Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 21
Helgin 8.-9. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21 hanga i hjónabandinu, en hafðu alla þina hentisemi. Eða: Láttu eins og þú vitir ekki aö þú ert les- bia/hommi. En eitt höfum við alveg klárt: Við ráðum lesbium og hommum, sem eru ekki gift en eru að velta sliku fyrir sér, eindregið frá þvi að fórna sér og makanum til þess háttar tilraunastarfsemi. í fyrsta lagi: Það hefur ekki veriö sýnt fram á það i einu ein- asta tilfelli i viöri veröld, að mað- ur geti hætt að vera lesbia/hommi við það að taka upp hjónabandssambúð. 1 öðru lagi: bó að þú vonir ein- læglega og sért þess jafnvel full- viss að þú veröir undantekningin sem sannar regluna, þá hefur þú engan rétt til þess að leggja lif maka þins undir i sliku áhættu- spili. t þriðja lagi: Þú munt fyrr eða siöar standa frammi fyrir ákaf- lega vandasömu siðferðislegu úr- lausnarefni, hvort á að hafa for- gang, hjúskaparskilmálinn eða kynhneigð þin. A Embla að gifta sig Hún er lesbia, en pabbi og mamma eru komin i kerfi af þvi aö hún er enn ógift og barnlaus og er að nálgast miöjan þritugsaldurinn. A hún aö fara i Óðal og reyna við þennan læknanema? Kannski verður þetta allt i lagi, en annars er heldur ekki svo óalgengt, að fólk skilji ef það á ekki saman. Þau geta þá ekki kent henni einni um. 1 fjórða lagi: Þú átt á hættu að grafa undan hamingju þinni, sjálfstrausti og sjálfsvirðingu með þvi að þurfa látast vera „ekki lesbia/ekki hommi” gagn- vart umhverfi þinu, segja það svivirðilegt sem þú veist að þú ert sjálfur — þó ekki væri nema aumkunarvert. I fimmta lagi: Þú átt lfkur, sem eru miklu meiri en i meðallagi, á þvi að veröa alkóhólisti. Afengis- drykkja er hérumbil eina afsökun karlmanns fyrir þvi að hafa ekki áhuga á kynmökum, og það er hætt við þvi að þú gripir tii hennar oftar og oftar. Og þetta eru aöeins beinustu og augljósustu ástæðurnar. ,,Ef þaðer tilgangur þinn, meðþvi að segja mér að þú sért lesbia, að fá mig ofan af þvi að þú verðir i hvitu þegar þú hættir þessari vitleysu og giftir þig, þá skal ég segja þér það, að i þvi efni verður mér ekki hagg- að.” „Nonni minn, það getur vel verift aft þú eigir I honum hommaskapinn, en ég á nú talsvert I framtaksseminni.” Hauspokinn Hvaðan skyldi Rauðsokkum koma sú hugmynd, að sýna lesbi- urnar sinar meö hauspoka? Hvers vegna ætli Þjóðviljinn hafi prýtt forsiðu sina meö bakmynd af hettuklæddum mönnum i Hljómskálagarðinum i haust er leið, þegar inni i blaöinu var and- litsmynd af tveimur upplitsdjörf- um Kanadamönnum og opnuvið- talviðþá: „Viö erum hommarnir i næsta húsi”? Það er af þvi aö Rauösokkar og Þjóðviljinn halda að svona vilji fólk hafa lesbiur og homma. betta er okkar hlutverk, Steinunn! En við erum ekki eins ánægð og þú, og það er rétt hjá þér, hlutverkiö er margfalt lak- ara! Eða aðstæðurnar, segðu! Niður með hann! Hvers vegna ættu lesbiur og hommar að bera hauspoka? Jújú, þaö er af þvi, að þetta er svo aga- legt. Foreldrarnir og ættingjarnir snúa við manni baki, að ekki sé talað um bestu vinina, maður missir vinnuna og það er piskrað i partium/samkvæmum. — En væna min, viö segjum nei takk, við þurfum ekki að þiggja svona hlutverk. Þau bjóðast miklu betri! Ég segi ekki að þau séu i sjálfu sér betri en þitt hlutverk er fyrir þig, en þau eru ekki lakari. Eins ogsamin fyrir okkur! Pokann af, við erum frjáls og fullvalda lesbi- ur og hommar. Einfaldara gæti það verið! Satt er það, að erfitt