Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. jan. — 1. febr. 1981. Helgamar ætla ég að eiga sjálfur — Það var heldur óglæsileg verkun á þér i Mðrkinni hér um árið, Jdhannes. Hvernig gekk að þurrka pokann? — Hann var eins og hráki alla ferðina, en einhver lánaði mér teppi, sem dugði ágætlega. — Þií varst ekki til stór- ræðanna þá, hvað kom til að þú hélst áfram að ferðast? — Fyrir þvi eru ýmsar ástæður. Mér féll kompaniiö vel, þessi glaðværi andi og hve eðlilega fólkið umgekkst hvert annað og svo var eitthvað seiðandi við allt þetta bras við að komast inneftir, auk þess sem náttúran, þrúgandi fegurð Merkurinnar, greip mig heljar- tökum, ef svo má segja. Hins vegar fann ég gjörla hve illa ég kunni að bjarga mér I feröalagi og þrekið var ekki meira en svo; að ganga úr Langadal yfir i Húsadal og til baka var mér yfrið nóg. — Hvernig var svo þróunin hjá þér? — Ég vissi að margir sem byrja fjallaferðir meö ferða- félögunum hætta fljótlega af þvi aö þrekið er ekki nægjanlegt. Ég byrjaði á þvi að kaupa mér góða gönguskó og þjálfaði mig markvisst f bænum, gekk svona klukkutima á hverjum degi i eina tvo mánuði. Þetta skilaði árangri, þrekið smá jókst og þegar ég byrjaði að fara sunnu- dagsgöngurnar með F.l. voru þær mér ekki ofraun, varð aö minnsta kosti engum byrði. Heyndar hafði ég lengi staðiö I þeirri trú að ferðamennska af þessu tagi væri ekki heppileg erfiðisvinnumönnum, en ég finn nú vel hvernig þrekiö hefur auk- ist og gönguferðirnar orka nú á mig næstum eins og hvlld, þvi aö það slaknar á likamlegri og andlegri spennu og hugurinn hreinsast. — Starfsemi hinna skipu- lögðu ferðafélaga er að visu grunnurinn sem við stöndum á, en starfsemi þeirra miðast nær eingöngu viö byrjendur og hjá okkur, sem erum áhugafólk á þessu sviði, verður einhver þró- un, sem þessir aðilar geta ekki eða vilja ekki fylgja eftir. — Þið hafiö kannski leyst þetta með „Fjölskyldunni”? — Þaö má kannski segja þaö aö nokkru leyti. Auövitað má segja að hér sé um vissa kliku- myndun að ræða þar sem sam- an hópar sig fólk sem kynnst hefur í ferðalögum, hæfir saman. Við viljum þroska með okkur hæfileikana til að bjarga okkur hjálparlaust á fjöllum, sumar sem vetur.og þetta er ein af tiltækum leiðum til þess. — Ég hef frétt að þú sért að byggja, Jóhannes, dregur það ekki úr fjailarápinu? — Auövitað gleypir þetta byggingarstúss mikinn tima, en helgarnar ætla ég að eiga sjálfur eftir sem áðurr þér er óhætt að bera mig fyrir þvi. — je Fjölskylda fæðist Ekki á greinarhöfundur i fórum sinum neina, „Fjölskyldumynd,” en þessi er tekin i helgarferð á Hellisheiöi þar sem gist var I skáta- skálanum Þrym og má á henni sjá nokkra úr Fjöskyldunni ásamt mætu ferðafólki. Jóhannes Rætt við Jóhannes Jónsson rafvirkja Margt skeður stundum f Merkurferðum, kvað Sigurður Þórarinsson. Mörkin er að vfsu ein, en það er margt ferðalagið og mörg Marian. A fjöllum og ferðalögum tengist fólk kunn- ingja- og vináttuböndum ekki siður og kannski enn frekar en annars staðar þar sem maður hittir