Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. ágúst 1981 UOOVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Augiýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Þórunn Siguröardóttír Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son.Jón Guðni Kristjánsson. tþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. ritstjórnargrerin Ríkisstjórn og stjórnarandstaöa • Þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen tók við völd- um í febrúar 1980 voru það fáir, sem treystu sér til að spá henni langra lífdaga. • Ríkisstjórnarmyndunin var niðurstaða einhverrar flóknustu og harðskeyttustu stjórnarkreppu, sem orðið hef ur hér á landi f rá upphaf i lýðveldisins. Þar sem meiri hluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins kvaðst ekki geta fellt sig við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hafði myndun hennar í för með sér alvarlegan klofning Sjálf- stæðisf lokksins. Af leiðingin varð m.a. sú, að ríkisstjórn- in studdist, þegar í upphaf i, við ákaf lega óvissan þing- meirihluta. • ( arf eftir minnihluta Alþýðuflokksins tók ríkis- stjórnin við ákaflega hrörlegu efnahagsástandi. Miklu uppistöðulóni frestaðra verðhækkana hafði verið safnað upp á bak við verðstöðvunarstíf lu Alþýðuf lokksins, sem var að því komin að bresta. Flesta11ir atvinnuvegir voru að þrotum komnir sakir tapreksturs og opinber f yrirtæki voru fjárvana. Þá ríkti almenn svartsýni um horfur í efnahags- og kjaramálum meðal landsmanna. • Á því eina og hálfa ári, sem liðið er síðan ríkisstjórn- in hóf störf hefur orðið veruleg breyting til batnaðar. Samstarfið í ríkisstjórninni hefur reynst bæði gott og farsælt. Efnahagsmálin hafa tekið stakkkaskiptum. Verðbólgan hefur lækkað úr meira en 60% um þær mundir er rikisstjórnin tók við völdum niður í því sem næst 40% á yfirstandandi ári. Tekist hefur að koma á mjög góðu jafnvægi í ríkisfjármálunum og afkoma ríkissjóðs hefur ekki verið traustari um árabil. Þá standa atvinnuvegir landsmanna yfirleitt vel að vígi og f járhagsstaða opinberra fyrirtækja hefur batnað mjög. • Auk þessa árangurs hefur, á starfstíma þessarar rikisstjórnar, verið komið f veg fyrir frekari rýrnun kaupmáttar launþega. í þessu sambandi er heldur ekki vert að vanmeta þá kjarabót launþega, sem felst í minnkun verðbólgunnar og tiikomu verðtryggðra spari- sjóðsreikninga. Almenningur hefur nú, i fyrsta sinn um árabil, tækifæri til aðspara á annan hátten þann að f jár- festa í tækjum og húsnæði. Þessi umskipti munu hafa djúptæk áhrif á efnahagslífið, sem þegar er farið að gæta í meiri sparif jármyndun og minni innflutnings- hneigð en áður. • Vegna þess hve þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar hefur verið veikur, hefur hún öðru fremur orðið að treysta á þann stuðning, sem f rammistaða hennar hef ur af lað henni bæði á alþingi og meðal landsmanna. I þessu Ijósi er það talandi dæmi um árangurinn af starfi ríkis- stjórnarinnar, að nú er almennt taldar góðar horfur á því, að ríkisstjórnin muni sitja út kjörtímabilið. • Sá valkostur, sem stjórnarandstaðan býður kjósend- um upp á er á hinn bóginn ekki f élegur. Á þeim vettvangi 'fer lítið fyrir skynsamlegri stefnumörkun og ábyrgum vinnubrögðum. En þeim mun meira ber á f lokkadráttum og illdeilum. • Forystusveit Alþýðuf lokksins hefur á ný tekið upp þau vinnubrögð, sem hún ástundaði í ríkisstjórn Ólafs Jóharrnessonar, að þessu sinni á vettvangi stofnana Al- þýðuf lokksins sjálf. Verður ekki annað séð en forystulið Alþýðuflokksins sé staðráðið i því að vinna hinni „lýð- raeðislegu jafnaðarstefnu" fylgi með pólitiskum kaba- rettsýningum og uppákomum. • Enda þótt f lokksstarf í Geirsarmi Sjálfstæðisf lokks- ins sé á yfirborðinu ekki eins líf legt og í Alþýðuf lokkn- úm, eru undirstraumar þeim mun stríðari, ekki síst vegna komandi landsfundar Sjálfstæðisflokksins í hausfé Stjórnmálaákvarðanir Geirs Hallgrímssonar undanfarið hálff ár eða svo hafa ekki orðið til að auka traust til hans meðal almennra flokksmanna. • Ekki er fja?