Þjóðviljinn - 06.06.1981, Page 2

Þjóðviljinn - 06.06.1981, Page 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. — 7. júni 1981 AF SPÆNSKU VEIKINNI Taliðer að nærri þúsund íslendingar dvelji að jafnaði á Spáni yf ir sumartímann á vegum íslensku ferðaskrifstofanna Úrvals, Útsýnar, Ferðamiðstöðvarinnar og Atlantik. Talsverð brögð haf a verið að því að Spánar- fárar hafi komið heim lumpnir og lasnir, þjáðiraf aðskiljanlegum kveisum og kvillum, óskilgreindu minnisleysi, með græna gula og fjólubláa fíla fyrir augunum og jafnvel klæddir spennitreyju til að fara sjálf um sér og öðrum ekki að voða. Ekki hefur hingaðtil þótt ástæða til að gera veður útaf þessum eftirköstum sólarlanda- ferða, þartil núna í sumar að heilsuleysi þeirra sem búnir eru að afreka Spánarför, gekk loks f ramaf landlæknisembættinu. Helst er að skilja á forsvarsmönnum heilsu- gæslunnar í landinu að ,,spænska veikin síðari” sé aðkenning af „svartadauða" og að það sé misskilningur að svartidauði hafi ekki sífellt verið að skjóta upp kollinum síðan um aldamótin f jórtánhundruð. Ég var svo heppinn á dögunum, að ná tali af Spánarfara, sem tekið hafði „spænsku veik- ina" og varð að leggjast inná sjúkrahús að af- lokinni sólarlandaf ör. Ég fékk þennan ágæta samborgara til að lýsa sjúkdómnum og helstu einkennum og fer lýsing hans hér á ef tir: „Sannleikurinn er sá að f lestir fá aðkenningu af spænsku veikinni fljótlega eftir að þeir hafa stigið uppí flugvélina sem flytur þá til Spánar. Einkennin eru þó væg til að byrja með, en síðan elnar mönnum sóttin eftir því sem á dvalartímann líður í sólarlöndum. Ljóst er að sjúklingarnir eru verst haldnir þegar þeir eru að leysa svef ninn og má þá einu gilda hvenær sólarhringsins þeir hafa náð því að festa blundinn. Sjúklingurinn vaknar þannig gjarnan mjög þrútinn og með blóðhlaupin augu. Hann hef ur undir mörgum kringumstæðum tapað tönnun- um, konunni, persónuskilríkjum og peningum. Mjög algengur fylgikvilli „spænsku veik- innar" er algert minnisleysi". Og Spánarfarinn heldur áfram lýsingunni á sjúkdómseinkennunum og því hvernig halda megi pestinni niðri. Þjóðráð er að hafa á náttborðinu hjá sér hálft vatnsglas af koníaki blandað súkkulaði- líkjör, rjóma og krem du mint og skutla þessu í sig um leið og maður leysir svefninn. Þetta meðal er kallað „Lúmúmba" og hefur undra verð áhrif. Ekki sakar að eiga Valíum og Líbríum til að slá á sálræna hlið veikinnar, taka síðan inn sex matskeiðar af rommi, renna því niður með staupi af kókakóla, taka svo fjórar amfetamín og skella sér í sund. Ekki er ráðlegt meðan maður er haldinn spænsku veikinni að fara í sjóinn, heldur í sundlaug hótelsins þar sem baðverðir eru til taks að draga þá uppúr, sem fá aðkenningu af þeim svefndrunga sem er fylgikvilli veik- innar. Margir fara í laugina í fötunum og hef- ur það að sjálfsögðu bæði sína kosti og galla. Þó er rétt að taka af sér skóna svo þeir týnist ekki, og þá ráðlegt að koma þeim í örugga vörslu áður en lagt er til sunds. Þegar búið er að fá sér þannig góðan sund- sprett, getur verið ágætt að fara í sturtu og raka sig, en fara þá úr fötunum. Síðan er farið í slopp á barinn og pantaður annar Lúmúmba. Þá er eiginkonan komin í leitirnar ásamt spænskum unglingi sem hlaupið hefur í