Þjóðviljinn - 11.07.1981, Síða 16

Þjóðviljinn - 11.07.1981, Síða 16
lfi SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 11. — 12. júli 1981 Ný-Sjálendingurinn Owen Wiikes hefur nokkuð komið við sögu hér á ís- landi síðustu vikur. Fyrir hálfum mánuði birtist við hann viðtal í Helgarpóstin- um, þar sem hann hélt því m.a. fram að ^á íslandi væru þrjár tegundir af kjarnorkuvopnastöðvum,— Rússar hefðu þegar eina atómsprengju stillta á Keflavík, P-3 Orion vél- arnar kynnu að bera kjarn- orkuvopn, og að Loran C stöðin á Gufuskálum á Snæfellsnesi væri eins konar stjórnstöð fyrir sigl- ingar kjarnorkukafbáta. Benedikt Gröndal al- i þingismaður tók svo upp | þykkjuna fyrir bandaríska ' og sovéska herforingja í Helgarpósti fyrir viku, og J kvað Owen Wilkes bera I fram ,,órökstuddar ! dylgjur í stað sérfræði í I varnarmálum". ■ Hver er Owen Wilkes? ■ En hver er þessi Ný-Sjálend- ingur sem er aö sletta sér fram i I umræðu um öryggismál á tslandi I ogsegja Islendingum ,,að losa sig ' við varnarliðið og gerast hlut- | lausir, það muni veita mesta ■ vernd”? I Þessi andfætlingur okkar á B jarðarkringlunni, sem gengið ■ hefur um Norðurlönd siðustu árin • hershöfðingjum og ' NATÓ-frelsuðum til mikils ama, | er bóndi og náttúruvisindamaöur ■ á Nýja Sjálandi. Þar ræktar hann i félagi við vin sinn baunir og kvikfé og segir að þeir hafi komið þvi þannig fyrir að einungis þurfi aðsinna búinu 2—3daga i viku, en í afgangurinn fari til visindaiðk- I ana. Frá þvi 1976 hefur Owen ■ Wilkes þó að meira eða minna leyti helgað sig rannsóknarverk- ■ efnum á Norðurlöndum, og ef til vill þykir lesendum Þjóöviljans fróðlegt að vita hvernig á þvi Istóð, og hversvegna hann hefur komið sér svo illa hjá herforingj- um, enda þótt hann beitti ein- göngu opinberum upplýsingum við að fletta ofan af leyndarmál- um þeirra. Wilkes hefur haft það mikið af yfirvöldum hermála að segja, að hann getur fært gild rök að þvi að þau fari ekki ætið með algildan sannleika. Hann hefur rannsakað og komið upp um leyndardóma þeirra i rúm 15 ár, og er þó aðeins 41 árs að aldri. Fyrir þann tima var Wilkes hinum megin lin- unnar, það er að segja hann vann á vegum bandariska flotans. Omega-kerf iö Ástæðan fyrir þvi að Owen Wilkes fékk áhuga fyrir að sinna rannsóknarverkefnum á Norður- löndum var nánast tilviljun. Sú tilviljun fólst i þvi að á sama tima hafði bandariski flotinn uppi ráðagerðir um að koma upp Omega-stöðvum á Nýja-Sjálandi og i Noregi. Framhaldið hefur ekki veriðnein tilviljun, þvi Owen Wilkes er maður fylginn sér, og lætur ekki á sig fá þó að hann hafi nú verið dæmdur fyrir upp- ljóstrun hernaðarleyndarmála i Noregi, og biði nú úrskurðar hæstaréttar i Noregi. — Bandariski flotinn verður aö taka á sig að hluta ábyrgðarinnar á þvi aö ég hef lent i norskum dómstólum, segir Owen Wilkes. Þegar Bandarikjamenn iögðu á ráðin um aö koma upp Omega-kerfinu (net lágtiðni út- varpsbylgjusenda sem kafbátar geta notað til miðunar) fóru þeir þess á leit aö setja eina slika stöð niður á Nýja-Sjálandi og aðra i Noregi. 14. júni 1968 tilkynntu þeir um óskir sinar i þessum efnum i Nýja-Sjálandi. Ég haföi áður veriö tengdur hernaðarrannsókn- um á vegum Bandarikjahers og ákvaö aö iita nánar á Omega stööina, sem Bandarikjamenn vildu reisa á Nýja-Sjálandi. Ég vissi aö hún var starfrækt á svo- kallaðri lágtiðni, þannig að kaf- bátar gætu nýtt sér hana, og mig L — Engin ástæða er til þess aö ætla að herforingjar fari ætlð með allan sannleikann, segir Owen Wilkes, sem hér sést við réttarhöldin I ósló I mai si. ásamt Nils Petter Gleditsch (t.h.). 