Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 19
Helgin 8.-9. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 i sátt, en höföu jafnmikinn imu- gust á Mitterrand og á Guy/Mollet eða de Gaulle. Mitterrand var þvi algerlega utangátta i atburöun- um i'mai 1968 og virtist áttavillt- ur, þótt hann lýsti yfir samilö sinni meö baráttu stUdenta og verkamanna. En stjórn landsins virtist engu betur stödd, öng- þveitið jókst stöðugt, og i lok mai virtist de Gaulle búinn að biöa endanlegan ósigur: hann hvarf og jafnvel nánustu samstarfsmenn hans vissu ekki lengur hvar hann var. Ekki varð betur séö en Frakkland væri stjórnlaust. Mitterrand gekk þá fram fyrir skjöldu: hann lýsti þvi yfir að nauðsynlegt væ-; í,ð koma á fót bráðabirgðastjö n, • "fndi Mend- es France sem væntanlegan for- sætisráðherra henn' . ikvn-iH jafnframt að hann myndi bjóða sig fram til forsetakjörs. En hvarf de Gaulle haít verió brella: hann hafði farið leynilega til franskra herforingja i Vestur- Þýskalandi til að kanna hvort herinn styddi hann, en svo kom hann tviefldur til baka, tók öll mál umsvifalaust i sinar hendur og boðaði til nýrra þingkosninga. Það varð nU auðvelt fyrir áróð- ursmeistara Gaullista aö láta Mitterrand lita Ut sem gruggugan samsærismann sem hefði ætlað að hrifsa til sin völdin i' skjóli götuóeiröa.... I þingkosningunum i jdni 1968 biðu vinstri menn algert afhroö og misstu taisvert meira en helm- ing þingsætanna. Og innrásin i Tékkóslóvakiu skömmu siðar virtist binda enda á allar hug- myndir um nána samvinnu við kommUnista. „Sósialistabanda- iag” Mitterrands sem hafði alltaf verið heldur laust i reipunum, leystist upp og hann varð sjálfur að vikja af sviðinu: fjöldamargir vinir hans yfirgáfu hann, og i annað sinn voru flestirsannfærðir um aðferli hans væri endanlega lokið. Þannig var ástandið þegar de Gaulle lét loks af völdum i april 1969, eftir að hafa beðið ósigur i þjóðaratkvæðagreiðslu og boðað var til nýrra forseta- kosninga. Vinstri menn voru nU algerlega klofnir: kommúnistar buðu fram einn vinsælasta leið- toga sinn, hinn aldna Jacques Duclos, en sósialistar buðu fram Gaston Defferre, sem kom fram með hægfara stefnuskrá, óraleið frá allri sameiningarstefnu. Mitterrand kom hvergi nálægt kosningabaráttunni. Úrslitin komu að vissu leyti á óvart: kommúnistar héldu að visu si'nu fylgi og fengu 21%, en Gaston Defferre fékk hraklega útreið og náði rétt 5% atkvæða. Pompidou náði auðveldlega kjöri. Nv viðhorf Aldrei höfðu sósialistar hrapað svo lágt, og voru úrslitin rothögg fyrir þá sem vildu að sósialistar beittu heldur upp f hægri vindinn, forðuðust samstarf við kommUn- ista,en leituðu eftir samstarfivið miðflokkamenn. Alltbentitil þess aö flókkurinn myndi þurrkast Ut von bráðar ef hann héldi þessari stefnu til streitu. Ýmsir framá- menn hans, þ.ám. Gaston Defferre sjálfur, kúventu ger- samlega og komustnú á þá skoð- un að ekki væri hægt að bjarga flokknum nema með þvi að sveigja til vinstri og taka aftur upp samfylkingarsiefnu. Til þess þyrfti þó að hreinsa rækilega til i forystuliðinu og fá nýja menn, og Defferre fór að nýju að renna augunum til Mitterrands... Guy Mollet lét af forystu sósial- istaflokksins 1969 en hafði bó eftir sem áður töglin og hagldirnar innan hans og réö þvi, aö Alain Savary (núverandi menntamála- ráðherra) varð eftirmaður hans. Fjöldamargir flokksmenn undu þessu illa og dreymdi þá um að losa