Þjóðviljinn - 27.06.1981, Page 9

Þjóðviljinn - 27.06.1981, Page 9
Helgin 27.-28. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Hijómsveitin Þeyr er þarna stödd I rústum i Hvftárnesi sem breski her- inn skildi eftir sig. Þeir eru frá vinstri: Hilmar örn bassaleikari, Sig- tryggur trommari, Magnús söngvari og loks gitarleikararnir Guðlaug- ur og Þorsteinn. A næstunni er væntanleg fjögurra laga plata með Þey sem þeir byrjuöu á i Hljóðrita á miðvikudagskvöld undir stjórn Tonys Cook. Hljómleikar í Laugardalshöll n.k. föstudag: Annað hljóð í strokknum Næstkomandi föstudagskvöid verða haldnir i Laugardalshöil- inni hljómleikar þar sem fram munukoma a.in.k. 11 hljómsveit- ir. Hljómieikar þessir sem haidn- ir eru af fyrirtækjunum Eskvimó og Sterió bera yfirskriftina „Ann- að hljóð i strokkinn”. Þær hljómsveitir sem búið var að ákveða að kæmu fram þegar þetta var skrifað eru: beyr, Bara-flokkurinn, Fræbbblarnir, Taugadeildin, Box, Bruni BB, Clitoris, Englaryk, Exodus, Nast og Tappi tikarrass. Ekki var búið að fá endanlegt svar frá Jurkun- um og vitaðum fleiri hljómsveitir sem höfðu áhuga á að vera með. Ætlunin er að hafa litið auka- svið i Höllinni þar sem stutt prógrömm yrðu flutt milli atriða á stóra sviðinu. Enn fremur má búast við uppákomum utan dyra. Aðgangseyrir verður 70 kr. Hljómleikarnir hafjast kl. 20.30 og munu standa til um kl. eitt eft- ir miðnætti og þá sjálfsagt komin ýmis hljóð i strokkinn! 25 ára afmæli Pólífónkórsins: Mörg stórverk- efni fram- undan Næsta vetur á Pólýfónkórinn 25 ára starfsafmæli. Aðalverkefnið á afmælisárinu verður Matther- usarpassía Bachs og veröur hún flutt i heild sinni. Kórinn hefur áöur flutt þetta verk, en það var áriö 1971 og var þaö frumflutning- ur verksins á tslandi. Mikil verkefni liggja nú fyrir hjá kórnum og er þess fyrst að geta að Listahátiðarnefnd hefur farið þess á leit við kórinn að hann frumflytji á næstu Lista- hátið, nýtt islenskt stórverk, sem lengi hefur legið óhreyft, en ekki hefur ennþá verið greint frá höf- undi þess. Fyrirhuguð för til Spánar á þessu sumri veröur ekki að veru- leika, en kórnum hefur verið boð- ið aö koma fram á stórri tónlist- arhátið i Granada á Spáni i júli næsta sumar og eru menn frá kórnum á förum utan til samn- inga við aðstandendur hátiðar- innar. Jafnframt býðst kórnum að koma fram viös vegar á Suður Spáni næsta sumar fyrir tilstuðl- an ferða- og menntamálaráðu- neytis Spánar og mun verða efnt til Islandskynninga i tengslum við tónleikana. Stjórnandi Pólýfónkórsins frá upphafi hefur verið Ingólfur Guð- brandsson. —j UPPLÝSINGAR OG AÐSTOÐ Þá eru viö búnir að malbika og bjóðum alla kaupendur og seljendur bíla velkomna á nýja ryklausa svæðið okkar, þar sem bílarnir njóta sín virkilega vel í fögru umhverfi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.