Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJlNNHelgin 31. jan. — 1. febr. 1981. *mér datt það í hus Er ég var að byrja til sjós var mér oft sögð sagan af háseta nokkrum sem sigldi á einum af þessum frægu gufutogurum, sem enginn man eftir nema sagnfræðingar og eftirlifandi áhafnarmeðlimir. Sagan var á þessa leið: Þeir voru að veiðum einhversstaðar lit i ballarhafi, og annað trollið lá f spaði á dekkinu. Hásetinn umræddi hafði staðið i gang- inum undir brúnni og verið aö bæta netið. Þá vindur sér skip- stjdrinn Ut á brúarvænginn, aflamaður mikill, dregur hann út á sér og migur oni ganginn án þess að hafa fyrir þvi að gá hvort nokkur væri undir. Var ekki að sökum að spyrja, bunan för beint á háls hásetans og þaðan rétta boðleið undir skyrt- una og svo framvegis. Hásetan- um brá náttúrlega illa við og rauk undan bölvandi eins og þeirri eðla stétt er eirini lagið. En er hann sá hver stóð á bak viö miguna, brá honum enn frekar og flýtti sér að stilla sér aftur upp undir migunni með brosleitt andlit visandi mót himni. Fyrst þegar ég heyrði þessa sögu, þótti mér hásetaræfillinn óttalegt bleyðimenni og varla hægt að telja hann með fullu viti. NU, þegar ég rifja þetta upp, finnstmér aftur á móti leit- un að hugaðri manni. Ef tekið er tillit til þjóðfélagsaöstæðna þeirra tima þegar bæöi rikti at vinnuleysi og almenn fátækt, þá tekur hásetinn þá mest niður- lægjandi Utgönguleiö sem hægt er að hugsa sér, til aö bjarga sér úr klipunni og eiga ekki á hættu að missa vinnuna og þar með konu og börn á bæinn. Hann haföi nátturlega getað öskrað á kallinn og bent honum á að það væri allt i lagi að gægjast útfyrir áður en hann léti vaða niður á dekkið. En þá hefði hann örugglega misst vinnuna. Nei, hásetinn kaus að lifa undir þeirri staðreynd, að hann haföi brosað upp i miguna i stað þess að eiga á hættu að missa vinn- una. Hvernig honum leið það sem eftir var ævi sinnar veit ég ekki. Enda skiptir það heldur ekki svo miklu máli. Hann lét kannski lifið fyrir eigin hendi, eða barði konuna sina, þegar hann kom i land; ekki veit ég. Frá þvi þetta^erðist eru liðin rúm þrjátiu ár. A þeim tima hefur það orðið lenska hjá meirihlutaþjóðarinnar að brosa upp i miguna. En þess gætir kannski enn betur i' þeim löndum sem lengra eru komin á veg i hinni svoköll- uðu þróun. Það er þó eingöngu vegna þess, að valdið á bakviö bununa er oröið óþekkjanlegt og ógnvekjandi. Þáð er vald sem viö skynjum ekki. Það er vald sem við getum ekki greint hvort það er frá okkur sjálfum, eða hvort þetta sé einhver óvættur sem hefur sprottið úr berginu, endurreistur af kvalalosta eða kvölum. Skipstjórinn er horfinn úr mynd okkar flestra og i stað hans er komið bákn sem gnæfir yfir okkur og gefur okkur ekki kost á öðru en að taka á móti þegjandi og hljóðalaust. Okkur grunar kannski að fulltrúar þessa bákns séu ekki jafn alvaldir og þeir vilja vera láta, en sundrungin meöal okkar sjálfra gerir það aö verkum, að við veljum enn að brosa upp i miguna. Miguna, sem i sjálfu sér hefur ekkert breyst, er alltaf jafn heit og sviðandi. En það er kannski engin furða, að við kjósum, þegar allt kemur til alls, að þegja og Aftur þarf ég að spyrja sjálfan mig og ykkur: Getu- leysis? Nei, fyrirgefiö þið ég ætlaði að segja kjarkleysis. Kjarkleysis sem stafar af þvi að við vitum ekki hverjir óvinir okkar eru. Kjarkleysis sem stafar af þvi að við vitum ekki hvar við eigum að leita okkur stuðnings. Við höfum óljósa hugmynd um það, og vegna þessarar óljósu myndar þorum við ekki að hætta okkur lengra. En sanniö þiö til, spyrjir þú náungann þá kemstu að þvi að hann er á sömu skoðun og þú, og til samansgerið þið myndina af óvininum ögn skýrari. Og talið þið við fleiri, fáið þið enn gleggri mynd. Þannig kemur að þvi að lokum að við hættum að brosa upp I miguna og tökum þann sem er að baki hennar til bæna og neyðum/leiðum hann til að gera sér ljóst að við fæddumst öll nakin