Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 19
Helgin 31. jan. — 1. febr. 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 Þræla- verslun með börn i Thai- landi: Lögregluþjónn hefur veitt miölaranum og börnunum þrem athygli. Þrælasalinn (meö hattinn) þykist vera frændi þeirra. Oliver Twist er til sölu í Bangkok Oliver Twist er á dag- skrá um þessar mundir og þá er ekki nema eðli- legt að spurt sé að því um leið, hvort sú barna- þrælkun sem í þeirri sögn er lýst sé enn við lýði. Svo reynist vera: m.a. „keyptu" þýskir blaða- menn þrjú börn i Thai- landi fyrir skemmstu til að færa sönnur á að mannsal sé enn við lýði í því landi, sem gerir til- kali til að teljast til hins frjálsa heims. Blaðamennirnir tóku á móti börnunum á áætlunarbílastöð i Bangkok en þangað flutti „milligöngumaður” þau. Þeir höfðu borgað um 600 nýkrónur fyrirThong Dun.tólf ára gamlan dreng, um 500 fyrir Boonlai, ellefu ára stúlku, og nokkru minna fyrir ellefu ára dreng, Mon. öll komu börnin frá Biraramhéraði, sem er eitt hið fátækasta i landinu. Buðu betur Þessi börn voru með nokkrum hætti heppin. Það var búið aö selja þau öðrum. Thong Dun hafði verið seldur i glergerð, Boonlai til spunaverksmiðju. L Boonlai, ellefu ára, kostaði 500 nýkrónur. Siðar hefði hún að likindum lent i einu af mörgum vændishúsum borgarinnar þar sem börn eru seid út. Mon litli átti að vinna i veitingahúsi. En blaöamenn frá Stern, sem voru i rannsóknar- leiðangri, buðu betur, þeir „eignuðust” börnin og gátu skilað þeim aftur til foreldra þeirra. En þeir geta ekki vitað nema að börnin verði seld i annað sinn, þegar hrisgrjóna- uppskeran bregst eða þegar munnar verða of margir að metta heima fyrir. 500 á viku „Samtök um baráttu gegn þrælahaldi” i London telja sig hafa heimildir um að á hverri viku sé komið með 500 börn á aldrinum 10—15 ára til Bangkok og þau seld á verkstæði og i verksmiðjur. Þar vinna þau margskonar erfiðisvinnu einatt tólf stundir á dag. Þau fá engin laun nema mat. Barsmiðar eru daglegtbrauð. Oft er þaðsvo, að börnin sjá ekki framar dagsins ljós: þau lifa i verksmiðjunum og sofa á gólfinu við vélarnar. Mörg þessi börn framleiða ódýra vöru sem reynt er að selja til Vesturlanda: leikföng, glös, batikvörur, útsaum. Blaðamennirnir þýsku komu sér i samband við „fiskimann”, einn þeirra sem koma börnun- um til Bangkok og taka 10% i umboðslaun. Þessir menn fara á þurrkatimanum milli nóvem- ber og marsmánaðar^ þegar neyöin er mest i sveitum.um þorpin. Þeir hafa samband við barnmargar fjölskyldur. Þeir segjast geta útvegað börnunum vinnu i höfuðborginni i nokkra mánuði, e.t.v. ár, siöan komi börnin aftur. Og hann geti borgað foreldrunum hluta laun- anna út strax. Miðlari þessi taldi, að á undanförnum þrem árum heföi hann komið með um 3000 börn til Bangkok með þessum hætti. Hann taldi, að um 200 menn fengjust viö þessi viðskipti i höfuðborginni. Og hann hafði búið sér til gamalkunnaformúlu sér til réttlætingar: „Ef ég ynni ekki þetta starf þá mundi einhver annar gera það”.... Ráðherrann ekki við Blaðamennirnir sem keyptu börnin og skiluðu þeim svo aftur reyndu að ná viðtali við vinnu- málaráðherra Thailands, Vichit Saengthong. En hann var ekki viðlátinn. Ekki heldur helstu að- stoðarmenn hans. Hinsvegar spurðist það, að ráðherra þessi heföi fyrir skemmstu verið kos- inn yfirmaður Suðaustur-Asíu- deildar ILO, Alþjóðlegu vinnu- málastofnunarinnar. ILO heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar og hefur sett sér það markmiö að vernda börn fyrir nútima þræla- höldurum. Svo það var ekki nema von að erfitt væri að nálgast ráöherr- ann. Ráöuneyti hans var aö undir- búa barnadaginn i Thailandi, sem átti að vera i janúar. Kóngurinn átti að mæta. Vigorö dagsins var ráðuneytið búið aö smiða sér. Það var: Börn Thai- lands eru hjarta þjóðarinnar” (Byggt á Stern) íóí KRAKKAR Blaðberabló yRegn _ boga„im,/| /aWJ/V (i Blaðberabíó! Sverðfimi kvennabósinn, ærslafengin skylmingamynd um Napoleon Bonaparte. Sýnd i Regnboganum, Sal A, i dag kl. 1 e.h. Góða skemmtun! DIOÐVIUINN Siðumúla 6 s. 81333. Blaðbera vantar frá 1. febrúar Mávahlið — Bogahlið Háaleitisbraut 15-155 Einnig vantar fólk i afleysingar! p/ornum Siðumúla 6 S. 81333. Thong Dun og Mon — komnir hcim aftur. wTmA ?^ ^ rr.M. - 1. ...■■'■-tBB jÆL mP' w t Hk a Tólf ára stúlkur á verkstæði i Bangkoh : Einatt sjá börnin ekki dagsins Ijós Aðalmanntal 1981 Akureyrarbær og sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæði veita leiðbeiningar um útfyllingu manntals- eyðublaða laugardaginn 31. janúar, í síma, sem hér segir: SÍMI Akureyri 21001 Garðabær 42311 Hafnarf jörður 53444 Kópavogur 41570 Mosfellshreppur 66267 Reykjavík 18000 Seltjarnarnes / 20980 S veitarst j órnirnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.