Þjóðviljinn - 06.06.1981, Side 19

Þjóðviljinn - 06.06.1981, Side 19
Helgin 6. — 7. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Hvað segja yfirvöldin? Fyrirtæki eins og Securitas eru viða umdeild erlendis og sums staðar bönnuð enda hafa öryggis- verðir á vegum þeirra sums staðar reynt að taka lögin i eigin hendur. Þjóðviljinn hafði sam- band við ýmsa háttsetta embættismenn tilað inna þá eftir breyttum viðhorfum í öryggis- gæslu hérlendis með tilkomu Securitas og kom yfirleitt fram hjá þeim fyllsta traust I garð fyrirtækisins. Baldur Möller ráðuneytisstjóri i dómsmálaráðuneytinu sagði að engar lagareglur mæltu gegn þvi að slik fyrirtæki gætu starfað hér- lendis en hins vegar hefði það heldur enga löggildingu. Hann kannaðist vel við fyrirtækið og vfsaði á Hjalta Zóphóniasson deildarstjóra en hann hefur gefiö út eftirfarandi yfirlýsingu á veg- um dómsmálaráðuneytisins: „Lögregluyfirvöld hafa sam- kvæmt beiðni framkvæmt skoðun á starfsemi fyrirtækisins Se- curitas sf (áður Vaktþjónustan), en það fyrirtæki annast öryggis- vörslu, einkum eignavörslu aðþvi er varðar eldvarnir og þjófa- varnir. Skoðunin hefur leitt i ljós að rekstur starfseminnar er slikur, að allra atriða er gætt til að gera reksturinn traustan og áreiðanlegan. Er þvi unnt að mæla með rekstrinum eins og honum er nU háttað.” Hjalti sagði i samtali að Securitas sf væri bUið að starfa það lengi við öryggisvörslu að viss viðurkenning væri komin á störf þess. En skarast þá ekki verksvið lögreglu og öryggis- varða? Hjaltisagði að sumuleyti væri um það að ræða, en Se- curitas annaðist þó fyrst og fremst öryggiseftirlit m.a. með kerfisbundinni yfirferð um vörslusvæðið fremur en beina þjófavörslu. Hvaö um vopn? Um þau sagði Hjalti að hann vissi til þess að slikir öryggisverðir t.d. i Sviþjóð notuðu skammbyssur, en slikt kæmi að sjálfsögðu aldrei til greina hérlendis þar sem lögregl- an notarekki einu sinni skotvopn. Þá sagði hann að spurst hefði verið fyrir um kylfur af hálfu fyrirtækisins, en mikil tregða væri einnig hjá yfirvöldum að samþykkja þær. Næstur á dagskrá hjá okkur var Bjarki Eliasson yfirlögreglu- Baldur Möller: Engar lagaregl- ur mæla gegn þvi að slik fyrir- tæki geti starfað hérlendis. Bjarki Eliasson: Sums staðar erlendis eru slik fyrirtæki bönn- uð þjónn. Hann sagði að Securitas væri orðið vel þekkt fyrirtæki og hefði hann ekkert Ut á það að setja enda hefðu greinilega valist menn að stjórna þvi sem bæði hefðu vilja og getu til þess. Hann sagði að lögreglan hefði ekki beinlinis samstarf við fyrirtækið en vissi vel hvar öryggisverðirnir væru að störfum. NU var Bjarki minntur á þaö að sambærileg fyrirtæki væru ekki alls staðar vel þokkuð. Hann sagðistvita þaðog m.a. hafa und- ir höndum skyrslu frá alþjóðalög- reglunni Interpol um Securitas- fyrirtæki viða I heiminum og þar kæmi m.a. fram að sums staöar væru þau bönnuð og annars stað- ar rikjandi tortryggni i garð þeirra eins og t.d. i V-Þyskalandi. Þar hafa fleiri og fleiri fyrirtæki og þekktir menn ráðið sér vopn- aða öryggisverði til varnar gegn hryðjuverkamönnum og þessir verðirhefðu stundum lent i þvi að Ólykt af þessu Segir Gunnar Gunnarsson framkvœmda- stjóri Starfsmannafélags ríkisstofnanna Mér finnst þetta vægast sagt furðulegur sósíalismi hjá hinu opinbera að reka nætur- og hiisvörslu i gegnum einka- kapitalfsmann en T raun og veru er þetta dæmigert fyrir hag- sýsluna. Það er fyrst sparkað i ræstingakonuna og sendilinn og jafnvel sendar sendinefndir til dtlanda i þvi skyni, en þeir þora aldrei að fetta fingur út i það sem meira máli skiptir. Ég finn ólykt af þessu. Þetta voru orð Gunnars Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra Starfsmanna- félags rikisstofnana i samtali við Þ jóðviljann út af fyrirtækinu Securitas. Gunnar sagði aö þessi þjón- usta væri i reynd dýrari en gamla kerfið jafnframt þvi sem engar brigöur hefðu verið bornar á starfshæfni vaktmanna hjá rikinu. Þeim væri fyrst og fremst ætlað að vera á verði gagnvart eldshættu og vatnsskemmdum og eldri menn væru ekki siður hæfir til þeirra starfa en þeir yngri. Ef um innbrotværi að ræða i rikis- Gunnar Gunnarsson: Furðuleg- ur sósialismi hjá hinu opinbera að reka nætur- og húsvörslu i gegnum einkakapitalismann stofnanir eins og t.d. Amastofnun eða Þjóðminjasafn væri þar hvort sem er um að ræða harðsvíraða þjófa sem hvorki eldri né yngri vaktmenn réðu við. Þó að Securitas væri skjóta á fólk. Hér væri hins vegar allt annað uppi á teningnum og engin andUð lögregluyfirvalda i garð Securitas svo lengi sem hægt væri að treysta þvi að öryggis- verðir væru heiðarlegir og ráð- vandir menn. Að lokum sagði Bjarki Eliasson að slfkt fyrirtæki væri að visu ekki ný bóla hér á landi. Fyrir u.