Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 8
S StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. ágúst 1981 Ræða Þórarins Guðnasonar flutt í Dómkirkjunni við útför Magnúsar Kjartanssonar 6. ágúst Vötnin byltast aö Brunasandi, bólgnar þar kvikan gljúp; landiö ber sér á breiöum heröum bjartan og svalan hjúp; jötunninn stendur meö járnstaf ihendi jafnan við Lómagnúp, kallar hann mig, og kallar hannþig... kuldaleg rödd og djúp. Við komum hingaö i dag til þess aö kveðja Magnús Kjartansson. Röddin djúpa og kuldalega kall- aöi hann burt 28. júli, aðeins 62 ára aö aldri. Hann veiktist alvar- lega fyrir nokkrum árum og bar aldrei sitt barr likamlega eftir það, en siðan rak hver sjúkdóms- hrinan aöra, uns kraftarnir þrutu að fullu og öllu. A kveöjustund er margs aö minnast. Gönguferöir úti i náttúr- unni, og Magnús ævinlega fremstur i flokki, sterkur og fót- viss, þrunginn lifskrafti og áhuga á öllu, sem ber fyrir augu og eyru. Fjöldagöngur undir blaktandi fánum og Magnús i ræðustóli, mikilúölegur, hvetjandi og alvar- legur. Góöra vina fundir á heimili Magnúsar og Kristrúnar, glaö- værö og gamanmál, bók tekin út úr skáp og rifjaöur upp góöur texti i bundnu máli eöa lausu, og kvöldin liöa alltof fljótt. Bjartir og hlýir sumardagar i Kaup- mannahöfn, Magnús i hjólastól, en kátur og hress, ausandi af brunni þekkingar sinnar og kunn- ugleika á fyrrverandi höfuðborg tslands, og sagan kemur hlaup- andi á hverju götuhorni upp i fangiö á ókunnugum af vörum góös leiðsögumanns. Alls þessa er gott aö minnast og svo margs og margs. En á þess- um degi hljótum viö Hka aö rekja æviferil Magnúsar, skipti hans viö starfsbræöur og systur, bar- áttufélaga og kunningja úti i iö- andi lifi samfélagsins, einnig þá sem ekki voru honum alltaf sam- mála, en munu eigi aö siður hafa kunnaö aö meta þaö sem vel er gert og stórt er i sniöum I fari andstæöings. Magnús var fæddur á Stokks- eyri 25. febrúar 1919, sanur Sig- rúnar Guömundsdóttur og Kjart- ans Ólafssonar. Hann tók stúd- entspróf 19 ára gamall, en sigldi þá til Hafnar og las verkfræöi, en áttaði sig fljótlega á þvi, eins og hann sagöi siöar, aö þar haföi hann valiö hlutskipti sem honum hentaöi ekki. Hann hóf þá nor- rænunám undir handleibslu Jóns Helgasonar og taldi sig æ siöan standa í mikilli þakkarskuld viö hann. Þetta var á striðsárunum, Danmörk var hernumiö land og einangraö og fyrir áeggjan Jóns og með aöstoð hans og fleiri góöra manna fékk Magnús leyfi til þess að fara yfir sundiö og halda nor- rænunáminu áfram I Sviþjóð. Um þetta leyti staöfesti hann ráö sitt, og þegar þau hjónin komu heim til tslands aö striöinu loknu, mun hann hafa verið óráöinn i hvað gera skyldi, eða eins og hann orö- aði það eitt sinn ,,var um skeiö eins og milli vita. Þá gerðust þau tiöindi haustið 1945 að Banda- rikjamenn báru fram kröfur sin- ar um herstöövar á íslandi i 99 ár. Ég held,” segir hann ,,aö enginn atburður hafi haft eins mikil áhrif á mig um dagana, og ég einsetti mér að beita þvi afli sem ég kynni að eiga til þess aö koma i veg fyr- ir erlend yfirráð. Um sömu mundir kynntist ég Kristni E. Andréssyni, viö uröum miklir vinir og hann varö ámóta áhrifa- valdur i lifi minu og Jón Helgason áður. Og Kristinn var ekki á milli vita eins og ég.” Þannig fórust Magnúsi orð i blaðaviötali rúmum þrjátiu ár- um eftir aö þessi saga geröist. Og hann bætti viö: „Ætli sagan sýni ekki helst aö ég hafi verið áhrifa- gjarn unglingur, sem varö fyrir þeirri reynslu aö kynnast óvenju- lega mikilhæfum mönnum.” Magnús varö samverkamaður Kristins viö Mál og menningu, en siöar við Þjóðviljann, og 1947 var hann ráöinn ritstjóri blaðsins. Segja má, aö þar meö sé ævi- starfiö hafiö og áratuga tengsl hans viö Þjóðviljann. t áöur- nefndu viötali var þeirri spurn- ingu beint til hans, hvernig hon- um hefði sjálfum fundist sam- vinnan viö blaöiö eftir að hann varö þingmaöur, og svar hans var