Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Heígin 31. jan. I.' febr. Í98l.’*< Þaö reynist mörgum erfitt að tengjast stórum fjölskyldum og veltur þá á miklu hversu góðar móttíkur maður fær. Er ég fór mina fyrstu ferð að Höfða á Vatnsleysuströnd til að hitta afa og ömmu eiginmanns mins, hitti ég einnig i fyrsta sinn þann mann sem við með trega kveðjum i dag, Jón Guðbrandsson. En um þetta leyti bjuggu Jón og kona hans Asta Þórarinsdóttir að Höfða og hjá þeim foreldrar Astu, Guðrún Þorvaldsdóttir (er lést vorið 1971) og Þórarinn Einarsson (en hann lést vorið 1980). Guðrún og Þórarinn höfðu búið að Höfða til ársins 1959 að þau bregða búi og Jón og Asta taka við. Jón og Asta bjuggu fram að þessum tima i Reykjavik og var atvinna Jóns aðallega bifreiða- akstur. Svolitinn búskap höfðu þau hjón eftir að þau fluttu að Höfða, en alltaf stundaði Jón vinnu útlfrá. Þau ár sem ég þekkti til vann hann við bifreiða- viðgerðir hjá Varnarliðinu á Keflavikurflugvelli. Þó gömlu hjónin væru hætt búskap og Jón og Asta tekin við, bjuggu Þórarinn og Guðrún i Höfða i skjóli dóttur sinnar og tengdasonar til dauðadags. Það leyndi sér ekki að gott var að koma til fólksins i Höfða. Þar rikti glaðværð og hlýhugur til allra er þar komu og fór maður af þeirra fundi áhyggjulaus fyrir framtiðinni hvað við kom tengsl- um við þetta fólk. Jón átti ekki sist þátt i að taka manni vel, bæði með hlýju sinni og glaðværð. Það var einnig aðdáunarvert að kynnast þeirri umhyggju sem hann bar fyrir tengdaforeldrum sinum, svo sem að ferðast með þau til fjölskyldu og vina og gæta þess að þau fylgdust með öllu sem var að gerast eftir þvi sem mögu- leikar voru á. Þórarinn átti þvi um sárt að binda er Jón varð að leggjast á sjúkrahús i byrjun siðastaárs, nokkrum vikum áður en hann sjálfur lagðist banaleg- una. Jón var vel kynntur i sveit sinni og var þar i ýmsum trúnaðar- störfum. T.d. var hann formaður sóknarnefndar og söng i kirkju- kórnum, enda unni hann mjög söng og góðri tónlist. 1 Kálfatjarnarkirkju áttu þeir samleið Jón og tengdafaðir hans á meðan heilsa Þórarins entist. Þórarinn söng i kirkjukórnum og var hringjari við kirkjuna i mörg ár. Jón var sterkur trúmaður og hjálpaði það honum i hinum erfiðu veikindum hans,- þar kom einnig til hans stóra og sam- MINNING Jón Guðbrandsson Höfða, Vatnsleysuströnd Fæddur 23. ágúst 1918 — dáinn 20. janúar 1981 heldna fjölskylda. Ég hygg að vandfundin sé hliðstæða að slikri samheldni. Ég minnist þess er ég heimsótti hann á sjúkrahús fyrir tæpu ári siðan og hann beiö úrskurðar veikinda sinna, að hann lét þau orð falla að hann óskaði einskis fremur en að þurfa ekki að biða lengi eftir að leggja upp i hina hinstu för, ef úrskurðurinn reynd- ist á þann veg. Jón kom mér fyrir sjónir sem ákaflega ljúfur og prúður maður sem tók öllum vel er i návist hans voru. En væri á einhvern hátt gert á hans hlut eða fjölskyldu hans gat hann verið fastur fyrir. Jón og Asta einguðust 7 börn, 6 dætur og 1 son. Þau eru Guðrún Jóna, Þórunn Bjarndis, Guðbjörg Kristin, Anna, Gróa Margrét, Ingigerður og Jón Ástráður. Barnabömin eru orðin 15 talsins og eitt barnabarnabarn. Alltaf var fullt hús af börnum i Höfða enda hændust öll börn að þeim Astu og Jóni. A siðastliðnu sumri