þ.b. 30 árum sótti Þjóðverji nokkur um að fá að stoína slikt fyrirtæki með hundum og öllu til- heyrandi en þegar farið var að grennslast fyrir um fortiðmanns- ins kom i ljós að hann var eftir- lystur glæpamaður og hefði það mál þá verið Ur sögunni. Við snerum okkur að lokum til Sveins Hjartarsonar hagfræöings hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun fjármálaráðuneytisins en hann hefur manna mest unnið að þvi að gera samninga við Securitas á vegum hins opinbera. Sveinn sagði að varsla opin- berra bygginga hefði lengi verið á döfinni enda gæsluleysi margra þeirra boðið háskanum heim. Fyrir hálfu öðru ári hefði hið op- inbera gert samning við Securitas til reynslu og farandgæslu á eign- um Rafmagnsveitna rikisins en þar var engin gæsla áður. Þetta hefði gefist mjög vel og þvi kom þetta upp með Háskólasvæðið sem verið hefur gæslulausj i nokkur ár ef frá er skilinn Arna- garður. A þessu svæði væru hins vegar mjög viðkvæmir hlutir og nægöi að nefna Þjóðminjasafnið sem veriö hefði gæslulaust að mestu til þessa. Þá sagði Sveinn aö samningur við fyrirtæki eins og Securitas hefði fleiri valkosti og meiri sveigjanleika i för með sér heldur en hið hefðbundna vaktmanna- kerfi og þvi' heföi hann verið val- inn. Um kostnaöarhliðina sagði hann aö auðvitaö kostaði nætur- varsla sitt en miðaö við öðru visi fyrirkomulag væri þessi kostur sistdýrari. Hann sagöi að lokum aö Jóhann Guðmundsson hefði fylgt fyrirtæki sinu vel Ur hlaöi og haldið vel utan um það þannig að staða þess heföi treyst Ut á við. — GFr með talstöðvar og tilkynninga- skyldu gæti hver maöur lært á slikt kerfi. Þá sagði Gunnar að vaktmenn væru undir þeim skilmálum að sýna drengskap og trúmennsku i störfum eins og aörir rikis- starfsmenn. Þess vegna kæmi honum spánskt fyrir sjónir sá trUnaðareiður sem starfsmönn- um Securitas er ætlað að undir- rita. Gunnar sagði að engin Uttekt hefði farið fram á störfum vaktmanna á vegum rikisins og hann sagðist ekki telja að hér væri verið að undirbjóða þá. Þess vegna skildi hann alls ekki eftirhverju hiöopinbera væri að sækjast i sambandi við samn- inga við Securitas. Hann nefndi sem dæmi að vaktmönnum hjá Stofnun Árna MagnUssonar á besta aldri, sem rækt hefðu þar störf sin af fullri trUmennsku, jafnvel allt frá þvi að handritin komu til landsins, hefði verið sagt upp störfum nær fyrirvaralaust vegna samn- inga við Securitas. Lita mætti svo á að störf þeirra heföu verið lögð niður og æ ttu þeir þvi rétt á 6 mánaða biðlaunum. — GFr. Langbestu eldavélakaupin sem við getum boðið frá Þessi fullkomna glæsitega eldavél er á óvenju hagstæðu verði kr. 6.777,- með viftunni (ef vifta á ekki að blása út kostar kolasia kr. 821,- verð pr 5.6. 1981). Þú færð alH með þessari vél: 2 f ullkomnir stórir bakaraofnar, efri ofninn með griili og rafdrifn- um tein, sjálfhreinsadi, hraðhitun er á ofninum, Ijósaborð yfir rofum, 4 hellur, fullkomin vifta með digitalklukku og f jarstýribúnaði fyrir vél. Glæsilegir tískulitir: Avocado grænn, karrý gulur, inka rauður, svartur og hvitur. Eigum einnig kæliskápa, frystiskápa, uppþvottavélar og frystikistur. — Greiðsluskilmálar. EINAR FARESTVEIT i. CO HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SIMI I699S Vinnuskálar — Sumarhús tslenska járnblendifélagið hf. óskar til- boða i fjóra vinnuskála félagsins að Grundartanga. Skálarnir samanstanda af 84 tveggja manna svefnherbergjum með tilheyrandi hreinlætisaðstöðu, rúmum, skápum og öðrum húsgögnum. Húsin seljast hvort heldur er i heilu lagi eða i hlutum. Nánari lýsing og teikningar liggja frammi á skrifstofum félagsins i Tryggvagötu 19, Reykjavik og að Grundartanga. Allar nánari upplýsingar veitir Kristinn Blöndal innkaupastjóri i sima 93-2644.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.