Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. jan. — 1. febr. 1981. Garðar Cortes skólastjóri ásamt fyrstu nemendunum sem útskrifast. Söngskólinn útskrifar fyrstu nemendurna Nú er stórum áfanga náð i sögu Söngskólans i Keykjavik. Frá stofnun hans hefur verið stefnt að þvi að sérmcnnta og útskrifa einsöngvara og söng- kennara, jafnframt þvi að gefa söngnemendum kost á alhliða tónlistarmenntun. t des. sl. þreyttu nokkrir nemendur kennara- og einsöngspróf. Þeir sem stóðust prófið voru söngkennararnir Ásrún Daviðsdóttir, Dóra Reyndal og Elisabet F. Eiriksdóttir og einsöngvarinn Hrönn Hafliðadóttir. Próf- dómari að þessu sinni var Philip Pfaff. Hingað til hafa söngnemendur þurft að sækja sina framhalds- menntun til útlanda, en með þvi sambandi sem Söngskólinn hef- ur frá upphaíi haft við The Associated Board of the Royal Schools of Music i London, hafa opnast möguleikar fyrir nemend ur til að fá kennara- og ein- sönggpróf, Licentitate of the Royal Schools oí Music (L.R.S.M.), en þessi próf hafa öðlast viðurkenningu um allan heim. Nú munu nýútskrifaður einsöngvari og söngkennarar ásamt Katrinu Sigurðardóttur, sem lauk VIII stigi i söng, en það er lokastig I almennri deild, halda tónleika á næstunni. Asrún Daviðsdóttir og Eliasabet F. Eiriksdóttir á sunnudaginn, 1. febr. kl. 17.00, Hrönn Hafliðadóttir sunnu- daginn 8. febr. kl. 17.00 og Dóra Reyndal og Katrin Sigurðar- dóttir mánudagskvöldið 9. febr. kl. 20.30. Allir tónleikarnir verða i Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut. Undirleik annast pianóleikararnir Jórunn Viðar, Krystyna Cortes og Debra Gold. Fjögur tónskáldanna sem verk veröa leikin eftir: F.v. Þorkell Sigurbjörnsson, Askell Másson, Magnús Blöndal Jóhannsson og Skúli Halldórsson (Ljósm.: —gel). Myrkur músíkdagur Myrkir músikdagar vöktu mikla athygli og ánægju meðal músi'kunnenda hér i bænum i fyrra. Þá voru haldnir einir fernir fimm tónleikar, meira og minna með nýrri músik og voru islensk verk i miklum meirihluta. Þaö var Tónskálda- félag Islands undir forustu Atla Heimis Sveinssonar sem stóð fyrir þessu og var öll sú framkvæmd til fyrirmyndar og mikill sigur fyrir félagið og formann þess. Dagarnir sönnuðu ótvirætt að islensk tónlist á hér stóran og tryggan hóp áheyrenda og var þvi ákveðið að halda slika músikdaga i það minnsta annaðhvert ár. Þó var rætt um að hafa einhverja tilburöi aö ári liðnu, svona i áminningarskyni og eru þvi nú haldnir alislenskir sinfóniutónleikar, i dag, laugar- dag,iHáskólabíóikl.2eh. Fleiri tönleikar verða að visu ekki á Myrkum músikdögum að þessu sinni, en búast má við þeim mun stærri átöcum næsta ár og aö upp frá þvi veröi „dagarnir” islenskur músikblennall. A tónleikunum I dag verða flutt sex islensk tónverk, þar af fjögur i fyrstasinn. Stjórnendur hljómsveitarinnar veröa tveir, Jean Pierre Jacquillat og Páll Pampichler og skipta þeir viðfangsefnunum bróðurlega jafnt á milli sin. I Viðtal við tónskáldið Magnús Bl. Jóhannesson, sem nú kveður sér hljóðs eftir níu ára þögn. Það hefur veriö heldur hljótt um Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld undanfarin ár og fátt sem ekkert heyrst af verkum eftir hann á tónleikum hér á landi. A milli 1960 og 10 var Magnús hinsvegar einn aktfv-- asti tónsmiður sinnar kyn- slóðar (f. 1925) ogsvo frumlegur og