Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 17
dægurtonlíst Helgin 8.-9. ágúst 1981 ÞJÓÐMLJINN — SÍÐA 17 Fréttaspegill frá Bubba Morthens: Plágan Þá er loks komin út sóldplatan hans Bubba Morthens, Plágan. Stefnt haföi veriö aö þvi aö hún kæmi út á aöalþjdöhátiöinni okkar, en vegna gaila I pressun dróst útgáfudagur fram undir þjdöhátiö i Eyjum. Ekki er meira en rúmt ár siðan Bubbi Morthens spratt fram á islenskan hljómplötumarkað með Isbjarnarblús, fyrri sólóplötu sina. 1 kjölfariö uröu til Utan- garösmenn, sem gefið hafa út eina breiðskífu og tvær minni, sem aö mestu leyti innihalda lög og texta Bubba. Varla þarf að minna fólk á hversu mjög Bubbi kom á óvart — eins og þruma úr (heiðskiru) lofti — með Is- bjarnarblúsinn, og þrátt fyrir góða frammistööu með Utan- - garðsmönnum kemur Bubbi enn hressilega á óvart með Plágunni. Að minu áliti er þessi plata sú besta I heild sem Bubbi hefur komið nálægt. Plágan dregur nafn sitt af fyrsta lagi á siðu tvö og gætu lag og texti Bubba verið saminn und- ir áhrifum af samnefndri bók Alberts Camus, minnir mig a.m.k. á hana. önnur lög plöt- unnar taka lika til meðferðar ýmisskonar plágur sem ekki er séð fyrir endann á i bráð (— né lengd?). Ég held að þessi plata Bubba iysi fremur raunsæi en svartsýni— hún er nokkurskonar fréttaspegill. Það eru ekki gefnar upp neinar patentlausnir gegn plágunum, en krafturinn i flutningi laganna gefur enga uppgjöf fyrir þeim til kynna. Söguljóðið Bólivar eftir Rudyard Kipling i þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar finnst mér gæti verið samnefnari fyrir andann á plötunni: Karlar sjö sem voru I viti vappa i land á ný, fullir inni á fyrstu knæpu af fögnuöi yfir þvi. En hvernig er meö eigendurna? Er ei gleöi þar yfir þvi aö heim i höfn komst hripiö Bölivar? Jafnvel þótt okkur sé ætlaö að farast komumst við af fyrir eigin rammleik — ef við gerum það sem við i raun og veru getum. Og i' Blús fyrir Ingu — fallegasta lagi plötunnar og þótt viðar og iengra væri leitað — er huggun að fá i mannlegum sam- skiptum: Þegar ég vakna og horfi á þig þú minnir mig á voriö, mér liöur eins og bldmi er finnur sól snerta sig eöa lamb nýboriö. Þetta er helviti falleg samliking — þótt margir eigi kannski eftir að segjaað þetta sé barnalega og vitlaust ort. En það finnst mér einn af kostum Bubba, að textar hans eru um eitthvað sem skiptir máli. — Ég læt aöra um að rifast um kveðskaparlistina — nema það hafi veriö afgreitt i langri törn i þessu blaði fyrir nokkrum mánuðum? A Plágunni sér Bubbi um allan söng, nema hvað hann fær raddir annarra tilviðlags i tveim lögum. Hvorki vantar kraft né sann- færingu i raust Bubba fremur en fyrri daginn. Hitt furðar mig,að hann skuli ekki hafa troðiö upp með Utangarðsmönnum með gitar þeim til fulltingis, þvi að á þessari sólóplötusinni sýnir hann fingralipurð og smekkvísi i bæði kassa- og rafgitarleik. Annars koma þarna við sögu þrir aörir gitarleikarar: Mike Pollock, Þorsteinn Magnússon, meö góðan rafgitar i Plágunni, og Þórður Arnason, með „slide”- og kassagitar. Siouxsie