1 vitnastúkunni er Sverre Hamrin, æðsti yfirmaður norska hersins, sem I vetur sótti tsland heim og miðlaði NATÓ-vinum af ,,sinum sannleika”. Þeir voru dæmdir fy fletta ofan af NATO Notuðu þó aðeins opinberar heimildir, ljósmyndavél, símaskrá og áttavita grunaði að þessi not lægju að baki óskinni um að reisa hana. Wilkes gerði ýtarlega rannsókn á Omega-kerfinu og á grundvelli upplýsinga, sem hann lagði fram, hófst mikil barátta á Nýja Sjá- landi gegn byggingu stöðvar- innar. Eftir 33 mánaða þrotlausa baráttu var það orðiö ómögulegt fyrir rikisstjórnina á ‘Nýja-Sjá- landi að gefa leyfi til þess að stöð- in yrði reist. Bandarikjamenn ákváðu að byggja Omega-stöðina þess i stað i Ástraliu. Wilkes fylgdi á eftir eins og skugginn og fór til Astraliu til þess að leggja fram fóður i baráttuna gegn þess- um áformum þar. Samlandar minir fengu sjokk Þá er eðlilegt að spurt sé hvers- vegna svo hart sé snúist gegn Omega-stöð i landi sem flækt er inn í stórveldaleikinn og sendi m.a. hermenn til Vietnam á sin- um tima? Hversvegna þessi læti útaf einum útvarpssendi? — Það sem málið snerist um var einfaldlega það, að þarna stóð til að gera Nýja-Sjáland aö sjálf- stæðu skotmarki i striði. Okkar hugmyndir um strið höfðu þar til 1968 byggst á þvi að það myndi fara fram annarsstaðar — handan hafsins. Nú var það skyndilega raunverulegur mögu- leiki, að Nýja-Sjáland gæti orðið skotmark i kjarnorkuvopnastriði. Viö gátum sannað að þennan radió-sendi mætti nota sem hjálpartæki fyrir bandarisku kjarnorkukafbátanna, og leiðin til þess að gera þá óvirka væri ein- mitt að sprengja stöövar af þessu tagi. Þetta var „sjokk” fyrir flesta samlanda mina — og þess vegna náðum við árangri. Astraliumenn visuðu þvi ekki á bug aö Omega-stöð yröi reist á áströlsku landsvæði, en byggingu hennar hefur verið frestað hvað eftir annað, og nú er Omega-stöö- in tiu árum á eftir áætlun i Astraliu. Það má þvi með nokkr- um sanni segja, að við höfum einnig haft árangur sem erfiöi þar. Loran-C máliö í Noregi Skýrslan sem Wilkes tók saman fyrir ástralska þingið barst Friðarrannsóknarstofnuninni i Stokkhólmi (SIPRI) og Friðar- rannsóknarstofnuninni i Osló (PRIO). A siðarnefnda staðnum var fyrir Nils Petter Gleditsch, friðarrannsóknarmaður, sem i Noregi hefur gert sér far um að rannsaka tæknibúnað herstöðva. Þaðan lá leiðin i norska fjölmiðla og brátt rúllaði af stað mikil um- ræða i Noregi sem smásaman leiddi til þess að flett var ofan af Omega-stöðvunum og Loran-C kerfinu. Bæði þessi miðunarkerfi voru sett upp með leynd i Noregi, og svo fór að tveir þingmenn vinstri sósialista, þeir Berge Furre (núverandi formaður Sosialistisk Venstreparti) og Finn Gustavsen brutu trúnaðarheit sitt, og sögðu frá þvi hvernig ákvörðun um gerö þessara kerfa var heimiluö eftir leyniumræður i Stórþinginu. 