Þjóðviljinn - 11.07.1981, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11. — 12. júll 1981 Iw k tftfrctiu.?! /$J ■’Zo.OtPa&ú ?. 5oN Mt-U 10 'OjhS'prj a<ifywte>nffe vlr Eiginhandarundirskrift Jóns Hreggviösson frá 20 október 1710. Jón vareins og kunnugt er, árið 1716 sýknaður af hæstarétti Danmerkur fyrir morðá böðlinum Sigurði Snorrasyni, 32 árum eftir að hann haföi veriðdæmdur til dauða á alþingi. MEH fyrir aftan nafn Jóns stendur fyrir, ,,með eigin hendi”. ANNÁLSSKRIF ALÞÝÐUMANNS Dæmigert fslenskt kot frá miöri 18. öld. <Jti við hangir haröfiskur, en af lýsingum Grimsstaðaannáls er Ijóst að margt óætiö var etið á hörðum vetrum, „grútur, þang, leður, fjörugrös, þönglar, hey og hross”, segir Jón Ólafsson. Arið 1705 var þremur konum drekkt I Drekkingarhyl á Þingvöllum og tveimur var drekkt fyrir norðan. Þrir karlar voru sömuleiðis hálshöggnir á eyrinni viö öxará á sama alþingi. Þessi mynd sem teiknuð er á 18 öld sýnir öxarárfoss og Drekkingarhyl. Sagt frá og borið niður í Grímsstaðaannál Jóns Olafssonar frá árunum 1680-1764 /,Á Leysingjastöðum i Húnavatnsþingi skar sig maður á háls, þó ei til bana, að djöfulsins áeggj- an, greri aptur og komst á fætur. Drukknaði maður i Skaptá. i Húnafirði varð sængur- kona bráðkvödd/ hneig niður, þá af sæng var leidd. Á Eyrabakka giptist kona áttræð tvítugum manni og vildi skila honum aptur, þá árið höfðu saman verið, og sagt hann væri in- potent". Þannig lýkur Jón lögréttu- maður Ólafsson á Grimsstöðum i Breiðuvfk annáisskrifum sínum fyrir árið 1706, i svonefndum Grimsstaöaannál er tekur yfir árin 1680—1764. Jón Ólafsson er talinn fæddur árið 1691 i Efri-Langey við Skarðsströnd. Hann ólst upp hjá foreldrum sinum þeim Ólafi Jónssyni hreppsstjóra og Hólm- friði Þorkelsdóttur á Skarðs- ströndinni, þar sem hann stund- aði almenna land- og sjávar- vinnu. Jón naut engrar bóklegrar menntunar á unglingsárum frekar en annað alþýðufólk. Hafa annálsskrif hans þvi notiö nokk- urrar sérstöðu og Jón talinn eini sjálfstæöi annálahöfundur i ai- þýðustétt á 18. öld. 1722 giftist Jón Sigriöi Björns- dóttur Bjarnasonar lögsagnara i Arnarbæli frá Hafurshesti i önundarfirði. Við þetta ráðslag vænkaðist hagur Jóns nokkuð og 1731 var hann útnefndur lögréttu- maður i Þórsnesþingi, þá fer- tugur að aldri. Jón bjó viða á Snæfellsnesi um ævi sina en 1750 flytur hann aö Grimsstööum þar sem hann dvaldist til dauöadags liklega árið 1765, oröinn nær hálfátt- ræöur. Hannes Þorsteinsson fræði- maöur sem kannað hefur tilurð Grimsstaðaannáls gaumgæfi- lega, telur aö Jón hafi tekið aö fást við annálasöfnun skömmu eftir 1730. Hann hafi annars lifað fábreytilegu bændalifi, verið fróöleiksgjarn og fjölfróður en litt haft sig i frammi. I raun ná annálsskrif Jóns Ólafssonar allt frá 1402, en skráin fram til 1680 er aö mestu bein uppskrift frá áöur skráðum annálaritum. Hinn eiginlegi Grimsstaðaannáll 1680—1764 er hins vegar einstakur fyrir ná- kvæmni og ýtarlegar lýsingar á þjóölifi og viðburðum á mjög staðbundnu svæöi úr Dala- Snæ- fells- og Mýrasýslum, einkum þó i kringum Snæfeilsnes aö sunnan og vestan. Ólærður alþýðumaður Hannes Þorsteinsson bendir á aö þegar litið sé á annálinn frá sjónarmiöi málfegurðar og mál- snilldar þá sjáist fljótlega, að höfundurinn er ólærður alþýðu- maður sem ritar islenskt mál eins og þaö var þá manna á milli á vörum almúgans, án þess að klæða máliö i einhvern skrautbúning. Málfar annálsins er þvi merk málfræöileg heimild. Um nákvæmni i stil höfundar má aö mörgu finna, en þess ber þó