Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 31. jan. — 1. febr. 1981. STJÓRNMÁL ÁSUNNUDEGI EPBU Rætt við Hjörleif Guttormsson, Er iðnaðar- og orkuráðherra: Að undanförnu hafa orkumálin verið í brenni- depli. Þjóðviljinn sneri sér til Hjörleifs Guttormsson- ar, iðnaðar- og orkuráð- herra og ræddi við hann um ýmsa þætti þessara mála. — Viðtalið fer hér á eftir. þjv.: — Nú er mikið rætt um orkuskort og yfirvöldum orku- mála legið á hálsi fyrir óforsjálni hvað varðar trygga raforkuöflun. Áttir þú von á þetta alvarlegum orkuskorti nú i vetur? Hjörleifur: — Enginn átti nú beinllnis von á þvi að um svona alvarlegan orkuskort yrði að ræða, og á það við um stjórnvöld jafnt sem sérfflfeðinga og allan almenning. Hitt vissum við að Hrauneyj arfoss virkj un verður gangsett í haust þessi vetur gæti orðið nokkuð erfiður. Hér hafa ýmsir óvissuþættir lagst á eitt svo skerða hefur þurft forgangsafl i landskerfinu um 122 MW, sem er meira en þriöjungur þess afls, sem i boöi þyrfti að vera. Enginn ber brigður á að tfðar- farið hefur verið óvenjulegt hvað hitastig og úrfelli snertir nú um árabil. Þannig er mönnum i fersku minni kalda sumarið 1979 og svo veröráttan nú á þessum vetri. Þessi þáttur veldur lang- mestu um orkuskortinn. Þess ber þó að gæta að vöntunin á afli er ekki i reynd 122 MW, heldur frek- ar um 30 MW, sem hefðu þurft að vera inni i landskerfinu til viðbót- ar á siöastg ári til að koma i veg fyrir teljandi skakkaföll og veru- lega oliukeyrslu i vetur. Þetta svarar til þess að unnt hefði verið að koma annarri vél Kröflu að fullu i gagnið og stöðva lekann úr Sigöldulóni. Slikt grunnafl til viðbótar hefði gert það kleift að safna mun meiri vatnsforöa i miöiunarlón raforkukerfisins sér- staklega i Þórisvatn fyrir þennan vetur. Eftir að ljóst var i fyrravetur að stefnt gæti i nokkurt óefni voru ákveönar þær aðgerðir sem til- tækar voru með aukningu á gufu- afli sem nemur samtals 15 MW og komust i gagniö á s.l. hausti (Svartsengi — Krafla — Bjarnar- flag). Landsvirkjun taldi þá forgangsafl tryggt fyrir annan ofn á Grundartanga Þjf.: — En hvaö um stóriöjuna á þessu sambandi? Hjörleifur: — Vissulega skiptir sá þáttur hér einnig máli. Þar var um aö ræða 20 MW áformaða aukningu til álversins, sem ákveöin var 1977 'og ofn númer tvöhjá verksmiðjunni áGrundar- tanga, sem hefja átti rekstur 1. september s.l. Bæöi þessi fyrir- tæki mega nú þola mikla skerðingu á forgangsafli og rekstur járnblendiverksmiðjunn- ar raunar verið stöðvaður aö fullu næstu tvo til þrjá mánuöina með samkomulagi landsvirkjunar við Islenska járnblendifélagiö. Þetta minnir á það að til athug- unar var i vetrarbyrjun 1978 af hálfu ráðuneytisins að fresta áformaðri gangsetningu viðbótarofnsins á Grundartanga um 6—9 mánuði, það er til vors Ákvörðun um nýja stórvirkjun fyrir vorið 1981. I þvi sambandi spuröist ráðuneytið sérstaklega fyrir um þaö hjá Landsvirkjun, hvort vissa væri fyrir að orka yrði tiltæk fyrir þennan ofn veturinn 1980—1981. Viö fengum skýrt svar um að svo væri að þvi er forgangsorku sne-ti, þótt vafi gæti leikið á af- hendingu á afgangsorku. — Þetta sýnir hvernig Landsvirkjun mat horfurnar á þessum tima. Áf þessúni áföilum sem nú eru fram komin má margt læra, m.a. að menn þurfa að átta'sig betur á áhrifum veðurfarssveiflna á þann vatnsforða, sem svo miklu ræður um okkar orkubúskap, og þá m.a. á bráðnun jökla. Við búum