mann. Jafnvel kemur það fyrir stöku sinnum að örvar Amors nái innúr stakk og peysu og svellþykku föðurlandi, að heitu holdúog einnig getur hún vaknaö hin ástin, á landinu. Fyrir tveimur árum var ég með fjölskyldu minni inni i Þórsi- mörk í hefðbundinni áramóta- ferð Ferðafélags Islands. Einn billinn okkar lenti þá i dálitlu basli við Krossá, og blotnaði talsvert af farangrinum, en að öðru leyti gekk ferðin vel. Engin áhrif hafði þetta óhapp á ferða- gleðina og gengu kvöldvökur vel fram og drift var i gönguferðum daganna. t þessum hópi var margt gamalkunnugra ferðafélaga sem hér verða ekki taldir, en þarna var einnig félagi frá ung- lingsárunum þegar lifið snerist um Iðnó og Glaumbæ og einu ferðalögin voru á nærliggjandi hestamót. Ég sá strax að timinn sem liöinn var síðan við þekkt- Hefurðu séð veröldina Guðlaug Jónsdóttir er Strandamaður, frá Munaðar- nesi við Ingólfsfjörð. dóttir Jóns Jens Guðmundssonar. Hún er alin upp I náinni snertingu við landiö og sjóinn, fuglaveiði og sjávarnytjar, á bæ norður við Dumbshaf, þar sem náttúran er örlát og sendir sl- beriuvið á fjörurnar, sel i látrin, hrognkelsi á grynningarnar, æðarfuglinn I varpiö og svart- fugl út um allan sjó. Hún fór snemma að handleika byssu og átta ára lá hún á greni meö fööur sinum sem er kunn skytta. — Nú ert þú orðin Hafn- firöingur, Guðlaug? — Nei, ég er hafnfirskur skatt- þegn, en ég verð alltaf Stranda- maður og þar finnst mér ég eiga heima. — Þaö eru ekki mörg ár sfðan þú byrjaðir gönguferðir meö F.í. — Viö, maöurinn minn og ég, höfum ferðast mjög mikið á bil- um vltt og breitt um landið og náttúrlega hef ég farið vestur á hverju sumri, en ég fékk áhuga á gönguferðum sérstaklega, þegar F.í. var með Esjugöng- umar og hef siðan fundiö slfellt betur að sá feröamáti að ferðast gangandi meö bakpoka og nesti á betur við mig. — Nú ert þú gift kona og móðir, en lætur þaö ekki aftra þér? — Auðvitað gengi þetta ekki ef maðurinn minn setti sig upp á móti, en ég er svo heppin að full- ur skilningur er á milli okkar og reyndar er ég frekar hvött af heimilisfólkinu. Þau segja að ég verði leiðinleg ef of langt llður á milli fjallaferða. — Hvað sérðu eiginlega við þetta fjallaráp? — Ekki hélt ég þú myndir spyrja svona, Jóhannes minn. Hefurðu ekki séö veröldina vakna, þegar snjóa leysir og gróandinn byrjar og fuglarnir taka að stússa I vorverkunum? Aö ganga til óbyggöa er eins og að yfirgefa hvunndaginn og ganga til veislu á helgidegi. — Segðu mér frá fjöl- sky Idunni. — Upphafiö má rekja til Strandaferðarinnar i fyrra og reyndar kannski lengra, en sá hópur sem valdist i þá ferð er hin eiginlega „Fjölskylda”, en svo eru ýmsir fylgifiskar viðloð- andi. Við höfum talsvert haldiö hópinn og þykir þægilégt aö’ eiga greiðan aögang að hvort öðru, fóiki með samliggjandi áhugamál. — Segöu mér eitthvað frá Strandaferðinni. —■ Jú, i stuttu máli sagt, þá ókum við i fyrsta áfanga aö Munaðarnesi. Þaðan flutti Guðmundur bróðir minn og hreppstjóri sveitarinnar, okkur yfir i ófeigsfjörð á trillu sinni. Frá