Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 11
Helgin 31. jan. — 1. febr. 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Þeir sem fóru i alvöru að hnusa af heimsmálum upp úr 1960 höfðu mjög hugann við þriðja heiminn. Frelsisstrið Vietnama, byltingu á Kúbu, sjálfstæði fyrrverandi nýlendna i Afriku. Einhversstaðar á þess- um vettvangi bjuggust margir viðað frétta ný og góð og merki- leg tfðindi af þjóðfélögum af nýrri gerð, þar sem hvorki gróin borgaraleg áhrif né heldur syndir stalinismans væru að þvælast fyrir. 1 ýmsum þriðjaheimslöndum þótti mönnum að hægt væri að byggja upp eitthvað nýtt, það væri hægt að forðast vestrænar og austrænar syndir, leysa úr læðingi mikla krafta. Eitt heill- andi vigorð timans var afriskur sosialismi, sem Basil Davidson og fleiri ágætir menn útskýrðu fyrir okkur — það var engu lik- ara en leiðir róttadcra pilagrima mundu einkum liggja i suður á næstunni. Þegar sjálfstæði er fagnað er aðeins eitt skref stigið Afríkusósíalisminn — draumur og veruleiki Menn héldu að þar væri svo margt merkilegt hægt að gera, einmitt vegna þess að flest var ógert Torfærur Þróunin hefur orðið miklu óglæsilegri en vonir stóðu til. Og það væri þá blátt áfram rangt að byrja ekki á þvi að bjartsýni margra góðra manna, t.d. að þvi er varðar Afriku, var blátt áfram ekki á skynsamlegum rökum reist.Erfiðleikarnirvoru miklu stærri en menn héldu og riðluðust hver af öðrum upp á háar torfærur. Landamæri nýrra rikja voru dregin eftir duttlungum ný- lenduvelda og fólu i sér, ásamt með fyrri mismunun á þjóðum, neista sem viða varð að báli inn- anlandsstyrjalda milli þjóða. Nýlenduveldin skildu viða eftir sig mjög fáa menntaða starfs- menn og tæknimenn: þegar þau fóru var eins liklegt að ýmisleg þjónusta (verslun, samgöngur) yrði lakari en fyrr vegna skorts á þjálfuðu fólki. Kannski eyðu- lögðu hvftir landnemar allt sem þeir gátu áður en þeir fóru (Angóla). Hvort sem ný riki stefndu i austur eða vestur i utanrikismálum og viðskiptum (og það réðist einatt af þvi hvað næstu andstæðingar ráðandi afla voru að bauka i þeim efn- um), þá áttu hin nýju stjórn- kerfi ekki sveigjanleika af þvi tagi sem gerir ráð fyrir marg- rödduðum pólitiskum kór. Við- ast hvar varð helsti sjálfstæðis- flokkurinn að rikisflokki, og forysta hans að nýrri yfirstétt, sem hermdi samviskusamlega eftir þvi sem verst var i fari hvitra nýlenduherra. (Á þvi sem siðast var nefnt eru þó til undantekningar). Og þótt sums- staðar væri haft hátt um sósialisk'vigorð, þá var veru- leikinn sá að nýju rikin voru mjög háð viðskiptum við Vesturlönd og urðu að laga sig að þeim. Portúgalskar nýlendur Það væri samt skaðleg ein- földum að draga jafnaðarmerki á milli allra sem hér koma við sögu. Það er allmikið djúp stað- fest milli stjórnarfars hins kristna sósialista Juliusar Nyerere i Tansaniu og bófa eins og Idi Amins eða Bokassa. Og menn hafa haft talsverðan áhuga á fyrrverandi nýlendum PortUgala i Afriku, ekki sist vegna þess, að þær áttu lengi i sjálfstæðisstyrjöldum og urðu að reyna að byggja upp nýtt samfélag um leiö og héruð voru frelsuö, — fengu semsagt ekki yfir sig öll ný verkefni i einu. Og auk þess áttu sjálfstæðishreyf- ingar í þessum nýlendum öllum i forystu sinni drjúga sveit manna sem töldust hafa góða yfirsýn yfir bæði sigra og ávirð- ingar þeirra sem dregið höfðu upp sjálfstæðisfána i kringum 1960. Eitt slikt land er Mosam- bik: þar er