og að þaö var rangt að stinga pela upp i einn, þegar annar varð að láta sér nægja þumalputtann. Takist okkur að sannfæra þann sem meig á okk- ur, færir hann okkur til þess sem meig á hann og svo koll af kolli, eða frá bunu að bunu uns við fæðumst öll jöfn og þurfum aldrei aftur að brosa upp I mig- una. Gautaborg 21. janúar 1981 Gunnar Kári Magnússon skrifar: Um listina að brosa upp í miguna blta á jaxlinn. Þvi okkur er innrætt frá upphafi að þegja og taka á móti löðrungunum. Gripi okkur örvænting og við sláum á móti, upplifum við ekk- ert annaö en augnablik full- nægjunnar i' örfá andartök. Siöan verður allt svart. Nei, þá er betra að þegja og beygja sig undir bununa og finna hvernig hún brennir og sviður hörundið, kjötið, hjartað og heilann. Sviöur og brennir uns við orkum ekki lengur, rek- um upp öskur, berjum konuna, förum i fýlu, á fylleri eða byrj- um aðsafna frimerkjum.Gerum eitthvað, bara til að losna við sviðann og hræðsluna við að geta ekki hamið okkur lengur. Hræðsluna við að slá til baka i einhverju ósjálfræði hugans. Ósjálfræði hugans? Hvað er nú það? Er ekki ósjálfræði hug- ans einmitt fólgiö I þvi hvernig við beygjum okkur brosandi undir bununa? Er ekki ósjálf- ræði hugans fólgið i þvi að við þegjum þó okkur finnist við órétti beitt? Er ekki ósjálfstæði hugans einmitt fólgið i þvi, að brosa alltaf upp i miguna? JU, ég held það. En það er ekki þar með sagt að ég dáist ekki ennþá að hásetanum.. Vilja hans, að fórna eigin sjálfs- viröingu fyrir stolt konu sinnar og barna. Samtimis þvi bölva ég i hljóði skammsýni hans. Skammsýni hans yfir þvi að stolt er ekki eingöngu fólgið I fullum mögum. Skammsýni hans yfir þvi, að verknaður hans, er hann brosti upp i mig- una, fól i sér flótta. Flótta, sem hann flutti, með verknaði sin- um, yfir á dótturina og soninn. Flótta, sem heldur áfram uns einhver niðja hans slær til baka. Slær til baka á rétta nótu og i ræettum dúr. Sveiflar eikki bara höndunum eins og hani sem reynir aö vera meiri en hann er. Berjandi á hænunum vegna eigin getuleysis til að slást viö minkinn. Kjartan Ólafsson skrifar Grænland skal 1 hinum fjölmenna hópi þjóöa heimsins eru Grænlendingar okkar næstu nágrannar. Fyrir tæpu ári siðan fengu Grænlend- ingar heimastjórn og þar með nokkur yfirráð eigin mála, en höfðu áður búið viö danska nýlenduáþján um aldir. En ekki er sopið kálið þótt i ausuna sé komið. Grænlend- ingareru áfram hluti af danska rikinu eins og við Islendingar vorum lika allt til 1918, þótt hér fengist heimastjórn 1904. Og þegar Danir gengu i Efnahags- bandalagið árið 1972 fylgdu Grænlendingar með, enda þótt mikill meirihluti Grænlendinga hefði greitt atkvæöi gegn inn- göngu i Efnahagsbandalagið viö þjóðaratkvæðagreiðslu, sem þá fór fram. Og nú á að kenna Grænlend- ingum siðina. í höfuöstöðvum Efnahagsbandalagsins hefur verið tekin ákörðun um að Sendaþýskantogaraflota á miðin við Austur-Grænland. Þótt grænlenska landsstjórnin hafi boriðfram hörðustu mótmæli og fiskifærðingar lagt til algera stöðvun þorskveiða við Austur- Grænland, þá er hvorki skeytt um vilja Grænlendinga né ástand fiskistofna heldur farið fram meö nöktu valdboði. Og danski fulltrúinn hjá Efna- hagsbandalaginu þorði ekki einu sinni að greiða atkvæði gegn þessu ofbeldi af ótta um danska verslunarhagsmuni! Ætli við íslendingar munum ekki lika flesksamninginn sem Danir gerðu árið 1901 um 3ja milna fiskveiðilandhelgi við Island næstu 50 ár, þegar brýnustu hagsmunum okkar var fórnaö i þágu verslunar- hagsmuna Dana i Englandi. Nú eru það Grænlendingar sem fá að súpa seyðið af „vináttu” Dana við stórþjóðir Efnahagsbandalagsins. Hér sjáum við Islendingar i skýrri mynd hvert hlutskipti hefði beðið okkar sjálfra, ef við hefðum ekki borið gæfu til að þagga niður þær raddir, sem hér voru háværar fyrir 20 árum um inngöngu Islands i Efnahagsbandalagið, og við sjáum hvers viröi fullveldið er. Það er skylda okkar