Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 31. jan. — í. febr. 1981. UOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæindastjóri: Eiður Bergmann. Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjártan Ölafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ölafsson. úmsjónarmaður sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Algreiðslustjóri: Valþór Hlööversson Iilaöamenn: Allheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. íþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon. útlit og hönnun: Gúöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Ilandrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsia: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Símavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. Þjónusta við aldraða • Síðustu vikur hefur farið fram ákaflega fróðleg og gagnleg umræða um málefni aldraðra í Morgunpósti út- varpsins. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem menn almennt hafa vaknað til vitundar um að gera þyrfti stórátak í þjónustu f yrir aldraða. Svavar Gestsson félagsmálaráðherra segir í viðtali við Þjóðviljann að ein skýringin sé sú að f yrir tíu árum eða svo haf i menn litið svo á að bættur aðbúnaður aldraðra væri vandamál ein- staklinga og áhugamanna. Ekki séu nema nokkur ár síðan opinberir aðilar tóku við sér og áttuðu sig á þvi að stefnumótun í þessum efnum er verkefni þeirra. • Nú eru um 19800 íslendingar 67 ára og eldri/Og miðað við mannf jöldaspár f ram til aldamóta má gera ráð fyrir að í þessum aldurshópi f jölgi um tæplega 8000 á næstu 20 árum. Það er því augljóst að um vaxandi verkef ni er að ræða. Ríki og sveitarfélög verða að gera það upp við sig hvernig á að standa að þjónustu við aldraða, að hve miklu leyti á að miða hana við byggingar og stof nanir og hver hlutur heimilisþjónustu á að vera. Hér er um stór- pólitískt mál að ræða,því spurningin stendur um það að hve miklu leyti þeir einstaklingar í þjóðfélaginu sem hafa f ulla heilsu og atvinnu eru tilbúnir til þess að taka á sig aukna skattbyrði til að bæta þjónustumöguleikana við þessa kynslóð. • Aðbúnaður aldraðra á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mest til umræðu og kreppir skórinn hvað helst að með langlegurými og sjúkraþjónustu. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum gert verulegt átak í húsnæðismálum aldraðra með byggingu dvalarheimila sem staðinn hefur verið straumur af með ákveðnum hluta af útsvarstekjum. Nú eru í byggingu á höfuð- borgarsvæðinu sjúkrahús og stofnanir fyrir nær 400 aldraða sjúklinga og hafa ríkið, sveitarfélög og einstak- lingar lagttil þeirra á annan milljarðgamalla króna í ár. • Á höfuðborgarsvæðinu hefur fjöldi ellilífeyrisþega vaxið töluvert umfram fólksf jölgun. Þar er í byggingu húsnæði fyrir 291 rúm handa öldruðum sjúklingum,auk þess sem 110 rúm verða á Hjúkrunarheimili Reykjavík- urborgar við Snorrabraut. Á landinu öllu eru 1918 rúm á dvalarheimilum og hjúkrunar- og endurhæfingarheim- ilum fyrir aldraða, og menn giska á að í almennum sjúkrahúsum séu um 800 aldraðir langlegusjúklingar. Þetta þýðir að samtals eru um 2700 sjúkrarúm fyrir aldraða, og er það hærra hlutfall en annarsstaðar á Norðurlöndum. • Þeir erf iðleikar sem nú er við að etja og þau neyðar- tilfelli sem upp koma benda til þess að það sé fyrst og fremst skipulag sjúkraþjónustu við aldraða sem sé ábótavant, en ekki húsnaeðisskorturinn. Heilbrigðisráðu- neytið vinnur að smíði frumvarps um heilbrigðis- og vistunarþjónustu fyrir aldraða og miðar það m.a. að bættri nýtingu þeirra bygginga sem þegar eru til og nýju skipulagi á allri öldrunarþjónustu. Jafnframt er unnið að þvi að tryggja á næstu misserum húsnæði fyrir 50 til 100 sjúkrarúm til þess að bæta úr brýnustu þörfinni og brúa bilið þar til nýjar byggingar verða teknar í notkun. • í ár er varið ríflega 