sjálfstæðið mjög ungt, eða fimm ára gamalt. Og þar hefur sjálfstæðishreyfingin, Frelimo, lýst sig marxiskan flokk sem vill byggja upp sósialisma og engar refjar. Við skulum telja það ómaksins vert að skoða þetta land nánar (með aðstoð Le Monde, Socialistisk Dagblað og Dagent Nyheter). Einn flokkur Það er ljóst að i landinu er byggt upp einsflokks kerfi. Frelimo ræður flestu i stjórn- málum menningarmálum og svo hernum. Og miðstjórnar- valdið vill vera sterkt, bylt- ingarvígorð um alræöi öreiga eru ekki látin skerða ákvörðunarvald stjórnenda. Skriffinnskuvandræði eru ærin, m.a. vegna skorts á menntuðu fólki, en samt fá stjórnendur nokkuð gott orð fyrir dugnað og vilja til að halda uppi gagnrýni á eigin verk (Le Monde). Forystusveit landsins er enn ung aö árum og þvi verður ekki ennsvarað, hve lengi henni dug- ar kapp umbyltingarskeiðsins til að forða sér frá þvi að staðna i valdhroka. Stjórnin er talin föst i sessi. Skæruliðar svonefndrar Mósambískrar andstöðuhreyf- ingar heyja skæruhernað i suðurhluta landsins, og trufla öðru hvoru samgöngur. En þessi hreyfing, MNR, eru að mestu byggð upp af fyrrverandi málaliðum nýlendustjórnarinn- ar og nýtur helst stuðnings Suður-Afriku, verður slik hreyf- ing ekki likleg til vinsælda. Stuðningur Suður-Afriku er meira að segja hikandi vegna þess að rikin þurfa hvort á öðru að halda: frá Mosambik kemur fjöldi farandverkamanna að vinna i námum Suður-Afriku, þaðan koma og 2000 megavött af rafmagni i'rá Cabora Bassa virkjun i Zambesifljóti, sem Portúgalar reistu á lokaskeiði ráðsmennsku sinnar. Refsingar Talið er að um 10 þúsundir manna, sem voru illræmd hand- bendi nýlendurstjórnarinnar eða hafa annaðhvort sýnt af sér eitthvað andóf við nýja vald- hafa, eða þá gert sig seka um mútuþægnieða þessháttar, séu i sérstökum „endurhæfingarbúð- um”. Búöimar eru ekki ill- ræmdar að þvi er aðbúnað varð- ar, og dvöl þar yfirleitt ekki löng, og ekki var um neina dauðadóma eða aðrar harðar refsingar að ræða yfir fyrrver- andi andstæðingum. En ýmis- konar geðþótti og hæpnar ákær- ur geta komið mönnum i slikar búðir — þær gætu orðið visir aö öðru kerfi og verra. Þessu fylg- ir, að komið hefur verið á kerfi alþýðudómstóla, sem eiga eink- um að glima við spillingu em- bættismanna, og ráða pólitisk viðhorf mestu um úrskurði þeirra, en lögfræðileg meöferð mála haltrar á eftir. Samt telja vestrænir skoðendur að þegar á allt er litið séu mannréttindi betur virt i Mosambik en i mörgum öðrum Afrikurikjum. Alþýðubúðir Eins og ýmsar byltingar aðr- ar hefur sú i Mósambik lagt út I tilraunir sem byggðu á göfugum tilgangi en hæpnum efnahags- forsendum. Við sjálfstæðistök- una flúðu flestir pórtúgalsir eigendur verslana og smáverk- stæða I borgum landsins á brott. Upp Ur þeim voru stofnaðar um 200 alþýðubúðir til að versla með fatnað og matvæli. Þeir sem við tóku kunnu ekkert með verslun að fara, og „alþýðubúð- imar” tæmdust fljótt og herfi- legur rekstur þeirra á drjúgan hluta i miklum vöruskorti. En stjórn Sanora Machels reynist ekki fastari i kenningunni en svo, að hún hefur ákveðið að hætta við þessa þjóönýtingu og selja samvinnufélögum eða ein- staklingum búðirnar. Þegar hafa 70 verslanir verið seldar i höfuðborginni Maputo. #sunnudags pistill Eftir Árna Bergmann Sveitirnar Mósambikmenn eru fullir með djarfar áætlanir og vist hafa þeir úr miklum náttúru- auðæfum að spila. En þá vantar flest til framkvæmda, einkum