Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 5
Helgin 8.-9. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJÍNN — SIÐA 5 Pat Boone Pat Boone ákærður í Danmörku Árlega er haldin á Jótlandi sjálfstæðishátiö Bandarikj- anna og er Margrét drottning þar jafnan mætt með fjöl- skyldu sinni. í ár tók söngvar- inn Pat Boone þátt i þessari hátíð og vakti mikla athygli með yfirlýsingum sinum. A þessari dansk-amerisku hátið voru allmargir mótmælendur samankomnir, sem mótmæltu ofbeldi og morðum i E1 Salvador. Um þá sagði Pat Boone að þeir þyrftu að fá hirtingu, en þess má geta að mótmæli þessi gegn stjórn- völdum i E1 Salvador voru mjög friðsamleg. Hefur Boone nú verið á- kærður fyrir að hvetja til of- beldis, enda fór svo að einn dansk-amerikani réðist að mótmælendum, sem stóðu I rööum með áletranir á bolum sinum meöfram áhrofenda- svæðinu, og barði hann mjög illa á fólkinu, uns lögreglan fjarlægði hann. Undir þessu sátu Margrét og Henrik, hafa ýmsir raunar velt þvi fyrir sér, hvort þau eigi yfirleitt erindi á hátiðir sem þessar. Vist er að ræðuhöld og söngur Pat Boone þóttu mjög i göml- um og ihaldssömum anda og fjölluðu aðallega um hjóna- bandið og kristna trú sem hornsteina bandarisks þjóð- félags. Frá afhendingu tækjanna. A myndinni eru frá hægri: Heiga Einars- dóttir, fráfarandi formaður kvennadeildar Rauöa krossins i Reykjavik, Daviö A. Gunnarsson forstjóri rikisspitalanna og Valgaröur Egilsson læknir, sem hefur rannsóknirnar meö höndum. Góð gjöf til Rannsóknastofu Háskólans: Bætir rannsóknir á brj óstakrabbameini Stjórn kvennadeildar Rauða- sinna grunnrannsóknum i krossins i Reykjavik afhenti frumuliffræði. nýlega að gjöf verðmæt tæki ætluð til rannsókna á brjós- krabbameini. Tækin eru gefin frumulif- fræðideild Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstig. 1 gjöfinni eru þessi tæki: 1) skápur ætlaður fyrir vinnu með frumur, en leyfir einnig vinnu með hættuleg efni: 2) frumu- ræktarskápur: 3) sérstök gerð af smásjá (svokölluð öfug fasa- smásjá) með smásjármynda- vél: 4) vefjakvörn, sýrustigs- mælir, vog. Fyrst og fremst er ráðgert að mæla ákveðin protein i frum- vöðva brjóstkrabbameins- fruma, svonefnd viðtaka- -prótein, sem binda sérstaklega kynhormóna, en eftir magni slikra próteina fer það oft hvaða læknismeðferö er beitt. Er hér þvi um mikilvægt spor að ræða til könnunar á eðli einstakra æxla. Jafnframt ofannefndu hlut- verki gera tækin nú kleift aö Stórgjöf til Borgarspítalans Nýlega afhenti sendiráðs- ritari Sambandslýðveldisins Þýskalands á Islandi, Heinz Pallasch, Borgarspitalanum aö gjöf operationsgastroscop af nýjustu tegund, meö fylgi- hlutum og tveim fullkomnum myndavélum. Formaður stjórnar Sjúkrastofnana Reykjavikurborgar, Adda Bára Sigfúsdóttir, veitti gjöfinni mót- töku fyrir hönd spitalans. Tækið er gjöf frá Alexander Von Hum- bolt visindastofnuninni i Bonn fyrir milligöngu samnefnds fé- lags á tslandi. Tækjasamstæða þessi er notuð til greiningar sjúkdóma i efri hluta méltingarvegar, og gefur jafnframt möguleika til iækninga i ýmsum tilfellum án meiriháttar skurðaðgerða. Eins og kunnugt er, er mark- miö Alexander Von Humbolt stofnunarinnar að styrkja hvers konar visindastarfsemi meðal annars með gjöfum á visinda- tækjum, og stofnunin hefur um árabil styrkt unga visindamenn til rannsóknarstarfa i V-Þýska- landi. Um 30 tslendingar hafa notiö styrkja frá stofnuninni á undanförnum árum. Alexander Von Humboltfélagið á Islandi er samtök fyrrverandi styrkþega stofnunarinnar. Gjöf þessi er þáttur i viðleitni stofnunarinnar til að efla visindatengsl þjóða á milli. Stjórn Aiexander Von Humboitféiagsins á isiandi, ásamt fulitrúum sendiráðs Sambandslýöveldisins Þýskalands á tslandi og Borgar- spitalans. TOMMU 1 fc' ? A AÐEINS 9.023- en ef þér hentar ekki 26“ sjónvarps- tæki, þá eigum við einnig 20“ og 22“ tæki,á verði sem á sér ekki hlið- stæðu. Gæðin þekkja allir, en við viljum minna á símann, hann er 20080. Bræóraborgarstíg 1 -Sími 20080- (Gengió inn frá Vesturgötu)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.