Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 15
Helgin 31. jan. — 1. febr. 1981. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 15 Viltu nammi? Nei takk Fræbbblarnir: Viltu nammi væna? Ltgefandi: Rokkfræösluþjónustan i samvinnu við Fálkann. Upptökustjórar: Siguröur Bjóla, Gunnar Smári og Fræbbblarnir. Þá höfum við eignast okkar fyrstu hljómplötu sem kenna mætti við pönk. En hvað er pönk og hvað er ekki pönk? Hvaða túlkun ber að leggja í þetta loðnasta hug- tak síðustu ára? Sú skilgreining sem ég legg i hugtakið pönk er i fáum orðum þessi: Pönkið er sprottið upp úr fátækrahverfum stórborga eins og London og New York og endurspeglar fyrst og fremst þær félags- legu aðstæöur sem tónlistarmennirnir bjuggu/búa við. Onnur ein- kenni eru yfirleitt mjög „einfaldur” tónlistarflutningur sem oft á tiöum er lélegur. En aðaleinkenni pönksins að minu mati er textarnir. Textarnir eru yfirleitt mjög róttækir og fullir beiskju út i það samfélag sem beir sDretta udd úr Slika texta má hevra hiá Sex Pistols, Clash, Siouxie and the Banshees, Ninu Hagen og Slits, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Einnig má lita á pönkið sem andsvar við stóru hljómplötuútgefendurna sem stjórna markaðnum og i orðs- ins fyllstu merkingu eiga tónlistarmennina og stjórna þeim að vild. Er hægt að fella Fræbbblana inn i þessa mynd? Af þeim fjórum grundvallaratriðum sem nefnd eru hér að framan þá er það aðeins atriðiö um tónlistarflutninginn sem Fræbbblarnir falla undir. Tón- listarflutningur Fræbbblanna er vægast sagt lélegur. Samt ber ekki að skilja þetta þannig að mér finnist allir pönkarar vera lélegir tón- listarmenn, siður en svo. Fræbbblunum hefur engu að siður farið fram frá litlu plötunni sinni. Með aukinni æfingu ættu þeir að geta sniöið þessa vankanta af sér, þvi aö efniviöurinn er að mestu Ieyti til staöar. Það er ekki hægt að hæla einum eða neinum fyrir góða frammistöðu á þessari plötu. Sá sem stendur sig lakast er tvimæla- laust söngvarinn. Ég hef ekki heyrt neitt þessu likt i lengri, lengri timai v.ægast sagt hrikalegt. Ég er sannfæröur um aö ef Fræbbblarnir fengju hæfan söngvara mundi andlit hljómsveitar- innar taka stakkaskiptum. Tónlistin Fræbbblanna minnir mig nokkuð á Ramones, og upp- bygging plötunnar, þ.e. hinn mikíi Iagafjöldi, er mjög i anda Ramones. En mesti þverbresturinn i pönk-imynd Fræbblanna eru textarnir. Textarnireru yfir höfuöbarnalegir og þær skoðanir sem þar birtast eru ekki i anda hinna róttæku pönkara, siður en svo. Nokkuð dæmi- geröur texti fyrir Fræbbblana er Uauði.Og þar kemur meðal ann- ars fram hin barnalega, pólitiska afstaða þeirra. Kröfulabbi loksins sendi herinn heim. Þjóðin lifir innrás inn i fögru fósturjörð. Þriðja styrjöld heimsins kom svo öskrandi allir sendu sprengjur til að kanna ástandið. Skiptir engu máli hvar kanabásinn er. Skiptir engu máli, við crum sprengdir hvort eð er. Kannski þetta sé sérstaklega samið fyrir árshátið S.U.S.? Hver veit. Skoðanir af þessu tagi eru ekki beint til þess fallnar að skapa einhverja pönk-imynd. Ég ætla, án þess aö hafa hina minnstu hug- mynd um það, að þeir