Þjóðviljinn - 13.09.1980, Side 23
Helgin 13.—14. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23
Undanfarin ár hefur
boriötötuvert á svokaílaðri
Hánefsstaðaætt sem kennd
er við Hánef sstaði á Seyðis-
firði. Þetta er rótgróin
austfirsk/ „framsóknar-
ætt" og standa að henni
gildir bænda- og útvegs-
mannastofnar en auk þess
hefur hún hneigst töluvert
til kaupmennsku.
Maöur er nefndur Hermann
Jónsson pamfíls (1749—1837).
Hann var bóndi í Firöi i Mjóafiröi
og átti fjölmörg börn, bæöi utan
og innan hjónabands.
Eitt þeirra var Hjálmar Her-
mannsson hreppstjóri á Brekku i
Mjóafiröi. Sonur hans var Konráö
Hjálmarsson kaupmaöur á Norö-
firöi og einhver stærsti atvinnu-
rekandi á Austfjöröum um sína
daga. Annar sonur Hjálmars var
Vilhjálmur Hjálmarsson á
Brekku, afi Vilhjálms Hjálmars-
sonar, fyrrv. menntamálaráö-
herra.
Launsonur Hermanns pamfils
var Vilhjálmur, kallaöur Vil-
hjálmsson, bóndi á Brekku i
Mjóafiröi. Sonur hans var Arni
Vilhjálmsson bóndi á Hofi i Mjóa-
firöi en hann var aftur faöir Vil-
hjálms Arnasonar(1866—1941) út“
vegsbónda og oddvita á Hánefs-
stööum viö Seyöisfjörö. Vil-
hjálmur á Hánefsstööum hóf
einna fyrstur bænda á Austfjörö-
um vélbátaútveg og var hinn
fyrsti er setti þilfar á vélbát sinn.
Rak hann verslun um skeiö á Há-
nefsstaöaeyrum og var meöal
hvatamanna aö stofnun frysti-
húss þar. Kona hans var Björg
Siguröardóttir og voru þau hjón
systkinabörn. Meöal barna þeirra
voru:
A. Hjálmar Vilhjálmsson lög-
fræöingur, siöast ráöuneytisstjóri
i félagsmálaráöuneytinu. Hans
synir eru arkitektarnir Helgi og
Vilhjálmur Hjálmarssynir.
B. Arni Vilhjálmsson á Hánefs-
stööum (1893—1973), útgeröar-
maöur og erindreki Fiskifélags
Islands. Börn hans:
1. Vilhjálmur Arnason lögfræö-
ingur. Hann var lengi starfs-
maöur SIS en hefur frá 1960 rekiö
eigin lögfræöiskrifstofu. Hann
hefur veriö i stjórn íslenskra
aöalverktaka frá 1954 (f .h. Regins
h.f.) og stjórnarformaöur frá
1971. Frá árinu 1973 hefur hann
veriö stjórnarformaöur SlS-fyrir-
tækisins Kirkjusands h.f. og
einnig stjórnarformaöur fata-
verksmiðjunnar Sportvers h.f.
frá 1972.
2. Tómas Arnason viöskipta-
ráöherra. Hann rak um skeið lög-
Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrv. Indriöi Pálsson forstjóri Shell
menntamálaráöherra
Tómas Arnason viöskiptaráö-
herra
Hjálmar Vilhjálmsson ráöu-
neytisstjóri
Vilhjálmur Einarsson skóla- Vilhjálmur Arnason stjórnarfor-
meistari maöur tsl. aöalverktaka
Hánefsstaðaættin
fræöiskrifstofu á Akureyri en var
forstööumaöur varnarmála-
deildar utanrikisráöuneytisins
1953—1959 og formaður samn-
inganefnda viö verkfræöingadeild
Bandarikjahers á þeim tima. Rak
lögfræðiskrifstofu meö Vilhjálmi
bróöur sinum 1960—1972, fram-
kvæmdastjóri Framkvæmda-
stofnunar 1972—1978, alþingis-
maöur frá 1974, fjármálaráö-
herra 1978—1979 en nú viðskipta-
ráöherra. Hans sonur er Eiríkur
Tómasson lögfræöingur og fyrrv.
aöstoöarmaöur ráöherra, tengda-
sonur Páls Lindals fyrrv. borgar-
lögmanns i Reykjavik.
3. Þorvarður Arnason. Hann
var verslunarstjóri Gefj-
unnar—Iöunnar i Reykjavik
1947—1953 en stofnsetti þá Isbúö-
ina h.f. og Mjólkurisgerðina h.f.
(Dairy Queen). Hann er lika einn
af eigendum Herrahússins og
Adams.
4. Margrét Arnadóttir, fyrri
kona Guöjóns Valgeirssonar lög-
fræöings i Reykjavik. Meöal
barna þeirra er Valgeir Guöjóns-
son (Spilverk þjóöanna).
C. Sigriöur Vilhjálmsdóttir,
kona Einars stefánssonar bygg-
ingafulltrúa á Egilsstöðum.
Þeirra sonur er Vilhjálmur
Einarsson skólameistari á Egils-
stööum, fyrrv. iþróttakappi.
D. Hermann Vilhjálmsson full-
trúi á Seyöisfiröi. Hans dóttir er
Elisabet Guöný Hermannsdóttir,
kona Indriöa Pálssonar forstjóra
Oliufélagsins Skeljungs I Reykja-
vik.
E. Þórhallur Vilhjálmsson
skipstjóri i Keflavik. Hans sonur
er Vilhjálmur Þórhallsson lög-
fræöingur i Keflavik.
Systir Vilhjálms Arnasonar á
Hánefsstööum var Sigriöur Arna-
dóttir. Hún var gift Sigurði
Stefánssyni á Hánefsstööum en
dóttir þeirra var Stefania Sig-
uröardóttir. Stefania var gift ná-
frænda sinum, Hjálmari Vil-
hjálmssyni á Brekku, sem fyrr er
nefndur og var sonur þeirra Vil-
hjálmur Hjálmarsson, fyrrv.
menntamálaráðherra. Sonur
hans er Hjálmar Vilhjálmsson
fiskifræöingur.
P.s. 1 siöasta þætti var rætt um
ættina Eggerz. Þar gat valdiö
misskilningi aö sagt var aö Pétur
Eggerz á Boröeyri hafi veriö
tengdasonur Páls Melsteds. Hann
var reyndar tvigiftur og var
seinni kona hans dóttir Guö-
mundar Einarssonar á Kollsá!
Börn hans frá og meö Guömundi
Eggerz sýslumanni voru af
seinna hjónabandi.
P.s. Allar ábendingar vel
þegnar. Skrifiö Sunnudagsblaöi
Þjóöviljans.
I DAGMA.
Heigarviðtaiíð er við Lúðvik
Hiáimtýsson. ferðamálastlóra
Klæðnaður í andstððu
við hugsiónirnar?
- rætt við nokkra stjórnmáiamenn
um föt og pólitik
SælKerasíðan bírtist á ný
Sumarleyfí Sæikerasíöunnar er lokið.
og nu er m.a. fjallað um
margvísiega fiskrétti
ÍS
Bankastlóri Utvegs-
bankans í fréttaljósi
Heróininu smyglað
í líkum ungbarna
ítarieg frásögn af heróindauðanum
meðal ungs fólks í Danmðrku