Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 18
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. ágúst 1981 Einar Már Jónsson: Síðari hluti Þeir sem umgengust Mitterr- and, þegar dró aö lokum fjórða lýðveldisins, hafa stundum sagt að hann hafi þá verið eins og lam- aður: hann vissi að aðgerða var þörf en hafði ekkert bolmagn til aðgeraþaðsem nauðsynlegt var. En vorið 1958 hristihann slenið af sér: hann var einn af sárafáum stjórnmálamönnum sem hikaði þá hvergi og sýndi engan tvi- skinnung,heldur reis óhikað gegn de Gaulle og valdatöku hans. Á þessa atburði hafa menn oft litið siðan sem alger þáttskil i lifi hans — og jafnvel látið að því liggja að ,,nýr Mitterrand” hafi komíð fram á sjónarsviðið, gjörólikur stjórnmálamanni fjórða lýð- veldisins en þeim mun meir i ætt við baráttumanninn i andspyrnu- hreyfingunni — þvf að frá þessari afstöðu sinni hvikaði hann siðán aldrei hvernig sem vindar blésu i frönskum stjórnmálum, og fy.rir þeim hugmyndum sem hann fór þáaðmóta hefur hann allítafbar- ist ótrauður. Hreyfing f molum. En aðstaðan á fjTStu árum fimmta lýðveldisins var ákaflega erfið: bandalag Guy Mollet við miðflokkamenn af ýmsu tagi og bregðast skjótt við, stökkva yfir girðinguna og leita sér skjóls I runnum. Mitterrand lagði tak- markaða trú á þetta, þótt hann hefði að visu fengið morðhótanir en gerði þá reginskissu, að segja vinum sinum ekki frá þessu atviki. En um miönætti 15. októ- ber, þegar Mitterrand er að aka heim til sin, verður hann var við að hann ereltur: einhverjir menn koma á eftir honum i bil og reyna að komast fram fyrir hann til að króa hann af. Eins og honum hafði verið ráðlagt hleypur hann yfir i skemmtigarðinn og leggst þar flatur á bak við rurma, en mennirnir i bilnum skjóta Ur vél- byssu i átttil hans. Mikil kúlaför voru á bil Mitterrands. Þetta banatilræði vakti gifur- lega athygli, en viku siðar gaf Pesquet sig fram og hélt blaða- mannafund með brauki og bramli. Hann lýsti verknaðinum á hendur sér, en sagði jafnframt að þetta hefðu allt verið saman- tekin ráð hans og Mitterrands: hefði Mitterrand sjálfur staðið á bak viðþetta og viljað setja á svið þetta „banatilræði” til að afla sér nýrra vinsælda.... Máli sinu til sönnunar lagði hann lram gögn sem sýndu að hann heföi skjalfest Sameiginleg stefnuskrá sóslalista, kommúnista og vinstriradlkala undirrituð 1972. Francois Mitterand afstaða hans i Alsi'rstriðinu höfðu lagt sósialistaflokkinn i rústir og valdið þvi' að vinstri menn voru eins og höfuðlaus og tvistraður her, en valdataka de Gaulle hafði bætt gráu ofan á svart: fjölmargir þeirra sem áður höfðu fýlgt vinstri flokk- unum gengu nú til stuðnings við hershöföingjann (komm- únistaflokkurinn hrapaði úr 25% niður i 20% atkvæða) en aðr- ir misstu allan áhuga á hefð- bundnum stjómmálum. Mitterr- and leitaðist þvi' i fyrstu við að safna brotunum saman og mynda e.k. bandalag vinstri manna, sem gæti orðið raunhæf stjórnarand- staöa, en hann fékk heldur litinn hljómgrunn. Þrátt fyrir það hélt hann ótrauður áfram. Á þessum árum voru nefnilega margir þeirrar skoðunar að fimmta lýð- veldið myndi ekki standa mjög lengi: dé Gaulle hefði fengið völdin fyrst og fremst vegna Alsirdeilunnar, en þegar búið væri að leysa hana meö einhverj- umhættimyndi hann láta afvöld- um — og stjórnarfarið yrði aftur likt pvf sem verið hafði á dögum fjórða lýðveldisins. Sumir héldu því jafnvel fram að stjórn de Gaulle myndi aldrei geta festst i sessi,þarsem hún hefði komist til valda með alls kyns samsæris- brölti og uppreisn, og myndi hún verða rekin frá með uppþotum. Mitterrand vildi þvi koma á fót einhverju stjórnmálaafli sem siðar gæti tekið við ?f stjórn Gaullista, og svo virðist einnig sem bann hafi haft 1 höndunum gögn um ýmis ljósfælin sam- særismái og banatilræði