séu flestir komnir frá ósköp venjulegum islenskum millistéttarheimilum. bvi mætti nefna þá, eins og einn kunningja minna sagði, sunnudagspönkara. brátt fyrir öll þessi reiðiskrif er Fræbbblunum ekki alls varnað. A plötunni koma fram nokkrar ágætar hugmyndir sem sýna að þeir getá gert ýmsa góða hluti. Sérstaklega finnst mér lögin Nekróffll i Paradís, Ég og þú, Æskuminning, og Og upp rlsa iðjagrænir Fræbbblar skemmtileg. Annað svona að lokumr væri ekki tilvinnandi aö fella niður þessa hlægilegu „sjokk” imynd sem er heldur hvimleið og hnýflar ekki neinum? baö væri óskandi að hægt væri að lita á þessa plötu sem áningarstað milli vita, þvi að hún er ekki nógu heilsteypt og er bylgjugangurinn sumstaðar i það mesta. P.S. Fræbbblaplatan er tilvalin gjöf fyrir „óþolandi” frænda og frænkur, svoég tali nú ekki um ”..”, foreldra. Kctilbjörn Fræbbblari Magnús Þór og spunahljómsveitin Steini Blundur. Magnús Þór Sigmundsson: Gatan og Sólin. (Jtgefandi: S.G. hljómplötur. Upptökustjóri: Sigurður Arnason. Hljóðritun fór fram i Tóntækni. Fyrir jólin sendi Magnús Þór Sigmunds- son ásamt spunahljóm- sveitinni „S t e i n i Blundur" frá sér breið- skífuna Gatan og Sólin. Þetta er að ýmsu leyti all- merkileg hljómplata og á betri örlög skilið en að drukkna í jólaplötuflóð- inu. Hljómplatan Gatan og Sólin er að stofni til byggð utan um ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Magnús bór semur svo sjálfur „millikaflana”. óneitanlega blikna textar Magnúsar við hlið ljóða Kristjáns frá Djúpalæk. Samt held ég ab Magnús geti vel við unað,- honum tekst betur upp en oft áður. Og samanborið við islenska textagerð er Magnús þó nokkuð fyrir ofan meðallag. Engu að siður eru innan um all- ljótar ambögur sem ég er sann- færður um að laga megi. Örlitil natni og yfirvegun gæti skipt hér miklu. Ambögurnar eru ekkert séreinkenni hjá Magnúsi. bær tröllriða islensku ' tónlistarlifi meira en góðu hófi gegnir. Magnús er að visu i þeim hóp þar sem fæstir íingur- brjótar koma fram, það er ekki hægt að taka frá honum. Ef islenskir tónlistarmenn tækju nú höndum saman og reyndu að leggja meiri alúð i texta sina er ég viss um að vinna mætti þrek- virki á þessum vettvangi. brátt fyrir annars ágæta texta er samanburðurinn við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk Magnúsi óhagstæður. Saman- burður af þessu tagi er ef til vill ekki sanngjarn, en aö hafa hlið Svo ég haldi nú áfram með uppgjör viö seinasta ár...Fyrir jólin kom út litil plata með Guð- mundi Arnasyni og félögum, Það vex eitt blóm. A a-hlið er ljóð Steins Steinarrs, Það vex eitt blóm fyrir vestan, I útsetn- ingu Guðmundar. Veröur ekki annaö sagt en aö hér hafi tekist sérlega smekkiega til um útsetninguna þvi að hún fellur mjög vel að ljóði Steins. A b-hlið er lagið Elsa sem eingöngu er leikið. bað er ekki alveg eins sterkt og Það vex eitt blóm fyrir vestan en venst engu að siður mjög vel. Þessi litla plata á miklu betri Guðmundur Arnason afdrif skilið en að veröa gleymskunni að bráð. Auk Guðmundar leika á plöt- unni þau Carmel Russill, GIsli Helgason, Helgi E. Kristjáns- son, Reynir Sigurðsson, Krist- inn