hresstist Jón svo að þau hjón fóru í heimsókn til Ingigerðar dóttur sinnar i Sviþjóð, sem þar býr með fjölskyldu sinni. Þessi ferð varð til mikillar ánægju fyrir alla fjölskylduna. Ekki get ég lokið svo þessum fátæklegu orðum að ég minnist ekki á Astu. Hún er mikilhæf kona sem staðið hefur við hlið manns sins ibliðu og striðu og sýnt hetju- lund og mikinn dugnað. Ég hef ekki farið út i uppruna og ætt Jóns Guðbrandssonar; til . þess eru aðrir betur fallnir. Er ég lýk þessum hugleiðingum um kynni min af vini okkar, koma i huga mér orð er ég eitt sinn heyrði. Þau voru einhvern veginn á þá leið að dauðinn er ekki eingöngu sorg heldur á vissan hátt gleði og þökk. Guð blessi minningu Jóns Guðbrandssonar. Benedikta G. Waage. Aðalmanntal 1981 Dreiflngu manntalseyðublaða á nú að vera lokið alls staðar. Þeir, sem hafa ekki fengið eyðublöð i hendur, eru vinsamlega beðnir að afla sér þeirra á skrifstofú sveitarstjórnar. / I þéttbýii á höfuðborgarsvæði og á Akureyri eru eyðublöð einnig fáanleg á lögreglustöðvum. HAGSTOFAN. Aðalfundur Framfarafélags Breiðholts III verður haldinn i Fellahelli mánudaginn 9. febrúar 1981 kl. 20.30. Gestur fundarins: Borgarstjóri, Egiil Skúli Ingibergsson. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Stjórnin. Lokið er jarðvist mins kæra tengdaföður. Hún varði sextiu og tvö ár. Sextiu og tvö ár, hugsar maður. Þvi gátum við ekki fengið að njóta hans lengur? Svarið liggur ekki þessa heims, hér ræður sá máttur er okkur er æðri. Tilgangur felst i öllu, þó stundum sé erfitt að koma auga á hann og sársaukafullt geti verið að sætta sig við það sem orðið er. Það var á erfiðum stundum sem þessari sem gott var að eiga Jón Guðbrandsson að. Þess vegna er svo erfitt að það skuli einmitt vera hann sem við nú kveðjum. En hér kemur einmitt að svo miklu haldi að hafa fengið að kynnast manninum, Jóni Guð- brandssyni, þvi hann var fyrst og fremst maður búinn öllum þeim bestu kostum sem manninn mega prýða. Honum var trúin svo sterk og i henni fann hann svörin sem oft er ákaft leitað. Allt hans lif ein- kenndist af þvi að rétta hlut litil- magnans, hjálpa þeim er hjálpar voru þurfi, hugga þá er sorg- mæddir voru. Að gleðjast á góðum stundum var fáum betur gefið en Jóni, og átti þar sönggleðin stærstan hlut, en Jón Guðbrandsson og söngur var nokkuð sem ekki varð aðskil- ið og fengu margir að njóta þess gegnum það mikla kórstarf er hann sifellt var þátttakandi i frá barnsaldri i drengjakór Dóm- kirkjunnar og allt fram á það sið- asta i kirkjukór Kálfatjarnar- kirkju, sem honum var svo kær, og ber hið mikla starf hans þar bestan vott þess. Jón Guðbrandsson fæddist þann 23. ágúst 1918 i Sólheimum i Lax- árdal. Foreldrar voru Guðrún Helga Jónsdóttir frá Hömrum, látin fyrir nokkrum árum.og Guð- brandur Jónasson frá Sólheimum en hann lifir son sinn i hárri elli. Þeim Guðrúnu og Guðbrandi varð 9 barna auðið og var Jón þriðji elstur i þeim stóra syst- kinahóp, en þau voru auk hans, Asta Guðrún, látin fyrir tveimur árum, Ingólfur, búsettur i Kópa- vogi, Ingigerður Salóme er heldur heimili fyrir aldraðan föður þeirra, Elin, búsett i Kópavogi, Eyjólfur Georg, látinn fyrir nokkrum árum, Jónas Kristinn, búsettur i Reykjavik, Guðbrand- ur Gunnar, búsettur i