er aö kenna gömlum hundi að sitja, og erfitt aft kenna gömlum homma nýjan hugsunarhátt. En Steinunn, frekar en aft drifa ungu lesbi- urnar og wigu hommana I hjóna- bandift, eigum við ekki aft láta þau ráða, og láta þau hafa allar forsendur til þess að geta valiö? Þegar timar liða veröur þaö ekki nema úrvals hjónabandsfólk sem giftir sig, og þá verður nú meðal- hjónabandiö til fyrirmyndar! En til þess að ung manneskja geti valiö um lifshlaup (á þvi sviði sem við erum að ræöa), þurfa að- stæðurnar að vera góöar frá upp- hafi. Börn og unglingar eiga ekki aö þurfa að sæta frá blautu barns- beini heterósexúalinnrætingu, sem er búin að koma inn hjá þeim hómófóbiu þegar þau komast aö þvi.að þau eru iesbiur og hommar sjálf. Þau eiga að fá upplýsingar um allar tegundir samlifsforms i samfélagsfræðslu i skóla, svo aö þau viti hvaða leiöir standa þeim opnar. Unga fólkið þarf fyrirmyndir: Lesbiur og homma sem hafa komið úr felum og sýna með þvi að það er fleiri kosta völ. Jafnvel þótt Stóri Bróðir segi: Vertu þá eins og homminn i sjónvarpinu, eða alls enginn hommi! Hefðum við átt að sætta okkur viö þetta, Steinunn? En fyrirmyndirnar, það eru allar lesbiurnar og allir homm- arnir, sem eru i sviðsljósinu, fólk- iö i áhrifastöðunum, fólkið sem tekiö er eftir: Listamennirnir, stjórnmálamennirnir, fjölmiðla- mennirnir, skemmtikraftarnir, iþróttamennirnir, visindamenn- irnir, kennararnir... Hvað er allt þetta fólk að hugsa? Nýr tilgangur Steinunnar Þessari grein er ekki beint gegn Steinunni Jóhannesdóttur. Mér fellur ekki við hana eins og hún er. Þó held ég að við séum sam- mála um eitt: Það skiptir okkur Steinunni engu máli hvernig við urðum eins og vift erum, við erum svona. Ég vona að hún og aörir, sem hlut eiga að máli, finni sér tilgang iaðhalda þessari umræðu áfram. Guftni Baldursson erlendri grein, að þar sé um nýja stefnuyfirlýsingu að ræða? Hvert er konan að fara? Hverjir eru þessir sumir beftendur fagnaftar- erindisins? Hvað áttu við, Stein- unn? « Hjartanlega sammála „t sannleika sagt, þá sé ég ekki haða vit er i kvenfrelsisstefnu sem ætlar aft frelsa konur meft öllu frá því aft eignast börn, þvi frá þvi vilja fæstar konur iáta frelsa sig i raun. Aftur á móti er frelsi fólgift i þvi aft ráöa, hvenær þaft gerist og meft hverjum og deila siftan ábyrgftinni af uppeldinu meft öftrum. Konur hafa ákveönu liffræftilegu hlut- verki aft gegna hér á jörft og fram hjá þeirri staftreynd verftur ekki gengiö. Og þaö er gott hlutverk vift góftar aftstæftur. Þess vegna hélt ég aft kvenfrelsisbaráttan og jafnréttisbaráttan miöaöi aft þvi aft bæta þær aftstæftur og jafna, auka skilninginn á mikilvægi þessa fræga hlutverks og virfta þaft og meta eftir þvi”. Þetta er einmitt það sem vift viljum, sjálfur kjarni málsins, enda stendur allt þetta i þessu sama blaöi af FR. Það er bara i framhaldinu og baráttuleiðunum sem okkur virðist greina á viö Steinunni. Hún visar til lagalegs jafnréttis á öllum sviöum (sern reyndar er umdeilanlegt hvort riki hér) og telur upp hóp af kon- um sem komist hafa til vegs og virðingar (næstum þvi allar sem eru á toppi piramídans), en hverju breytir þaö fyrir meginþorra kvenna? Jú, við erum að fikra okkur áfram, en hvað komumst viö langt innan okkar kapitaliska karlveldis? Trúir þú þvi, að viö komumst alla leið, Steinunn? Þaö eru einmitt þessar góftu aftstæftursem skortir, skilninginn á mikilvægi þess sem er raun- verulega undirstaöa og hlutverk mannkynsins; að viöhalda