Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 10
lfl SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. ágúst 1981 Magnús Kjartansson — kveðja frá Alþýðublaðinu — Sá, sem þessar linur ritar, var inspector scolae i Menntaskólan- um i Reykjavík veturinn 1967-68. Sá árgangurinn var einn af þeim siðustu, sem var háborgaralegur i háttum, strákarnir meö slifsi i timum, allt verðandi embættis- menn, stelpurnar i failegum pils- um. Eftir skóla var farið á Tröð, rætt um heimsku mannanna, vonsku heimsins og nýjar ljóða- bækur. Við áttum heiminn. Sú hefð var i Menntaskólanum, að á árshátið var fenginn virðu- legur og háborgaralegur 30 ára stúdent til þess aö halda hátiðar- ræðu. Þetta ræddum við á Tröð. í huga inspectorsins var ræðumað- ur sjálfkjörinn: Magnús Kjartansson, ritstjóri og nýlega kjörinn alþingismaður. Kannske ekki vegna Þjóðviljans og merki- legrar starfsævi. Háborgaraleg- um menntaskólanemum þótti dagblöðinjvfina og svona. Heldur vegna híns, að t okkar árgangi var dóttir Magnúsar, Ólöf, sem auk þess var sérleg vinkona og sérlegur pólitiskur ráðgjafi inspectorsins. Svo Magnús Kjartansson skyldi það vera. Þeir voru til, sem þótti þetta argasta hneyksli. Sonur og tengdasonur Viðreisnar baö Magnús Kjartansson, manninn með hornin og klaufirnar að halda ræðu. Magnús Kjartansson mætti á tilsettum tima i fylgd meö dóttur sinni og frænku, Ólöfu og Sig- rúnu, sem báðar voru i efsta bekk. Magnús flutti einhverja þá eftirminnilegustu ræðu, sem ég hefi nokkurn timann heyrt. Hann hafði vandað sig vel, þrautreynd- ur ræðumaðurinn, flutti ræðu skrifaða staf fyrir staf. Fyrst sagði hann sögur frá skólaárum sinum. 1 seinni hlutanum flutti hann varnaðarorð sem voru ótrú- lega nýstárleg i marz 1968. Hann varaði við neysluþjóðfélaginu og sjúkdómseinkennum þess, þegar efnið ber andann ofurliði. Það var grafarþögn i salnum, meðan Magnús talaði. Kennurum og nemendum likaði ræða hans þannig, að hún var umræðuefni á ballinu næstu korterin að minnsta kosti. Magnús sat með okkur og mas- aði til miðnættis. Viö Viöreisnar- börn skimuðum eftir hornunum og klaufunum, en þau var hvergi að finna. Umræðuefnið hjá efstu- bekkingum var, á þessum tima, ofureðlilega framtiðaráform, samanburður á námi heima og erlendis og samanburður á náms- greinum og háskólum erlendis. Magnús tók lifandi þátt i þessum umræðum, eins og hann hefði aldrei verið annað en mennta- skólanemi að spekúlera i fram- tiðinni. Það fjölgaði viö borðiö. Okkur þótti varið i þennan mann. Magnús Kjartansson hefur auð- vitað verið umdeildur maöur. En hann hefúr verið þeirrar skoðun- ar að elds væri þörf. Auðvitað verða slikir menn stundum glannalegir i málflutningi. Magnús Kjartansson var ára- tugum saman áhrifamikill rit- stjóri, siðar alþingismaður og loks ráðherra. Styrkur hans fólst ekki sist i þvi, hve vel hann fylgd- ist með þvi sem gerðist i um- heimi. Hann bæði skynjaði og skildi nývinstrihreyfinguna á undan öðrum. Ræöan á Mennta- skólaballinu vareinmitt til marks um það, það skildi ég iöngu siðar. Sá sem þessar linur ritar er jafnaðarmaður. Auðvitað er jafn- aðarmaöurinn gersamlega ósam- mála