5 þúsund milljónum gamalla króna til byggingu sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva, og er það hæsta hlutfall á fjárlögum miðað við fram- kvæmdamátt sem verið hefur síðan lög um heilbrigðisþjónustu tóku gildi. Tæplega 18% af þessu fé, eða 840 milljónum gkr., er verið til framkvæmda í þágu aldraðra sjúklinga, og hafa allar þessar tölur hækkað verulega umf ram verðlag milli ára. • En jafnvel þótt framkvæmdir við B-álmu Borgarspítalans, DAS- í Hafnarfirði og Hjúkrunarheim- ili Kópavogs og Reykjavíkur gangi að óskum,er Ijóst að miklu fé þarf áfram að verja í að byggja upp þjónustu við sístækkandi hlutfall aldraðra meðal þjóðarinnar. Það er mælikvarði á siðferðisstig landsmanna hversu örlátir þeir verða á fé til uppbyggingar á þessu sviði. — ekh • úr aimanakínu Miög margir, bæöi kunnugir og ókunnugir hafa hringt til min aö undanförnu vegna umræðu- þáttar um fldttafólk i sjónvarpi i sl. viku og efnis hans. Af sam- tölum við þetta fólk og ýmsum dæmum sem það hefur tilfært, hef ég komist að þeirri niöur- stöðu, sem mér lék revndar grunur á að við tslendingar eruir sannarlega ekki barnanna best hvað varðar fordóma gagnvart öðrum kynþáttum eða öðru þjóðerni. 1 þættinum lýstu nokkrir núverandi Islendingar, sem Hann bar þjóöinni þe. almenningi mjög vel söguna, en hafði átt i erfiðleikum vegna opinberrar afstööu og vegna þess, að hann var talinn vinstri- sinnaður. Tvitugur kom hann hingað, þá var kreppa og hann fékk aðeins vinnu i sveit fyrst um sinn. Hér eignast hann sina fjölskyldu og tíu árum siðar, i striðslokin, sækir hann um rikisl orgararétt og máliö er tek ið fyrir á alþingi. Um leið voru teknar fyrir umsóknir þriggja annarra Þjóðverja og fjölskyldna þeirra. Þessar fjölskyldur voru ekki gyðingar, þær flúðu hingaö undan bandamönnum,áttu gnótt fjár og þeim til stuönings voru borin fram þau rök, að þessir menn mundu hjálpa hér til við uppbyggingu fiskiðnaöar. Þetta er á dagskrá i þinglok, rétt fyrir Hvað ræður afstöðu okkar til flóttafólks og útlendinga? hingaö komu upphaflega sem flóttamenn, reynslu sinni og fyrstu kynnum af Islendingum, viðtökunum og hvernig þeim gekk að aölagast. öll var þessi lýsing mjög á eina lund; fólk var þeim gott, hjálpaði þeim og áreitni var litil eða engin. Ég hlaut að spyrja, hvort svona væri talað af þakklæti eða kurteisi, en viðmælendur minir töldu, að lýsingin gæfi rétta mynd, tslendingar væru I raun hjálpsamir, og liklega er það svo, að þegar við erum einu sinni búin að ákveða að taka á móti einhverjum til dvalar, þá gerum við það lika af rausn. En hvað þá um hina, sem hér leita skjóls á eigin vegum án bakhjarls i alþjóðastofnunum og enginn hefur fyrirfram ákveöið að hjálpa? 1 fyrsta lagi er landvist þá býsna torsótt, einsog dæmin sanna, og I öðru lagi held ég, að þá sé verulega erfitt að komast að okkur. Fleirum en almennt er vitað um hefur veriö snúið við þegar af útlendingaeftirlitinu, þám. mönnum sem neitað hafa að gegna herþjónustu i heima- löndum sinum, og sumir hafa hreint og beint veriö reknir úr landi án þess að I hámæli hafi komist. Nú er ég ekki aö segja aö við eigum að veita hverjum sem er landvist, bara af þvi að hann telur sig flóttamann, jafn- vel ótindum glæpamönnum og illvirkjum. Hitt tel ég, aö almenningur eigi rétt á að vita, hverjir sækja um hæli hér og af hverju og að þeir sjálfir eigi rétt á að mál þeirra séu rannsökuð áður en þeim er synjað. A þessu er misbrestur? þaö kannski fréttist löngu seinna af manni sem snúið var við á hafnarbakk- anum eöa flugvellinum eöa af öðrum sem sóttur var heim til sin og sendur úr landi án sýni- legrar umfjöllunar málsins. Þegar fiallað er um málin virðait oft ráða annarleg sjónar- mið, annaöhvort hengja menn sig I stífan embættisbókstaf eöa stjórnmálaviðhorf fá aö ráða. Þannig fá einstaklingar vægast sagt misjafnar viötökur af opin- berri hálfu. Ungi flóttamaöur- inn Kovalenko frá Sovétrikjun um fékk aö nota Island sem stökkpall á flótta til Bandaríkj- anna, en Frakkanum Gervasoni áflótta undanherþjónustu i sinu landi var meinuö landvist og hann sendur Dönum til ráöstöf- unar og úrlausnar. Viö tókum á móti hópi flótta- fólks frá Ungverjalandi 1956 og öörum frá Vietnam 1979. 