöurrifs og sett breyt- ingum og viögerðum ákveðnar skorður. Auk þess má gripa til húsfriðunarlaganna. Eitt fyrsta verk nýs meirihluta I borgarstjórn Reykjavikur var að stinga undir stól áformum ihaldsins um að rifa ellefu reisuleg timburhús á Hallærisplaninu og byggja yfir' það Ur steypu og gleri. Arangur þessarar ákvöröunar er m.a. sá að Búnaðarbankinn, sem þó hefur margitrekað beiðni sina um að fá aö rifa Austurstræti 3 (hús Jóns Brynjólfssonar) hefur falliö frá þeim fyrirætlunum og hafið viðgerð á húsinu. 1 tæpt ár hefur verið unnið að gerð nýs deiliskipulags fyrir Grjótaþorpið og verður tillagan kynntá næstu vikum. Miðar hún að þvi aö vernda hverfið sem ibúðarhverfi, húsin veröa gerð upp og önnur reist eða flutt á auðar lóöir i hverfinu. Er óskandi aö þetta skipulag þurfi ekki alltof langa umfjöllun I borgarstjórn þannig að þaö veröi að raunveruleika hið fyrsta. Mikilvægt framlag borgar- innar til húsafriðunarmála var sú stefnumörkun aö úthluta lóðum undir gömul hús sem þurfa að vikja af lóðum sinum vegna skipulags eða annars. Sé borgin eigandi slikra húsa getur hún selt þau með kvööum um að þau veröi gerð í upprunalegt horf og fylgt þeim kvöðum eftir. Tvö hús hafa verið seld með þessum hætti, hið þriðja verður selt i næstu viku og ákveðið hef- ur verið að selja hið fjórða. Fyrsta húsið var viö Hverfis- götu 86, en þar breytti nýr meirihluti fyrri samþykkt um að rifa húsiö og auglýsti það til flutnings innar á sömu lóð. Húsið var siðan boðið út og selt á 3—5 miljónir, að mig minnir, og þótti það sanngjarnt verð. Næst varhúsiö við Hverfisgötu 40 og úthlutaði borgin lóð undir það við Berg- staðastræti. Það hús fór á rúmar 13 miljónir, um 4 miljón- um meira en flestir töldu sanngjarntá þeim tima. 1 næstu viku verða svo opnuð tilboö i Vesturgötu 18, sem stendur til aðflytja á Bókhlööustiginn. Það hús keypti borgin fýrir aðeins eina krónu fyrir rúmu ári og er áreiöanlegt aö það á eftir að skila þeirri upphæð margfaldri og vel það i borgarsjóð. Þá hefur verið ákveöið að selja á sama hátt Bröttugötu 6. Hin mikla eftirspurn eftir húsum af þessu tagi hefur orðið til þess að skrúfa verðið á þeim upp úr öllu valdi og er útboðsað- ferðin vel til þess fallin að ýta undir þá þróun. En meiningin með þessum lóöaúthlutunum og flutningum var aldrei að hala peninga inn I borgarsjóö, heldur stóð þar aö baki viljinn til þess að varöveita húsin og koma þeim i upprunalegt horf. En hvaöa leið önnur er fær til þess að gera upp á milli manna i þessu sambandi? I Alþýðu- bandalaginu hefur verið hreyft ýmsum hugmyndum, m.a. þeirri aö húsin yrðu metin og á þau sett ákveöið fast kaupverð. Yrði siðan auglýst eftir um- sóknum um lóðina undir húsið meíj þeim skilmálum að það yröi flutt þangaö og gert upp en til þess aö fá lóöina yrðu um- sækjendur aö uppfylla þau skil- yrði sem lóöaúthlutunarreglur borgarinnar setja. Draga yrði milli umsækjenda ef fleiri en einn væru efstir og jafnir að stigum. Þessi leið hef- ur lika sina vankanta en gæti komiö að notum. Þar til önnur leiö en hin hvimleiða uppboös- leiö hefur verið fundin væri hins vegar tilvaliö að ágóði af húsa- sölunum rynni beint til þess að borgin gerði upp sin eigin hús enda veitir ekki af vlöa. Má þar t.d. nefna Bjarnaborgina. Álfheidur Ingadóttir skrifar Ekki er hægt að setja á blað vangaveltur um húsfriðun og hlut borgaryfirvalda án þess að minnast á Suðurgötu 7. Borgar- stjórn frestaði sem kunnugt er ákvörðunum að þiggja húsið til flutnings upp I Arbæjarsafn og verður sá frestur m.a. notaöur til þess að ganga betur úr skugga um vilja eigenda i þvi máli-Flestir sem einhvern áhuga hafa á húsavernd og miðbæjarlifi almennt munu þeirrar skoðunar að húsið eigi heima á lóöinni þar sem það er og þar eigi að gera það upp. Þaö stendur hins vegar ekki til boða nema lóðin, sem er rándýr eignarlóö, verði keypt upp, og hafa aöstandendur gallerisins m.a. óskað eftir þvi að borgin gerði þaö. Það þykir hins vegar dýr kostur. Bæði þjóðminja- vöröur og borgarminjavörður telja eðlilegt að húsið verði flutt I húsasafn borgarinnar i Arbæ — ef þaö þarf að vikja. Telja þau nauðsynlegt að opinberir aðilar geri húsið upp, það sé „safna- matur” og erfitt yrði að koma þar við nútimaþægindum án þess að valda spjöllum á minja- gildihússins, en sem kunnugt er hefur litið sem ekki verið við þvi hróflaö siðan 1880. Aðrir hafa bent á aö það ætti að finna þvi stað i Grjótaþorpi eöa annars staöar i miðbænum en mér vitanlega hefur engin ákveðin tillaga um góða lóð komið fram. I þessu sambandi er rétt að minna á Fjalaköttinn. Það hús dettur engum manni i hug að eyðileggja og rifa en það er litið sem ekki nýtanlegt eins og nú er. Réttast væri auðvitað að gera Fjalaköttinn aö þeirri æskulýöshöll sem unglingana á Hallærisplaninu sárvantar i hjarta borgarinnar, en i þessu tilfellirekur maður sig sem fyrr á hið gifurlega háa lóöarverð i miöbænum. Spurningin er hvort þaö er réttlætanlegt fyrir Reykjavikurborg að leggja fram hundruöir miljóna fyrir lóðirnar einar á sama tima og hún getur ekki vegna f járskorts leyst brýn félagsleg vandamál | borgarbúa. Ég tel sjálfsagt að borgin leggi peninga i aö gera slik hús upp og nyta þau undir menningar- og æskulýðsstarf- semi en ég sé eftir þeim pening- um sem færu i lóðabraskið i miöbænum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.