Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.05.1981, Blaðsíða 9
Helgin 9—10. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Blóðsunnudagurinn í Derry brevtti mörgu. lentu i ymsum blindgötum: til dæmis voru einhverjir IRA-menn í makki við bjóðverja skömmu fyrirstriðog efndu til sprenginga í Liverpool sem urðu afar illa þokkaðar. írsk saga og ensk skerast með þeim hætti að þrjótar i breskri sögu eru hetjur i irskri ogöfugt. Irarvoru öldum saman i þeirri stöðu, að þurfa að vona að óvinum Englands gengi sem best: Philippusi Spánarkonungi, Napóleón, Þýskalandskeisara, jafnvel Hitler. Enn i dag getur þú á krám Irlands rekist á menn, sem vita svosem ósköp litið um Hitler, nema þeir harma að hann skyldi ekki þjarma betur að ensk- um! Nýtt hlutverk IRA lá semsagt i hálfgerðu dái alllengi. En það var mannrett- indabarátta kaþólska minnihlut- ans á Norður-írlandi sem vakti samtökin aftur til lifs og að sumu leyti til nýs hlutverks. begar Irlandi var skipt var óvenju svivirðilega að verki staðið. Til dæmis eru hvergi við- hafðar hlutfallskosningar, ekki einu sinni til bæjarstjórna. Einn maður er kosinn úr hverj u bæjar- hverfi, og málum svo háttað að kaþólskir verði hvergi i meiri- hlutaaðstöðu. Til dæmis eru kaþólskir 68% ibúa i Derry, en þeirkjósa aðeins 8 fulltrúa i borg- arstjórn, meðan mótmælendur (32% i'búa) kjósa 12. Kosninga- réttur var með ýmsum hætti bundinnn eignarétti, og eigna- menn, sem sumir höfðu tvöfaldan kosningarétt voru yfirleitt mót- mælendur. Opinber þjónusta var svotil öll i höndum mótmælenda, og þeir gátu með efnahagslegu valdi sinu tryggt sér að áðeins mótmælend- ur væru teknir i það iðnnám sem eftirsóknarvert var. Kaþólskum hverfum og bæjum var haldið niðri i von um að fólkið flýði land i atvinnuleit. Lögreglan var að sjálfsögðu i höndum mótmælenda og kom einatt fram við ibúa kaþólsku hverfanna eins og her- námslið i óvinalandi. Stigmögnun Gegn þessu ástandi hófst- mannréttindabaráttan 1967. Hún vildi ekkert fremur en beita frið- samlegum ráðum : það var frem- ur litið til aðferða bandariska blökkumannaforingjans Martins Luthers Kings en sprengjuhefða IRA. En þegar hreyfingunni óx fiskur um hrygg magnaðist einn- igóttimótmælenda um að friðindi þeirra væru i hættu, og öryggis- sveitir þeirra ýmislegar og lög- regla sýndu vaxandi hörku i við- skiptum við kaþólska. Og þá fær IRA á ný byr undir vængi sem verndari og hefnari kaþólsku hverfanna. StigmÖgnun átaka varð til þess að Bretar sendu út lið á vettvang fyrst og lögðu norðurirska heimastjórn niður. Kaþólskir vonuðu fyrst að þetta yrði til batnaðar. En vonbrigði þeirra urðu mikil, ekki sist eftir blóðsunnudaginn mikla svo- nefnda i' janúar 1972, þegar bresk- ar sveitir skutu 13 manns til bana imótmælagöngu i Derry. 1 meira en áratug hefur staðið styrjöld I sýslunum sex, sem hefur kostað 2100 manns lifið og málalok ekki i sjónmáli. IRA og Sinn Fein, hinn pólitíski armur lýðveldishreyfingarinnar, urðu aftur að verulegu afli vegna þess að mótmælendur neituðu kaþólskum löndum sinum um mannréttindi og vegna stétta- skiptingar sem er sögulega tengd kirkjudeildum. Og vegna þess að bresk yfirvöld hafa jafnan til- hneigingu til að draga taum hinna trúföstu drottni ngarvina sem kenna sig við rauðgulan lit. Mála- miðlunartillögur sem fæðst hafa, hafa jafnan verið hálfvolgar og einum of seint á ferð. Of seint? Það dapurlega við baráttu lýð - veldissinna, sem miða allt við þann dyrðardag að landið sam- einist, er svo það, að það er eins og þeirra barátta sé að nokkru leyti of seint á ferð. Ekki mannréttindabaráttan að sjálfsögðu. Hún er brýn og nauð- synleg. Heldur trúin á það, að eft- ir sameiningu muni eitthvað nýtt og merkilegt upp risa I samein- uðu Irlandi. Bretland og Norður-Irland og Irland eru allt angar af Efna- hagsbandalaginu. lrskt atvinnulif i suðri sem norðri er með ýmsum hætti útibú, viðbót við hið breska. Svotil allir tala ensku. Sú sér- staða er mjög á faralds fæti sem gefur pólitisku sjálfstæði raun- hæft inntak. Einna afdrifarikast er það, að meðan irskir sjálf- stæðismenn hafa i heila öld haldið glæsilegar ræður og vitnað i sögu og arf, hefur irsk tunga verið að hverfa og er nú séreign nokkurra tuga þúsunda, — einnig þeir nota hana æ minna daglega. Dapurleg