þvi kommúniska sem var i fari Magnúsar Kjartanssonar. Þó margt væri vel sagt, til dæmis i bókum hans um Kúbu, Kina og Vietnam, og raunsönn mannúð gægist alls staðar i gegn, þá eru jafnaðarmenn ósammála Magnúsi Kjartanssyni um sam- hengi borgarlegs mannfrelsis annars vegar og alhliða framfara hins vegar. Kjarni málsins er samt sá, að Magnús Kjartansson lét stjórnast af mannkostum sin- um. Þeir réðu íeröinni. Sem jafnaðarmaður var sá sem þessar linur ritar einnig ósam- mála Magnúsi Kjartanssyni um þjóðernisstefnu annars vegar og alþjóðahyggju hins vegar. Það er þekkt deiluefni Þjóðvilja og Al- þýðublaðs. Þrátt fyrir þung orð held ég þó að málsvarar þessara tveggja sjónarmiöa hafi kunnað aðmeta hverjiraðra. Ogvister að islensk þjóðernisstefna, meö ivafi menningar og sögu, átti góðan málsvara i Magnúsi Kjartans- syni. Sem jafnaðarmaöur vil ég að lokum nefna einn þátt i skoðunum Magnúsar Kjartanssonar hin sið- ari ár. Það varðar raunvaxta- stefnu. Skoðanir manna á vaxta- málum hafa verið skiptar. Með sanni má segja að þó svo Alþýðu- blaðið og Þjóðviljinn hafi orðið talsmenn hörku til tveggja átta varðandi vaxtamál, þd er málið auðvitað fóknara. Auðvitað eru fjölmargir raunvaxtamenn i Al- þýðubandalagi, og að sama skapi fjölmargir lágvaxtamenn i Al- þýðuflokki. Magnús Kjartansson tók mjög eindregna afstöðu i þessum efnum, og varði raun- vaxtastefnu i fjölmörgum blaða- greinum. Greinar hans voru óvenjulega skarpar. Magnús lagði áherslu ekki fyrst og fremst á hin efnahagslegu rök, heldur hin mórölsku rök. Auðvilað eru flokkssystkin ekki alltaf sam-- mála, og enda engin ástæða til. ,En vist er að áhugamenn um vaxtamál lásu sérhverja grein Magnúsar með mikilli athygli og sóttu þangað eld, sem vissulega er þörf. Ekki alls fyrir löngu átti Magnús Kjartansson simtal við þann, sem þessar linur ritar, til þess að vekja athygli á og undir- strika ákveðna þætti i baráttu ör- yrkja. Það leyndi sér ekki, að holdið var orðið veikt, en sálin jafn sterk og alltaf áður. Rök- semdafærsla Magnúsar byggðist á virðingu fyrir öllu mannlifi og einlægri ósk um, að þeir, sem af einhverjum ástæðum hefðu orðið undir i lifsbaráttunni nytu mann- réttinda og mannhelgi. Hann var énn þeirrar skoðunar að elds væri þörf. Likaminn kann að hafa ver- ið veikur en það brunnu eldar undir niðri. Vilmundur Gylfason. rHstjórnargreín Keflavík - Stokksnes Kaupmannahöfn - París Um þessa helgi lýkur i Paris langri friðargöngu, sem hófst fyrir sex vikum i Kaupmanna- höfn. Leið hennar lá um fimm þjóðlönd og i hópi þátttakenda voru þúsundirbaráttufólks, sem sameinuðust um þá kröfu aö Evrópa yrði kjarnorkuvopna- laust svæði frá Póllandi til Portúgal. Við upphaf hinnar evrópsku friðargöngu efndu Samtök her- stöðvaandstæðinga til göngu frá herstöðinni f Keflavik til að mótmæla þátttöku Islands i kjarnorkuvopnakerfi stórveld- isins. Og um leið og þúsundir evrópskra samherja safnast saman við merkið sem reist var til minningar um fórnarlömb helsprengjunnar i Hiroshima og Nagasaki ganga islenskir her- stöðvaandstæðingar á ný. A lokadegi evrópskrar friðar- göngu efna Samtök herstöðva- andstæðinga á