Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 3
Helgin 31. jan. — 1. febr. 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Eldsprungan í allri sinni dýrð Eldsúlurnar náöu á 2. hundrað metra hæö i miöri gossprungunni (t.h.) og rann hraun frá þeim meö gifurlcgum hraöa (Ljósm.: — gel). Skömmtun eöa borga bœtur til Járnblendisins? Töpum tekjum á skömmtun, segir Aöalsteinn Guðjohnsen formaður SÍR i næstu viku verður væntan- lega tekin ákvörðun um það hvort rafveiturnar á höfuö- borgarsvæðinu og Rarik gripa tii skömmtunar rafmagns eða kaupa þá raforku sem Járn- blendiverksmiðjan afsalaði sér. Er hugmvndin sú að þá taki rafveiturnar á sig þann umframkostnað sem myndast vegna bótagreiðslna til Járn- hlendifélagsins. Aðalsteinn Guðjohnsen raf- veitustjóri i Reykjavik sagði i gær að hann teldi það betri kost en þann að skammta raf- magn til almannanota. Hjá þvi vildu menn komast i lengstu lög og auk þess myndu rafveiturnar tapa talsverðum tekjum ef til skömmtunar kæmi. Umframkostnaður vegna raforkukaupa og greiðslu b'ðta til Járnblendis- ins myndi nema 1,7 miljónum nýkróna á mánuði hjá Raf- magnsveitu Reykjavikur en tapið vegna skömmtunar 1,2 miljónum. Skipting þessa umfram- kostnaðar yrði þannig að Raf- magnsveita Reykjavikur greiddi um 50%, Rafveita Hafnarfjarðar 5% og Rarik 45%. Rafveitustjórar viðs vegar að af landinu héldu fund i gær þar sem verðlagsstefna rikis- stjórnarinnar var einkum til umræðu. Þá hélt stjórn Sam- bands isl rafveitna fund i gær og ræddi um orkuvandann og þær hugmyndir sem áð framan greinir og borgarráð Reykjavikur fjallaði einnig um þetta mál á fundi sinum i gær. — AI Hér sést hvcrnig hraunelfan hlykkjast með ógnarhraða f einni rás til norðurs Gunnar Thoroddsen um orsakir mikils fylgis ríkisstjómarinnar með þjóðinni: Emdreginn vilji til samstarfsins Hverju þakkar þú helst hinn mikla stuðning ríkis- stjórnarinnar með þjóð- inni? ,,Auðvitað tekur maður skoðanakönnunum með nokkurri varúð, en því er ekki að neita að reynslan af skoðanakönnunum Dag- blaðsins virðist vera sú, að þær séu vel unnar, hafi staðist yfirleitt vel, og séu það traustar að á þeim sé rétt að byggja í meginatr- iðum. ( sambandi við þessa könnun er margt sem vek- ur sérstaklega til umhugs- unar, td. hversu mikinn stuðning ríkisstjórnin hef- ur frá Sjálfstæðis- og Alþýðuf lokksfólki. Enn- fremur er mjög athyglis- vert að af þeim sem eru óákveðnir um stjórnmála- flokk styðja 55% ríkis- stjórnina. Þegar maður veltir þvi fyrir sér hverjar eru orsakir þess að Gunnar Thoroddsen: Stuðningur frá Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks- fólki við stjórnina vekur athygli. stjórnin njóti svona mikils fylgis þá vil ég nefna: 1. Stjórnin nýtur þess enn að hún varð til eftir 2ja mánaða stjórnarkreppu og var þá tvimælalaust eini möguleikinn til að koma á þingræðisstjórn. 2. Fólk gerir sér almennt ljóst að það er enginn annar möguleiki fyrir annarri starfhæfri rikis- stjórn eins og sakir standa. 3. Menn vita að i rikisstjórninni hefur tekist góö samvinna og að þarereindreginn og fullur vilji til samstarfs til aö leysa vandamál- in, gagnstætt þvi sem menn minnast stundum áður. 4. Stjórnin tók við mjög erfiðu ástandi og hún hefur reynt að leysa hvert vandamál sem upp hefur komið á þessu tæpa ári sem hún hefur starfað. Það er einnig ljóst að fólk ætlaðist til aðgerða nú um ára- mótin i sambandi við gjaldmiðils- breytinguna. Almenningur metur, þrátt fyrir andmæli kröfu- gerðamanna úr ýmsum áttum, þá tilraun sem nú er gerð til þess að draga úr veröbólgunni.” — Bó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.