Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. ágúst 1981_ mérerspurn________________________________ Sigrún Davíðsdóttir svarar Sólrúnu B. Jensdóttur... Getur maðurinn fundið hamingju í nútímanum? Ef dæma má af heimsbók- menntunum viröist hamingjuleit- in hafa vafizt fyrir mannskepn- unni í æriö langan tima. Vanga- veltur um hamingju eöa ekki hamingju eru þvf ekki öldungis ný bóla. Þaö sem einkennir slfkar bollaleggingar er sú skoöun, eöa kannski öllu heldur trú, aö áöur fyrr hafi hamingjan veriö auö- höndlanlegri f einfaldleika gömlu daganna. Þaö er þvi skemmtilega athugaö hjá Sólrúnu aö draga þessa hugmynd inn i spurningu um lifshamingjuleitina. Fyrir ekki ýkja löngu siöan var ég sjálf alveg sannfærö um aö heimurinn væri á nokkuö góöum skriö eftir helvegi. Þarf ég nokk- uö aö þreyta ykkur á enn einni upptalningu um vaxandi ofbeldi, mengun, efnahagsvanda, strfö... Þá er nú munur aö hugsa til sæl- unnar hér áöur fyrr. Einfalt lif f ómenguöu landi, náttúrugæöin ótakmörkuö, bæöi á sjó og landi. Engin streita, jafnvel gamla fólk- iöátti sér sitt horn I tilverunni. Er þetta ekki sú mynd sem mörg okkar ganga ómeövitaö meö I kollinum? Þaö var eiginlega þeg- ar ég las Sturlungu aö ég fór aö hugsa þetta upp á nýtt. Þaö er hollt aö hugleiöa liöna tima. Þá á ég ekki viö aö huga aö liönum merkisatburöum, eins og t.d. er gert 17. júnf, heldur mannlifinu eins og viö getum gert okkur grein fyrir þvi. Bezt aö lita á nokkra þætti þess. Viö könnumst viö þaö úr mann- kynssögunni aö ööru hverju gengu mannskæöar pestir og fylltu kirkjugaröana. Þar lesum viö hins vegar ekki um ýmsa aöra kvilla, sem óaflátanlega fækkuöu fólkinu. Kvef og hósti var e.t.v. upphafiö aö endinum, lungna- bólga ólæknandi. Þaö sem nú fyll- ir heilu handbækurnar i læknis- fræöi hét einu nafni innanmein og var lika ólæknandi. Sáriö I kring- um flisina sem stakkst i fingurinn hljóp upp. Eftir nokkra daga þurfti ekki lengur aö binda um þaö. Barnsfæöing var áhættuspil fyrir móöur og barn. Börnin, sem oft mátti telja i tugum, uröu ekki öll gömul. Ef foreldrar vildu endi- lega koma upp einhverju nafni, voru oft mörg systkini skirö sama nafninu. Smámunir eins og tenn- ur entust sjaldan alla ævi, þó ekki væri hún löng. Þaö hefur lengi veriö viökvæöi aö um konur gilti ein tönn á hvert barn. Kannski barst sullaveikisormur i kvöld- matinn um leiö og hundarnir sleiktu askana aö innan, kannski eftir aö hafa gætt sér á hráum af- göngum eftir slátrun, þvi haft var aö viökvæöi „hrein er hundstung- an”. Vandinn viö matreiösluna var ekki hvernig átti aö matreiöa fenginn né meö hvaöa kryddi, heldur hvernig ætti aö veröa sér úti um mat. Þegar fólkiö tindist úr rúmunum I rökum hibýlum á morgnana veitti ekki af aö fá sér eitthvaö nærandi. Ilmandi heil- hveitibrauö úr lifrænt ræktuöu hveiti? Hveiti sást varla nema þá I námunda viö stórhátiöir. Þaö er ekki svo gott aö baka úr byggi og höfrum, enn siöur þegar raki hef- ur komizt I korniö og þaö er drýgt meö melgresi. Kannski þurfti kaupmaöurinn lika sitt og drýgöi korniö meö sagi. En þaö