einfaldlega: ,,Ég hef aldrei átt neina samvinnu viö Þjóðviljann, hann hefur veriö hluti af mér og égaf honum, nema þau ár sem ég hef dvalist á sjúkrahúsi eða i stjórnarráði.” Hann hafði frá unga aldri veriö mikill áhuga- maöur um stjórnmál og ákvebinn sósialisti, en þegar hann varö starfsmaður Þjóöviljans kom brátt i ljós aö sem pólitiskur rit- stjóri var hann fjölþættum kost- um búinn. Forystugreinar hans, ritgerðir um stjórnmál almennt eöa brennandi deilumál dagsins vöktu athygli miklu stærri hóps lesenda en þess sem aö jafnaði leggur á sig aö fylgjast með dæg- urþrasinu. Þó verða Austra- greinarnar væntanlega lengst i minnum haíðar, enda berflest- um sem muna þá tið saman um aö ekki hafi i annan tima ver- ið beittari penni á ferð i islenskri stjórnmálaumræðu, óvæginn oft á tiöum, leiftrandi af hugmynda- auögi, kryddaðri ýmist með góð- látlegri glettni eöa nlstandi háði. Lesendur Þjóöviljans opnuöu blaöiö meö eftirvæntingu á hverj- um morgni: Hvaö skyldi Austri segja i dag? Og þaö brást ekki, alltaf eitthvaö nýtt, aldrei endur- tekning, eitthvaö athyglisvert, stundum eitthvað allsendis óvænt sem átti þó skiliö aö vera efst á baugi, ný hlið á gömlu máli, oft bráðskemmtilegur útúrdúr eða sprenghlægileg skrýtla, en samt — alltaf fá orö i fullri meiningu, og ævinlega hitt i mark. Þannig var Austri, og honum veröur lengi viö brugöið. Magnús var kosinn á þing 1967 og geröist þar umsvifamikill, eins og vænta mátti um mann, sem haföi sivakandi áhuga á flestum vandamálum samfélagsins og lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. í kosningum fjórum árum siðar breyttust hlutföllin I styrkleika stjórnmálaflokkanna svo mjög, aö stjórnarskipti uröu og var Magnús þá skipaöur ráöherra heilbrigðis- og tryggingamála og einnig iönaðar- og orkumála. Það fyrsta sem skráð er i Stjórnartið- indi eftir að vinstri stjórnin settist aö völdum eru bráöabirgöalög hans um hækkun bóta almanna- trygginga. Allt tryggingakerfið var endurskoðaö, m.a. með þaö fyrir augum aö greiðslur til aldr- aös fólks og öryrkja yröu hækkaö- ar svo, aö þær nægöu til fram- færslu. „Það var gaman aö fýlgj- ast með þvi hvaö Magnús var ör- uggur og haröskeyttur þegar hann var aö sækja rétt bótaþega i rikisstjórn og á Alþingi,” segir náinn samstarfsmaöur hans frá þessum árum. En margt fleira var á döfinni. Sjúkrastofnanir risu af grunni, og þar var stór- hugur aö verki. Ný heilbrigöislög voru sett og skyldu þau tryggja landsmönnum jafnrétti um heilsugæslu. Þetta voru breytingatimar i iönaöar- og orkumálum. Dreifing raforku um landsbyggöina var aökallandi, og nýting hennar til stærri átaka i iðnaöi en þekkst höföu áöur á landi hér var komin til sögunnar. Stefna Magnúsar i þeim málum var i hans augum þáttur i sjálfstæöisbaráttu þjóö- arinnar. Aö Islendingar heföu þar tögl og hagldir var honum jafn-sjálfsagt og yfirráðin yfir fiskimiðunum umhverfis strönd- ina og sérhverjum bletti þess lands, sem viö nefnum fósturjörð. A kveöjustund er margs aö minnast. Hvernig maöur var Magnús Kjartansson? Hann var ljóngáfaöur, viðlesinn, vel menntaður, meö afbrigöum fljót- ur aö átta sig á mönnum og mál- efnum, ljúfur maður i umgengni, en átti þaö lika til að vera hörku- tól, þegar þess þurfti með, gat jafnvel verið óbilgjarn, en einlægt hreinskilinn og hreinskiptinn, sagöi hug sinn allan hver sem i hlut átti, og virtist aldrei bera kala til þeirra, sem hann átti i höröustum deilum viö. Hann var fullur metnaöar fyrir hönd þeirra, sem báru skaröan hlut frá boröi eöa fóru á mis viö það jafn- rétti sem honum þótti eölilegt hlutskipti allra manna, en hann sóttist aldrei eftir auöi, völdum eða metoröum fyrir sjálfan sig. Hann baö hvorki um ritstjóratitil, þingsæti né ráöherrastól; þaö voru samherjar hans og sam- starfsmenn sem réttilega álykt- uðu aö hann væri sjálfkjörinn til þeirra starfa. Hann var óttalaus maöur og tók þvi sem aö höndum bar eins og sjálfsögðum