sig alveg við áhrif Mollets og fá mann sem hæfari væri til að framfylgja nýrri stefnu. Meðan kosningabaráttan stóð yfir hafði Mitterrand unnið að sam'ningu nýrrar bókar í samtalsformi, sem hét „Minn hluti af sannleikanum ” og var i senn hugleiðingar hans sjálfs um feril hans, stjórnmála- ástandið og stööu vinstri manna, og kynning á viöhorfum hans. Stefnuskráin var nú orðin miklu ákveðnariogróttækarien 1965, og fékk ritiö góöan hljómgrunn með- al vinstri manna: Mitterrand ferðaðist viða um Frakkland og hélt fjölmarga fundi. Ýmsir áhirfamenn i sósialistaflokknum — m.a. refurinn Defferre og einn af yngstu leiðtogum hans Pierre Mauroy (núverandi forsætisráð- herra) — gerðu ,,samsæri”um að gera Mitterrand að foringja flokksins (þótt hann væri þá ekki einu sinni félagi i honum). og fengu þeir róttækasta vinstri arminn, róttæklingana i CERES- samtökunum, i lið meö sér. Þetta leiddi til þess að á flokksþinginu Defferre fór niður i fimm pró- sent atkvæöa. i Epinay I júni 1971 var gerð bylt- ing i flokknum: Mitterrand, sem gekk i flokkinn á fyrsta degi þingsins, varð formaður, og fé- lagar hans, Defferre, Mauroy o.fl. urðu stjórnarmenn meö hon- um. Endurreisn Sósialistar hafa jafnan siðan litið svo á að flokksþingið i Epinay hafi verið upphaf endur- reisnar flokksins. Mitterrand tók þegar að vinna að markmiði sinu : skapa nýjan, róttækan sósialista- flokk, sem væri laus við allan „mdletisma” og nógu sterkur til að vega á móti kommúnistum, en koma siðan á nánu samstarfi við þá. Arangurinn af stefnu hans varð i fyrstu umferð sá að i jtini 1972 var undirrituð „sameiginleg Eftir langa ferð.... stefnuskrá” sósialista, kommún- ista og vinstri radikala, og var það upphafiðaðvinstri bandalag- inu. En siðan var tekið til óspilltra málanna við að vinna þessu bandalagi brautargengi og fá meirihluta i Frakklandi, og lagði Mitterrand af mörkum gi'f- urlega vinnu. Þrátt fyrir langan feril hafði hann aldrei áður verið leiðtogi raunverulegs og skipu- lagðs stjórnmálafldiks og reynd- ist það ekki alltaf auðvelt, þvi' að miklar hreyfingar og straumar voru meðal sósialista og áttust þar við ýmsir skoöanahópar. Eft- ir 1972 fór róttæklingahópum þeim, sem sett höfðu svip á franskt stjómmálalif siðan 1968 að hnigna.og leituðu róttæklingar þá til heföbundinna flokka, þó ógjarnan til kom múnistaflolfcKs- ins heldur miklu fremur til hins endurnýjaða sósialistaf lokks, sem varö nú smám saman einn aðalvettvangurinn fyrir nýjar hugmyndir og nýjar umræður. Haldnir voru fundir og þing.og viö eitt slikt tækifæri gekk Michel Rocard i flokkinn með stuð'iings- mönnum sinum og lagði ettir það sitt af mörkunum til umræðn- anna. Kostaði þaö þvi stundum nokkur áhrif að marka stefnu flokksins. En Mitterrand beitti sér einmg mjög að þvi að gera sinar eigin hugmyndir skýrari og ákveðnari. Lengi höfðu efnahagsmálin verið talin hans veikasta hliö, þvi að hann hefði litla þekkingu á hag- fræði og takmarkaðan áhuga, en á árunum eftir 1970 lagði hann mikið á sig til að nema þessi fræöi - með aðstoð ýmissa ungra sér- fræöinga eins og Jacques Attali — og varð að lokum nógu sleipur til að geta staðið i kappræðum við útsmogna hagfræðinga eins og Giscard d’Estaing og Raymond Barre. Hann tók einnig að skrifa miklu meira en áður. Fyrst setti hann fram hugmyndir sínar um sósialisma i ritinu „Rósin i hnef- anum” (1973), og jafnframt tók hann að bi-rta stuttar greinar i