aö geta, að þær fréttir er okkur þykir i dag áriö 1981 réttum 250 árum eftir aö Jón hóf sinar annálaskriftir, harla ómerkiiegar og smámunalegar þóttu á sinum tima merkar frétt'ir. Smávægileg atvik, skipstapar, dauðsföll og hrakningar höföu mikil áhrif á allt lif og kjör islenskrar alþýðu þessa tima. Grimsstaðaannáll lýsir þvi betur er margar aðrar samtima- heimildir, hvernig aðbúnaður og viöurvist alþýöufólks á Vestur- landi var á þessum tima. Annállinn er til i fjölmörgum mismunandi uppskriftum með siðari tima viöbótum. Það sem hér birtist á eftir er hins vegar tekiö eftir uppskrift Hannesar Þorsteinssonar á hinu upphaflega handriti höfundar. Frumritið er til varðveitt i Landsbókasafni, alls 80 blöð, þe. 160 bls. merkt Lbs. 379, 4to. Það er ritað með eigin hendi Jóns Ólafssonar. 1684 Góðæri og Jón Hreggviðsson — Góöur vetur og snjólitill. Lestarhlutir syðra, en fiskfátt undir Eyjafjöllum. Nær'þvi lestarhlutur hjá þeim bestu sunnan Snæfellsjökul. Þetta ár var umbreytt bænda- dögum; var þá tilsett að haldast skyldi 15., 22. og 29. Augusti. Var þá og forhækkaður taxtinn, hvaö landsfólkinu þótti þungbært... En vestur á Breiðafiröi var sá mesti fiskigangur, svo enginn mundi að i Bjarnareyjum á Breiðafirði hann meiri oröið hafa. Þá seldu þar fiskkasirnar i hópa- kaupum á góunni um veturinn, þvi hann barst þar svo á land á þorranum og góunni, aö ei var undan boriö fyrir sumum. Frá Bessastöðum slapp úr varöhaldi Jón Hreggviðsson: Þann mann héldu þeir sannan að drápi Sigurðar Snorrasonar, böö- uls i Borgarfjarðarsýslu. Jón strauk undan norður og sigldi meö Hollenzkum. Fyrir árið 1686 segir siðan i einni linu. — Þá kom Jón Hregg- viösson aptur úr siglingunni. 1696 Harðindi á Hestavetri Haröindavetur um allt land með jaröbönnum og stórum hörk- um, alstaðar um allt tsland, með stórri óáran á fé og hesturruMenn vildu fyrir satt halda, að hér heföi ei komist harðari vetur siðan Hvitivetur, sem var 1633. Var hér á landi hinn mesti peningafellir bæði á hestum og fé. Jafvel þó hrossin heföu nokkuð jarðarsnöp, drápust þau. Var þessi vetur hér á vestursveit kallaður Hestabani eða Hestavetur. Þá harðnaði al- varlega með Marteinsmessu, en batnaði á Mariumessu á föstu. A mörgum bæjum viða i sveitum stóö hvorki eptir hross né sauður. Þá var um vorið fiskleysi og litlir hlutir, en matbrestur til landsins. Otigangshestar átu stalla og stoðir, þar til náðu, hris og staura, hár og tagl hver af öðrum, lika hár og eyru af þeim, sem dauðir voru..—. 1700 Etið margt óœti — Vetur mjög rosasamur meö bágum sjógæftum, en mestu harðindi til bjargræðis.svo margt fólk dó niður, sem fé eður hross i haga, af hungri og hor um Island. Þá var etið margt óæti: grútur, þang, leður, fjörugrös, þöngl- ar, hey og hross ekki sist og allt það sem tönn mátti á festa og hungriö saddi þá stund, deyjandi svo niöur. Slikt man bæöi ég og aðrir minir jafnaldrar aö talað var daglega, en reyndi þó ekki (lof sé guði) en sumir, sem reyndu, sýnast að hafa þvi fljótt gleymt, viljandi siöar, 8 eður 9 árum, ekkert ætt eta og varla fullkeypt þeirra þjónusta sem á þessu ári gengu á vonarvöl. Guð veri oss náðugur og stjórni oss, svo vér ekki á ný neyðum hann til með óhreinlegum löstum, aö svipta oss sínum góðum gáfum og oss þar með straffa. Þjófnaðaröldin i mesta máta; tveir voru hengdir nálægt Þing- eyrum. Þriöji á Suöurnesjum, fjórði á alþingi. 1712 Þá sigldi Árni Magnússon — Þá brann Möðruvalla- klaustur allt nær að grunni og

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.