sjálfu sér og annast nýtt lif I samein- Hvaft viljift þift konur eiginlega? ingu. Af hverju er þessi skilning- ur ekki til staöar? Hvað hefur ekki verift reynt, Steinunn? Hversu margar konur hafa ekki reynt að berjast innan sinna flokka? Hverju hafa þær áorkaö, er hlustað á þær? Hvernig stend- ur á þvi að svona margar konur hreinlega gefast upp i flokka- kerfinu? Af hverju eru svona fáar konur virkar i pólitisku starfi? Getur verið að skipulag flokk- anna eigi ekki við konur? Hvernig stendur á þvi að konur standa ekki betur að vigi (þrátt fyrir lagasetningar) en raun ber vitni? Innan eða utan hagkerfis Konur eru sjálfstæöir skatt- greiðendur, satt er það, en veistu það, Steinunn, að aöeins 3% giftra kvenna náftu meöaltekjum árift 1979,meftan 61% giftra karla náðu þvi marki? Það þarf ekki að segja þér það að stærstur hluti kvenna er i láglaunastörfum, og það þarf heldur ekki að segja þér aö karlveldiö hefur ákaflega lit- inn áhuga á að bæta hag þeirra, eins og komiö hefur fram i hverj- um kjarasamningunum á fætur öörum. Það er nefnilega karla- veldinu i hag aö halda konum niöri. Karlar fá áfram sina þjón- ustu heima sem hvergi er tekin með i hagkerfinu, hvað þá þjóðar- framleiðslunni. Konur gegna ákveönu hlutverki innan okkar kapitaliska þjóöfélags, eins og annars staöar; aö sjá um endur- framleiðsluna (þjóna karlmönn- um og ala af sér nýja einstak- linga, sem sagt; að viöhalda vinnuaflinu allt utan hagkerfa), auk þess að vera varavinnuafl sem stýrt er inn og út af vinnu- markaönum eftir þörfum kapitalsins. Meöan ekkert leysir konur frá þessu hlutverki, eða gerir þaö auöveldara, breytist staða þeirra litið sem ekkert. Þvi fyrr sem konur gera sér grein fyrir þvi, að þær eru kúgaðar af karlveldinu (auk stéttakúgunar) og að konur veröa að frelsa sig sjáHar með eigin baráttu, þeim mun betra. Ef við ætlum að biða eftir velvilja karl- veklisins á atþingi, i borgar- kerfinu, verkalýðshreyfingunni o.s.frv., þá getum viö örugglega beðið i 100 ár eins og Þyrnirós. Hvað liggur að baki? Konur veröa að frelsa sig sjálfar og finna til þess áhrifa- rikar baráttuleiðir, en þaö þýöir ekki aö karlmönnum sé hafnaö, eða aö konur segi sig úr lögum viö karla. Sem betur fer hefur átt sér stað jákvæð þróun og margir karlar eru tilbúnir til að koma til móts viö konur og taka á sig sinn hluta ábyrgðarinnar á heimili og börnum. Það er bara kerfið sjálft (þetta aldagamla), sem miöað er við þarfir karla, sem gerir okkur svo erfitt fyrir. Við verðum aö brjóta það kerfi niður og byggja nýtt ef við ætlum að öðlast frelsi og jafnrétti. Við ætlum ekki að sofa og biða i 100 ár, þvi við sjáum ekki betur en að karlveldið um allan heim sé að draga okkur niður i forarpytt, enn ómanneskjulegra samfélags, þar sem kossar i hnésbætur heyra fortiðinni til. Er karlaveWið tilbúið að koma á jafnrétti? Verðum við ekki að beita það þrýstingi til að á okkur sé hlustaö? Hafa karlar einfald- lega forsendur til að skilja.hvaö það er sem viö viljum? Verðum við ekki að skýra málstaö okkar betur og fá karlana i liö með okkur? Gengur dæmið upp öðru visi? Verðum við ekki að leita nýrra baráttuleiða og standa saman? Við erum greinilega sammála um það hvaö við viljum, Stein- unn, en grein þin var eins og blaut tuska i andlit okkar. Hver heldur á tuskunni, ert það þú, eða liggja aörir hagsmunir aö baki???? Rán Tryggvadóttir Kristln Astgeirsdóttir i blaöhóp Forvitinnar Rauðrar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.