Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 13
Helgin 31. jan. — 1. febr. 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 frammi fyrir alþjóö aö segja frá ævi sinni i 26 Utvarpsþáttum þar sem Stefán Jónsson þáverandi útvarpsmaöur leiddi umræöuna, sem mæltir voru af munni fram án nokkurra minnisblaða, þoldu það aö vera prentaöir og gefnir út i bók án þess aö hallað væri oröi frá útvarpsþáttunum. Slik var snilld sögumannsins Steinþórs á Hala. Steinþor fæddist á Hala i Suður- sveit 10. júni 1892, sonur hjónanna Þóröar Steinssonar og Onnu Benediktsdóttur. Þaö ólst hann upp ásamt bræörum sinum, Þór- bergi siðar rithöfundi og Benedikt er tók viö búi á Kálfafelli i Suður- sveit, en þeir eru látnir fyrir nokkrum árum. Steinþör tók ungur viö búsforr- áðum á Hala ásamt eiginkonu sinni Steinunni Guömundsdóttur sem lifir i hárri elli, en er þrotin aö kröftum. Þau eignuöust tvö börn, Torfa kennara á Hala kvæntan Ingibjörgu Zophanias- dóttur og Þóru gifta Ólafi Guöjónssyni húsgagnasmiö, en þau eru búsett i Reykjavik. Af- komendur Steinþórs og Stein- unnar eru margir, allt mannvæn- legur og friður hópur. Og er ég þess fúllviss að hann er þakklátur fyrir allar frábæru afasögurnar sem svo oft voru sagðar af mikilli snilld i eldhúsinu á Hala, enda nutu gömlu hjónin frábærrar um- hyggju sonar og teingdadóttur sem ásamt börnunum gerðu þeim ævikvöldiö sem notaiegast. Steinþór á Hala gegndi fjöl- mörgum trúnaöarstörfum fyrir sveit sina og héraö, og varla var svo ráöum ráöiö að Steinþór kæmi þar ekki viö sögu. En fyrst og fremst var Steinþór á Hala bóndi, ekki endilega vegna efna- legs ábata i þvi starfi, heldur miklu fremur vegna þess lifsstils sem hann taldi aö fylgdi starfi bóndans og þann lifsstil vildi Steinþór varðveita uns yfir lauk. Steinþór andaöist á elli- og hjúkrunarheimilinu hér á Höfn þann 20. janúar s.l. Ég og mitt fólk sendum öllum aðstandendum Steinþórsá Hala innilegustu sam- úöarkveöjur. Blessuö veri minn- ing hans. Þorsteinn L. Þorsteinsson Þaö eitt er vist aö allir verðum vér brottkallaöir af þessu jarö- sviöi, jafnvel sumir i blóma lifs- ins, aðrir i hárri elli. Samt er erf- itt að sjá á bak hærugráum hal, slikum sem Steinþóri Þóröarsyni á Hala. Svo samgróinn var hann umhverfinu i Suðursveit og Hala- bænum, aö hvorttveggja fær aöra og fölari mynd þegar hann er ekki lengur innan þessa ramma. Þvi fór mér I þessu efni þannig, að ég einhvern veginn hugsaði aldrei um það að þessi aldna kempa hyrfi á braut og ekki væri lengur hægt aö eiga við hann orð- ræður, sér til ómetanlegrar ánægju og fróðleiks. Lögmáliö stendur og Steinþór Þóröarson bóndi, félagsmála- kempa, frásagnarsnillingur og siöast en ekki sist, óvenjuhlýr maöur, er horfinn vinum og sam- feröamönnum. A langri ævi eða liðlega 88 árum starfaöi Steinþór á Hala á sviöi allra félags- og menningarmála jafnt i Suöursveit sem og I sýslu- félaginu sem heild. Hann sparaöi sig hvergi, var hiö minnsta i stjórn félaga i 20 ár og allt aö 52, en þann ti'ma sat hann i stjórn Kaupfélags Austur-Skaftfellinga. Slikt er áreiöanlega algjört eins- dæmi á landinu. Þar sem þessi störf eru flestum vel kunn ætla ég ekki aö tíunda þau frekar hér. Steinþór