and the Banshees i dag. JUJU Siouxie and the Banshees er án efa eitt merkasta sprekið sem pönkbylgjan mikla skolaöi á land. Allt frá stofnun hijdmsveitarinn- ar hcfur hún veriö umtöluö og sýnist sitt hverjum um ágæti hennar. Siouxie Sioux söngkona hljómsveitarinnar hefur gjarnan veriö nefnd drottning pönksins og eitt er vist aö þaö er engin sem á þann titil fremur skilið en hún. Sögulegt upphaf 1 upphafi var S.a.t.B. aðeins stofnuö til einnar kvöldstundar, til að skemmta áheyrendum i hin- um fræga Club 100. Það var I spetember 1976 sem þessi atburð- ur átti sér stað. Hljómsveitin kom þá fram sem upphitunar-atriði fyrir Sex Pistols og flutti syrpu sem innihélt meðal annars lögin „Twist and shout”, „The Lords prayer” og „Knocking on heav- ens door”. Að sögn viðstaddra var flutingurinn hinn hræðileg- asti. Þessa fyrstu útgáfu S.a.t.B. skipuðu auk Siouxsie Sioux bassaleikarinn Steven Severin en þau tvö hafa verið i hljómsyeit- inni frá upphafi. Sid Vicious sem gerði garðinn siðar frægan sem bassaleikari Sex Pistols lék á trommur með S.a.t.B. og Marco Pirroni á gitar, en hann er i dag gítarleikari Adam and the Ants. Eftir tónleikana i Club 100 lá starfsemi hljómsveitarinnar niöri þar til i febrúar 1977. Þá voru þeir Sid Vicious og Marco Pirroni horfnir en Peter Fenton gitarleik- ari og Kenny Morris trommuleik- ari komnir i þeirra stað. Fenton staldraði stutt við, hann yfirgaf S.a.t.B. til að stofna sina eigin hljómsveit Heroes. John Mckay kom þá i hans staö. Vinsældir Það tók hljómsveitina tæpt ár að þvo af sér ,,joke”-stimpilinn sem festist á þeim eftir tónleik- ana i Club 100. Eftir að það tókst, hóf hljómsveitin kynningarstarf- semi og ávann sér skjótt sess sem ein helsta pönkhljómsveitin. Hljómplötuútgefendur fóru þá á stúfana og reyndu að gera samn- ing við hljómsveitina. Það voru ýmsir sem reyndu,m.a. R.C.A. og Virgin. en enginn fullnægði þeim skilyröum sem S.a.t.B. vildu. Það var ekki fyrr en útvarpsmaðurinn John Peel fór aö tala um það i al- vöru aö gefa út breiðskifu með efni hljómsveitarinnar á merki B.B.C. sem Polydor rumskaði og gekk að skilyrðum hijómsveitar- innar i júni 1978. I þessum samn- ing fólst meðal annars að hljóm- sveitin myndi sjálf ráða hver yröi upptökustjóri, hvaða lög yrðu á plötunni, útlit á albúmi og hvern- ig efni hljómsveitarinnar yrði auglýst. Eða með öðrum orðum Polydor legöi til fjármagniö en S.a.t.B. hugmyndirnar. Tveim mánuðum eftir undirrit- un samnings kom fyrsta plata hljómsveitarinnar út, litil plata sem innihélt lögin „Hong Kong garden” og „Voices”. Aö sjálf- sögðu fór „Hong Kong garden” beint i „top ten” i Bretlandi. Þaö var svo i október sem fyrsta breiðskifa hljómsveitarinnar, The Scream.leit dagsins ljós. The Scream er tvimælalaust ein af bestu breiðskifum þessara ára og mun standa sem slfk um ókomna framtiö. Sundrung Þegar i upphafi árs 1979 fór að gæta sundrungar i hljómsveit- inni. Þeir Mckay og Morris voru óánægðir meö þá tónlistarstefnu sem höfö var aö leiðarljósi. Við upptöku hljómplötunnar Join Hands um mitt ár var klofning- urinn