Islend- inga að bera fram hörðustu mótmæli gegn yfirgangi Þjóð- verja og Efnahagsbandalagsins á fiskimiðum Grænlendinga. Þetta ber okkur að gera, ekki bara vegna þeirra hagsmuna, sem við eigum sjálfir að gæta i þessum efnum þar sem eyðing þorskstofnsins við Grænland kemur okkur óhjákvæmilega i koll, — heldur einnig og enn frekar vegna þess að allar skyldur okkar i veröldinni eru við rétt smáþjóða til þess að ráða sjálfar sinum málum. Hér er niðingsverk framið við okkar eigin bæjardyr. Fyrir Grænlendinga veltur á öllu, að þeim auðnist að byggja upp eigin sjávarútveg og að nytja fiskistofnana við strendur Iandsins. Fyrir Þjóðverja skiptir sjávarútvegurinn nánast engu máli, þeir sækja til hans aðeins 1% sinna þjóðartekna. Vistmá vera,aðþeir háu herrar i Brttssel og Bonn telji sig geta sýnt Grænlendingum hnefann án þess að heimurinn taki eftir sliku, en það mega þeir vita, að hér á Islandi safnar enginn vin- sældum með þvi að niðast á Grænlendingum. „Grænland skal út úr Efna- hagsbandalaginu” sagði Jónatan Motsfeldt, formaður grænlenska landráðsins þegar Þjóöviljinn átti viö hann viðtal sem hér birtist i gær. Sam- kvæmt núgildandi samningum eiga Grænlendingar þess kost að segja sig úr Efnahagsbanda- laginu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu eftir 2-3 ár. Jónatan Motsfeldt var staddur i Kaupmannahöfn, þegar Þjóðviljinn ræddi við hann á fimmtudag, en hann sagði: ,,Ég fer heim til Grænlands á morgun, og þá verður tekið til við að skipu- leggja baráttuna fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna 1983 gegn aðild að EBE. Ég mun leggja fram tillögu i landsráöinu um úrsögn.” Við óskum Jónatan Motsfeldt og félögum hans sigurs i þjóðar- atkvæðagreiðslunni þegar þar að kemur, og i allri baráttu þeirra fyrir fullum umráðarétti Grænlendinga yfir auðlindum eigin lands. Við erum hér þrjár eyþjóðir við norðanvert Atlantshaf, sem allar höfum lotið dönskum yfir- ráðum á fyrri tið, — Islend- ingar, Grænlendingar og Færeyingar. Á mælikvarða stórvelda erum við smáir, og enginn mun gæta hagsmuna okkar nema við sjálfir. En við skulum halda saman hér norður i hafinu, og séum við klókir mun okkur takast að lifa af. Sam- skipti þjóðanna þriggja ber stórlega að efla með gagn- kvæmri virðingu fyrir óskoruðum rétti hverrar þjóðar til sins eigin lands. 1 þessum efnum hvilir skylda um forystu á okkur íslendingum, þar sem við einir i þessum hóp búum við stjórnarfarslegt sjálfstæði. En sú var tið að einnig við vorum boðnir Hamborgurum til kaups af dönskum arfakóngi. Rentukammer og Kanzelli Danakonunga i Kaupmanna- Ritstjórnargrein höfn reyndist okkur öllum ærið þung i skauti á stundum, svo ykkur Grænlendingum sem okkur, en eitt er að glima við „mátulega sterkan óvin” og annað að komast i þær trölla- hendur, sem þiö fáið að kenna á nú þegar ekki er lengur stjórnað frá gömlu Kaupmannahöfn heldur frá Brussel og Bonn. Hér er viðhæfi að minna á orð úr Islandsklukkunni, þau sem Arnas Arnæus mælir við Hamborgarann Offelen á úrslitastund þegar Island hafði veriö boðið Hamborgurum til kaups: „Maður sem ætlar aö kyrkja litið dýr i greip sinni mun að lokum þreytast. Hann heldur þvi armsleingd frá sér herðir takiðum kverkar þess sem má, en það deyr ekki; það horfir á hann, klær þess eru úti. Þetta dýr mun ekki vænta sér hjálpar þótt tröll komi með bliðskapar- yfirbragöi og segist skuli frelsa það. Hitt er lífsvon þess að tim- inn sé þvi hallkvæmur og lini afl óvinar þess. Ef varnarlaus smáþjóð hefur mitt i sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun timinn ganga i lið með henni eins og þvi dýri sem ég tók dæmi af. Ef hún i neyð sinni ját- ast undir tröllsvernd mun hún verða gleypt i einum munn- bita.” Má vera Grænlendingar gætu notið þessara islensku orða nú þegar Hamborgarar sækja þá heim, en framundan sú þjóðar- atkvæðagreiðsla sem mestum örlögum ræður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.