Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 7
Helgin 31. jan. — 1. febr. 1981. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7 [Hver er staöa ] iGervasonis nú? I Eitt af siðustu verkum Hennings Rasmussens i em- bætti dómsmálaráðherra Dana var að undirrita bréf, þar sem Patrick Gervasoni er tilkynnt, aðdómsmálaráðuneytið sjái þvi ekkert til fyrir stöðu að hann fái sex mánaða dvalarleyfi i Dan- mörku, Hinn býrókratiski bolti biður þarmeð eftir sparki danska útlendingareftirlitsins, en lögfræðingur Gervasonis, Ebbe Holm, telur dvalarleyfið i höfn innan nokkurra daga. Gtlendingaeftirlitsmenn hafa tjáð lögfræðingnum að þeir muni jafnframt veita Gervasoni einhvers konarkonar persónu- skilriki þessa sex mánuði, en mótleikur Gervasonis er að sækja um svonefnt útlendinga- vegabréf að heiman, og er til dæmis kunnugt um Egypta nokkurn, sem fékk þetta vega- bréf á nánast sömu forsendum og nú eru Gervasonis. Þeir Gervasoni telja góðar likur á jákvæðu svari við þessari um- sókn, enda mun frumrit af fæðingarvottorði hans loks vera á leið frá Frakklandi. Þetta vegabréf hefði jafnlangan gildistima og dvalarleyfið, sex mánuði, en mundi gera Gerva- soni kleift að ferðast milli landa. Hvað gerist siðan eftir þessa sex mánuði? Hafi Gervasoni þá fengið fasta atvinnu og húsnaéði i Danmörku getur hann tiltölu- lega auðveldlega orðið sér úti um fimm ára framlengingu á vegabréfi og dvalarleyfi. Hins vegar fylgir sá böggull skamm- rifi, að ekki er ljóst um þróun máísins ef Gervasoni færi af ■ landi brott, til dæmis til lslands, og uppfyllti af þeim sökum ekki skilyrðin um búsetu og atvinnu i t Danmörku. M/gg „Ég kysi helst að fara strax til Islands” — rætt við Patrick Gervasoni Einsog fram kemur annars staðarhér á siðunni er hin algera lausn enn ekki fengin i máli franska fóttamannsins Patrick Gervasoni. Stuðningsmenn hans islenskir og danskir telja þó, að með bréfi danska dómsmála- ráðuneytisins hafi unnist mik- ilsverður sigur í baráttu hans fyrir frelsi sinu, og endanleg lausn jafnvel i sjónmáli. Patrekur var tekinn tali að heimili landa sins eins á Friðriksbergi i Kaupmanna- höfn og i upphafi borin undir hann þau ummæli islenskra stuðningsmanna að islensk stjórnvöld hafi hengt sig i laga- króka við meðferð málsins; Danir hinsvegar afgreitt það á grundvelli mannúðarsjónar- miða. — Ég held að þetta sé ekki alveg rétt. Það er einkum tvennt sem veldur jákvæðum viðbrögðum danska dómsmála- ráðherrans. Annarsvegar olli afstaða Guðrúnar Helgadóttur þvi, að málið kom af stað póli- tiskri kreppu á Islandi. For- sætisráðherra var i mjög óþægi- legri stöðu, og dönsk og islensk blöð hafa íeitt likur að þvi að hann hafi átt viðræður um málið við Anker Jörgensen, og beint þvi tilhans,að sú lausn fengist á minum málum sem Guðrún Helgadóttir gæti sætt sig við. Hins vegar þrýstu þingmenn Radikale Venstre svo að segja daglega á um lausn i málinu, en þeir eru helsti samstarfsflokkur minnihlustastjórnar sósialdemó krata. Stuðningur Sósialiska Þjóðar- flokksins og Vinstrisósialista, Amnesty International og Mannréttindasamtaka Frakk- lands var einnig mikilsverður fyrir þessa lausn málsins. Grundvöllur þessa er þó fyrst og fremst allt það starf sem unniðvaraf stuðningsnefndum i báðum löndum. Ég vil þakka sérstaklega hinum fjölmörgu islensku stuðningsmönnum minum sem sóttu dyggilega á brattann móti þvi moldviðri sem þyrlað var upp gegn málstað minum. — En ég held, að staðfesta Guðrúnar Helgadóttur hafi endanlega ráðið mestu um þessi úrslit. — Eru þessi úrslit fullur sigur i baráttu þinni? — Fái ég útlendingavega- bréfið, lit ég svo á, að mér hafi i raun - de facto - verið veitt póli- tiskt hæli. Sá hængur er hins- vegar á, að ég er svo að segja fjötraður við Danmörku næsta hálfa árið, þar til ég hef fengið vegabréf til langtima. Það sem ég kysi helst er að fara strax aftur til tslands. Þar hef ég loforð um vinnu og húsnæði, og á þeim þrem til fjórum mánuðum sem ég dvaldi þar tókst mér að ná efnalegu öryggi, og batt þar mikilverð til- finningatengsl. Ég eignaðist marga vini á tslandi, likaði vel við landið og islenska lifnaðar- hætti. Kaupmannahöfn 26.1.’8X M/gg J ORKURÁÐ óskar eftir að þeir sem hyggjast sækja um lán úr orkusjóði til jarðhitaleitar á árinu 1982, sendi slikar lánsumsóknir eigi siðar enl5. apriln.k.. Umsóknir skulu stilaðar til Orkuráðs en sendist Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavik. Umsóknum skal fylgja greinargerð um fyrirhugaða nýtingu jarðhitans svo og stofnkostnaðar- og arðsemisáætlun. Orkuráð. ÚTBOÐ Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum i spennustöðvarefni (aflrofa og aðskiljara- rofa) — útboð 581. Útboðsgögn fást hjá tæknideild Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, Isafirði, simi 94—3900. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 11. marsn.k. kl. 14.00 Orkubú Vestfjarða — tæknideild — Útboð á sorphreinsun / í Olafsvíkurhreppi Ólafsvikurhreppur óskar hér með tilboða i sorphreinsun i Ólafsvik. Nánari upplýs- ingar verða veittar á skrifstofu Ólafs- vikurhrepps og i sima hreppsins 93-6153. Tilboðum skal skilað á skrifstofuna að Ólafsbraut 34, fyrir 15. febr. n.k. Sveitarstjóri. Jafnréttisfélag Akureyri Stofnfundi frestað um viku Stofnfundi jafnréttisfélags á Akureyri, sem sagt var fá i blaðiru i gær.hefur verið frestað um eina viku og verður haldinn á Hótel KEA nk. sunnudag, 8. febrúar kl. 14-17. Dolby Stereo í Háskólabíói Kvikmyndahús höfuðborgar- innar keppast nú við að tækni- væðast. Um jólin var tekið i notkun nýtt hljómburðarkerfi, Dolby stereo, i Laugarásbiói og nú er Háskólabió búið að koma sér upp samskonar tækni. Þetta kerfi er talið bjóða upp á mun betri hljómgæði en áður hefur þekkst. Notaðir eru tveir 150W magnarar og 15 hátalarar, sem staðsettir eru allt umhverfis biógestina. Myndin sem Háskóla- bió sýnir nú heitir . Stund fyrir strið (The Final Countdown) og er bandarisk „spennumynd” um flugmóðurskip sem siglir inn I fortiðina. Súðarvogi 28 — Sími 84630 —ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.