Austurlandi til mótmælaaðgerða gegn herstöð Bandarikjanna á Stokksnesi. A hinu austfirska útnesi hefur stórveldið reist tæknibúr i kjarnorkuvopnakerfinu á Norð- ur-Atlantshafi. Á Stokksnesi kemur í land hlustunarkerfið sem Bandarikin hafa lagt i hafdjúpin austan og vestan við tsland til að geta bet- ur og af meiri nákvæmni beitt gagnkafbátahernaði i gjöreyð- ingarstriði, sem bandariskir ráðherrar ræða nú opinskátt um að nauðsynlegt geti verið að Nató hafi frumkvæði um að hefja f okkar heimshluta. Á Stokksnesi eru lika háþróaöar radarstöðvar og fjarskiptabún- aður sem gegnir lykilhlutverki i tengingu við heimsmiðstöð kjarnorkuhernaðar stórveldis- ins. Kjarnorkustrið er ekki aðeins frábrugðið fyrri vopnaátökum hvað snertir hinn óhugnanlega gereyðingarkraft. Sérstaða kjarnorkuhernaöarins felst Herstöðin i Stokksnesi. einnig i mikilvægi tæknibúnað- arins. t kjarnorkuvopnakerfinu getur tæknistöð, sem býr yfir háþróuðum útbúnaöi, verið lyk- ilþáttur i striðskerfinu þótt þar starfi ekki nema nokkrir tugir eða fáein hundruö hermanna. A Stokksnesi er einmitt slik stöð. Hún er staöfesting þess að í kjarnorkuhernaði telja stór- veldin tækniyfirburðina mikil- vægari en fjölmenni hermann- anna. tslendingar eru litt lesnir i fræöum nútimahernaöar. Vig- búnaðarvfsindi eru flestum okk- ar fjarlægur og flókinn hryll- ingsboðskapur.Bandarikin hafa skákað i skjóli þessarar fákunn- áttuog smáttog smátt ásiðustu 10-20 árum komið fyrir I landinu sifellt háþróaöri tengingum við kjarnorkuvopnakerfi þess gagnkafbátahernaðar sem set- ur mestan svip sinn á vigbúnað á Norður-Atlantshafi. An þess aö segja þjóðinni frá hefur eðli herstöðvanna verið breytt i grundv al laratriðum. Stokksnesstöðin er i senn táknræn fyrir þessa þróun og andvaraleysi íslendinga. Þjóðin hefur ekki veitt þessum mikil- væga tæknihlekk i kjarnorku- vopnakerfinu mikla athygli. Herstöðin i Keflavik hefur verið ibrennidepli umræðunnar. Her- stöðinni á Stokksnesi hefur ver- ið sleppt viö gagnrýna skoðun. En nú hafa orðið þáttaskil. í fyrsta sinn erefnt til Stokksnes- göngu. Samtök herstöðvaand- stæðinga á Austurlandi vekja athygli i'búa fjórðungsins og landsmanna allra á þeirri stað- reynd að i' nágrenni hins fagra þjóðgarðs hefur verið reist lykilstöð i óhugnanlegasta ger- eyöingarkef i, sem nokkurt striðsriki veraldarsögunnarhef- ur skapaö. A gönguspjaldi er birt mynd úr málgagni bandariska hers- ins, sem sýnir háþróuðustu strfðsþotur Bandari'kjanna fljúga yfir Stokksnesstöðina. Myndin tengir saman Awacs flugvélarnir, sem stýrt geta umf angsmikilli loftárás og stað- festa með dvöl sinni hér notkun íslands i árásarkerfi Bandarikj- anna, Phantom þotumar, sem búnar eru til flutnings á kjarn- orkusprengjum, og herstöðina á Stokksnesi, sem þjónar kjarn- orkuhernaði kafbátanna. Við upphaf hinna evrópsu að- geröa gengu islenskir her- stöðvaandstæðingar frá Kefla- vik. Sama daginn og evrópsku friðarsinnarnir koma saman í gaeis göngum við frá Stokks- nesi. Kaupmannahöfn og Paris mörkuðu áfanga evrópskra samherja. Keflavik og Stokks- nes sýna verkefnin hér heima.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.