Svavarsson, Guðmundur Benediktsson og Arni Askels- son. Upptökur gerðar i Hljóðrita og upptakari var Gunnar Smári. Mannabreytingar hafa átt sér stað i hljómsveitinni Þey. Þau Jóhannes Helgason og Elin,. Reynisdóttir eru hætt og i þeirra stað er kominn Þorsteinn. Magnússon. Þorsteinn er þekkt- astur fyrir veru sina i hljóm- sveitinni Eik. Ekki er að efa að Þorsteinn mun styrkja hljóm- sveitina mikið með stórgóðum gitarleik. En hann var á sinum tima talinn einn besti gitarleik- ari landsins. Jafnhliða þessum mannabreytingum hefur orðið örlitil breyting á hljóöfæra- skipan. Magnús hættir aö leika á pianóið en einbeitir sér nú fyrst og fremst að söngnum. GATAN Jón Viðar Sigurðsson skrifar um dægurtónlist OG SÓLIN við hlið texta og ljóð endur- speglar greinilega þá gjá sem er á milli þessara tveggja forma. En hafa verður stöðugt i huga að tilgangur meb ljóði og texta er gjörólikur, án þess að ég fari nánar út i þá sálma. Eins og áður sagði eru margir textar Magnúsar ágætir. Einkanlega eru góðir sprettir i Sólin og Verðbólga. * Sandkassinn og litabókin sitt á hvora hönd, hvorki yfirhöfn né nærbrók ná að skýla nekt. Þvi hugur smár og andleg neyö i hugarfóstri leynist, (Verðbólga) Ef ekki þin nyti viö, hvar værum við þá. Hver væri þá bústaður sálar. Boðberi dagsins, myrkrið, blundar i skjóli, vinnu, þins eilifa dags. (Sólin) En nóg um texta og ljóö og snúum okkur þess i stað að tón- listinni. Allur tónlistarflutning- ur er hinn vandaðasti og auð- heyrt að Magnús hefur verið vandlátur á val hljóðfæraleik- ara. Hljómsveitina Steina Blund skipa auk Magnúsar þeir Graham Smith sem leikur á fiðlu, Richard Korn á bassa, Jónas Björnsson sér um húðirn- ar og önnur ásláttarhljóðfæri og Gestur Guðnason leikur á gitar. Þeim til aðstoðar eru Jóhann Helgason og Helgi Skúlason, sem sér um upplestur. Eins og áður sagði er tón- listarflutningurinn hinn vand- aðasti. Sérstaklega komast Richard Korn og Jónas Björns- son vel frá sinu. Magnús kemst ágætlega frá söngnum en heyrt hef ég hann syngja betur. Það sem gefur plötunni mjög sér- stakan svip er stórgóður fiðlu- leikur Grahams Smiths. A koíl- um minnir hann mig nokkuð á Scarlet Rivera sem lék á Desire Bobs Dylans, og er það ekki leiðri að likjast. Þessi mikla og óvenjulega fiðlunotkun gefur plötunni mjög sérstæðan svip, sem gerir hana ólikari öllum þeim plötum sem út komu á seinasta ári. Eins og nafn hljómsveitarinn- ar, Spunahljómsveitin Steini Blundur, gefur til kynna, hafa hljóðf æraleikarar frjálsar hendur að vissu marki. Þeim er gefið tækifæri til að leika af fingrum fram innan mjög ákveðins ramma. Þessi ytri rammi sem er frekar þröngur gerir að verkum að ég er efins um að hægt sé að kalla hljóm- sveitina spunahljómsveit... En hvað sem segja má um plötuna er þvi ekki að neita að hún er eitt „sérkennilegasta” og skemmtilegasta afkvæmi sið- asta árs og gefur islensku tón- listarlifi skemmtilegar viddir. Eiga aöstandendur þakkir skildar fyrir mjög skemmtilega og aðlaðandi hljómplötu, plötu sem á betri örlög skilið en að rykfalla i verslunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.