Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 5
Helgin 24. — 25. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Tryggvi Htlbner, Finnbogi Kjartansson, Rúnar Júliusson (munu leika á gitar og bassa ásamt Gunnari Þórðarsyni) og Hrólfur Gunnarsson trymbill (Ásgeir Óskarsson og Engilbert Jensen verða einnig með slagverk, Magnús Kjartansson leikur á hljómborð. Einnig munu koma fram Ari Jónsson, Egill Ólafs- son, Björgvin Halldórsson og Pálmi Gunnarsson, Magnús og Jóhann og Jóhann G.) Hljómleikar í minningu LENNONS Margur telur sig eiga honum skuld að gjalda tnmngartoi]leikg um JoliqfLenno Tl) slyrktar GtsOvamtlartík^Ql Isktnds I AuslurtMatafbkíi þrt^udatfmt S tebrúar'ö. * Á þriðjudagsk völdið, 3. febrúar, kl. 9.00 hefjast i Austurbæjarbiói minningar- hljómleikar um John Lennon. Miðaverð er 50 kr. og ágóðinn mun renna til Geðverndarfélags islands. Óttar Felix Hauksson, sá er fyrir þessum hljómleikum stendur sagði, að sér hefði fundist sú ráðstöfun liggja beinust við vegna hins sjúklega morðs á John Lennon. Allir sem hönd leggja á plóg við hljómleikana gefa vinnu sina og Leikfélag Reykjavíkur lánar sviðsmynd, Ijósaútbúnað og hljóðkerfi sem notað er við sýn- ingar á Gretti. Hljtímleikarnir hefjast á þvi að Sigurður SkUlason leikari flytur frumsamið ljóð um Lennon, og siðan byrjar hljómsveitin á I want to hold your hand og hvert lagið mun reka annað. Þegar kemur að Imagine mun Siguröur Skúlason fyrst flytja það i islenskri þýðingu sinni. Alls eru hljóðf æraleikarar og söngvarar 15 og munu flytja u.þ.b. 25 lög. Kynnir verður Þorgeir Astvalds- son. Mikil undirbúningsvinna liggur að baki þessum hljómleikum i sambandi við lagaval þvi að þau eru orðin mörg lögin eftir John Lennon allt frá upphafsárum Bitlanna og fram á þann dag er siðasta platan hans kom út. Leit- aði Öttar i þessum efnum til Rúnars JUliussonar, sém kvað eiga plötusafn mikið og gott, og Gunnars Þórðarsonar, og lágu þeir gömlu Hljómafélagar ekki á liði sinu. Siðan var farið i Hljóð- rita og Urvalið tekiö upp á band, þá i Alfa hf., nýju islensku hljóm- plötupressuna, og þar voru gerðar kassettur með lögunum og þeim siðan útbýtt meðal Myndin á auglýsingarplakatinu, sem unnið var hjá Kassagerð Reykjavikur, mun vera tekin af Lennon árið 1968. flytjenda. Þannig gat hver og einn æft sitt hlutverk að mestu leyti heima, en einnig hafa nokkr- ar samæfingar verið. Öttar Felix kvað ljóst af- þeim góðu undirtektum sem hann hefði fengið við undirbúning þessara hljómleika, að þeir væru ófáir hérlendis sem annars staðar, sem teldu sig eiga John Lennon skuld að gjalda. AJ Bókasafnið í Skálholti Liggur ekki undir skemmdum „Það er fjarri lagi að bókasafn- ið i turni Skálholtskirkju liggi undir skemmdum” sagði Heimir Steinsson skólameistari lýð- háskólans i Skálholti i samtali við Þjóðviljann i gær. Málefni bókasafnsins bar á góma á Alþingi fyrir skömmu þegar Guðrún Helgadóttir innti kirkjumálaráðherra eftir ástandi safnsins. Þjóðkirkjan festi kaup á bókasafninu árið 1965 og kostaði það þá 3,5 miljónir króna, enda talið með merkustu einkasöfnum. Þvi var komið fyrir i Skálholti þar sem þvi var ætlaö að þjóna þeirri menntastofnun sem þar var fyrir- hugað að koma upp. Heimir skólameistari sagöi að verðmætari hluta safnsins hefði verið komið fyrir i turninum, en það sem nýta mætti viö kennslu var staðsett i skólanum eftir aö hann tók til starfa, en ætlunin var og er að koma upp safni þegar fjárveiting fæst til þess. Að sögn Heimis er margt merkra bóka i safninu. „Þar er verulegur sjtíður islenskra fræða, þar á meðal um kirkjusögu og islenskar bókmenntir. Þar er Guðbrandsbiblia og allar útgáfur Passíusálmanna svo og velflestar bibliuútgáfur fyrri alda,” sagði Heimir. Safnið er þannig útbúið i turnin- um að bækurnar eru á málmhill- um, þar eru tveir rafmagnsofnar og sagði Heimir að hann sæti þar oft við vinnu og væri þægilegur • Blikkiðjan Ásgaröi 1> Garöabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmíöi. Gerum föst verötiiboö SÍMI 53468 Heimir Steinsson. stofuhiti i herberginu. Gluggar hefðu verið endurnýjaðir og hann gæti ekki séð að það hefði við rök að styðjast að safnið lægi undir skemmdum. ,,Ég hef sjálfur litið eftir bóka- safninu undanfarin tvö ár og hef komiö þangað reglulega siðan. Til að komast inn i safnið þarf að opna þrennar dyr, þar af er ein eldvarnarhurð á mótum kirkju- loftsins og turnsins. Þar er vel aö staðið og allt gert til að tryggja safnið. Auövitað er stefnt aö þvi aö opna aögang að safninu þegar bygging ris yfir þaö, en þangað til það verður, verðum v að þreyja þorrann og góuna. Ég gleðst hins vegar yfirþvi að athygli er vakin á málefnum safnsins og vona að þaö verði til góös”, sagði Heimir Steinsson i Skálholti. — ká Auglýsing um styrkveitingu Foreldra- og styrktarfélag blindra og sjónskertra hefur ákveðiið að styrkja kennara i sérnám i kennslu og þjálfun blindra og sjónskertra. Skilyrði er að umsækjandi hafi lokið námi i sérkennaradeild Kennaraháskóla íslands. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Sigurðardóttir blindrakennari i sima 30246 fyrir næstkomandi þriðjudag. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN SJÚKRAÞJÁLFARAR óskast frá 1. mars n.k. eða eftir samkomulagi. Upp- lýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari i sima 29000. VÍFILSSTAÐASPÍTALI SJÚKRALIÐAR óskast að Vifilsstaða- spitala nú þegar eða eftir samkomu- lagi. Upplýsingar veitir hjúkrunar- framkvæmdastjóri i sima 42800. Reykjavik, 1. febrúar 1981 Skrifstofa rikisspitalanna Eiriksgötu 5, simi 29000. Lækningastoia Hef opnað lækningastofu i Domus Medica, Egilsgötu 3, 5.hæð. Viðtalspantamr i sima 15477. Gunnar Valtýsson læknir Sérgrein: Almennar lyflækningar, inn- kirtla- og efnaskiptasjúkdómar (sykur- sýki). Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar ||UMFERÐAR Námsgagnastofnun Staða starfsmanns i kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar er hér með auglýst laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa kennaramenntun, kennslureynslu eða annan sambærilegan undirbúning. Æskilegt er að umsækjendur hafi þekk- ingu á sviði námsgagna, kennslutækja. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist Námsgagnastofn- un, Tjarnargötu 10, Reykjavik, Pósthólf 1274, fyrir 1. mars 1981.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.