skarðið meðan sof ið var. Nú líður að því að farið sé að hugsa til snæðings. Þá er farið í þurr föt, en þeim sem haldnir eru spænsku veikinni er ráðlagt að setja ekki á sig bindi. Til að halda sjúkdómn- um niðri er höfuðnauðsyn að fá sér aðrar sex- matskeiðar af rommi og renna því niður með staupi af kók og svo einn Lúmúmba til að taka rommbragðið úr munninum. Þegar farið er að borða er mjög áriðandi að sofna ekki ofan í súpudiskinn. Margur góður Islendingur hefur skaðbrennt sig í andliti við það að sofna ofan í súpuna. Menn verða undir öllum kringumstæðum að vaka eftir ketkássunni. Þegar hún er borin fyrir íslendinga er hitastigið venjulega við það að hægt sé að fá sér — eins og það er kallað — kríublund í kássunni. Og af því sem að f raman er sagt sést, hvers vegna ekki er ráðlegt að vera með bindi. Það þvælist óhjákvæmilega alltaf ofaní súpur og sósur. Ef þess er vandlega gætt að hafa „Lúmúmba" alltaf við höndina, er semsagt hægt að halda spænsku veikinni niðri í þær, eina, tvær eða þrjár vikur, sem dvalið er á Spáni, en þegar meðölin eru tekin af þeim sem haldnir eru veikinni, er ekki von að vel f ari". Og hér lýkur frásögn Spánarfarans, sem fékk spænsku veikina. Landlæknisembættinu mun lengi hafa verið kunnugt um spænsku veikina og þó sérstak- lega eftirköstin en ekki mun hafa þótt ástæða til aðgerða fyrr en um daginn að sjö Spánarfarar í einni og sömu f lugvélinni f undu það, öllum til mikillar hrellingar, að þeir voru lamaðir uppað mitti, þegar stíga átti útúr vélinni! Þegar sjúkrabílar voru komnir á staðinn og bera átti þá lömuðu útúr vélinni kom þó í Ijós að þeir höf ðu gleymt að spenna af sér öryggis- beltin, áður en þeir reyndu að standa upp. Og nú hefur landlæknir sem sagt varað við Spánarferðum af ótta við það að spænska veikin verði landlæg á íslandi. En eitt er vert að haf a hugf ast. Það má und- ir engum kringumstæðum gleymast að spænska veikin er læknanlegur kvilli, eða eins og segir í vísu Guðráðs hómópata: Spænska veikin virðist mér vond og mjög til nauða. Við henni lækning ein þó er ögn af svartadauða. Frétt 'i«ió | SUMARFERÐ Hin árlega sumarferð Alþýðuflokksfélags Revkiauricnr h sinni farin að Hrauneyiarfossvirkjun laugardaginn 6 iúní n fargjaldiö óvenjulega hagstett eða aðeins kr 175 00° i 'h" nkA Að ven'u ,er faraiald alla leið austur oa heim aftur Þvl verði ®r innifahð því ráðlegast fyrir menn^rP“ér farmffe h7ð dfVe,íð-V EI ““ - i^aðsókn verði mikil að venju ð 5naras'a Þvi <úllv,st má ÍiLáf..!!afk':.!.a.'aU9ardag5m°r9úninn og ekið austur, um Sel- ™*|Un^iórsá^al og að ni-auneyai-fossi, þar sem virkjyn ' ^^^■É““‘lar-Þar ver^yr snæddur miðdegisve ' ^ í siðasta Skráargati um aö Hall- dór Laxness hafi hafnað kvik- Hrafn: Hafður fyrir rangri sök Kristin: Leikur I danskri kvik- mynd í sumar myndahandriti Hrafns Gunn- laugssonar var röng. Bæði Hall- dór og Hrafn hafa borið hana til baka og er Hrafn hér með beðinn afsökunar á þessu frumhlaupi. Kristín Bjarnadóttir leikkona læröi og starfaöi á sinum tima i Dan- mörku og lék þá m.a. i dönskum kvikmyndum. Nú hefur hún verið hér heima i 3 ár en er greinilega ekki gleymd i Danmörku þvi aö nýlega fékk hún tilboð frá dönsku kvikmyndafélagi um að leika i kvikmynd sem á að taka i sumar um lif verkamanna sem