orðinn auðsær. Uppúr sauö svo á hljómleikaferð sem farin var til þess aö kynna breiðskif- una. Eftir aðeins þrenna tónleika yfirgáfu þeim Morris og Mckay hljómsveitina. Budgieúr Slits var fenginn til að lemja húðirnar og það hefur hann gert siöan. Erfið- ara reyndist að finna gitarleikara svo gripið var til þess ráðs að fá Robert Smith úr Cure til að ann- ast gitarleikinn. En Cure var upp- hitunarhljómsveit á ferðalagi S.a.t.B. Gítarleikari óskast Þegar hljómleikaferðinni lauk hófst leit aö nýjum gitarleikara. Magnús Stefánsson er trommu- leikari i öllum lögum á Plágunni og ferst það mjög vel úr hendi, bæöi þéttur og Uæbrigðarikur. Rúnar Erlingsson sér um bassaleik ágætan, kannski svo- litið hikandi i upphafinu á Þú hefur valiö.gagnrýnissöng Bubba og Tolla um alkóhólismaþjóð- félagið, nema þaö eigi að túlka þynnkutilfinningu — a.m.k. mýkist takturinn þegar inn i lagið er komið og Rúnar skilar vel sinu. Ótalinn er Tómasar þáttur Tómassonar sem stjórnaði upp- töku Plágunnar, hljóöblandaði ásamt upptökumanninum Gunnari Smára Helgasyni og lék þar að auki á hljóðgervil (synthesizer) i öllum lögum plöt- unnar nema Eliiheimilisrokki, af fádæma tilfinningu á hljóöfæri þetta sem oftar en ekki hefur verið ofnotað. Eg get ekki gert upp á milli lag- anna á Plágunni hvaö flutning snertir, en samt held ég að ekki verði hjá þvf komist að nefna sér- stöðu lagsins um Chile (Bubbi, RUnar, Maggi, texti: Bubbi). Siðasta erindiö er svona: Sofið, sofið, sæl I ykkar draumi, svefni hinna réttlátu i falsaðri trú. Suður i Chile svikarar i laumi fótum tróðu réttlætið sjötiu og þrjú. Lag þetta er flutt undir áhrifum af spánskættuöum þjóðlagastil, einkum söngurinn hjá Bubba, sem kemursterkt út og sama má segja um trommurnar hjá Magnúsi og hljóðgervil hjá Tómasi. Einnig koma þeir vel út Þórður á kassagitar og Rúnar á bassa. Ég vilbara segja aö lokum, að ef einhver kemur meö sterkari plötu en Pláguna á þessu ári — þá verður þetta ár gjöfulla en mörg önnur á þessum miöum, hvað sem við núköllum þau. A Voru ýmsir reyndir m.a. Marco sem verið haföi i fyrstu útgáfu hljómsveitarinnar. En hann reyndist ekki rétti maðurinn og skömmu siðar gekk hann til liös við Adam and the Ants. Allt virt- ist stefna i óefni meö aö finna nýj- an gitarleikara og var Siouxsie sjálf farin aö æfa sig á gitar þegar leitin bar loks árangur. John McGeoch heitir kappinn og var áður gitarleikari hljómsveitar- innar Magazine. McGeoch fannst skömmu áður en þriðja breiðskifa hljómsveitarinnar, Kaleidoscope, var hljóðrituð. McGeoch þótti falla svo vel inni hljómsveitina að honum var umsvifalaust boðiö sæti i henni og það þáði hann. JuJu. Það var beðið með mikilli eftir- væntingu eftir þessari nýju breið- skifu þvi Kaleidoscope bar þess merki að hlutirnir væru að smella saman á ný eftir sundrungina á Join Hands. JuJu en svo heitir nýjasta af- kvæmi hljómsveitarinnar svikur ekki og er hér á ferðinni breiö- skifa sem er i sama gæöaflokki og Scrcam.Ef eitthvaöerþá er JuJu betri. Hún er léttari en fyrri hljómplötur hljómsveitarinnar og ætti þvi S.a.t.B. að