¥t lagi, að áframhaldandi formennska Geirs Hallgrímssonar í Sjálfstæðisf lokknum, ef af verð- ur, byggist á því einu, að ekki f innist f rambærilegri for- ystumaður innan þess hluta Sjálfstæðisf lokksins, sem ræður valdastofnunum flokksins. —ekh. úr aimanakínu Ég mun hafa verið 11 ára fremur en 10, er ég sótti i fyrsta sinni þingmálafund, eins og mig minnir að opinberir þjóðmála- fundir væru nefndir I þá daga. Fundurinn var haldinn á hinum forna þingstað Skagfirðinga, Litla-Garði i Hegranesi. Eyhildarholt var, þótt umlukt sé Héraðsvötnum á alla vegu, i alfaraleið i þá daga, þegar hestar voru helsta og algeng- asta „samgöngutækið”. Fundurinn mun liklega hafa áttað hefjast kl. 2. Um kl. 11 tók fólk, sem kom riðandi framan Borgareyju eða ofan Glaum- bæjareyjar, að hópastað Suður- kvislinni. Hún var helsti farar- tálminn á leiðinni út i Hegra- nesið. Heimamenn i Eyhildar- holti ferjuðu kvenfólk yfir kvíslina á pramma, og máttu fara margar ferðir, karlmenn riðu kvíslina niðri á vaðinu. Hún var nokkuð djúp en þó náði vel niðri, og þeir, sem vanir voru að ríða vötnin, þurftu ekki að bleyta sig á meðan ekki vatn- aði yfir hnakkinn. Þegar synt þótti.að ekki þurfti að aðstoða fleiri við að komast yfir Suöur- kvislina að þessu sinni, riðum við Eyhiltingar úr hlaði. Sem fyrr segir var fundurinn á Litla-Garði. HUsaskjól var ekkert en tjalddúkur mikill umlukti fundarstaðinn að norðan og áustan. Upp við hann var bekkur og borð fyrir ræðu- menn.en fundargestir flat- möguðu á grængresinu. Hér var treyst á vingjarnleik veðurguð- anna og þeir brugðust ekki. Stormur og rigning hefðu eyði- lagt fundinn. En veðrið var svo blítt sem best varð á kosið, logn og sólskin. Liklega hafa máttar- völdin verið hliðholl pólitíkinni i þá daga. Fundurinn var feykilega fjöl- mennur, eins og allir sllkir fundir voru raunar þá. Fólk taldi naumast aðra skemmtun fremri þeirri, að heyra þjóð- málaskik-ungana leiða saman hesta sina. Stjórnmálaflokkar voru þá þrir i landinu: Alþýðu- ‘ flokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Allir áttu þeir þarna sinafulltrúa. Ekki er ég vissum að ég muni lengur að nafngreina alla ræðumennina en suma þó. Af ræðumönnum Alþýðuflokksins man ég eftir Haraldi Guðmundssyni, Erlingi Friðjónssyni og Einari Olgeirs- syni. Af hálfu Framsóknar- manna töluðu Jónas Jónsson frá Hriflu, Brynleifur Tobiasson, Bernharð Stefánsson, Stein- gri'mur Steinþórsson, — sem þá mun fyrst hafa komið fram á opinberum stjórnmálafundi i Skagafirði, — og Gisli Magnús- son i Eyhildarholti. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins voru Magnús Guðmundsson, Jön á Reynistað, þá báðir þingmenn Skagfirðinga, Olafur Thors og Valtýr Stefánsson. Ýmsir þess- ara manna töluðu oftar en einu sinni, en ræðutima var skipt jafnt á milli flokka. Sennilega hefur Sjálfstæðis- flcickurinn átt mest fylgi á fundinum.Hann var þá ennfjöl- mennastur I héraðinu en átti orðið mjög i vök að verjast. Framsóknarmenn voru i sókn og ákaflega vigreifir um þessar mundir. Hið sama má raunar segja um Alþýðúflokkinn, þott i honum væri farið að hrikta vegna innbyrðis sundurlyndis, sem átti eftir að leiða til klofnings. Umræöur urðu bæði harðar og langar. Lauk fundi ekki fyrr en kl. 11 um kvöldiðog hafði þá staðið i 9 klst. En á eng- um var fararsnið fyrr en að fundarlokum. Eins spaugilegs atviks minnistég sérstaklega frá þess- um fundi. Jón Normann Jónsson hét maöur, ættaöur frá Hróars- dal i Hegranesi. Hann var á- kafur Framsóknarmaður á þessum árum, þótt annað yrði siðar uppi á teningnum. Jónas Jónsson hafði tyllt sér meðal fundargesta og sat á lágu þiífu- barði. Jóni mun ekki hafa þótt fara nógu vel um Jónas og kom nú með útsaumaðan púða, sjáanlega hinn besta grip, fékk Jónasi púðann með ummælum, sem efnislega lutu að þvi, að hann skyldi leggja hann á milli sjálfs sin og fósturjarðarinnar. Jónas tók við púðanum með vinstri hendi, heilsaði Jóni með þeirri hægri, þakkaði fyrir hugulsemina, en lagði siðan púðann til hliðar og sat sem fastast á sinni