1 raun er ekki út i hött að halda þvi fram að Wilkes sé ábyrgur fyrirLoran-C umræðunni i Noregi og sjálfur viöurkennir hann ,,aö hafa tekið i gikkinn”. Kaninur Sáms frænda Norska stofnunin PRIO bauð Ný-Sjálendingnum áriö 1976 að koma til Noregs að skrifa um tæknileg atriði i skýrslu um OMEGA-kerfið. A PRIO var veriö að vinna að skýrslu um eðli NATÓ-umsvifa i Noregi (NATÓ-infrastruktur). Visinda- mennirnir tveir, Wilkes og Nils Petter Gleditscfy komust brátt að þvi að margskonar útbúnaður i Noregi var hinn sami og fyrir- fannst i herstöðvum i Astraliu og á Nýja-Sjáiandi. Þar var m.a. um að ræða myndavél á stjörnuat- hugunarstöðinni i Harestua.sem i raun var myndavél sem fyrir til- stilli Bandarikjamanna var notuð til þess að „elta gervihnetti” um hiiningeiminn til þess að gera bandariska hernum kleift að skjóta niður sovéska gervihnetti. Samskonar myndavél — meira að segja með sama seriunúmer — var starfrækt beint af bandariska flughernum á Nýja-Sjálandi. Þar kom að PRIO og visinda- mennirnir tveir gáfu út skýrslur sinar, og norski herinn stefndi þeim fyrir dómstól. 1 byrjun árs kom svo út bók i Noregi eftir þá félaga og ber hún nafnið „Kaninur Sáms frænda” — Onkel Sams Kaniner — Teknisk etterr- etning i Norge — Owen Wilkes—Nils Petter Gleditsch — Pax forlag A/S Oslo 1981. — Þar eru gefnar upplýsingar um 40 herstöövar i Noregi, hlutverk þeirra i eftirlits- og árásarkerfi Bandarikjanna og NATÓ, og þær hættur sem þessi tæknibúnaður allur hefur i för með sér fyrir norsku þjóðina. Meö aöstoð sima- skrárinnar, ljósmyndavélar, vasaáttavita og ballestar af bandariskum skýrslum og tima- ritum fletta þeir ofan af öllu NATÓ-kerfinu I Noregi. Norski herinn á engin leyndarmál lengur Enda þótt að ekki hafi verið vefengt við réttarhöldin, sem fram fóru i Osló i mai sl„ að ein- göngu' séu notaöar opinberar heimildir við þá upplýsinga- söfnun og upplýsingavinnslu, sem Wilkes og Gleditsch eru ákærðir fyrir, voru þeir engu að siður dæmdir i tveggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi, lOþúsund kr. norsk. i sekt, og 10 þúsund i máls- kostnað hvor. Dómstóllinn i Osló komst að þeirri niðurstöðu að uppljóstranir þeirra féiaga um hlustunar-mið- unar- og njósnastöðvar o.fl. i Noregi hefðu i för með sér „mikla hættu fyrir öryggi norska kon- ungsrikisins”. Blaðamaður sem skrifaði um dómsúrskurðinn og bókina Kaninur Sáms frænda var hinsvegar þeirrar skoðunar að Wilkes og Gleditsch hefðu verið dæmdir fyrir að ljóstra upp um það að norsku herforingjarnir hefðu engin leyndarmál, og hægt væri að svipta hulunni af leyndar- pukri þeirra með aðstoð sima- skrár, kompáss og opinberra skjala. Mynduð hefur verið stuönings- nefnd þeim félögum til aðstoðar, nokkurskonar Málfrelsissjóður, eins og i kjölfar VL-málanna á Is- landi. Þeir lesendur Þjóðviljans sem vilja leggja málfrelsinu lið i Noregi geta sent framlög sin til eftirfarandi heimilisfangs: Stöttekomiteen för Gleditsch og Wilkes. Boks 124 ANKERTORGET OSLO 1 Postgiro 5 18 91 54. 3000 herstöðvar Owen Wilkes hefur að undan- förnu starfað hjá Friðarrann- sóknarstofnuninni i Stokkhólmi, SIPRI. Þar vinnur hann ásamt fleirum að gerð mikiliar skýrslu um herstöðvar stórveldanna er- lendis. 1 þeirri skýrslu verður skrá og lýsing á rösklega 3000 er- lendum herstöövum um allan heim, og mjög margar þeirra eru svokallaðar „leynilegar her- stöðvar”. Norska skýrslan, sem svo miklu fjaðrafoki hefur vaidið i Noregi, er aðeins hluti þessarar heildarmyndar sem dregin verður upp i SIPRI-verki, er út kemur með haustinu. Einar Karl segir frá Ný-Sjálendingnum Owen Wilkes og upp- ljóstrunum hans í Noregi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.