Kópavogi, og Kristin, en hún lést barn að aldri. Jón fluttist til Reykjavikur árs gamall og ólst þar upp. Ungur að árum kynnist hann starfi séra Friðriks i KFUM og séra Friðriks Hallgrimssonar, auk þess sem hann byrjar starf i skátahreyf- ingunni ásamt Ingólfi bróður sin- um. Það má ætla að einmitt þessi trúar- og mannræktarstörf ásamt uppeldinu sé það sem leggur grunntóninn að þvi llfi og starfi sem svo mjög einkenndi Jón Guð- brandsson alla tið. Eins og áður er vikið að gerist Jón svo félagi I drengjakór Dóm- kirkjunnar við stofnun hans og upp frá þvi verður söngurinn svo snar þáttur i öllu lifi hans. Fermingarárið hefst svo brauð- stritið við almenn verkamanna- störf. Hann veröur verkstjóri við byggingu Ræsis i Reykjavik og veitti siðan smurstöð fyrirtækis- ins forstöðu um árabil og fengu þar forystuhæfileikar hans að njóta sin sem svo oft siðar meir. Arið 1939 kvænist Jón eftirlif- andi konu sinni Astu Þórarins- dóttur frá Höfða á Vatnsleysu- strönd. Þau Asta og Jón eignuðust 7 börn, er öll nú kveðja ástkæran föður, en þau eru Guðrún Jóna, maður Karl Hirst, Þórunn Bjarn- dls, maður Páll Gestsson, Guð- björg Kristin, áöur kvænt Gunn- ari Engilbertssyni, Anna, maður Friörik Georgsson, Gróa Mar- grét, maöur Hákon Guðmunds- son, Ingigerður, maður Stefán Eggertsson, og Jón Ástráður, kona Elin Bjarnadóttir. Barna- börnin eru mörg orðin og fjölgar stöðugt. Þau Jón og Asta bjuggu i Reykjavik fyrstu 20 árin og vann Jón þar hin ýmsu störf, lengst af keyrði hann sinn eigin bil á Þrótti og hjá Steypustöðinni. Arið 1959 flytjast þau suður að Höfða og taka þar við búskap af foreldrum Astu. Samhliða búskapnum stundaði Jón akstur fyrir frysti- húsið i Vogum. Slðustu 10 árin vann Jón siðan á bifreiöaverk- stæði varnarliðsins á Keflavikur- flugvelli. Jónhafði alla tið mikinn áhuga á félagsstörfum og varði hann miklum tlma til þeirra. Til að nefna nokkuð þá stofnaði hann ásamt dóttur sinni Kristinu Skátafélag Vatnsleysustrandar- hrepps og var félagsforingi þess um árbil, formaður Verkalýðsfé- lags Vatnsleysustrandar þar til það var sameinað Verkalýðs- og Sjómannafélagi Suðurnesja, starfaði þá áfram þar, var meðal annars fulltrúi sins félags á ASl - þingum, nú siðast i vetur, þá orð- inn fársjúkur. Störf i barnavernd- arnefnd Vatnsleysustrandar- hrepps svo og Dýraverndunarfé- laginu, einn af stofnendum Lions- klúbbsins Keilis og þar virkur fé- lagi siðan. Þó störf Jóns útávið bæði við brauðstritið og félagsmálin tækju mikinn tima þá var alltaf timi fyrir heimilið, en það var einmitt á þeim vettvangi sem ég kynntist honum best og þar vissulega naut hann sin og átti Ásta þar stóran hlut að máli. Fyrir mér hefur Höfði og nú.siðan flutt var i nýja húsið, Bergsstaðir verið sem ,,vin i eyðimörkinni” þvi þar hefur alltaf rlkt svo sérstakt andrúms- loft. Ásta tengdamamma sistarf- andi svo allir mættu nú hafa það sem best (ég minnist þess núna að ég hef aldrei séð hana verk- lausa) og Jón tengdapabbi tilbú- inn að setjast með gestum i stofu og ræða málin, enda hefur alltaf verið gestkvæmt á þeim bæ af mjög skiljanlegum ástæðum þeim er til þekktu. Jón heilsaði ávallt og kvaddi að gömlum is- lenskum sið og varð mér eitt sinn hugsað er við heilsuðumst að það þyrfti hraustan