var á vettvangi þess- ara mála allra afburöa liös- maöur; svo tjá mér þeir sem gerst þekktu. Fram á siöasta ár var hann brennandi af áhuga á málefnum sýslunnar, fylgdist meö öllu og ræddi málin. Þaö var lærdóms- rikt aö heyra hann tala aö aöal- fundum kaupfélagsins, þar var hugsjónamaöur, eldhugi sem haföi hugmyndir og ákveðnar skoöanir, og þaö i takt viö timann. Steinþór staönaöi aldrei. Hann skildi nútiö, vildi halda i þaö besta úr fortið, en ávallt var þó hugurinn við þaö hvernig þessir bættir yröu þannig ofnir saman að framtiðin mætti færa fólkinu heillog hamingju. Það færi betur aö fleiri geymdu samvinnuhug- sjónina svo tæra og óbrenglaöa eins og Steinþóri á Hala veittist auðvelt i 60—70 ár; grunntónninn er nefnilega enn óbreyttur. Ég kynntist Steinþóri ekki fyrr en ég settist að hér i sýslu fyrir liðlega 7 árum. Ég er afar þakk- látur fyrir þau kynni. Mér fannst hátiölegt að ganga i stofu á Hala og setjast á tal viö heimilisfólk. Það eru góðir straumar i þeim húsum og sam- band til ýmissa sviða, þó jarö- sviðiö sé nú raunar hvaö mest notaö. Þau ágætu hjón Ingibjörg Zophóniasdóttir og Torfi Stein- þórsson hafa búsforráð, en i þeirra skjóli voru þau hjón Stein- þórheitinn og kona hans Steinunn Guömundsdóttir, sem lifir mann sinn i hárri elli. Börn voru og eru mörg á Hala, þarna lifðu og störfuöu saman kynslóöir, 4 ættíiðir, ýmist i sam- býli eða nábýh. I þessu samfélagi var Steinþór á Hala ættarhöfðinginn, aö verö- leikum metinn og miölaöi af fróð- leik, og hjartahlýjan streymdi til allra, ekki aöeins hans nánustu, heldur einnig til gests og gang- andi. Engan mann hef ég fyrirhitt sem haföi slikt firna minni og kunni svo vel frá aö segja, aö list varö, sem Steinþór Þóröarson á Hala. Þegar ráöist var I útgáfu tima- ritsins „Skaftfellings” 1978 datt mér enginn fyrr i hug, er ég sem ritstjóri fór að hugsa um efnisað- föng. Geröi ég gamla manninum orð aö senda nú greinarkorn i heftið eftir eigin efnisvali. Innan mánaðar barst mér þykkt bréf og úr þvi kom handrit,51 siöa, ritaö styrkri hendi og ekki að merkja aö höfundur væri 86 ára. Grein Steinþórs bar heitið „Sjósókn i Suöursveit”. 37prentaöar siöur af stórmerkum fróöleik er þannig bjargaðist fráglötun,alltskýrt og vel framsett. Steinþór talaði og ritaði óvenju gott mál, var skýr- mæltur og kjarnyrtur i besta lagi. Þann 6. júni 1980 hitti ég Stein- þór á Hala siöast i mannfagnaöi, þegar byggöasafniö hér i sýslu var opnað. Hann var málhress og hugsunin skýr, en sjáanlega var nú likamlega þrekiö byrjaö aö bila. Þó flutti Steinþór samkvæm- inu ávarp og var þaö vel og sköru- lega framsett, svo sem ávallt hafði verið hans háttur. Nú kvaddi hann fólk og kvaöst trú- lega ekki oftar stiga inn fyrir þröskuldinn á „Gömlubúö”, og sú varö raunin. Ég leit viö á Landspitalanum i Reykjavik 7. desember s.l., en þar lá Steinþór og beiö aögeröar, sem ekki var fært aö fram- kvæma. Hann var enn bærilega styrkur i andanum, spurði um aflabrögö linubátanna og haföi áhyggjur aö tiöarfariheima fyrir, sem hann fylgdist vel meö. Viö ræddum um hugsanlega heimferö fyrir jól. Sú ferö var farin, þó eigi alla leiö að Hala, heldur kom Steinþór á Elli- og hjúkrunar- heimiliö á Höfn og