þúfu. Ekki ætía ég að gera upp á millimálflutnings ræðumanna á þessum fundi. Bar enda lítið skynbragð á pólitik þá (og kannski enn). En minnis- stæðastir eru mér þeir Haraldur, Einar ólafur,Jónas og Steingrimur, án þess að ég muni nú nokkuð lengur hvað þeir sögðu. Þess minnist ég þó, að Ölafur lét svo um mælt isinni seinni eða seinustu ræðu, að' þetta væri nú langur fundur orðinn og trúlega mál til þess komið að hann tæki enda. Haraldur Guðmundsson sté næstur i stól, snéri sér að Ólafi og mælti: ,,t Babýlon við vötnin ströng við sátum fuilirsorgar, oss fannst hver stundin leið og löng og langaði til Sionsborgar”. Gisli i Eyhildarholti talaði einu sinni. Að ræðulokum fékk hann mjög mikið klapp frá á- heyrendum. ólafur Thors vék sér að honum og sagði stundar- hátt: ,,Þú fékkst glamrið, Gisli”. Þeir Ólafur voru skólabræður og miktír mátar, þrátt fyrir al- gerlega öndverðar stjórnmála- skoðanir. Vel má vera að vin- samlegtsamband þeirra alla tið hafi að einhverju leyti stafað af tengdum.en Ólafur var kvæntur frændkonu Gisla, Ingibjörgu Indriðadóttur Einarssonar. Hitt hygg égþóað vegiðhafi þyngra, að flestir stjórnmálamenn Magnús H.Gislason skrifar þeirra tima létu pólitiskan á- greining ekki valda vinslitum. Má það Ut af fyrir sig þykja at- hyglisvert fyrir þær sakir, að pólitísk skil voru þá skarpari, allarbrúnirhvassari, deilur tið- um heitari en nú. Eftir þetta setti ég mig aldrei úr færi með að sækja opinbera stjórnmálafundi. Gæti ég sagt frá mörgum slikum, ýmist þeim, er ég sótti sjálfur eða hafði spurnir af. En þvi er ég að rifja upp þessar minningar, svo langt, sem þær liggja orðið að baki? Ég geri það tii þess að benda á þá breytingu, sem þarna er orðin á, illu heilli. NU eru þessir stórfundir, þar sem fulltrúar allra flokka komu saman og rökræddu ágreinings- efnin, að mestu fallnir niður. Hinir svokölluðu framboðs- fundir, til undirbúnings al- þingiskosningum, eru þó ennþá haldnir, þótt stórum séu þeir færri en áður og að öðru leyti ekki nema svipur hjá sjón. NU eru flokksfundir orðnir alls ráð- andi.Talsmenn flokkanna boða til funda með flokksfólki ein- göngu, enginn mætir til and- svara, enda ekki til þess ætlast. Málin eru aðeins rædd frá einni hlið þvi að sjúkir þurfa ekki lengur læknis við heldur þeir, sem heilbrigðir eru. Auðvitað er stundum auglýst, að fundir séu ifllum opnir. En það virðast fyrir löngu vera orðin saman- tekin ráð stjórnmálamannanna að sækja helst ekki fundi hverjir hjá öðrum. Einhverntima heyrði ég þeirri „röksemd” haldið fram, að Ut- varpsumræður hefðu gert al- menna, opinbera fundi óþarfa. A það fellst ég ekki. Fundur er lifandi fyrirbrigöi, þar sem á- heyrandinn er sjálfur þátttak- andi. Utvarpsumræður eru raddir, sem maður heyrir Ur öðru herbergi og nær engu sam- bandi við. Ég er ekki að mæla með þvi, að útvarpsumræður verði felldar niður. En þær geta aldrei komið i stað fundanna. Stjómmálamenn nota þessa á- stæðu aðeins sem afsökun fyrir værugirni sinni. Þingmála- fundirnir voru oftast, ef ekki ævinlega ákaflega fjölsóttir. Flokksfundirnir eru afturá móti að öllum jafnaði fremur fá- sóttir. Fólki finnst, að það geti bara lesið flokksblöðin. Það er talað um vaxandi áhugaleysi al- mennings á stjórnm álum. E n af hverju stafa það áhugaleysi? Það stafar af þvi, að stjórn- málamennirnir ná ekki til fólksins á sama hátt og áður. A flokksfundunum eru rauluð ein- tóna vögguljóð. A þingmála- fundunum voru kyrjaðir marg- radda baráttusöngvar. Og það erærinn munur á þeirri „hljóm- list”. Ég held, að stjórnmála- mennirnirokkar ættu, hafi þeir á annað borð meiri áhuga á stjórnmálum en metorðastriti, — að endurvekja gömlu fund- ina, ætli þeir ekki á annað borð að gera alla pólitik að einhvers- konar moðsuðu, þar sem enginn sértilátta og allur stjórnmálaá- hugi þar með drepinn i dróma, enginn lætur sig lengur neinu skipta hvað upp snýr eða niður. A þvi græða þeir einir, sem fiska vilja i gruggugu vatni. En þeir eiga ekki að ráða ferðinpi. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.