þróun Um þennan dapurlega þátt irskra sjálfstæðismála segir Sean O’Tuama: .,Tilhneigingin til að apa eftir Englandi og Bandarikjunum hef- ur þúsundafaldast á undanförn- um árum. Við lesum æ meira af bókum þeirra og timaritum, hög- um okkur i æ rikari mæli eins og þeir. Getið þið sætt ykkur við það, að þessi kynslóð verði hin fyrsta i sögu okkar sem stigur það skref sem ekki verður aftur tekið, að gefa irsku upp á bátinn? Og láta Ira komast að þvi innan tiðar að land þeirra sé ekkert annað en snotur eftirmynd af Lancashire eða Jersey? Var það þetta sem menn létu lifið fyrir? Meginástæðan fyrir þvi að við börðumst fyrir sjálfstæði var sú að við vorum i veigamiklum greinum annað fólk en Englend- ingar. Irsk tunga er kjarni þeirr- ar sérstöðu. Eigum við nú að gefa uppá bátinn sjálfa forsendu sjálf- stæðisins?.. Þeir sem berjast vilja fyrir eidurreisn irskunnar vilja gefa ykkur sömu möguleika og aðrar þjóðir hafa: að þroska sérstæðan persónuleika ykkar i samfélagi sem á sér sérstöðu. An sliks tæki- færis verða Irar vafalaust að þriðja flokks borgurum i heimin- um, ibúar útkjálka sem munu i vaxandi mæli glutra niður frum- legum hæfileika til menningaraf- reka, ibúar lands sem vita ekki til hvers þeir byggja það....” Hhxtskipti Það er þvi miður margt til i þessum dapurlegu vangaveltum irsks menningarfrömuðar. En þær slökkva ekki þann eld sem brennur á hinum snauða minni- hluta á Norður-lrlandi, sem hefur sannfærst um að sæmileg mann- réttindi öðlist hann aðeins i sam- einuðu írlandi. Tungan er veiga- mesti þáttur þeirrar sérstöðu sem orðið þjóð nær yfir — en ekki hinn eini. Hún er fólgin i ákveðnu hlut- skipti. Þvihlutskiptisem getur af sér bæöi Bernadettu Devlin og svo Bobby Sands, sem — vel á minnst — hafði kennt sjálfum sér írskuífangelsinu áður en hungur- dagar hans hófust. AB. Sjötug Sesselja Sveinsdóttir Kambsvegi 13 Reykjavík Stella frænka sjötug — ótrúlegt. Sinnið svo glatt, fasið svo létt og kjarkurinn slikur að ómögulegt er að láta sér detta i hug, að árin séu orðin þetta mörg. Hin jákvæðu lifsviðhorf hennar, sem eru einstök, munu allir finna, er henni kynnast. Lifsstarf henn- ar er þegar óvenju mikið Börnin fimm mannvænleg, vel menntuð og farsæl I slarfi. Þar er hennar hlutur stór. Þó gleymi ég ekki manni hennar Ingólfi Gunnlaugs- syni, sem lést fyrir aldur fram fyrir sjö árum. Þeirra takmark var að styðja börnin til mennta og manndóms og það tókst svo sann- arlega. Stella er mjög víðlesin og fylg- istvel með öllu, sem er að gerast. Af þeim sökum er ætið ánægju- legt og mikill ávinningur aö hitta hana. Það er traust skjól að koma á Kambsveg 13 til frændfólksins þar. Þess vegna eru komur minar svo tiðar þangað. ,,Þar biða vinir i varpa sem von er á gesti”. Hjartanlegar afmæliskveðjur, Sesselja Nielsdóttir Aukasýning á KONU í Alþýðuleikhúsinu Fer í leikför í sumar Einþáttungarnir KONA eftir þau Dario Fo og Franca Rame verða sýndir á aukasýningu i Alþýðuleikhúsinu á laugardags- kvöld. Uppselt var á siðustu sýn- ingu, enda leikur grunur á að margir hafi látið þetta fyndna beinskeitta verk fram hjá sér fara. Dario Fo hlaut fyrir skömmu Sonningverðlaunin dönsku fyrir að hafa auðgaö menningu Evrópu og er án efa vel að þeim kominn, enda þótt þessum verðlaunum hafi ekki verið hrósaö sérstaklega á undanförnum árum. Hvaö um það, leikrit Fo eru sýnd á fullu út um alla Evrópu, þar á meðal KONA sem hlotið hefur mikla hylli á Norðurlöndum. Kona segir frá þremur konum, samskiptum þeirra við karlkynið, vinnu utan sem innan heimilis, einangrun, ást, kynlif, börn , uppeldi og allt þetta sem snertir lif venjulegrar konu. Það var Guðrún Asmundsdóttir sem setti verkiö á sviöhér, leikmynd er eft- ir Ivan Török, en þær Sólveig Hauksdóttir, Edda Hólm og Guð- rún Glsladóttir leika konurnar. 1 sumar er fyrirhugað að fara i leikför út á land, en innan skamms hverfur Guðrún Gisla- dóttir af landi brott um sinn til að leika I Stundarfriði á erlendri Sólveig Hauksdóttir og Guðrún Gisladóttir meðan æfingar stóðu yfir á KONU. Ljósm.gel. grund. Það eru þvi siöustu forvöð að sjá þær hressu konur i Alþýðu- leikhúsinu á laugardagskvöld. —ká bá er taúriferið nðna * eignast Bræðraborgarstíg1-Sími 20080- (Gengiðinn frá Vesturgötu)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.