1 bæöi skiptin var máliö umdeilt, en það var samþykkt. Hinsvegar fengu gyðingar á flótta undan nasistum á striösárunum þvert nei og mas. samtökum sem vildu taka i fóstur 8—10 gyöingabörn var synjað. Her- mann Jónasson, þáverandi for- sætisráðherra sagði þetta vörn gegn flóttamannastraumi og málgagn hans, Timinn, að fyrst yrðu tslendingar að hugsa um eigin ómaga áður en þeir bættu á sig erlendum. Það var mas. farið aö tala um aö setja lög til verndar hinu „hreina kyni” Islendinga. Þeir gyðingar sem hér settust aö kornu allir á árunum fyrir striöið meö ýmsum hætti og er áhrifamikil sagan af þvi hvernig dr. Helgi P. Briem, fulltrúi Islendinga við danska sendiráöiö i Berlin, bjargaöi lækninum Karl M. Kroner hing- aö úr klóm nasista, en þvi lýsir Þór Whitehead ma. i bók sinni. „ófriöur iaösigi”. Sú saga er þó undantekning og allt bendir til, aö i hagsmunaskyni hafi Islend- ingar viljað foröast aö móöga þáverandi þýska valdhafa meö að taka viö flóttamönnum úr riki þeirra. Einn þeirra áhorfenda sem hringdi i mig eftir þáttinn, virt listakona, gat frætt mig á þvi, aö Karl þessi Kroner, sem þegar á unga aldri var orðinn þekktur sérfræöingur i sinni grein i Berlin, fékk aldrei læknisleyfi á Islandi. Hér stóö læknastéttin fyrir sem klettur, en aö striöinu loknu fengu Bandarikjamenn hann til sin og þar starfaöi hann siðan til dauðadags. Þrátt fyrir þetta bundu Karl M. Kroner og kona hans Irmgard svo mikla tryggð við Island, að þau beiddust þess að fá að hvila hér að ævi lokinni og er aska þeirra grafin i Foss- vogskirkjugarðinum, að þvi er annar áhorfandi, gyöingur lika, sagði mér. Sá maður taldi, að ekki heföi komiö fram sem skyldi rang- snúin afstaöa yfirvalda gagn- vart gyöingum á þessum árum. Vilborg Harðardóttir skrifar páska, og viti menn: Þjóðverj- arnir þrir, sem nýkomnir voru, fá rikisborgararétt, gyðingur- inn sem átti islenska fjölskyldu og hafði búið hér i tiu ár, fékk ekki afgreiðslu sinna mála. Það er svo nógu athyglisvert, að þýsku fjölskyldurnar hurfu héðan stuttu siöar jafn skyndi- lega og þær komu, og fluttust til Brasiliu, að þvi er næst varð komist. Gyðingurinn fékk loks rikisborgararétt eftir 22ja ára búsetu hér á landi. Listakonan, sem áður er á minnst, telur Islendinga fulla fordóma gagnvart ekki bara flóttamönnum, heldur útlend- ingum almennt, og reyndar öll- um sem eru eitthvað öðruvisi en fjöldinn, og getur nefnt mörg dæmi þess. Þvi miður get ég ekki annað en verið sammála henni, svo oft hef ég oröið vör við fjandsamlega framkomu viö útlendinga, þeas. þá sem hér setjast að til lengri eöa skemmri dvalar. Gestrisnin margumtal- aða er svo annaö mál. Frænka min ein er td. gift manni frá Asiu, sem er fremur hörunds- dökkur. og eru þau búsett hér nú. Þau hafa sannarlega fengiö aö kenna á áliti fólks á sliku sambandi og oröiö fyrir áreitni ókunnugra á götum úti. Eru þetta þó viröuleg hjón á miöj- um aldri, en ekki ungir Viet- namar eöa svartir körfubolta- menn á skemmtistööum, sem mjög oft veröa fyrir árásum. Ég velti nú fyrir mér hvaö ræöur fordómum okkar. Hvaö ræöur viöhorfum gagnvart flóttafólki og framkomu við útlendinga? Er þetta heimóttar- skapur og útlendingahræðsla? Kynþáttahatur? Varúð? Pólitik? Skortur á mannúö? Hagsmunir? Alltsaman i bland, kannski? Eitt er vist. A okkur verður sótt I vaxandi mæli i framtiöinni að taka við fólki sem af ýmsum ástæöum er á flótta eöa unir ekki i sinu heimalandi. Hvernig ætlum viö aö taka á þeim málum? — vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.