mátti nota slikt I mélgraut. Súpa væri kannski nærri lagi, þ.e. vatn soöiö meö of- urlitlu mjöli. Bezt var aö hugsa sem minnst um hverju bætt var i útlendar vörur. Þaö var þó ekki alltaf bráödrepandi. En skyriö, þaö var þó alltaf til taks. Þarna er þó komiö eitthvaö sem viö þekkj- um. Skyr er ágætis matur, ekki satt? En til þess aö þaö geymdist þurfti þaö aö vera vel súrt. Þaö var llka eins gott aö nóg var til af og þangi. Slikt salt fer ekki inn I kjötiö. Kjötiö var þvl kannski sæmilegt aö utan en þránaö eöa rotiö aö innan. Þá var nú sýran snöggtum betri til geymslu. Reyking var til gagns. Hertur fiskur var mikilsmetin fæöa, en ekki bjuggu allir viö sjávarsiö- una, eöa komust i veriö. Og svo var hann gjarnan seldur úr landi. ódýrastir voru þorskhausar en þaö tók tlmana tvo aö rifa þá. Rakastigiö i fiskinum var upp og ofan. Þá eins og nú var veöráttan ekki alltaf ákjósanleg til aö þurrka hvorki hey né fisk. En lýsi var dýrmæt fæöa, þó þaö væri ekki endilega glært eins og úr flöskunum okkar. Svo var þaö lyktin sem loddi viö allt. Lykt af skemmdum og hálfskemmdum mat, raki, sviti og óhreint fólk. Og hvar var sápu aö fá? ... ogspyr Örnólf Thorlacius rektor: Hvað á samræming framhalds- skólanna að bæta Skólamál eru mér ofarlega I huga, eins og fleirum. Nú er talaö um aö halda samræmingu skóla- kerfisins áfram. Þaö er búiö aö búa til svokallaöan grunnskóla Ur barna- og gagnfræöaskólum, og nú á aö halda áfram og samræma framhaldsskólana lika. Þykir þessi sföasta samræming gefa svo góöa raun aö ástæöa sé tU aö samræma fleira? Hvaö á sam- ræming framhaldsskólanna aö bæta, eöa er þetta nokkuö sam- ræming samræmingarinnar vegna? Og er pinulltiö ósamræmi ekki bara hollt? Mig langar aö biöja Ornólf Thorlacius aö svara þessari spurningu. Auk þess sem Ornólfur hefur kennt lengi, er hann einn þeirra sem koma tii meö aö hafa áhrif á væntanleg samræmingaráform. þvi, þvi þaö var gjarnan boröaö tvisvar til þrisvar á dag. Saltkjöt er gamall og góöur matur. Þaö vantaöi ekki viljann til aö salta, þvi allir vissu og vita enn, aö mat- ur geymist vel I salti. Gallinn var bara aö salt var dýrt. Salt og salt var heldur ekki þaö sama. Hvitt salt, eins og viö þekkjum þaö, var torfengiö og býsna dýrt. En þaö mátti fá ódýrara salt, kannski ekki alveg hvitt heldur á litrófinu frá gráu og út I svart og grænt. Pinulitiö salt ásamt slatta af möl Þaö er hollt að reyna á sig. Við erum ekki nógu dugleg við það. Það er óneitanlega holl áreynsla aö slá meö orfi og ljá. 1 viöbót viö hressilega, likamlega áreynslu kom svo raki og bleyta. Við engjaslátt var iðulega sullazt i vatniupp á miðjan legg. Þá mátti reyna að binda upp um sig fötin. En skórnir héldu litlu vatni. Og svo rigndi stundum. Sumarið var og er ekki ýkja langt. Skórnir dugðu ekki betur i snjó og krapi. Inni var hlýtt og notalegt i týrunni af lýsislampanum. Annað fólk og kannski kýrnar sáu fyrir hlýj- unni. En torf er torf, svo það var eins gott að gæta þess að renna ekki i bleytunni á gólfinu. Troðin, blaut mold er býsna hál. Að visu mátti dreifa ösku á