ófeigssirði gengum við sem leið liggur um þetta dýrlega landsvæði til Reykjafjarðar og siðan yfir heiðar að Kaldaloni Rætt við Guðlaugu Jónsdöttur var mikilmenni og sagður göldróttur. Mitt fólk hefur sýnt honum ræktarsemi meö þvi að hlúa aö leiðinu hans og viö kom- um þar gjarnan við, áður en lagt er upp I ferð,og biðjum um gott veður. Ef fólk kemst ekki á staðinn, ætti það að minnast hans I huganum og heita á hann sér til tulltingis. Þetta geröum við 1 sumar og það kom ekki dropi Ur lofti I þrjár vikur. Ég má annars til aö segja þér frá þvi þegar við heimsóttum Ragnar og Sjöfn, sem nýta Reykjafjörð. Þau buðu okkur i mat og höfðu sérlega mikið við, reiddu fram nýja selshreifa, sem aöeins var fariö að slá I, einhvern besta mat á norður- hveli jarðar. Flestir átu vel og mikið, nema einn Fjölskyldu- meðlimurinn, Alli, sem sat orðlaus með skelfingarsvip og starði á þessa litlu putta sem að honum voru réttir og gat engu komið niður nema munnvatn- inu. — Hvað er á dagskrá „Fjöl- skyldunnar” á næstunni? — Mjög ofarlega er i okkar sinni að fara skiðaferö I Tind- fjöll og i'Landmannalaugar meö vorinu. Lltillega hefur verið rætt um sumarleyfisferð um svæöið við suðaustanverðan Vatnsjökul. — Er mögulegt fyrir hinn al- menna mann að nota tómstund- irnar á þennan hátt? — Hvað er þvl til fyrirstööu? Bilferöalög eru dýrari og erf- iðari þvi' að stressiö og áhyggj- urnar eru gjarnan með I farangrinum. Fólk ætti aö spara bensíniö en nota aurana sem sparast til þess að kaupa fyrir bakpoka og gönguskó og halda svo á vit ævintýranna. umst hafði ekki gert hann aö ferðamanni en taldi vist að ein- hver kvenmaður hefði platað hann I þennan Merkurtúr, og bjóst tæpast við að sjá hann aftur i ferð og styrktist þessi vissa þegar ég frétti að allt far- teski hans hefði lent i fljótinu. Nú liða dagar og vikur og fréttir aö berast af þessum forn- vini minum sem er farinn að taka þátt I gönguferðum F.t. Siöan kemur að þvi að við hitt- umst i ferö og það ieynir sér ekki að maðurinn er heltekinn af fjallabakteriunni, og af þvi hann er félagslyndur setjast einhvern veginn upp hjá honum simanúmer og svo er farið að hringja sig saman. A sumardaginn fyrsta I fyrra fer dálitill kjarni i fjögra daga skíðaferð I Landmannalaugar og um vorið kemst Guðlaug Jónsdóttir i spilið og fleiri Gafl- arar og stendur fyrir Horn- strandaferð. Upp úr þessu fer að komast mynd á hópinn og við hann festist nafn, Fjölskyldan.. Myndir og texti vakna? við Isafjarðardjúp og tókum siðan Fagranesið viö Bæi á Snæfjallaströnd. Með skipinu fórum við til Isafjarðar þar sem stansað vari tvo tima og héldum siöan áfram með þvi til Horn- vikur. 1 Hornvík höföum við nokkurra daga viðdvöl, en gengum siöan suður strandir og lokuðum hringnum i Ingólfsfirði þarsem við bvrjuðum. Eitt get ég ráðlagt tilvonandi Strandaglópum. Við Stranda- menn eigum okkar verndarvætt sem er Hallvaröur Hallsson, sem siðast bjó i Skjaldarbjarn- arvik og er grafinn þar. Hann Guðlaug

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.