vikuritinu l’Unité, e.k. pólitiska dagbók og hugleiðingar um mál- efni liðandi stundar, sem birtust síðan auknar i bókaformi i ..Hálmurinn og kornið” (1975) og „Býflugan og arkitektinn” (1978). Siðasta bók hans var aö nýju hug- leiðingar um ástandiö og stefnu- skrá i samtalsformi, og bar hún heitið ,,Hér og nú” (1980). Allt er þá þrennt er t öllum kosningum, sem fram fóru eftir að „sameiginlega stefnuskráin” var undirrituö, jókst fylgi vinstra bandalagsins, ög jafnframt stefndi að þvi að sósialistar yrðu stærsti stjóm- málaflokkur Frakklands. I þing- kosningunum 1973 unnu vinstri menn talsvert, en þó vantaði mikið á að þeir fengju márihluta. 1 forsetakosningunum 1974 munaði aðeins einu prósentustigi að Mitterrand næði kjöri, og i bæjarstjórnarkosningum, sem fram fóru skömmu siöar unnu vinstri menn mikinn sigur og benti flest til að þeir væm nti i meirihluta meðal kjósenda. Þess vegna bjuggust nú margir við þvi að vinstri bandalagið myndi vinna hreinan meirihluta i þing- kosningunum, sem fram áttu að fara vorið 1978. En það fór þó á aðra lund, þvi að kommúnistar slitu samstarfinu við sósialista i september 1977 og gerðu siöan allt sem þeir gátu til að torvelda þeim róöurinn, — með þeim árangri að hægri flokkarnir héldu stöðu sinni. 1 þriðja sinni álitu nú margir að ferill Mitterrands væri á enda, hann hefði að visu náð þeim mflrilvæga árangri að endurreisa sósialistaflokkinn, en sú stefna hans að hafa samstarf við kommúnista hefði reynst röng og þvi væri réttað nti tækju við menn sem gætu lagað sig að breyttum aðstæðum. En ýmsir þeirra sem töluðu á þessa leið slógu á þann varnagla að Mitterrand hefði tvisvar komið fram á sjónar- sviðið aftur þegar allir voru búnir aö kyrja yfir honum pólitiskan útfararsálm.ogþviværialdrei aö vita. Þetta reyndustorð að sönnu. Þrátt fyrir „uppreisnartilraun” Rocards, sem taldi um skeið að nú væri sinn timi kominn, hefði Mitterrand fullan stuðning sósial- ista og hann ákvað að forðast að detta í giidrur hægri sveiflu og miðflokkasamstarfs og stýra flokknum heilum á htifi gegnum óveörið. Þess vegna hélt hann fast við fyrri stefnu sina, hikaði hvergi við að boða einingar- stefnu, þótt hinn aöilinn hefði brugðist, og sneiddi eftir megni hjá öílum illdeilum við kommúnista. Menn hafa nú getaö fylgst með því siðustu fjóra mánuðina hvernig Mitterrand leiddi sósial- ista með þessari stefnu sinni til mesta kosningasigursins i' allri sögu flokksins. e.m.j. (Aðalheimildir: ævisaga Mitterrands eftir Franz Olivier Giesbert og rit Mitterrands sjálfs.) Sjúkrahús Akraness Staða yfirlæknis Staða yfirlæknis við fæðinga- og kvensjúk- dómadeild Sjúkrahúss Akraness er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. sept. n.k. Umsóknir ásamt upplýsinguni um nám og fyrri störf sendist Sjúkrahúsi Akraness. Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri sjúkrahússins i sima 93-2311. Sjúkrahús Akraness Öskjuhlíðarskóli óskar eftir dvalarheimilum fyrir nemend- ur utan af landi skólaveturinn 1981 - 82. Upplýsingar i sima 23040 eða 17776. Áskrift- kynning YBn'VAMillU LAIJNAFOLILS vid bjódum nýjum lesendum okkar ÓKEYPIS ÁSKRIFT til næstu mánadamóta. Kynnist bladinu af eigin raun, látid ekki aóra segja ykkur hvaó stendur í Þjóóviljanum. sími 81333 DIOBVIUINN Eflum framfarir fatlaðra Gíróreikningur 506000-1 »1 • PLATA " AÐ EIGIN VALI FRA STEINARI i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.