Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 32
Helgin 31. jan. — 1. febr. 1981 nafn* Gunnar Thoroddsen Vinsældir rikisstjórnar Gunnars Thoroddsen með þjóðinni hljóta að teljast með ólikindum. Á vinnustöðum og hvar sem fólk kemur saman verður vart við mik- inn velvilja og vinsemd i garð stjórnarinnar, enda staðfesta skoðanakannanir Dagblaðsins að ekki einungis stuðningsmenn stjórnar- flokkanna, heldur einnig hálfur fylgishópur Alþýðu- flokks og góður meirihluti sjálfstæðismanna fylgir stjórninni að málum. Enginn einn maður hefur átt jafn rikan þátt i að skapa þetta álit þjóðarinnar á rikis stjórninni og forsætisráð- herra sjálfur. Framganga hans i fjölmiðlum, fumlaus og yfirveguðjhefur virkað vel á landsmenn. Hann þykir einnig hafa sýnt samninga- lipurð og forystuhæfileika þegar þurft hefur að sætta ólik sjónarmið innan stjórnarliðsins. 1 fyrradag spurði Visir fimm vegfarendur að þvi hver væri hæfasti stjórn- málamaður þjóðarinnar. Þeir svöruðu allir: Gunnar Thoroddsen. Hann verð-- skuldar þvi sæmdarheitið maður vikunnar. — Hvernig tilfinning er það að vera talinn hæfasti stjórnmálamaður þjóðarinn- ar? ,,Ég held að allir hljóti að gleðjast yfir þvi að vinna leik 5-0. Ég veit það manna best sjálfur að stormar hafa stað- iðum stjórnarformanninn og næðingar geisað. Auðvitað er svo enn. Hins vegar hlýjar það manni um hjartarætur og eflir til dáða, þegar ég finn jafn mikinn stuðning og vináttu hjá fólkinu i landinu eins og fram hefur komið að undanförnu.” — Ýmsir flokksfélagar þinir saka þig um að vera handbendi kommúnista. „Þetta er ósköp ófrumleg athugasemd. Ég held að það sé þannig i hverri einustu samsteypu- stjórn að fundið er út að einn sé handbendi annars og þá skipt um hlutverk eftir þvi sem við þykir eiga hvert sinn. t þessu stjórnarsam- starfi er ég stundum talinn handbendi Alþýðubanda- lagsins og i annan tima Framsóknarflokksins og ég kippi mér ekki upp við svona gagnrýni. Sannleikurinn er sá að i þessu stjórnarsam- starfi leysum við vandamál- in með þvi að finna mála- miðlun milli skoðana. Það hefur tekist vel hingað til og ég vona að svo verði áfram.” — Þessir sömu menn telja þig ekki lengur sjálf- stæðismann? ,,Ég held að ég viti eins vel og liklega betur hver er stefna Sjálfstæðisflokksins, eftir aö hafa starfað í honum i rúm 50 ár, heldur en sumir þessir piltar sem nú þykjast boðberar sjálfstæðisstefn- unnar.” Bó Abalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Sjávarútvegsráðherra frestar ákvörðun um tilhögun þorskveiða loðnuflotans fram yfir helgi Alger samstaða Útgerðarmenn og sjómenn hafa fyrir sitt leyti fallist á að loðnu- flotinn fái i sinn hlut 30 þðsund tonna þorskveiðikvóta á vertið- inni. Þeir hafa lagt til að þessum kvóta verði skipt á milli trollbáta og netabáta, i samræmi við þann fjölda báta sem stundar troll eða netaveiðar, en án ákveðins há- marksafla á skip. Sjávarútvegsráðherra hefur hins vegar lagt til að hámarksafli verði bundinn við 600 tonn á bát og þar hefur hnifurinn staðið i kúnni. Steingrimur átti i gær segir Gísli Jóhannsson, skipstjóri langa fundi með hagsmuna- aðilum, en að sögn Jóns Arnalds, ráðuneytisstjóra, mun hann ekki taka endanlega ákvörðun um til- högun veiðanna fyrr en eftir helgi. í viðtali við Gísla Jóhannsson, eiganda og skipstjóra á Jóni Finnssyni, RE 506, sagði hann að óliklegt væri að nema um 40 loðnuskip myndu fara á þorsk- veiðar. Hann kvað algera sam- stöðu með útgerðarmönnum og sjómönnum um að 30 þúsund tonna kvótanum yrði hlutað milli trollbáta og netabáta án tak- markana á hvert skip. Við ætlum núna eftir helgina á loðnu og fiska þessi 850 tonn sem við eigum eftir, en siðan förum við á þorskanet og leggjum upp á Suðurnesjum, sagði Gisli. Bó Gisli Jóhannsson: Tökum þessi 850 tonn siðan á þorskanet. af loðnu en Ljósm: Eik. Alþýðuleikarar gengu I gær fylktu liði frá Lindarbæ þar sem leikhús þeirra hefur verið til húsa undan- farin ár. Haldið var