Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 3
Helgin 8.-9. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Illa horfir víða með heyfeng í Borgarfirði — Hér í Borgarfjarðar- héraði horfir nú raunar Lauren Bacail I aðalhlutverkinu I söngleiknum „Woman of the Year” sem frumsýndur var á Broadway í vor. Donald Sutherland og Lauren Bacall á fjölunum á Broadway Broadway, OFF-Broadway og OFF-OFF Broadway er flokkun sem notuð er á hinar fjölmörgu leiksýningar i stórborginni New York, sem nú er að taka við af London sem fremsta leiklistar- borg i heimi. Er meira að segja svo komið að ferðaskrifstofur i Evrópu eru farnar að auglýsa sérstakar leikhúsferðir til New York. Ekki eru það endilega sýn- ingarnar sjálfar sem laða að ferðamenn, heldur frekar stjörnuliöið sem þar birtist á fjöl- unum. Þó að flestir þekki leikara eins og Donald Sutherland, Ellen Burstyn, Robert De Niro, Mary Tyler Moore, Richard Burton, Ingrid Bergman og Lauren Bacall fyrst og fremst fyrir kvik- myndaleik, eru þau öll alveg eins og jafnvel enn fremur sviðsleik- arar. Og á milli kvikmyndanna leika þau stólparullur á sviði, oft- ast nær á Broadway eða OFF Broadway. Nú i vor var Lauren Bacall heiðruð af gagnrýnendum i New York fyrir frábæra frammistöðu i „Woman of the Year”, söngleik sem byggir á gamalli kvikmynd sem Katherine Hepburn og Spencer Tracy léku i árið 1942. Þessi söngleikur hefur náð geysilegum vinsældum og er spáð miklu gengi. Ekki hefur hins vegar gengið eins vel hjá Donald Sutherland, sem nú i vor lék aðalhlutverkið i „Lolitu”, en leikritið gerði Edward Albee eftir sögu Nabokovs. Leikritiö var aðeins sýntnokkrum sinnum, en féll svo með braki og brestum og var þurrkað út af sýn- ingarskránni. OFF-OFF Broadway sýningarnar njóta ekki siður vinsælda en hinar fyrr- nefndu. Þangað fara ferðamenn ekki sist til aö skoða ýmsar óvanalegar grúppur en flestir minnihlutahópar eiga þar sitt eig- ið leikhús. Nægir að nefna svart leikhús, kvennaieikhús og svo leikhús með hommum annars vegar og lesbium hinsvegar. Þangaö koma einnig áhugaverðir erlendir hópar með sýningar sin- ar og ýmsir mjög spennandi höf- undar hafa frumsýnt þar verk sin á siðustu árum. skár með heyskapinn en gerði framanaf/ sagði Bjarni Arason ráðunauturí Borgarnesi við blaðamann Þjóðviljans í gær, (föstu- dag.). — Ágætur þurrkur var um verslunarmanna- helgina og náðu menn þá upp verulegum heyjum. Heyskapur má viðast heita sæmilega á veg kominn, miöað við aðstæður allar, og best þó sunnan Skarðsheiðar. Nokkur brögð eru að kali allviða. Mest gætir þess þó i Þverárhlið, Lundarreykjadal og nokkuð ber á þvi á Mýrunum. A þeim jörðum, þar sem kalið er hvað mest, má gera ráð fyrir þvi að ekki fáist nema helmingur heyja, miðað viö það, sem gerist i meðal ári. Þessi býli eru þó fremur fá. Hitt er vist, að heyskapur verður, viöasthvar hér eða allsstaðar, verulega mik- ið minni en hann er allajafna. Þó má undanskilja suðurhluta Borg- arfjarðarhéraðs. Þar hygg ég að heyskapur verði áþekkur þvi, sem hann gerist i meöalári. Ann- arsstaðar mun koma til með að vanta verulega upp á það. Tel ég ekki fráleitt að ætla, aö þar geti hey orðið allt að 20-50% minni en i meðalári. — En hvað um sprettu? Er hún ekki sæmileg nema þar sem um er aö ræða kalskemmdir? — Jú, hún er orðin allsæmileg. Undanfarið hefur verið hér ágæt sprettutið. En það spratt seint og heyskapur er af þeim sökum seinna á ferö en oft áður. — Hvernig er nýting þeirra heyja, sem búið er að ná? — Hún er yfirleitt sæmilega góð. — Heldurðu ekki að heyfengur verði viöa það rýr að búfé hljóti af þeim sökum að fækka talsvert i haust? — Jú, slátrun verður mikil. Og dilkar sýnast lita vel út. Vorið var áfallalaust þótt spretta væri sibú- in. Og mikið er um aö ær væru tvilembdar. Og sjálfsagt skerða ýmsir þeir bústofninn, sem rýran hafa heyfeng, i stað þess að treysta á fóöurbætisgjöf. Sumir þola sjálfsagt einhverja skerð- ingu, öðrum verður hún þyngri i skauti. Siðan vikum við Bjarni að ýmsum málum öörum en það spjall á ekki heima i heyskapar- fréttum. —mhg HVERS VE8NA EX ISKYLDU • • iasta iarii 2. 3. 4. AVOXTUN SPARIF1ARIDAQ? Vegna þess aö húsnæðislöggjöfinni hefur veriö breytt, þannig, aö nú gilda eftirtalin kjör í aðalatriðum um ávöxtun skylduspamaðarfjár: 1. Það er full verðtryggt með lánskjaravisitölu. Vísitölutryggingin er reiknuð út mánaðarlega á inneign hvers og eins. Fjárhæð sú, sem vísitölutryggingin myndar í hverjum mánuði fyrir sig, er lögð við innistæðuna í byrjun næsta mánaðar á eftir. Skyldusparnaðarféð er skattfrjálst með öllu. 5. Vextir nema 2,0% á ári. Samkvæmt þessum kjörum verður ávöxtun ákveðinnar inneignar í skyldusparnaði sem hér segirísvo að dæmi sé tekið): Kr.5.950,00 eru lagðar inn á skyldusparnaðarreikning í Byggingarsjóði ríkisins íjúlí 1980. Ári síðar, í júlí 1981, hefur þessi fjárhæð hækkað í kr. 5.952,00. Fjárhæðin hefur því hækkað um 50.94% á 12 mánaða tímabili. Auk þess er hún skattfrjáls með öllu. Af þessu má sjá, að ein hagstæðasta ávöxtun sparifjár, sem ungt fólk á kost á nú, er í skyldusparnaði Byggingarsjóðs ríkisins. Þess vegna skal ungt fölk, sem tekur þátt í skyldusparnaði, hvatttil að: •taka inneign sína í skyldusparnaði ekki út, þótt fyrir hendi sé réttur til þess, nema brýn nauðsyn krefji. •fylgjast rækilega með því, að atvinnurekendur greiði tiiskilinn hluta launanna inn á skyldusparnaðarreikning hvers sparanda fyrir sig. MUNIÐ: Skyldusparnaður nú getur gert íbúðarkaup möguleg síðar. ^ Húsnæðisstofnun ríkisins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.