Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 27
Helgin 8.-9. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 27 Merkur félagsskapur stofnaður á ritstjórnarskrifstofu Þjóðviljans Salatfélagiö aft daglegum störfum. Lúlli sker f salat, og ber sig fagmannlega enda bakari ab mennt. TFÉLAGIÐ - SALATFÉLAGIÐ - SALATFÉ Einnkunarorðin eru: Hreysti, sparnaður, jafnrétti Klukkan tólf á hádegi þann 30. júní sl. var stofna&ur á ritstjórn- arskrifstofum Þjóðviljans merk- ur félagsskapur sem hlaut hið virðulega nafn „Salatfélagið”. Stofnun þessa félagsskapar átti langan a&draganda, eiginlega mörg ár, eða amk. mörg sumur. Eftir margftrekaðar hádegistil- raunir til aö draga starfsmenn Þjóðviljans frá taflborðinu i sund og siöan frá margbrösuöum kótilettum til heilbrigös matar- æðis var ákveöiö aö gera ilt um málið með almennum samtökum. Sameinaöir stöndum vér og sundraðir föllum vér, enda fékk Salatfélagið strax marga áhang- endur úr öllum mannvirðinga- stiga blaðsins. Að visu reyndust menn misjafnlega snjallir i áætlunarbúskapnum og mikil er sú gæfa að þjóðarbúið skuli ekki standa og falla með áætlanagerð og neysluspám ýmissa félaga i Salatfélaginu. Þegar 10 manns áttu aö snæöa, var kannski mat- reitt fyrir 3 og siðan varð hver að bjarga sér þar til allt var uppuriö. Salatfélagið starfar sem sagt þannig, aö búiö er til salat i há- deginu. Inngönguskilyröi eru eig- inlega engin, nema hvað menn verða aö búa til salat einstaka sinnum og helst nóg fyrir alla. Það veröur að segjast eins og er, að karlpeningurinn stóð sig vonum framar. Aö visu voru sumir að laumast með eiginkonur sinar uppi i eldhúsinu snemma þess dags, er vi&komandi skyldi búa til salat, og aörir komu með allskyns sósur og fineri sem þeir sögöust hafa búið til heima. Enn aðrir tóku þetta mjög bókstaflega og fórnuðu aö minnsta kosti einni skák fyrir matseldina, en eins og þeir vita sem hafa komið inn á ritstjórnarskrifstofur blaðsins, er það skilyrði sett hverjum nýjum karl-starfsmanni, að hann læri mannganginn, ef hann ekki kann hann fyrir. Ætlunin var að inngönguskil- yrði fyrir kvenfólk á ritstjdrn væri aö þær kynnu á kaffikönn- una, en þaö reyndist of erfitt. Nú hefur okkur tekist aö smala saman nokkrum af þeim ágætu uppskriftum sem félagar i SF hafa samið og er það ósk vor að viöleitni þessi veröi hvatning öll- um þeim sem nærast á kokteil- sósu og frönskum i hádeginu. þs Herhvöí rauða riddarans Höf: Kristin Ástgeirsdóttir. 1 salathöfuð 1 paprika græn 4 tómatar 1/2 agúrka 2 epli Sósa: 1 gráöostur, 1 dós sýrður rjómi. Grænmeti er sneitt niöur og þvi blandaö saman. Osturinn er marinn með gaffli og honum blandaö saman við sýrða rjóm- ann. Sósunni má hella yfir græn- metið eöa bera hana fram sér I skál. Þetta salat skerpir mönnum sýn á samfélagið, kemur heila- sellunum af stað og hristir fram úr pennum og munni hárbeittar athugasemdir og skot i allar áttir. Gróft brauö og smjör sakar ekki sem meðlæti. Halti kratinn Höf: Þórunn Sigurðardóttir harðsoöin egg rauörófur i teningum (niöur- soðnar) hvitkálsræmur niðursneiddir sveppir hvitlaukur og laukur sild I sherrylegi (niöurlögð I bitum) rússnesk sósa (fæst I flöskum) dill Allt hakkað, sneitt og skorðið. Safinn af sildinni og rauörófunum er settur út I rússnesku sósuna og hrist saman. Borið fram i skál. Spaðadrottningin Höf. Helga Sigurjónsdóttir Spaöadrotthingin er mjög heilsusamleg og hana má borða með flestum mat, sérstaklega er hún góð með grófu brauði og kotasælu. Eg vek athygli á þvi aö nokkurt jafnvægi rikir milli yin (grænmetis) og yang (eggja- hvituefna) en þaö er hollast fyrir andlega og llkamlega heilsu eins og lesendum Þjóðviljans mun kunnugt. Aðferðin er mjög einföld. Saiatblöð eru látin i stóra skál og þarofaná brytjaöir tómatar, gúrka, paprika og skinka. Einnig mais og harösoðin egg. Gott er að hafa salatsósu útá -Hún fæst til- búin i búöum, en einnig má búa hana til eftir eigin hyggjuviti sem oft er affarasælast. Hellugrjóni Höf. Unnur Kristjánsdóttir 1 bolli hrisgrjón 1/2 dós mais 1/2 dós ananas 1 dós sýrður rjómi 1 msk. majonese Hrisgrjónin soöin með þeim fyrirvara aö þau séu oröin köld jægar salatið er lagað. Hrlsgrjónum, mais og bituðum ananasnum blandað saman. Sýrður rjómi og majónes hrært þunnt meö safanum af anan- asnum. Hellt yfir grjónin, maisinn og ananasinn, hrært vel i, etv. saltaö örlitið ef vill. Ath. i stað malss má nota baunir hverskonar. 