mann til að heilsa tengdapabba, svo þétt tók hann utan um mann. Það hefur verið skrifað annars- staðar áður að ekki þekktist hið margumrædda kynslóðabil að Bergsstöðum og eru það orð að sönnu. Mörg eru þau orðin barna- börnin sem dvalist hafa lengur eða skemur á „ströndinni” hjá afa og ömmu og fyrr meir langafa og langömmu, en foreldrar Astu dvöldu hjá þeim Jóni, fyrst i Höfða og slðar Bergsstöðum, til siðasta dags. Guðrún lést fyrir allnokkrum árum en hinn aldni höfðingi Þórarinn i Höfða lést i april á siðasta ári. öllum er til þekktu er vel kunnugt með hvaða hætti Jón og Asta hlúðu að gömlu hjónunum gegnum árin og var ekkert of gott svo þeim mætti liða sem best i ellinni. Mikill handa- gangur gat orðið i öskjunni á þeim stundum þegar öll börnin og barnabörnin voru samankomin á „ströndinni” og voru þá Asta og Jón i essinu sinu enda miklar barnagælur auk þess að hafa ávallt lagt mikla áherslu á sam- heldni f jölskyldunnar. Þeim stundum er að sjálfsögðu ekki lokið að komið verði saman á „ströndinni”, en þar er nú stórt skarð, sem Jón var, sem minn- ingarnar verða notaðar til að fylla, og þær eru sem betur .fer margar og góðar. Auk þess hafa margir bestu kosta Jóns og Astu erfst til barna þeirra svo merkinu mun verða haldið á lofti. Mikil stoð var Asta Jóni alla tið, studdi við bakið á honum i hans mikla starfi og milli þeirra var sannarlega um gagnkvæma ást og virðingu að ræða sem aldrei barskugga á. Ekki sist kom þetta svo skýrt i ljós I veikindum Jóns það rúma ár er þau vörðu, en undir það siðasta fékkst hún vart til að vikja frá sjúkrabeði hans og var þar er kallið kom, en dæturn- ar höfðu skipst á að vaka yfir föður sinum ásamt móður sinni dag og nótt er nær dró endalokun- um. Margir urðu til að sýna Jóni og Ástu sérstaka vinsemd i þeim erfiðleikum er fylgdu veikindum Jóns eftir að hann hætti að geta unnið. An þess að kastað sé rýrð á neinn, þá varð ég oft var við hinn mikla þakkarhug er Jón bar til vinnufélaga sinna uppi á velli fyr- ir þá miklu vinsemd sem þeir sýndu honum meðþeim hætti sem það var gert. Þakkir eru færðar læknum og hjúkrunarliði Land- spítalans fyrir þeirra umönnun. 1 lok þessara fátæklegu minn- ingarbrota koma mér I hug orð hins aldurhnigna föður Jóns þegar honum var sagt lát sonar. Eftir nokkra þögn og trega and- varpaði hann þungtog sagði siðan með hægð; „þetta var nú alltaf svo náið með okkur Nonna min- um”. Það eru einmittþessi orð sem við öll er Jón þekktum getum tekið undir. Hann var vinur I raun og samband hans við aðra var alltaf svo náið. Far þú i friði kæri tengdapabbi, þakka þér allt sem þú varst mér og minum, þú hefur átt góða heimkomu. Megi heim- urinn gefa okkur fleiri þina lika. Það er samstilltur hópur sem nú drúpir höfði i djúpum söknuði og sorg. P. Y örubílstjóra- félagið Þróttur 50 ára Þann 13. febrúar n.k. minnist Vöru- bilstjórafélagið Þróttur 50 ára afmælis sins með samkomu i félagsheimili Fóst- bræðra og hefst hún kl. 20 með borðhaldi. Þeir félagar Þróttar, núverandi og fyrr- verandi, sem áhuga hafa á að taka þátt i fagnaði þessum, vinsamlega hafi sam- band við skrifstofu félagsins og tryggi sér miða fyrir 6. febr. n.k. Vörubilstjórafélagið Þróttur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.