tækniþekkingu og varahluti. Þróun til sveita verður mikill prófsteinn á getu Mósambik til að leysa sin vandamál, en þar búa nú tiundu hlutar lands- manna. Landið þarf að flytja inn matvæli og þurfti á nýlendu- timanum. Spumingin er hins- vegar sú, hvernig hægt sé að auka framleiðslu i sveitum til að standa undir vaxandi þörfum borganna. Stofnuð hafa verið rikisbú og samvinnuþorp (að Tansaniufyrirmynd), en það hefur verið farið fremur hægt i sakirnar. Niu tiundu hlutar landsins eru enn i umsjá litilla fjölskyldubúa — sjálfeþurftar- búa sem gefa af sér litla sem enga matvöru til borga. Þetta er útbreitt þróunar- vandamál. Hin opinbera stefna er að ýta undir samvinnuþorpin. Það á að reyna að fá fólkið til að flytja frá hinum dreifðu smá- býlum og i' ný þorp og veifa þá freistingum eins og góðum brunni og vatnsdælu, skóla, læknamiðstöð og vélakosti. En fyrir flesta er það mikið átak að hverfa frá hefðbundnum lifs- háttum og flytja i ný þorp, og fólk sem hefur stundað sjálf- þurftarbúskap og rambað á hungurmörkum er ekki sérlega liklegt til að leggja sig fram um tilraunir sem fela þaö I sér, að hluta vinnudagsins þurfa menn að leggja fram sem skerf til sameiginlegra þarfa og upp- byggingar. Samvinnuþorpin eru þvi fremur fá, og færri en Frelimo vill vera láta. Þar við bætist að rikisbúin sem hafa verið sett upp á stórjörðum ýmsum sem áður voru i portu- galskri eign, gleypa mest af þeirri tækni og vélakosti sem býðst — og gengur samt bölvan- lega að halda vélakostinum i gangi þvi hvorki eru til viðgerð- armenn né varahlutar. Þess má reyndar geta til fróðleiks, að Austur-Þjóðverjar og grannar þeirra hafa mest aðstoðað við uppbyggingu rikisbúa, meðan Norðurlönd, sem hafa rekið all- veigamikla þróunaraðstoð, hafa einbeitt sér að samvinnubú- skapnum. Spurningar Með öðrum orðum: land eins og Mósambik vekur enn fleiri spurningar upp en svör eru til við. Margt bendir til þess að slikt land geti komist hjá þvi pólitisku og efnahagslegu hlut- skipti sem lakast hefur verið i Afriku — eins og i ýmsum þeim rikjum þar sem saman fer spillt alræði og mikið efnahagslegt vald fyrri herra. Mósambik á sér öfluga pólitiska hreyfingu, sem er hert i baráttu, er enn ung og sýnir viðleitni til að virða jafnréttishugsjónir og leggur ofurkapp á að mennta þjóðina. En hitt veit enginn, hve vel eða hve lengi slik hreyfing getur varist þeirri stöðnun og þeirri hnignun innanfrá sem fylgir óskertu valdi, eins og gerst hef- ur i ýmsum öðrum hlutum hins þriðja heims. Mosambik hefur i utanrikis- málum tekið sér stöðu með Sovétrikjunum. Það var i sjálfu sér fremur eðlileg afleiðing þess, að sjálfstæðishreyfingin, sem nú ræður landi, átti i höggi við Natóriki Portúgal, sem hafði beinan og óbeinan stuðning helstu Vesturvelda til að fram- lengja nýlendukúgun sina löngu eftir að aðrir höfðu komið sinum Afrikumálum i annan farveg. Hve mikil áhrif þessi utanrikis- stefna hefur og sú þróunarað- stoð frá austurblökkinui sem henni fylgir, skal ósagt látið. Enn er Mósambik i reynd meira háð gjaldeyri, fyrir orkusölu og farandverkamannavinnu frá sjálfumhöfuðféndunum i Suður- Afriku en rokkru öðru. Hitt kynni að vera mikiivægt, ef menn vilja að riki eins og Mosambik eigi sér ýmsa kosti, að þróunaraðstoð Norðurlanda sé það rifleg að hún skipti veru- legu máli — eins og raun mun hafa orðið á I grannrikinu Tansaniu. áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.