sem háttsettir Gaullistar voru bendl- aðir viö (einkum Michel Debré forsætisráðherra) og ætlað að ieggjaþau fi'am ifyllingu timans. Gaullistar litu þvi á hann sem einn hættulegasta óvin sinn, og honum voru brugguð launráð. Banatilræði? I októberbyrjun 1959 gerðist það siðan að stjórnmálamaður einn að nafni Pesquet, sem var yst til hægri en þó i tengslum við Gaullista, kom að máli við Mitterrand og sagði honum að i undirbúningi væri banatilræði gegn honum og hefði sér sjálfum verið falið að ráða hann af dögum. Maðurinn sagði jafn- framtað hann hefði enga löngun til að frem ja slikt ódæði, en hann yrði þó sjálfur tekinn af lifi ef hann óhlýðnaðist, og þvi vildi hann gefa Mitterrand hollráð um það hvernig hann gæti komist undan: ráðgert væri að skjóta á bifreið Mitterrands þegar hann ætti eins og venjulega leið fram hjá skemmtigarði einum að kvöldlagi, og skyldi hann þá lýsingu á „tilræðinu” og flótta Mitterrands bak við runna, áður en þessir atburðir gerðust! Nú leikur enginn vafi á þvi að Mitterrand var alveg saklaus af þessum áburði; hann haföi látið blekkja sig mjög illilega og gengið i gildru sem fyrir hann hafði verið lögð til að eyðileggja heiður hans sem stjórnmála- manns og binda þannig enda á feril hans. Þetta viðurkenndi hinn dularfulli tilræðismatur sjálfur mörgum árum siðar og bendlaði þá háttsetta Gaullista við sam- særið (einkum Michel Debré), en þar sem hann hefur orðið tvisaga verður að taka orðum hans með varúð, þótt þau séu að ýmsu leyti sennileg. Beið átekta. En i árslok 1959 sáu m jqg fáir i gegnum þennan blekkingavef. Gaullistar notfærðu sér þetta mál miskunnarlaust til að knésetja Mitterrand og almenningsálitið fylgdi þeim. Fjölmiölar ötuðu hann auri, hann einangraðist að mestu og flestir héldu að stjórn- málaferli hans væri endanlega lokið og hann yrði að hverfa af sjónvarsviðinu. Hann hafði fallið i þingkosningunum 1958, en þótt hann ynni þingsætið aftur 1962 var hann hálfgerður útlagi: I hvert skipti sem hann tók til máls á þinginu gerðu Gaullistar óp að honum, hrópuðu „Pesquet, Pesquet” og fleira i þeim dúr, og hann hafði naumast aðgang að fjölmiðlum. Mitterrand dró sig að nokkru leyti i hlé og notaði timann til að skrifa harkalegt ádeilurit gegn fimmta lýðveldinu og stjórnar- háttum de Gaulle, sem kom út 1964 og nefndist ,,Hið stöðuga stjórnlagarof’. Ritið bar þess talsverð marki að vera skrifað i hita deilunnar og ýmsum hef- ur þótt það óréttlátt á köflum, eftir á að hyggja, en það vákti hins vegar athygli fyrir óvenju glæsilegan og beittan stil. Þótt Mitterrand hefði áður skrifað ýmsa bæklinga má segja að þetta ádeilurit hafi verið upphafið á rit- höfundarferli hans, og það varð til þess að menn tóku aftur að hlusta á hann. Mitterrand var nú utan flokka, en ýmsir vinir hans stofn- uðu „málfundafélög” til að ræða um sameiníngu vinstri manna og undirbúa forsetakosninguna 1965 — en það var I fyrsta skipti sem kjósa átti Frakklandsforseta i al- mennum og beinum kosningum. Kosningamar 1965 Eftir mflrið brambolt, og mis- heppnaða f ram boðstilra un Gastro Defferre (núverandi inn- anrikisráðherra), fór svo að Ævi hans Og ferill Mitterrand lýsti yfir framboði sinu og fékk stuðning bæði sósial- ista og kommúnista. Allir vissu að engar minnstulikur voru á að Mitterrand — né nokkur annar — gæti sigrað de Gaulle, en hann vildi þó leggja i kosningaslaginn — ekki sist til að hefna sin fyrir „banatilræðismálið” sex árum áður. En fleira var i húfi. Tveir menn buðu sig fram gegn de Gaulle: Mitterrand, sem haföi stuðning vinstrimanna.og ungur, straumlinulagaður stjórnmála- maður að nafni Lecanuet, e.k. vasaútgáfa af Kennedy, sem höfð- aði til miðflokkamanna, vonsvik- inna Gaullista og slikra, og hafði auk þess þann kost að vera alveg nýr á vigvellinum og mjög