eignast mikið af nýjum aðdáendum. Það er allt sem gerir þessa breiðskifu góða. Trommuleikur Budgie og bassaleikur Sverin er frábær. Gitarleikur McGeoch er snilld svo ekki sé minnst á söng Siouxiar, hún hefur aldrei sungið betur. Textarnir eru eins og áöur fullir af kimni og háði, hálfgerður gálgahúmor á köflum. Upptökustjóri á þessari breið- skifu er einn sá besti i „bransan- um” i dag, Nigel Grey. En hann er öllum kunnur fyrir samstarf sitt viö Police. Tónlist S.a.t.B. þarfnast hlust- unar. Það veröur enginn S.a.t.B. aðdáandi með þvi aö hlýöa einu sinni á breiöskifur hljómsveitar- innarj til þess þarf fleiri hlustan- ir. JuJuer einn af tónlistartindum þessa árs.og skora ég á alla sem unna góðri tónlist að kynna sér nýjasta afkvæmi Siouxsie og félaga. Helstu heimildir um sögu hljómsveitarinnar eru Frome, Pete: Rock Family Trees Zig Zag árg. 1977 - 81. Tvær litlar íslenskar Tívolí Hljómsveitin Tivoli hefur sent frá sér þriggja laga plötuna Þrumuvagninn. A henni eru iögin Syngdu meö og Stórborgarblús eftir söng- vara Tivolis, Eiö örn Eiös- son, og það þriöja er eftir Jóhann G Jóhannsson, Meira, meira. Tivoli hefur á dagskrá þungt rokk og mér finnst þrælgaman að þessu fram- lagi þeirra, enda aðdáandi Led Zeppelin, sem greinilega erfyrirmynd Tivolis. Annars verður nú að ætlast til af þeim að eftirlikingin verði ekki jafn augljós á næstu plötu. Gitarleikur Einars Jóns- sonar er þrælgóður og Eiöur örn er góður söngvari. Hins vegar er eins og sambands- leysi nokkurt sé á milli trommara oe bassaleikara. Chaplin 1 hljómsveitinni Chaplin frá Borgarnesi eru auðheyri- lega góðir hljóöfæraleikarar miðað við þau tvö lög sem þeir senda frá sér á þessari plötu: Teyjutvist. A A-hliö- inni er titillagið sem er ein- göngu leikið og ber þar mest á góðum saxófón Magnúsar Baldurssonar. A B-hlið er öllu hressilegra lag aö mér finnst, 12 6 12, en söngvarinn mætti gjarnan vera skýr- mæltari. Lagið er vel leikið og fjörlega, og með skemmtilegu gitarsólói. Músikin á þessari plötu Chaplins sver sig i ætt þeirrar hjá Madness — og eftir plötuumslaginu aö dæma er húmorinn i lagi. Um framtiðina veit enginn. en ef hún á að verða á plötum þyrfti Chaplin að koma sér upp bitastæðara efni að spila Hitt og þetta Nú á næstunni mun eitt og annað góðgæti hrjóta úr munni poppiðnaðarins. Þar * er efst á blaöi ný 10” plata með Þey sem inniheldur fjcgur lög, „Bás 12”, „Maggasýn”, „Tedrukkinn” og „Ariareggae”. Ekki er að efa að Þeysarar muni ylja okkur með ljúfum tónum. Ctgáfudagur næstu mánaöa- mót. Hinir viðfrægu Kamarorg- hestar munu senda frá sér breiðskifu i kringum 2(kþessa mánaðar. Kamarorghest- arnir hafa veriö að kynna væntanlegt afkvæmi sitt á bráðskemmtilegan hátt meö tónleikum og hvet ég alla sem tækifæri hafa að láta sig ekki vanta á tónleika þeirra. Langrþáðar plötur frá Taugadeildinni, BARA- Flokknum og Mike og Danna Pollock munu koma út á næstunni. Og er biðin eftir þessum plötum aö verða ill- þolandi. — JVS Jón Viðar Sigurðsson * skrifar ' -~jp| Iua

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.