Þjóðviljinn - 31.01.1981, Síða 2

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Síða 2
2 StÐA — ÞJÚ.DVILJINN’Helgin 31. jan. — 1. fel)r. 1981. einstaklinga/ en ekki minnst á kvænta einstak- linga, en fróðir menn telja að þetta sé vegna þess að eyðublaðið muni þýtt beint úr sænsku. Það er ef til vill hægt að fyrirgefa Hagstof- unni það að hún spyr að því hvort fólk sé í sambúð, einkum þar sem segir í leiðbeining- unum í 3. lið 2. greinar að ,,sambúð eða hjóna- band með öðrum en maka þurfi ekki að tilgreina", en hámark hnýsninnar er þó, þegar Hagstofan krefst þess að maður geri grein fyrir því, hvort maður hafi farið í vinnuna í almenningsvagni, bil fyrirtækis stærri en sjömanna, í annarskonar bíl sem farþegi, í bíl sem bílstjóri, á vélhjóli, skellinöðru, reiðhjóli, með öðru farartæki eða gangandi. Allt frá því að Gissur biskup í Skálholti lét telja bændur á íslandi hef ur þessi liður hljóðað svona: Akandi, gangandi, hjólbörum, hesti, bíl og veitt tæmandi upplýsingar. Sárast svíður þó mönnum að Hagstofan skuli ætla að beita jafn svívirðilegum persónunjósnum eins og þeim að hnýsast í það hvað af heimilisstörfum falli í hlut karlsins (heimilisföðurins, húsbóndans). Hverjum kemur það við hvað oft ég bursta skóna mína f yrir konuna mína, hvað ég fer oft út með ruslið fyrir hana, þvæ jafnvel gluggana að utan fyrir hana, fer útí búð eftir vindlum handa mér, fyrir hana, fer í bað fyrir hana, borga rafmagnið og símann fyrir hana af því hún kemst aldrei af skrifstofunni í vinnutímanum til að sinna heimilinu. Já, ætli það endi ekki með því að Hagstofan heimti að fá að vita allt sem ég geri fyrir hana allan sólarhringinn. Þá segi ég nú bara eins og reiður barnsfaðir í vesturbænum sagði í Velvakanda á dögun- um: Fyrr skal ég sitja af mér stórsektir í fengelsi, uppá vatn og brauð, hjól og steglu, en ég gef þessum svívirðilegu persónunjósnurum upplýsingar um itrustu einkamál og helgustu leyndarmál mín og minna. Og ég skal aldrei beygja mig fyrir þessari klásúlu í lögum um manntal: í manntalsskýrslu skrifa á með skýrum penna og f ínum hvort að þú sért f luttur frá framhjáhöldum þínum. Flosi. Af sálsýkishysteríu Það sagði mér einu sinni sálf ræðingur, sem var að koma frá Danmörku, að mikill væri munurinn á sálarklandri Dana og íslendinga. ,,Danir hlaupa í baklás", sagði hann, ,,ef þeir eru spurðir um einkaf járhag eða af komu, en ef á að fá innhverfan íslending til að leysa f rá skjóðunni, þarf ekki annað en spyrja hann hvort hann sé alltaf ,,í þessu sama", hvort nóg séað gera i því, hvort sæmilegt sé uppúr því að haf a, hvort nokkur tök séu á að vinna með því, hvort hann sé aðnjótandi eftirvinnu og svo í beinu framhaldi, hvað hann hafi á tímann, á dag, á viku, á mánuði, á ári osfrv. Þá er væn- legt að opna innhverf an íslending með því að spyrja hann hvað miklu hann geti stolið undan skatti og hvort hann hafi þann tiltrúnað hjá vinnuveitendum sínum að hann geti gengið í sjóðinn og sótt sér hnefa. Skeggræður í þessum dúr við Islending með geðflækjur hafa ótrúlegan lækningamátt" sagði sálfræðingurinn, vinur minn, ,,en væri hins vegar hafið máls á sliku við Dana yrði hann strax innhverfari en allt það sem inn- hverft er". Svo hélt sálfræðingurinn áfram að segja mér hvernig ætti að nálgast Dana í sálar- klandri. ,,Ræða við hann um búksorgir og ból- farir, s.s. mat og hjónabandskynferðisvan- sælu. Þá lifnar strax yfir Dananum, hvað brúnaþungur sem hann kann að haf a verið f yr ir, og allar f lóðgáttir einkasálarlífsins opnast. Ef þessi aðferð væri hinsvegar notuð á ís- lending yrði hann svo innhverf ur að vafasamt væri að menn fengju nokkurntímann að sjá á honum úthverfuna eftir það. Hann hlypi í þann baklás, sem enginn lykill gengur að." Þaðersemsagt með ólíkindum, hvað fslend- ingar telja til sinna einkamála. Þessa dagana er að ganga yf ir iandið f urðu- leg sálsýkishystería. Auðvitað hef ur svartasta skammdegið sitt að segja, en það er bara ekki nóg. Það liggur einhver geigvænlegur uggur í loftinu, einhver ógn steðjar að mönnum. Lesendadálkar dagblaðanna bera það með sér að mikil skelfing hefur gripið fjölmarga landsmenn. Þjóðin er eins og hengd uppá þráð. Menn missa svefn í hrönnum og ef þeir festa blundinn fá þeir martröð. Fólkinu í landinu virðist líða eins og þeim sem bíða þess að verða leiddir tll aftöku. Og hvað er það, sem veldur þessari ægilegu allsherjarskelf ingu? Jú. Það stendur