1 stað ananas má nota aðra ávexti. I stað sýrða rjómans má nota jógurt meö ávöxtum. Dögg fyrir sólu Höf. Björn Br Björnsson. 1 posi heslishnetukjarnar 2 bjúgaldin 1 eintak súkkulaði (stórt) 2 glóaldin 1/2 melóna 3 ferskjur 2 epli hnefafylli af rúsinum Takið kristalsskál og silfur- skeiö. Höggviö ávextina súkku- laðiö og hneturnar I spaö. (hlifiö rúsinunum). Dembið dótinu I skálina með slíku offorsi að syngi i (hér opinberast kostir kristals- ins). Þá skal stifþeyta rjómann og hrærann, meö silfurskeiöinni, saman við ávextina. Nú er komið að þvi aö bera dýrðina á borö. En áöur en það er gert skal gæta þess a& skammta sjálfum sér vænan slurk á disk þvi lostæti þetta hverfur örugg- lega eins og dögg fyrir sólu. Hásumarhugsjón höf: Vilborg Harðardóttir Þegar sólin skln á gluggana og allir eru að drepast úr hita verður aö gera eitthvað til aö hrista upp I hugsjónunum svo mannskapur- inn fari ekki á kaf I Orobronze. Þá höfum við hásumarhugsjón, fulla af vitamlnum. Við fáum okkur: Grænt salat — hvaða tegund sem er Gulrætur — þær eru aðalatriðið og eiga að vera fint rifnar. Best er að byrja á þeim, þvi þær eiga að liggja dálitinn tima i sitrónusafa, ediki, og ollu. Smávegis af gúrku, — þunnt sneiddri. Kinverska sveppi, — (t.d. Geisha) skorna i sneiöar. Fullt af graslauk, — sem maður tekur úr garöinum sinum eða annarra i miðbænum. Þetta er sett I skál I þeirri röð sem talið er upp. Sósa: i búðum fæst duft I pökkum sem heitir Country, þaö er hrært út I sýrðum rjóma eða notuð önnur sósa úr sýrðum rjóma og kryddi. í staöinn fyrir sveppina má alveg eins nota túnfisk, skinku, osta eða eitthvað annað eftir vild. Tilgangur: Hreinsandi fyrir hugann, Hressandi fyrir sálina. Vörngegn áhrifumkratisma og framsóknarmennsku, svo ekki sé minnst á Thoroddisma. Síldarsalat sósial- demókratans (Tileinkað Arna Bergmann) Höf: Óskar Guðmundsson 3 bananar (þroskaöir) 3 epli (rauð og bústin einsog babúskja á sovésku samyrkjubúi á dögum Djugasvilis) 3 marineruð slldarflök (hóflega legin) 1/4 1 sveskjujógúrt. Eplin, bananarnir og sildar- flökin skorin i smáa bita, Sett i stóra skál. Sveskjujógúrt blandað saman við. Hrært. Og hrært. Etiö meö flatkökum og vænni smjör- klipu. — Dæst. Gras-Asni Höf: Lúðvfk Geirsson Salatblöð úr garöinum hennar mömmu Tómatarúr gróðurhúsinu hennar mömmu Paprika græn og rauð Epli græn Agúrka Sitróna Rúsinur frá Californiu Salatolia Svartur pipar Saxað, skorið, kreist og hrært saman. Með þessu lostæti er fram bor- inn, graslaukur á postlinsskál skreytt meö sitrónusneiðum. Thousand Island sósa fyrir þá sem vilja og gott gróft brauð. Franski finnagaldurinn. Höf: Einar Karl Haraldsson t þetta salat þarf tómata lauk og lög. Sneiöið tómatana, og skeriö laukana i þunna hringi. Lögurinn er úr mataroliu, hvit- vinsediki, hvitlauksdufti (eða möröum hvitlauk), mulinni basiliku, sykri, salti og pipar. Hlutföll I leginum fara eftir inn- blæstri, smekk og reynslu hvers og eins. Lögurinn er góöur þannig lagaöur á flest grænmeti. Setjið I skál til skiptis lög af sneiddum tómötum og lauk- hringjum. Hellið leginum yfir hvert lag. Svo er lag að snæða tómatasalatiö sem hressandi for- rétt meö brauði sem gott er aö dýfa i löginn milli bita. Kvarti einhver nærstaddur yfir lauklykt úr vitum manna eftir máltiö hefur það reynst gott ráö aö taka lagið fyrir viðkomandi. Uppskriftin er fengin hjá finnskum Gyðingi, og þvi hefur rétturinn hlotið nafnið Franski finnagaldurinn, en tómatsalat er á öllum frönskum matseðlum. Sumir þrjóskast enn við enda mun hádegisnerlngln skila sinum af- köstum þótt siðar verði, Morgunbiaðið, sinalco, biksemad og frans- brauðssamloka. Ljósm. —-gel—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.