gólfið. Menntunin eflir viðsýni og göfgar manninn. Til þess að geta notiö hennar þurfti ekki annað en aö vera barn, nei auðvitaö sonur, efnaðra foreldra. Þó var til ein önnur leiö. Sá sem var nógu skrýtinn áttisér stundum von. Ef ljóst var að viökomandi yröi aldrei liötækur bóndi eða vinnu- maöur, var rétt hugsanlegt að kostaö væri upp á skólavist hon- um tilhanda. Þá þurftiekkiað sjá fyrir honum siðar meir. Konur gátuiátiðsig dreyma um að læra, stolizt i bækur og lært að draga til stafs með þvi að klóra i moldar- börö. Gamla fólkinu var ekki sagt upp vinnu á 70. afmælisdeginum. Þaö mátti bara halda áfram aö vinna og starfa þar til þaö gat ekki meir. Aö visu var hægt aö draga sig I hlé á viöurkenndan hátt meö þvi aö leggjast i kör. Karlægir voru reyndar ekki aö- eins gamalmenni. Þeir sem áttu bjargálna börn fengu væntanlega aö hafast viö hjá börnum sinum. En jafnvel þeir heppnu vissu vel af þvi aö þeir lágu upp á fólki og þaö var óskemmtilegt aö þiggja af öörum. Einstæöingar fóru á hreppinn, rétt eins og munaöar- leysingjar og aumingjar. Sá sem bauöst til aö sjá fyrir þeim meö minnstum tilkostnaöi fékk hreppsómagana. Sjaldnast var þaö I neinu gustukaskyni. Gjarn- an mátti eitthvaö af framfærslu- eyrinum veröa afgangs I vasa bóndans. Hvernig skyldi þeim hafa verið innanbrjósts sem lögöu frá landi á vertlöinni I bátkænum út á ólg- andi hafið eftir aö hafa fengiö tvær skeljar af lýsi I morgunmat? Eöa þá þeim sem horföu á eftir bátunum? Þrátt fyrir frumstæö veiöitæki á frumbýlisárum þjóð- arinnar tókst oft aö veiöa nokkuö vel af fiski, og slfellt þurfti aö sækja lengra út. Aörar þjóöir sóttu einnig I fiskinn okkar. Bask- ar og fleiri þjóöa menn veiddu vel af hval á norðurslóöum á seinni öldum þar til hvalnum fækkaöi og útgeröin borgaöi sig ekki lengur. En íslendingar þurftu aö blöa eft- ir þvl að hvalinn ræki dauöan á land. Ef trúa má gömlum bókum var landiö viöi vaxiö milli fjalls og fjöru fyrir margt löngu. Ekki hélzt það þó fram á okkar daga. tslendingar eru friöelskandi þjóö og hafa aldrei herjaö á nokk- urn mann. Þeir hafa jafnvel ekki barizt innbyröis siöan allt sökk hér i eymd og volæði i lok miö- alda. tslendingasögurnar eru gott dæmi um friöarást lslendinga, ekki satt? Þær eru vissulega óöur til friöar og sáttfýsi, þvi þar eru deilumálin alltaf leidd til lykta meö sáttum á endanum, aö visu eftir smá blóösúthellingar. Það var ekki furöa þótt sátt og sam- lyndi væri ofarlega i huga manna á ritunartíma sagnanna, þegar allt logaöi hér i innanlandsátök- um. Höföingjar böröust. Sjaldn- ast sjálfir I eigin persónu, heldur öttu þeir þingmönnum sinum saman. Friösælir bændur voru rændir mat, annaö var ekki aö hafa hjá þeim. Og til aö foröast þaö aö þeir gætu gefiö andstæö- ingnum aö boröa var hyggilegt aö höggva búpeninginn I leiðinni. Konum var rænt, enda alltaf þótt hetjulegt og reyndar öruggast aö ráöast á minni máttar. Auk skipulagöra hdpa reikuöu ýmsar bullur um héruö og trufluöu sveitasæluna þegar minnst varöi. Þaö er ekkert nýtt hér aö horfa aftur til glæstrar fortiöarinnar