jú viö kaldara árferði frá 1965 að telja en áratugina á undan, þannig að hæpið er að miða við meöaltal er liggur langt til baka varðandi hitastig og rennsli.Jafnframt er þetta stuðningur við þá stefnu að dreifa virkjununum um landiö og leitast þannig við aö jafna út áhrif af veðurfarssveiflum, auk þess sem sérstaklega þarf að huga að auknu miðlunarrými að baki virkjunum okkar. Framlög til raforku- framkvæmda hækkuðu um 50% að raunvirði í fyrra — Þjv.: — Þetta ininnir á þá miklu umræöu og eftirvæntingu 'N> K „ Q *C J wmmJ : í ■ m m V ■:y- V é- i á sem rtkir um ákvöröun varðandi næstu virkjun. Hvenær er þeirra ákvöröunar aö vænta? Hjörleifur: — Tvimælalaust á þessu ári, og ég stefni aö þvi, að fyrir vorið veröi aflað nauösyn- legra heimilda og ákvarðanir teknar um næstu virkjun og raunar um fleiri meiriháttar framkvæmdir er snerta raforku- öflun og öryggi i raforkudreif- ingu. Minna má á, að í tið rikis- stjórnar Ölafs Jóhannessonar 1978—1979 lagði ég sem orkuráð- herra áhersiu á aö ráðist yröi i virkjun á Austurlandi, Bessa- staðaárvirkjun, sem yrði hluti af stærri heild og nú er kölluð Fljóts- dalsvirkjun. Gegn þeim áformum lagðist Alþýöuflokkurinn, sem þá var i rikisstjórn, af alefli eins og menn muna, — ekki siður en gegn öllum tilraunum til gufuöflunar við Kröfluvirkjun. Það kemur þvi úr hörðustu átt, þegar talsmenn þess flokks tala nú um að litið sé aöháfst i orkumálum i landinu. Staðreyndin er sú, að er áhrifa Alþýöuflokksins hætti að gæta i rikisstjórn, þá tókst að fá aukin framlög til raforkuframkvæmda sem nemur 50% hækkun að framkvæmdagildi milli áranna 1979 og 1980 og um 20% hækkun til hitaveitna. Sexfalt meira fé varið til virkjanarannsókna heldur en kratar lögðu til Við myndun rikisstjórnar Gunnars Thoroddsen var gert ráð fyrir áætlun um orku- framkvæmdir fyrir næsta áratug auk stefnumörkunar varðandi orkubúskap okkar i heild til lengri tima. Að báðum þessum þáttum hefur verið ötullega unnið og margir komið þar við sögu. M.a. var hert til mikilla muna á rannsóknum vegna Fljótsdals- virkjunar og framlag til virkj- unarrannsókna hækkað úr þeim 150miljónum g.kr.,sem boðiö var upp á i fjárlagafrumvarpi kratanna fyrir árið 1980, og upp i nærri miljarð gamalla króna samtals á þvi ári. Þannig vannst m.a. að mestu upp það bil sem var á verkfræðilegum undirbún- ingi milli Blönduvirkjunar og Fljótsdalsvirkjunar. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að skapa frið um Blönduvirkjun og finna þar málamiðlun i flókinni deilu. Hér Tiggur að baki sú hugs- un sem fest var i stjórnarsátt- mála, aö næsta virkjun vegna landskerfisins verði utan eld- virkra svæða. Hafa menn þá bæöi i huga öryggi og hagkvæmni, svo og bætta stöðu til jöfnunar á raf- orkuverði. Ein Islandsvirkjun Þjv.: —Hvaö veldurþviaö þínu mati, aö slik stefna hefur ekki fyrr náö fram aö ganga? Hjörleifur: — Þar skiptir mestu skipulagsleysi i raforkuiðnaðin- um á liðnum árum og áratugum. Það er raunar fyrst með þeirri stefnu sem Magnús Kjartansson beitti sér fyrir i vinstri stjórninni 1971—1974 um að ráðist yrði i samtengingu raforkukerfa lands- hlutanna, að unnt var að hugsa til stórra virkjana utan Suðurlands, og lita á landið sem samfelldan markað. Eðlilegt spor i framhaldi af þeirri stefnu er myndun eins raf- orkuöflunarfyrirtækis, útvikk- aðrar Landsvirkjunar. Góöur grunnur hafði verið lagður að þvi máli, er annar