Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 24
24 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. jan. — 1. febr. 1981. erlendar bækur An Illustrated World Hi- story I - IV. J.M. Roberts: The Earliest Men and Women—The First Ci vilizations — The World of Greece and Rome — Different Worlds. Penguin Books 1980. Höfundurinn hefur kennt við háskólann f Oxford og viðar. Hann hefur átt hlut að sagn- fræðiritum og skrifað heimssögu, sem hlaut ágæta dóma. I þessum bindum rekur hann sögu frum- mannsins og þróunina slðan. Þessi fjögur bindi sem er helm- ingur heildarsögunnar er fjallað um upphaf manna og allt fram á miöaldir. Hverju bindi fylgja myndir bæði i lit og svart/hvitar, ásamt töflum og kortamyndum. Bindin verða alls átta. I fyrsta bindinu er sögð saga þrounarinnar og leitast við að rekja uppruna mannsins og lýst umhverfi þvi, sem frummenn urðu að búa við. Siðan kemur að byltingu ný-steinaldar og brons og málmnotkun. Höfundurinn hefur til samanburðar mannlif nú á dögum meðal þeirra þjóðflokka, sem enn lifa á steinaldar og söfn- unarstigi. í öðru bindi hefst hin eiginlega saga, uppkoma menn- ingar, skipulag samfélaga, upp- haf skráðra heimilda og lýsing á fyrstu skipulögðum rikisheildum stórum og smáum: Sumerar, Egyptar, Kinverjar og áfram. Þriðja bindið er yfirlit um sögu Grikkja og Rómverja og eru þær sögur hér raktar á hinn hefö- bundna hátt, enda verður að þjappa efninu saman, svo litið rúm verður til annarra útlistana. Fjórða bindið spannar viðara svið, þar er drepið á helstu menn- ingarsvæðin f flestum álfum og er þetta bindi fjölbreyttast að efni en hverjum þætti gerð mjög knöpp skil, sem von er á rúmlega 100 tvidálka blaðsiðum. The Island — Orielton. The Human and Natural History of a Welsh Manor. Illustrated by C.F. Tunnicliffe. Penguin Books 1980. Ronald Lockley er kunnur sem náttúrufræöingur, fyrir rann- sóknir á lifnaöarháttum fugla og dýra. Hann er Walesbúi að upp- runa og eftir nokkra dvöl annars staðar, hvarf hann aftur á heimaslóðir og nam land á eyði- eyjunni Skokholm, þar sem hann kom sér fyrir og bjó I nokkur ár ogstundaði rannsóknir sjófugla. í The Island fjallar liann um dvöl sina á eynni og lifsbaráttuna þar. Meginhluti bókarinnar fjallar um nokkrar tegundir sjófugla og kan- inur, en þeim siðast nefndu átti hann eftir að kynnast betur, eftir að hann flutti I land og komst yf- ir fornan herragarð. Orielton. Um dvölina þar skrifaöi hann bók, sem kom út i fyrstu 1977 og er nú gefin út í Penguin. Eftir að Lockley fluttist á Orielton, hélt hann áfram rannsóknum sinum og lagði höfuðáhersluna á kan- inur, sem hann skrifaði um bók- ina „The Privat Life of the Rabbit”, sem hlaut frábærar móttökur. Lýsingar höfundar á dýra- og mannlífi eru liprar og skemmti- legar og áhugi hans á friöunar- og umhverfisverndarmálúm hefur vakiö margan til umhugsunar um þau efni. Hann leggur áherslu á að hlutfallið milli mannheima og dýrheima raskist sem minnst og þar með fylgir vitaskuld jurta- rikið. Höfundurinnn bendir á ýmsar hættur.semnú þegar vott- ar fyrir, þegar þetta hlutfall rask- ast og bendir á afleiðingarnar, þegar menn hafa gengið fulllangt i græöginni. Lockley minnir um margt á annan höfund, sem hefur skrifað um svipuð efni, sem er Gavin Maxwell, en bækur hans hafa einnig verið gefnar út i Penguin útgáfunni. VERÐLAUNAKROSSGATA Nr. 256 7 2— 5 ¥— £ b V T~ 3 )o zT~ // y 9 )2 /3 ¥~ W~ /s~ V b ~z~ 10 T~ T~ 12 l(p 17 JO 12 /&' w )(p /s T~ 20 9 IZ Z/ 7 )& w 17 /2 (p 20 10 /r 3 2) 12 3 V 2/ )( ZO (? 23 13 )h' d 2/ jst n 20 2/ 7 ZY y /S 2S /r (e> /2 W~ )S~ 3 23 3 V 3 )(T 2f Z¥ /2 3 V ? 3 1S~ V 2C, Z/ /*i ro 27 17 )2 IV 27 V It b is- é> W )Z /á> 9P 2o 2'<7 22 £ zi Z/ /2 /<7 T~ 20 29 20 /¥ 22 r T~ 2Z 17 $0 2o /°) 3 V r '3M %> 7 7 w 3/ /z 2J 21 V 21 12 (o 20 )2 iT 20 9 13 2S 1/7 2/ 7 7 17 )<7 zl /5' V (? /£ 10 2v /& 22 30 7T~ 25 21 3 2/ (o 22 15 Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóð- rétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gef ið og á því að vera næg hjálp, því að með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern i sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið f stað á og öfugt. Setjið rétta stafi í reitina hér til hliðar. Þeir mynda þá nafn á fornri bók íslenskri. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavik, merkt „Krossgáta nr. 256". Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. Verðlaun fyrir krossgátu 253 hlaut Rúnar Guðmundsson, Háagerði 87, Reykjavík. Verðlaunin eru bók Halldórs Pét- urssonar. — Lausnarorðið er KOL- BRÚN. Verðlaunin að þessu sinni er ein af hin- um æsispennandi leynilögreglusögum Maj Sjöwall og Per Wahlöö sem Mál og menning er að gefa út í íslenskri þýðingu. Bókin er Löggan sem hló, skáldsaga um glæp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.