áræðinn aö mörgum þótti meir en nóg. Þetta var á vel- mektardögum Musica Nova. en það ágæta félag, sem Magnús stóð i að stofna ásamt ýmsum öðrum framsæknum tónlistar- mönnum, lognaðist útaf i byrjun áttunda áratugsins Nú eru menn að visu óðum að undirbúa endurreisna Musica Nova og rikir mikil bjartsýni i herbúðum avantgardista á öllum aldri i þvi sambandi og af þeim tiltekt- um eigum við eflaust eftir að heyra margtog mikið. En nú er það Magnús Blöndai sem allt I einu er kominn i sviðsljósið með Verkin sem verða frumflutt eru Adagio eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, sem nú kveöur sér hljóðs eftir margra ára þögn, Svlta 1 g-moll eftir Sigursvein D. Kristinsson, en hún var samin I tilefni þjóðhátiðar 1974, Klarinettkon- sert eftir Askel Másson og Orgia, hljómsveitarverk um fornar helgistundir griskar, eft- ir Jónas Tómasson. Allt eru þetta stóráhugaverð tónverk, hvert á sinn hátt og þó ekki sist vegna þess að þau eru verk manna þriggja kynslóða, og ættu i rauninni að sýna all-vel hvar við stöndum 1 tónsköpun nú, fimmtiu árum eftir að hér var stofnaöur fyrsti tónlistar- skólinn. Verkin tvö, sem hér hafa verið leikin áður eru Mistur Þorkels Sigurbjörns- sonar og Gos 1 Heimaey eftir Skúla Halldórsson. Nýjustu verkin á tónleikunum eru Adagio Magnúsar, sem var lokið rétt fyrir jólin og Klarinettkonsert Áskels, sem var samið á fjórum mánuðum, s.l. sumar og haust, meöan höfundur naut starfslauna úr tónskáldasjóði Rikisútvarpsins. Einar Jóhannesson klarinett- leikari, sem er búsettur i Lond- on og hefur getiö sér þar afbragös orð,veröur einleikari 1 konsert Askels, enda verkiö samiö meö tækni hans og tónsnilliefstíhuga. Magnús Blöndal Jóhannsson: Hélt aö ég ætti aldrei eftir að semja tónlist (Ljósm.: —gel). „Come back” Magnús Blöndal spánýtt og efnilegt hljóm- sveitarverk, Adagio f. strengja- sveit og slagverk, sem á að frumflytja á tónleikunum i Há- skólabiói kl. 14. i dag. Yfir bolla af ítölsku kaffi fáum við að heyra nokkrar meira og minna alvarlegar staðreyndir: Þetta er það fyrsta sem ég sem af viti i niu ár. Satt að segja var ég eiginlega búinn að gefa alla músik upp á bátinn, bjóst ekki við aö hafa mig 1 aö gera neitt framar á þeim vigstööv- um. Ég var oröinn griöarlega þunglyndur út af þessu á köfl- um, en reyndi af mætti að ýta hugsunum um músik og tón- smiöar til hliöar. Ég er búinn að búa vestur i New York og nágrenni undan- farin fjögur ár. Þangað flaug ég i hjólastól, algjörlega lamaður af drykkjuskap. Þaö var hræði- legt. Ég komst á Freeport- spitalann fyrir alkóhólista og þab bjargaði lifi minu. Þar kynntist ég AA samtökunum. Að visu hafði ég heyrt um þau hér heima, en myndað mér algjör- lega rangar hugmyndir um þau. Kannski vildi ég ekki bjarga mér eða láta bjarga mér. Maður var svo ruglaður, vissi hvorki i þennan heim né annan. Söngur á Kjarvals- stöðum Tveir söngvarar, Sigrún Gestsdóttir, sópran og baritðnn- inn og tónskáldið John Speight munu syngja við undirleik Sveinbjargar Vilhjálmsdóttur pianóleikara, að Kjarvals- stöðum á þriöjudaginn kemur kl. 20.30. A efnisskrá þeirra verða tvisöngslög eftir Purcell og Mozart og einsöngslög eftir breska tónskáldið Gerald Finzi, Mozart ofl. Eru þetta án efa góöar fréttir fyrir reykviska söngunnendur, sem láta engin veöur og færö koma i veg fyrir aö þeir