i' takt við tímann. Það var ekki vafi á þvi að Urslit kosninganna myndu hafa mikil áhrif á þróun næstu ára, og gefa nokkra ábendingu um það hvort vinstri samfylking eða miðflokkabandalag væri sig- urstranglegri i baráttunni við Gaullista . Framboð Mitterrands fékk heldur kuldalegar viðtökur, margir töldu hann vera „mann fortíðarinnar” og þar að auki und-irfórulan, litt áreiðanlegan og likastan „itölskum endurreisnar- fursta” eins og sagt var. Svo var greinilegt að kosningabarátta hans var mjög „impröviseruð”, þvi að hann hafði enga flokksyél á bak við sig, og enga þaulhugsaða stefnuskrá, heldur varð hann að treysta á innblásturinn. Þvi ótt- uðust ýmsir að vinstri menn myndu nú biða mikið afhroð og fá færriatkvæði en þeirhöfðu fengið áratugum saman. De Gaulle virti mótframbjóðendur sina tæplega viðlits. En eftir þvi sem timinn leið virtist Mitterrand fá æ meiri byr i seglin, og 5. desember 1965 urðu úrslitin á þá leið að de Gaulle fékk 44%, Mitterrand 31% og Lecanuet innan við 16%. Þetta var talsverður ósigur fyrir de Gaulle, sem náði ekki kjöri i fyrstu umferð, en sigur fyrir Mitterrand sem fékk tvöfalt fleiri atkvæði en Lecanuet og varð þannig aðalandstæðingur de Gaulle. 1 seinni umferðinni fékk de Gaulle 54% atkvæða og náði kjöri, en Mitterrand fékk 46%. Vinstra bandalagið St jórmálaástandiði Frakklandi gjörbreyttist viðþetta. Það kom i ljós að hugntyndir Mitterrands um samstarf vinstri manna höfðu mfldu meiri hljómgrunn en mið- flokka-samkrull af hvaða tagi sem var, og hann varð nú helsti leiðtogi vinstri manna. Hann gat nú loks beittsér að þvi að hrinda i framkvæmd þeirri hugmynd sinniað skapa vinstristjórnmála- samsteypu sem væri jafnsterk og kommúnistaflokkurinn, gæti þanmg myndað nýtt jafnvægi meöal vinstri manna og gengið til einhvers konar samstarfs við hægfara sjálfsmorð i einhvers konar samstarfi til hægri — og hægri flokkarnir sætu i' stjórn til eilifðarnóns. En það var við ramman reip að draga þar sem voru leiðtogar sósialistaflokks- ins: þeir voru enn mjög tor- tryggnir i' garð kommúnista og vildu ekki láta af þvi samkrulls - braski sem þeim var tamt. Mitterrand tókst þó að koma á fót „sósialistabandalagi” sem í voru sósialistaflokkurinn, málfunda- félög stuðningsmanna hans sjálfs og fleiri samtök, og siðan gerði hann kosningabandalag við kommúnistaflokkinn i desember 1966. Hugmyndin um „sameigin- lega stefnuskrá” kom þá þegar fram þótt ekkert yrði Ur henni. Afleiðingin af þessu öllu varö sú að I þingkosningunum vorið 1967 bættu vinstri menn mjög mflriu við sigog minnstu munaði að þeir ynnu sigur: Gaullistar og stuðn- Upprcisnin 1968; stjórnmálamenn voru eins og utan gátta. kommúnista á jafnræðisgrund- velli. Slikar hugmyndir lágu oft i loftinu: kommúnistar voru þá hlynntir samstarfi við sósialista og jafnvel Guy Mollet varkominn á þá skoðun eftir beiska reynslu að sósialistar yrðu aðsnúa baki við allri samvinnu við hægri öfl. En Mitterrand sá enn lengra: hann var fyrir Iöngu orðinn sann- færðurum að nauðsynlegt væri að koma kommúnistum út úr þeirri einangrun sem þeir höfðu verið i siðan á dýrðardögum kalda striðsins og gera þá að virkum þátttakendum i frönsku stjórn- málalifi. Annars myndu sósialist- arekki eiga um annað að velja en máttlausa stjórnarandstöðu eða ingsmenn þeirra höfðu aðeins eins þingsætis meirihluta. Valda- taka vinstri manna virtistá næstu grösum: skoðanakannanir bentu til þessað Mitterrand væri líkleg- ast i eftirmaður de Gaulle, — hann hafði taisvert meiri stuðning en Pompidou. óvænt tiðindi 1968 En atburðir næsta árs gji breyttu ástandinu enn einu sini „Uppreisnin” i mai 1968 ko Mitterrand jafnmikið á óvart öðrum stjórnmálamönnu frönskum, og „uppreisnarmer irnir” tóku Mendes France ein

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.