til að taka manntal. Já, oft hefur verið höggvið nærri helgustu leyndarmálum og persónulegustu einka- málum landsmanna, en aldrei eins og nú. Hagstofan hefur með þessu manntali gert sig seka um grófa tilburði til persónunjósna. Það er lævíslegt bragð hjá þessari stofnun að sleppa mönnum við það að taka f ram hvort þeir séu karlar eða konur. Þessum upplýsing- um ætlar Hagstofan að ná með því að athuga skírnarnöfnin sbr. Guðbrandur—Þórkatla. Sumir halda að þetta manntal sé eingöngu ætlað konum þar sem aðeins er talað um gifta Stundum gerast slys í prentverki. Slöasta skráargat var meö frétt um aö Elías Snæland Jónsson væri nú á leiöinni yfir frá Vísi á Timann en greinin datt óvart út úr blaöinu þó aö mynd héldist inni þar sem Elias Snæland Bjarni P. Geir Tómas varpað varfram þeirri spurningu i myndatexta hvort Ellas yröi næsti ritstjóri Tlmans. Nú mun þetta vera nokkurn veginn af- ráðiö. Ellas Snæland mun hafa sett einhver skilyröi um aö gömlu mennirnir, þeir Jón Helgason rit- stjóri og Þórarinn bórarinsson ritstjóri, vikju til hliðar ef hann tæki viö ritstjórninni til þess aö hann heföi frjálsari hendur um nýsköpun blaösins en þaö hefur þótt heldur aftarlega á merinni undanfarin ár. Ekki er vitað hvort þetta hefur gengiö eftir, en eitthvert lið mun Elías taka með sér frá VIsi enda stendur nú vart steinn yfir steini á þvl ágæta blaöi. Bossi sf. heitir nytt fyrirtæki hér I bæ og skv. síðasta Lögbirtingablaöi er stofnandi þess Bjarni P. Magnús- son formaður útgáfustjórnar Al- þýöublaösins og Helgarpóstsins ásamt Steingeröi konu sinni. Helgarpósturinn skýrirfrá þvi aö Bossa sf. muni ætlaö aö framleiöa barnableyjur og dömubindi helm- ingi ódýrara en aörir. Já, þaö er ekki ofsögum sagt af þessum ung- krötum. Nýtt knattspyrnufélag hefur veriö stofnaö i Reykjavlk. Nefnist þaö Knattspyrnufélagið Arvakur og hefur sótt um leyfi til Knatt- spyrnusambands Islands aö fá aö keppa í tslandsmótinu næsta sumar. Forráöamenn þessa nýja knattspyrnufélags eru þeir Friö- rik Friðriksson ritstjóri Kvik- myndablaösins og ívar Gissurar- son, forstööumaöur Ljósmynda- safnsins, báöir landskunnir iþróttamenn um áraraöir. Munu félagsmenn æfa I íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi nokkur kvöld I viku. Hvort félagið hafi sótt um lóö hjá Reykjavlkurborg undir starfssemi slna fékkst ekki staö- fest af forráöamönnum hins nýja félags. Hins vegar hefur heyrst aö ýmsír landskunnir knattspyrnu- menn, m.a. landsliösmeölimir, hyggi á félagaskipti innan tlöar. Mikil umbrot eiga sér nú stað I Sjálf- stæöisflokknum. Hinir ýmsu hópar búa sig nú sem best undir landsfund flokksins, en þar verður eins og kunnugt er kosinn nvr formaöur. bar eru ýmsir kallaöir en fáir útvaldir. Vitaö er aö Geir Hallgrlmsson leggur mikla áherslu á aö hreppa hnoss- iö áfram, en mikil andstaöa er gegn honum I flokknum eins og allir vita. Sá sem haröast gengur þó fram um þessar mundir er Matthías Mathiesen. Hann mun hafa verulegt fylgi á Reykjanesi og meöal Borgfiröinga, þar sem hann dvelur löngum að sumar- lagi. Sagt er aö Olafi G. Einars- syni mislíki mjög þetta fram- boösbrölt Matthiasar, enda rennir hann sjálfur hýru auga á formannsstólinn. Og enn um innri mál Ihaldsins. Geir Hallgrimsson telur fylgismönn- um sínum trú um að hann njóti nú vaxandi trausts meöal flokks- manna. Hann þykist veröa var viö þennan stuöning á þeim fund- um sem hann efnir nú til um landið til undirbúnings kosninga- baráttu sinnar fyrir landsfund. A einum klíkufundi meö stuönings- mönnum slnum um daginn sagöi Geir til marks um vinsældir sinar: baðhringdi til min kona úr Bolungarvik og lýsti yfir stuön- ingi viö mig. Vakti þetta mikinn fögnuö hjá fylgissveinunum. Það hefur að vonum vakiö vissa at- hygli aö Tómas Arnason héltutan I fyrradag aö sækja fund Norræna fjárfestingarbankans, sem vara- maöur bórhalls Asgeirssonar ráðuneytisstjóra I viöskiptaráöu- neytinu, Rétt fyrir brottför átti Tómas aftur á móti langan leyni- fund með Benedikt Gröndal. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli en gera má ráö fyrir aö hinar löngu björtu vornætur I mai hafi boriö á góma. Tómas Arnason var frá upphafi heldur andsnúinn núver- andi stjórnarmynstri og má vera aö Benedikt hafi gengið til hans I liðsbón, enda heldur fáliöað enn i þeimóviga lýöræöisher sem ætlar að steypa stjórninni i kyrrþey I vor.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.