dýrki músikgyðjuna. Spáin er vist heldur ekki svo slæm. — Nú ertu búinn að vera þarna vestra i fjögur ár. Ekki hefurðu verið á spitala allan þennan tima. Hvað hefurðu verið að gera? — Það tók mig nokkra mánuði að verða fær um að standa upp- réttur. Eftir að ég var kominn i gegnum „prógrammið” sem farið er i á Freeportstofnuninni, náði ég mér i ibúð þar skammt frá og beið átekta. Þá bauðst mér að starfa þarna á vegum SAA við að taka á móti islensk- um sjúklingum og vera þeim til aðstoðar. Ég var i þessu nær eingöngu i tvö ár, eiginlega þangað til að samskonar starf- semi i alkóhólistamálum var komin vel i gang hér heima, á Silungapolli og Sogni. Þá auð- vitað snarminnkaði sóknin þarna vestur, enda borgaöi sjúkrasamlagið þá ekki lengur ineð sjúklingunum og menn fara þangað ekki núna nema sérstaklega standi á i þeirra einkahögum. Þá er ég gjarnan til taks ef á þarf að halda. — Ég man ansi vel Magnús, að i gamla daga þá varst þú einn af örfáum kunningjum sem ekki smakkaðir vin. — Já þaö er eflaust rétt. Ég byrjaöi ekki að drekka fyrr en ég var kominn vel á fimmtugs aldur. Aö visu var það regla hjá mér siðan ég var ungur, að skála i kampavini á gamíárs- kvöld. En svo var það ekki meir. Þaö tók mig ekki nema sjö ár að drekka mig niður I skítinn, þegar ég var byrjaður af krafti á þessum ósköpum. Það má segja að ég hafi verið meira og minna snarruglaður frá 1972 til 77, með smá hvildum þó annað veifið. — Þú samdir alls ekkert á þessum tima? — Ég setti kannski ýmislegt á blað og var oft með hin og þessi áform á prjónunum. En þetta var allt tilgangslaust rugl, sem ég er búinn að henda og gleyma. Nei, ég hef ekkert samið i niu ár fyrren þetta litla Adagio, sem er einskonar Epitaph. Ekki veit ég hvað það var sem kom mér á stað með það. Ég var hér heima talsvert i fyrra sumar, og hafði það bæði gott og skemmtilegt. Liklega hefur það hresst mig það mikið að einhverjar hálf- dauðar heilasellur hafa lifnað við. Allavega komst ég á stað með þetta um haustið, heima á Long Island, og tókst að ljúka þvi fyrir jól. Eitt hefur lika lifg- að mig upp á þessu sviði: ég komst yfir litinn „synthesizer”, apparat til að búa til næstum takmarkalaust rafmagnaða tóna og hljóð og þetta hefur opn- að fyrir mér nýjar viddir og möguleika. — Þetta er eiginlega eins- konar „conie back” hjá þér á þessum myrka músikdegi sin- fóniunnar. Hvernig leggst það I þig? — Vel að mestu leyti. En þú veist hvernig svonalagað er. Maður er dálitið óstyrkur i aðra röndina. Þetta er lika allt öðru- visi músik en ég hef samið áður. Miklu lagrænni og lýriskari og liklega þó nokkuð rómantisk. Það er aldrei aö vita hvernig þvi verður tekið. — Þú ætlar kannski að flytja heim fljótlega? — Hingað til Islands? Ég hef nú engin áform um það. Einsog er hef ég allavega ekki að neinu að hverfa hér. Braut satt að segja allar brýr að baki mér þegar ég fór héðan. Eða flestar. Allavega fer ég aftur vestur á bóginn eftir helgina. Hinsvegar læt hverjum degi nægja sina þjáningu, hugsa bara um einn dag i einu einsog sagt er i AA, svo það er aldrei að vita hvað skeður. Mér list allavega vel á að endurreisa Musica Nova og það væri sannarlega gaman að fylgjast meö þvi starfi, ég tala nú ekki um að taka þátt i þvi. tónbálkur Umsjón: Leifur Þórarinsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.