Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 26
26 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. jan. — 1. febr. 1981. visna- mál t ) 7 Umsjón: Adolf J. Petersen Norður loga Ijósin há Ekki veröur annað sagt en að vetrarveðrin hafi veriö með harðara móti það sem af er þessum vetri með mikilli fannkomu, frosti, stormi og stórsjtíum, með mikilli hálku á vegum og þá ekki hvað sist i þéttbýli þar sem götur eru þröngar. Rigningaslettur hafa komið annað slagið, en þær voru kallaðar spilliblotar hér áður og þtíttu til hins verra, en það kom til af þvi að þeir bræddu ekkisnjóinn en bleyttu i honum, svo að þegar frysti hljóp allt f gadd þ.e. hjarn og svell. Beit varð þá engin fyrir biífé sem annars þurfti svo mjög á góðri beit að halda, það uröu jarðbönn. Harðindi sem þrengdu svo mjög að mönnum og skepnum. Flestir kannast við vísu séra Stefáns Ólafsson- ar i' Vallanesi. Þótt hún hafi komið áður i Visnamálum segir maður bara: Sjaldan er góð vísa of oft kveðin: Ofan drifur snjó á snjó, snjóar hylja flóa tó, tóa krafsar móa mjó, mjóan hefur skó á kló. Einhverntima á þessarar aldar fjórðungi lýsti Kári S. Sólmundsson i Reykjavik veðrinu: Þegar vorar hlýnar i veðri. Þá gerist ýmislegt, eins og þegar roskinn prestur fluttist frá Krossþingum norður i Eyjafjörð. Þá kvað Jónas Jónsson í Villingadal: Loks þegar snjóa leysti i ár lands um flóa kunnan kom með lóum grettur og grár grallaraspói að sunnan. Um hinn umdeilda mann, séra Arnljót ólafsson, kvað séra Matthias Jochumsson: Kosti þina þekktu fæstir, þína bresti vissu flestir. Djúp að kanna mikilmenna megnar f jöldinn aldrei nenna. Bólu-Hjálmar var gjarn á að vorkenna sjálfum sér á sama tima og hann "sendi samtið sinni tóninn.Þegar að þvi kom að honum fannst sem fótatak dauðans nálgaðist sig, kvað hann og minntist náttúrunnar um leið: Þekki ég óminn þessa hijóms — þarf ei umtal meira. Nálæg þruma dauða og dóms dunar mér viðeyra. Vindur áfram skekur ský, skyggir á sólarstafinn. Himinninn er þykkum þvi þokumekki kafinn. Vel er svo við hæfi að láta einn veðurfræðing lýsa norðanveörunum. Það er Páll Bergþórsson sem kvað um vondan noröanbyl: Ber nú margt fyrir brúnaskjá sem betra væri að muna. Feigum horfi ég augum á aila náttúruna. En ljtís heimsins loga jafn- vel fegurst á vetrarkvöldum fyrir augum Sigurðar Breiðfjörð, þá hann kvað: Gnistir storðir, grös og dýr, Grimmdarorðin þylur. Drýgir morð og frá þeim flýr, fólskur norðanbylur. Undir hjarnið hverfur lif moldarinnar og Gísli Ólafsson frá Eiriksstöðum þekkti þaö og vissi hvaö undir bjó. Hann kvað: Hafs frá hveli heim um fjöil hriðaréiin ganga. Blómin felast önduð öll Norður loga Ijósin há lofts um boga dregin. Himins vogum iða á af vindflogum slegin. Sem gullreimuð blæja blá breidd sé eimi viður. Ljósin streyma ofan á okkar heima niður. Ekki hefur hlýindunum verið fyrir að fara i kirkju þeirri er Þorlákur Kristjáns- son kennari hlýddi á messu i, eða voru sálargluggarnir hél- aðir? Þorlákur kvað við þessa messugjörð: undir héluvanga. En öll él birta upp um siðir og skýjaþykknin verða ekki alls ráðandi. Tryggvi Emils- son kvað: Skýjaþykkni skyggir á að skini sól á hnjúkinn, Þó var áðan geisli að gá gegnum rósadúkinn. Straumarnir geta oft verið kaldir, sérstaklega við Grænland. Um það kvað Einar Benedikstson: Strauma kaldra brúast bil, blasir skammur vegur, drauma aldna túnsins til tauginramma dregur. Veðurglöggir voru margir menn hér áður fyrr, litu oft til lofts og spáðu svo veðri eftir þvi sem þeirsáu þar. Sigurjón Friðjtínsson kvað: Ót ég horfi á Eyjasjó önn til kvæða hneigi. Gýll við sói I grárri kió góðu spáir eigi. Logn og ládeyða hentaði ekki öllum vel, sjósóknarar vildu geta siglt á miðin. Þeirra á meðal hefur Hákon Hákonarson í Brokey verið, endakvaö hann: A ég hlýddi orðin tóm yfir féilu skuggar. Herrans voru i helgidóm hélaðir aliir gluggar. Fyrir fáum árum talaði fræöimaður um islenskt mál i rikisútvarpið. Eitt sinn barst honum sú spurning hvaða merkingu hefði sögnin að „klippa gull”. Fræðamannin- um vafðist tunga um tónn. Þá orti kona ein þessa visu: Fræðagarpur flutti þátt, frægur mun á skjölum. Klippti gull og gall við hátt glugghrossið úr dölum. Róður sá, er Isleifur Gisla- son, fyrrverandi kaupmaöur á Sauðárkróki, lýsir hér, er um kollega hans er þótti ótrauður ifjáröflun: Yfir bárur ágirndar, elligrár og slitinn, reri árum rógburðar, rann af hárum svitinn. Jafnrétti eöa hvað? Guðrún Gisladóttir frá Eiriksstööum segir hiklaust viöhorf sitt til lifsins og dægurmála: ójöfn skiptiýmsa þjá, er undir höfuðbeygja skapadómi, er flestir fá, fæðast, lifa og deyja. Komi leiði um kembingsheiði kára beiði að veita lið. Boðar freyði, skaflar skeiði skutinn breiða aftan við. Arg og kliður, eilift bras, aldrei róné friður, daglegtbrauð og dægurþras dregur hugann niður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.