unnu við lagningu járnbrauta á siðustu öld. Er Kristin á förum utan en kvik- myndatakan fer að mestu leyti fram á Jótlandi. Heyrst hefur að Jón Baldvin Hannibals- son sé orðinn framkvæmdastjóri Alþýöuflokksins og muni það sem eftir er einbeita sér að undirbún- ingi fyrir kosningar. Eins og al- þjóð veit er Jón einn af áhuga- sömustu mönnum um þingkosn- ingarsem sögur fara af og á hann i þeim efnum velunnara i mörg- um flokkum sem unna honum alls hins besta eða vilja gera Alþingi litrikara en það er núna. Hitt er svo verra að Alþýðuflokkurinn er að minnka og kostir ekki jafn margir og skyldi. Helst þyrfti Jón Baldvin að losna annaðhvort viö Vilmund eða Sighvat en þeir eru ekki lausir fyrir og allþungt i þeim pundið. Ekki er vitað hvort þessi áform Jóns hafi nokkur áhrif á Alþýöublaðið. Bæði er að þaö getur stjórnaö sér sjálft og siðan mun mælskum manni eins og Jóni ekkert muna um þaö að mæla af munni fram á segulband eins og 2 slður meðan hann drekk- ur norgunkaffið. r I siðasta Stúdentablaði (2.júni) er skýrt frá þvl að hópur af fólki úr ólikum pólitiskum áttum hafi hug á þvi að bjóða fram lista við borg- arstjórnarkosningar i Reykjavik á næsta ári. Fylgir sögunni að framboöið, ef Ur verður, muni bera sterkt svipmót af „græn- ingjum’’ svokölluðum. Stefnu- grundvöllur mun verða á sviði umhverfismála, dagvistunar- og húsnæðismála og æskulýðsmála. Talað er um uppbyggingu leigu- hUsnæðis og fiUlkomins almenn- ingsvagnakerfis i þessu sam- bandi. Einnig að áhersla verði lögð á frumkvæði og sjálfstjórn borgarbUa sjálfra. Ekki eru nein nöfn nefnd I þessari frétt StUd- entablaðsins en ekki er óliklegt að þessi hugmynd hafi skotiö upp kolinum meðal háskólastúdenta sjálfra. Þá er í sama Stúdentablaði sagt frá vinnumiðlun námsmanna og segir að hUn hafi nU starfað I einn mánuð og greinilega komið I ljós þörf hennar. RUmlega 400 náms- menn hafa leitað á náðir miðlun- arinnar sem sé heldur meira en var á sama tima i fyrra. Af þess- um 400 hafa 120 fengið vinnu i lengri eða skemmri tima. At- vinnutilboð sem borist hafa eru svipuð að fjölda og var fyrir ári siðan. Þá er kvartað undan þvi að erfiðlega hafi gengið að fá fjár- magn frá hinu opinbera aö þessu sinni tilrekstursins en undanfarin ár hefur rikið tekið að sér að greiða kostnað af honum. Alþýðuflokks- félag Reykjavikur hefur að undanförnu- auglýst sumarferö að Hrauneyj- arfossvirkjun sem farin verður i dag, laugardag. Sagt er að far- gjaldiö sé óvenju hagstætt og m ,a. sé innifalið i þvi fargjald alla leið austur og það sem meira er heim aftur. Velta menn nú fyrir sér hvort þetta sé nýjung i sumar- feröum Alþýðuflokksfélagsins að koma mönnum heim aftur. Aumingja tannlæknarnir. Ekki hafa launin þeirra hækkað mikið siðan þeim var ölhim sem einum neitað um lóð á Stóragerðissvæðinu þar sem skattframtölin þeirra sýndu að þeir voru varla matvinnungar. Umsiðustumánaðamót áttu laun þeirra lægst launuöu að hækka um 8.1% og laun yfir 7.681 kr. á mánuði að hækka um 7.4%. bó ekki sé munurinn á þessari hækk- un mikill þá munar tannlæknum greinilega um hann, þvi þeir hafa nú hækkað alla taxta sina um 8.1%. Það þarf vart aö taka fram að þaö er Tryggingastofnun rikis- ins sem á aö blæða.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.