virtist hressast verulega þar, tók gleði sina allvel aftur. Þrekiö var á þrotum og sjúkleikinn sigraöi. Steinþór Þóröarson frá Hala lést 20. þ.m. Vísdómur, jákvætt lifsviðhorf, sem m.a. var fólgið i prúðu og hlýju viðmóti, mun koma i hug- ann þegar minnst er Steinþórs á Hala. Björt verður ávallt minn- ingin um sterkan persónuleika. Ég votta öllum ættingjum samúö mina. Höfn i Hornafirði 27. janúar 1981 Friöjón Guörööarson Fimm ára kynni er ekki langur timi. Ég 25 ára en þú 84ra er við hittumst fyrst. Og það varð meö þá heimsókn okkar hjóna að Hala sem og allar aðrar eftir þaö aö heimleiðis héldum vib mun seinna en áætlað hafði veriö. Timi og rúm ávallt vikið fyrir glaövær- um og uppbyggilegum samræð- um. Spjallað var um allt milli himins og jaröar. Hugstæö ast er mér þó er viö ræddum mál- efni Ungmennafélagshreyfingar- innar en þau voru þér ætið jafn kær. I þeim umræöum vaknaöi áhugi minn á þvi að taka þátt i starfi ungmennafélagsins f minni sveit og siðar i Ungmennasambandinu Olfljóti. Sem formaöur þar leitaöi ég ósjaldan til þin þegar úr vöndu var að ráöa. Aldrei stóð á hollum ráöum frá þinni hendi. Nú ertu horfinn á braut en minning þin mun lifa. Hafðu þökk fyrir ógleymanleg kynni. AG Rafmagnsjárnbraut um Suður- land? Stórkostlegt hve góöar hug- myndir vakna oft á Alþingi. Ég man þá tiö aö mér og nokkrum öörum fannst sem gætti nokk- urar hugmyndafátæktar á lög- gjafarsamkundunni. Viö efndum þvi til hugmyndabanka á eigin snærum og ætluðum aö selja ráðamönnum hugdettur vorar. Þará meðal var ein hugmynd um m.a. yfirbyggt færiband milli Reykjavi'kur og Akureyrar. Bandið á að vera upphitaö þannig aö á þvi mun aldrei festa snjó, það verður ekki sérlega stórt aö umfangi og á að renna á fjórum brautum, tvær til hvorrar áttar. Þannig mun annaö bandanna, fjörðum. Var ætlunin aö koma þar á fót rikisreknu sauönauta- búi, giröa af allan Vestfjaröa- kjálkann og breyta i friðland sauönauta ef svo má segja, út- hluta aöeins veiöitimum og flytja út afuröir i stórum stil. Brott- fluttir Vestfiröingar áttu, ef þeir vildu, aö fá atvinnu við sauö- nautaverið. Nákvæmar áætlanir eru á pappir, en veröa ekki látnar út nema gegn greiöslu. Ein hugmynd vor er svo texta- vélin. Það er vél sem I höfuð- atriðum er smiðuð samkvæmt formúlu sem ættuö er alla leib sunnan úr hinu forna Grikklandi. Málvisindamaöurinn Xenoþanus (sá sem fann upp og fyrstur fór að nota þágufall, sem siöan varö afarvinsælt og þykir hentugt á Is- landi) fann upp tæki sem endur- kastar prenti gegnum ótal sjónar- horn. Meö þessari speglunaraö- ferð er hægt aö ná þeim skilningi sem hafa vill út úr hvaða texta sem er, jafnvel dagblaöstexta. Hugmyndabankinn hefur og á hendi ýmis umboð fyrir erlenda og innlenda aöila, sumt aöallega til gamans gert, svo sem einsog hin þekkta ameríska aöferö við aö rafmagnsjárnbraut. Einhver hefur greinilega lekiö. Eða selt hugmyndina án vitundar fram- kvæmdastjórnar Hugmynda- bankans. Reyndar var upphaf- lega hugmyndin ekki aðeins um Suöurlandsbraut, heldur var Reykjanesið, Völlurinn, með i dæminu, sem og Kjalarnes, Borgarf jörður, Snæfellsnes, Dalasýsla og fleiri héruö. En einsog kunnugt er, hafa hlutirnir tilhneigingu til aö