og undrast og miklast af. I eymd siö- ari alda varö þaö oft helzt til fró- unar aö kveöa rimur af fornald- arhetjum. í rimunum liföu þær lifi sem aldrei hefur veriö lifaö og drýgöu dáöir sem venjulegu fólki væri stungiö I steininn fyrir aö drýgja. Jafnvel hann Jónas okkar minnir okkur á að þó gullöldin sé liöin sé landiö þó enn hiö sama gamla og góöa. Þaö eru vissulega ýmsar iskyggilegar blikur á lofti þessi árin. Þaö er óneitanlega gremju- legt aö nokkrir karlfauskar \ austri og vestri hafi vald til ab etja mönnum sinum hverjum á móti öðrum, engum til góös og öllum til ills. Sömuleiöis aö hægt sé að telja fólki trú um aö striö sé nauösyn. En öryggi hefur liklega aldrei þekkzt, alltaf hefur steöjaö hætta af einhverju. Þaö er grát- legt aö um stund skuli mesta hættan steöja af okkur sjálfum, um leiö og viö þekkjum og vitum svo margt. Mannkynssagan og gamli tlm- inn er hollt lestrarefni. Ekki til aö fræöast um fæðingarár kónga og miklast af afreksverkum forfeör- anna, heldur til aö fræöast um mannlifiö á hverjum tima. Þá sjáum viö skarpar allt sem viö höfum. Já, þaö er sannarlega ástæöa til aö vera hamingjusam- ur á þessum slöustu og beztu tlm- um. En um leiö þarf aö klappa upp bjartsýnina og úa á bölsýn- ina. Bölsýni er letjandi, en bjart- sýni hvetjandi og jákvæö. Hún ein skilar okkur áfram, bæöi til aö bæta eigið mannlif og vonandi til aö styöja viö bakið á öörum. Nú er mál að linni. Gerum okk- ur grein fyrir tvennu. I fyrsta lagi aö okkur hefur aldrei liöið eins vel og nú. t ööru lagi aö mannskepn- an er aldrei ánægö meö þaö sem hún hefur. Sigrún Daviösdóttir. mest, best, verst Óvanalegustu handtökumar Aöeins tveir forsetar Banda- rikjanna hafa verið handteknir. Enginn meö þann titil hefur ver- iö fangelsaður, þótt fleiri en einn hafi verðskuldað það. Fyrir utan seinni tima spekinga á for- setastól, sem ekki hafa haft hreinan skjöld (sbr. Nixon), má nefna Franklin Pierce, sem svarta nótt áriö 1853 var á heim- leið riöandi frá William nokkr- um Morgan. Meö hugann upp- tekinn viö velferö lands og þjóö- ar reiö Forsetinn yfir eldri dömu, Frú Nathan Lewis. Skyldurækinn lögregluþjónn handtók knapann og hugðist setja hann inn fyrir ógætilega reiö, en Forsetinn svaraöi aö- eins ,,Ég er herra Pierce” og var sleppt viö svo búiö. Annar Forseti, Ulysses S. Grant, var einnig reiömaöur mikill, en sat oftast I léttum vagni sem gæöingar hlupu fyrir. Tvisvar var hann handtekinn, áöur en hann varö forseti, þá ennþá yfirmaður herdeildar Potomac. Þetta var áriö 1866 og fékk hann fimm dollara sekt i bæði skiptin. Hann var þvi gam- all kunningi lögreglunnar, þeg- ar hann var handtekinn fyrir „of hraöan akstur” á hestvagni sinum á fyrsta forsetaári sinu. Lögregluþjóninn baöst marg- faldlega afsökunar, þegar hann sá hver var á ferö, en Forsetinn skipaöi honum „aö gera skyldu sina” og handtaka sig. Vagninn og hestarnir fóru i lögreglu- vörslu, en Forsetinn slapp án ákæru. Ulyssei 8. Grant var tekinn fyrir „of hraöan akstur” á Forseta- vagni slnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.