borgarfulltrúi Alþýðuflokksins i Reykiavik lagðist á sveif með ihaldinu i borgarstjórn og felldi sameignar- samninginn um nýja Landsvirkj- un i nóvember 1979. Þrátt fyrir þá niðurstöðu þokar nú i rétta átt með nýlegri ákvörðun um sam- einingu Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar, og að minu mati er það aðeins spurning um tima, hvenær slikt landsfyrirtæki veröur að veruleika. — Þjv.: — Auðveldar þessi þróun skipulegar framkævindir á sviði orkumála? II jörleifur: — Það tel ég ótvirætt, og þær hugmyndir sem eru i mótun um framkvæmda- áætlun taka mið af landinu öllu og hagsmunum og öryggi almenn- ings hvað varðar aðgang að orku, svo og af möguleikum á þróun at- vinnulifs i öllum landshlutum. Megindrættirnir i þessari mynd gætu litið út eitthvaö á þessa ieið: 140 MW frá Hraun- eyjarfossvirkjun innan árs Hrauneyjarfossvirkjun tckur til starfa næsta haust, þegar fyrsta vél hennar með 70 MW afli verður gangsett, hugsanlega þann 1. október. Stefnt er að gangsetn- »gu annarrar 76 MW véiar sömu virkjunar eigi síöar en 1. febrúar 1982. Siöan kemur aö þriöju vél- inni, sem ráö er fyrir gert I virkj- uninni, en timasetning hennar er enn ekki fuilráöin, verður trúlega 1983 eöa 1984 og einnig 70 MW. Á sama árabili ætti einnig aö takast aö ijúka viö byggöalinuhringinn meö tengingu sunnan jökla en viö þá framkvæmd margfaldast öryggi f kerftnu. Á sama hátt þarf aö sjáifsögöu aö tryggja öryggi i orkumálum Vestfjaröa meö nægu varaafli. Stífla við Sultartanga Til aö brúa meö viöunandi öryggi biliö til næstu stórvirkj- unar á eftir Hrauneyjarfossvirkj- un, þá tel ég nauðsynlegt aö ráöist verði I aukna vatnsöflun fyrir Þórisvatnsmiölun og byggingu lágrar stiflu á ármótum Þjórsár og Tungnár viö Sultartanga, en með henni nást önnur og betri tök á isvandamálum viö Búrfell, sem menn hafa oröiö óþyrmilega var- ir viö, ekki sist nú I vetur. Þessar framkvæmdir eru taldar geta bætt viö orkuvinnslugetu kerfis- ins sem svarar til eins til tveggja ára aukningar á orkuþörf. Jafn- hliöa veröur aö sjálfsögöu reynt aö koma Kröflu aö fuliu I gagnjö, en ailt er hana varöar er nú sem áður óvissu háö, ekki síst á meöan eldsumbrot halda áfram á svæðinu. Ný stórvirkjun í rekstur 1987 Hér er svo ekki sist á það að lita, að sú vatnsaflsvirkjun, sem ákvöröun verður tekin um á þessu ári á meö eðlilegum framkvæmdahraða að geta hafið rekstur árið 1987, og til álita verður að taka jafnhliða, þegar á þessu ári, stefnu á næstu virkjun eða virkjanir er röðin kæmi að þar á eftir. Hraöinn við uppbygg- ingu þeirra ræöst svo m.a. af þeirri iðnaðarstefnu, það er áformum unt orkunýtingu umfram almennan markaö, sem nú er i mótun. Þannig tel ég tryggt, aö sú reynsla, sem við verðum fyrir með orkuskorti þessa dagana, endurtaki sig ekki. Eitt hið allra nauðsynlegasta er þó, að unnið verði með skipulegri hætti en áður að rannsóknum á orkulind- um okkar, og þá ekki siður hvað jaröhitann varðar en vatnsaflið, og fleiri þættir koma inn i þá mynd. Við megum ekki gleyma þvi, að fyrirhyggju þarf viö undirbúning framkvæmda á orkusviðinu, en þær eru flestar stórar á okkar mælikvarða. Reynsla liðinna ára og ástandið nú i vetur eru skóli, þar sem við eigum að hafa lært nokkuð, og engin ástæða er til fyrir okkur Islendinga aö æðrast þar sem við búum flestum þjóöum betur að endurnýjanleg- um auðlindum. — k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.