skreppa saman i meðförum flokkasamkundunn- ar. Það er kannski rétt aö gauka fleiri hugmyndum að Alþingi, úr þvi þaö er á annað borö farið að seilast igögn Hugmyndabankans. Okkar áætlun miöaöist náttúrlega díki við járnbrautina einvörð- ungu, þvi ab inn i dæmiö kom það sem stefnir norður, vera fyrir fólk og fénaö.hitt fyrir flutning af ýmsu tagi, allt frá saumnálum til túnaáburöar. Röriö meö færi- bandinu verður rafvætt og oftast liggja ofanjaröar en á stundum reiknum við meö aö grafa verði gegnum fjallvegi þar sem venju- legum veltistigum verður trauðla komið við, svo sem uppá Vtans- skarðið. Viðkomustaðir veröa margir á leiðinni, en ekki er unnt með nútimatækni að stööva band- iö, það verður að renna stöðugt, helst allan sólarhringinn (si- rennsli) og þvi veröa þeir sem ætla aö taka sér far með þvi að hoppa á það á sérstökum við- komustöðum, þar sem aðstæður verða sérhannaðar, svo sem einsog þegar maður tekur sér far með skiðalyftu. Hugmyndabankinn var lika meb á prjónunum áætlun um brottflutning fólks frá Vest- setja hefnd á flöskur (Kurt Vonnegut á leyfið), aðferö til aö útrýma fiskitegundum (islenskt leyfi), aðferð sem miöar að viö- haldi hreinna kynstofna (lika is- lenskt leyfi, en samkvæmt at- hugun, eru tveir kynflokkar i Ev- rópu taldir svo til hreinræktaðir og þessir tveir flokkar einangra sig jafnframt meö ströngum út- lendingalögum, en það eru Is- lendingar og Portúgalir. Allar aðrar þjóöir eru mjög bland- aöar), en þótt sú uppfinning sé upprunalega þýsk, þá er einka- leyfið núna af einhverjum ástæöum i höndum islensks aðila. Hugmyndabankinn lumar og á ýmsum hreinum tæknibrellum, svo sem aðferö sem á aö auðvelda ráðamönnum aö steypa fólk i sama mót, aðlaga hegöun þegn- anna vilja ráöamanna, aðferð til aö byggja út svokallaö „félags- legt réttlæti” og svo framvegis. Alþýðubandalaglð í Reykjavík Félagsfundur um borgarmál Alþýöubandalagið i Reykjavik boöar til almenns félagsfundar um nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar og starfiö að borgarmálum til loka kjörtimabilsins. Fundurinn verður haldinn aö Hótel Esju þriðjudaginn 3.febrúar og hefst hann kl. 20.30 stundvislega. Dagskrá: 1. Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar flytur framsögu um nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar. 2. Umræðuhópar starfa. Að loknu framsöguerindi verður fund- inum skipt upp i 4 umræbuhópa sem fjalla munu um megin- málaflokka borgarmála. 1 þessum hópum munu fulltrúar félagsins i nefndum og ráöum borgarinnar sitja fyrir svörum um sinn málaflokk og taka við ábendingum fundarmanna um starfið framundan. Umræöustjórar i hópnum verða: Arthúr Morthens, Guömundur Þ. Jónsson, Sigurður Harðarson og Þorbjörn Broddason. Fundargerðir þessara umræöuhópa verða siöan sendar borgar- málaráði félagsins til umfjöllunar. 3. Almennar umræöur. Aö loknu starfi umræðuhópa verða siöan almennar umræður um borgarmálin. Fundarstjóri: Höröur Bergmann. Félagar fjölmenniö og takiö með ykkur gesti. Velunnarar og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins eru velkomnir. Stjórn Alþýöubandalagsins í Reykjavik Sigurjón Pétursson Hörður Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.