með trumbuslætti og söng niður á Lækjartorg, upp; Laugaveginn og niður aö Hafnarbiói sem verða hin nýju heimkynni Alþýðuleikhússins. Þar var I gærkvöldi frumsýning á leikrit- inu KONA eftir Dario Fo. Leikararnir brugðu á leik meðan á flutningunum stóð, klæddust ýmsum gerv- um og léku á ais oddi. Myndina tók ÁI. Sjómanna- samningarnir: Enn slitnar upp úr samningum Samningafundur var ioks boðaður i sjómannadeilunni sl. föstudag eftir langt hlé. En útgeröarmenn siitu enn einu sinni samningafundi og var aðal- ágreiningsefnið sem fyrr lif- eyrissjöðsmálið, þar sem útgerðarmenn neita alfarið að leiðrétta hróplegt misrétti. Óvist er því hvenær næst verður boðað til fundar I þessari deilu. Aftur á móti verður unnið i rikisverksmiðjudeilunni um heígina og hefur fundur verið boðaður i henni á mánudaginn kl. 16.00. Er það hald manna, sem staðið hafa i þvi samningaþófi að senn fari að draga til úrslita i rikisverksmiðjudeilunni. — S.dór. Uppsagnir fóstra á Akureyri Ákvörðun í dag Deilt um undirbúningstíma og launahækkun I dag kemur í Ijós hvort verður af uppsögnum fóstra hjá Akureyrarbæ. Þær sögðu upp frá og með 1. febrúar og hafa frest þar til í dag til að tilkynna hvort þær draga uppsagnir til baka. Að sögn Soffiu Guðmundsdóttur formanns félagsmálaráðs bæjar- ins starfa 16 fóstrur hjá bænum, en stöðurnar eru nokkuð færri. Deilurnar milli fóstranna og viðsemjenda þeirra standa um launaflokkshækkanir og undir- búningstima, likt og hjá fóstrum i Revkiavik. Þó sagði Soffia að fóstrur þar nyrðra stæðu betur af vigi, laun þeirra væru einum flokkihærri en syðra. Fóstrurnar fóru fram á þriggja launaflokka hækkun og hafa samningar staðið að undanförnu og standa enn án endanlegs árangurs. Ef af uppsögnum verður loka dagvistarstofnanir á Akureyri á mánudag. Soffia sagði að félags- málaráð hefði auglýst eftir fóstrum til starfa; það væri ekki vilji ráðsins að reka dagvistar- stofnanirbæjarins með ófaglærðu vinnuafli, en þegar siðast fréttist var allt á huldu um það hvort þær sitja heima. — ká. Nú verður hægt að koniast með barnavagna i strætó. Fyrsti nýi vagninn í fimm ár: 22 til viðbótar í vændum Leiöakerfi SVR í endurskoðun Fyrsti nýi strætisvagninn sem Nýja bílasmiðjan hefur byggt yfir fyrir Reykjavikurborg var af- hentur i gær og byrjar hann væntanlega akstur á leið 13 i Breiðholtiðum miðja næstu viku. Þetta er fyrsta skrefið f stór- felldri endurnýjun strætisvagna- flotans, sem tekin var ákvörðun um haustið 1978 og sagði Guðrún Agústsdóttir, stjórnarformaður SVR,i gær að sú endurnýjun hefði i raun þurft að hefjast fyrir hálfu öðru ári. Vagninn sem Nýja bilasmiðjan afhenti i gær er sá fyrsti af 20 vögnum af Volvo-gerð en hinir 19 munu siðan koma hver a fætur öðrum á um sex vikna fresti fram á mitt ár 1983. 20 manns hafa vinnu við yfirbygginguna. 1 haust koma siðan 3 vagnar af Ikarus- gerð til viðbótar. Nýi vagninn er stærri en þeir sem nú eru á götunum. Hann rúmar81farþega,þaraf42isæti i stað 36 i hinum eldri. Stæðið er ekki i miðjum vagni heldur aftast og er það rúmbetra og þrepi lægra en gólfið i vagninum. Sagði Guðrún Agústsdóttir að kerrur og barnavagnar kæmust inn i vagn- inn að aftan og væri það mikil framför frá þvi sem nú er. Fullbúinn kostar þessi strætis- vagn um 95 miljónir gamalla króna og er hann þvi um helmingi dýrari en Ikarusvagnarnir, en sem kunnugt er, var hart deilt um það á sinum tima hvora tegundina ætti að kaupa. Þessi eini vagn veldur þvi miður engum straumhvörfum i strætisvagnasamgöngum borgar- innar; til þess er ástandið of bágborið fyrir. Fyrstu sex vagnarnir fara allir á lengstu leiðirnar og þarf trúlega að taka eldri vagna úr umferð á mó.ti þannig að ferðatiðni og nýjar leiðir eru ekki á næstu grösum. Hins vegarerleiðakerfi SVRnúi endurskoðun og sagðist Guðrún Agústsdóttir vænta sér mikils af endurnýjun flotans og endur- skoðuninni strax á næsta ári. — AI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.