hlut, gróf sig i fönn ásamt félaga sinum þegar þeir lentu I ófærö og myrkri i fjallgöngu á tslandi, feröaöist vitt og breitt um Vietnam meöan sprengjurnar féllu og arkaði ótrauöur inn I frumskóginn. Það var þessi óbilandi kjarkur sem alltaf einkenndi afstöðuna til þeirra sjúkdóma sem hann átti i höggi við seinustu æviárin. Aldrei heyröist hann mæla æöruorð eöa harma vanmátt sinn. En trúlegt er aö skert þrek hans sjálfs hafi enn betur opnaö augu hans fyrir böli annarra sem bjuggu viö fötl- un vegna slysa eöa sjúkdóma og þörf þeirra fyrir liöveislu dugandi stuöningsmanna. Hann baröist i ræöu og riti fyrir bættri aöstööu og endurhæfingu fatlaðra og ekki siður fyrir breyttum viðhorfum ráöamanna og almennings til þessara vandamála. Og hann lét ekki sitja viö oröin tóm, heldur sýndi og sannaði meö fordæmi sinu, aö fötluöum eru flestir vegir færir, jafnvel landa á milli, og aö þeir geta borið hugöarefni sin fram á mannfundum meö þeim hætti.aö á þá sé hlustað engu siöur en hina sem hafa likamsburöi til aö standa uppréttir. Þannig birt- ist hann sem fulltrúi þjóðar sinn- ar á fundum Noröurlandaráös og allsherje . þingi Sameinuðu þjóð- anna. Magnús hugsaöi ekki einvörö- ungu um hag og framtiðarhorfur tslendinga, eöa öllu heldur — til þess aö vega og meta ennþá skýr- ar okkar málefni kaus hann aö sjá veröldina frá stærra stjórnar- herni en úr skrifborðsstólnum heima. Þess vegna tókst hann feröir á hendur, kynntist þjóöum og kannaöi lönd, þar sem þýöing- armiklir kapitular mannkynssög- unnar voru aö hans dómi aö ger- ast. Hann skrifaöi bók um Kúbu, aðra um Kina og þá þriöju um Vietnam. Skarpskyggni hins glögga gestsauga leynir sér ekki og lærdémarnir sem hann dregur af þvi sem fyrir hann bar á ann- arlegum ströndum, eru geymdir i þessum bókum til fróöleiks og umþenkinga fyrir þá sem njóta vilja. Ef draga ætti saman I fáum oröum hugsjónir, störf og boö- skap Magnúsar til samtföar sinn- ar, veröur þaö naumast betur gert en meö hans eigin oröum: „Ég sagöi þér hversvegna ég hóf störf viö Þjóöviljann. Sjálfstæöi tslands, stjórnarfarslegt og efna- hagslegt, var umhugsunarefni mitt, og þaö hefur haldist alla tið siðan i öllum störfum minun. Ég hugsaöi um þaö sjálfstæöi sem „Jón Helgason brýndi fyrir mér foröum, ekki form, hégómaskap og tilfinningasemi, heldur aö þjóðin sannaöi i verki aö hún kynni að nota sjálfstæöiö til að koma á fegurra mannlífi hér en i heiminum umhverfis. Þessi hugs- un hefur veriö mér lykill til þess að meta öll mál, hvort sem ég vann við Þjóöviljann, á þingi eöa i stjórnarráðinu, en ég hirði ekki um að tiunda það frekar. Við skul- um ekki gleyma þvi aö fullt sjálf- stæði er forsenda þess aö viö komum á sósialisma sem miöast við heföir og viöhorf þessarar litlu þjóðar.” Svo mörg eru þau orö, og þar er engu við aö bæta. Þau voru hans testament, hans leiðarsteinn i lifi og starfi. Magnús Kjartansson kom i heiminn á köldum vetri, hann kunni ævinlega vel aö meta islenska náttúru i öllum hennar margvislegu myndum, og hann sofnaði siðasta blund- inn þegar hásumardýröin var alls ráöandi fyrir utan gluggann hans. Skáldið, sem orti um jötuninn viö Lómagnúp segir i ööru kvæöi: „Einn mun ég heyja mitt striö þegar nóg er lifaö” og hefur vissulega mikiö til^ sins máls. Þó veröur þaö seint ofmetiö aö fá aö njóta hjálpar og umönn- unnar sinna nánustu þegar mest á reynir, og þeirrar hjálpar naut Magnús i rlkum mæli. Viö kveöj- um hann öll meö þakklátum huga. Megi hin eilifa hvild veröa honum vær og góö. r Kista Magnúsar Kjartanssonar I Dómkirkjunni. Kransar og skreytingar eru frá: Starfsfólki iönaöar- ráöuneytisins, alþingi, heilbrigöis- og tryggingaráöuneytinu, ríkisstjórninni, Alþýöubandalaginu, Máli og m enningu, starfsfólki og samstarfsfólki á Þjóöviljanum, samstúdentum MR 1938, Knattspyrnufélag- inu Haukum, stjórnarnefnd og starfsfólki Rikisspitalanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.