Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 20
ysrur/aoi'i Wfí ri rn1! i HTi II 1 * /1 A018 I li'l'4'1 lYf'í íí!)^ .h-.H iIí!j!->a1 >-<//««/^A)u»aukVktknu^»mii»nt< »-»«»* » »t« »v*»*«w. 2» SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. ágúst 1981 ÉG Á MIG SJÁLFUR Meðaliö hennar Steinunnar Steinunn Jóhannesdóttir heit- ir kona. Hún skrifar athyglis- veróa grein I Sunnudagsblaöiö siöasta, „Eiga Askur og Embla aö skilja?” Ekki veit ég nákvæm- lega hvern tilgang hún ætlar þessari grein, sennilega á hún aö vera innlegg i umræöu um kvennabaráttu, kannski á hún bara aö halda henni viö, án þess aö Steinunni sé mikiö i mun, aö viöhorf sin hljóti fylgi. Ef til vill varö greinin til, vegna þess aö þarna var pláss i blaöinu og þaö sem þar stendur, þjónar þá þeim tilgangi að koma i veg fyrir að þaö sé autt. Fyrir mig hefur greinin fyrst og fremst þann til- gang að vera innlegg i umræöu um málefni lesbia og homma, sem er, sem ‘betur fer aö komast af staö i islenskum fjölmiölum. Tilgangur og tilgangur Tilgangur er enginn til.án þess að getið sé hver hann er. Steinunn Jóhannesdóttir hefur áreiðanlega fundið sér margvislegan tilgang, þaö er þá tilgangur hennar. Þeir sem henni eru nánastir.gefa henni sjálfsagt lika hver sinn tilgang og ætlast þá til þess af henni að hún komi eins mikið til móts við hann og hún getur. Starfsfélagar hennar og kunningjar ætla henni áreiðaniega enn annan tilgang hver um sig, en óneitanlega á Steinunn hægara meö að komast hjá þvi aö þjóna tilgangi annarra eftir þvi sem þeir standa henni fjær. Sjálfur ætla ég Steinunni Jó- hannesdóttur alls engan tilgang og hún ber, sem slík, engar skyld- ur gagnvart mér. Hlutverk og hlutverk Sjálfur hef ég fundið mér ýmiss konar tilgang, en ég frábiö mér aö einhver kona úti I bæ sé aö setja þaö i blöðin aö tilgangur minn (lifs mins) sé aö ná saman viö konu.til þess aö viö aukum viö kyn okkar. (Hér eftir nefni ég þaö hlutverk.sem Steinunn kallar til- gang, ég sé ekki betur,en aö þaö sé hlutverkaskipan, sem vakir fyrir henni.) Ég frábið mér sem sagt,að einhver kona úti i bæ rétti mér fullsamiö fjölrit upp i hendurnar og segi meö þjósti: Hana, þar hefurðu hlutverkiö! Ég vil ekki vera leikari. Hómósexúalismi getnaðarvörn? Við lesbiur og hommar i Sam- tökunum ’78 notum ekki orðin les- bianismi og hómósexúalismi, við erum á móti öllum sexisma, bæöi heterósexisma og hómósexisma. Við viljum ekki aðskilnaö, ekki búa i gettói, viö viljum taka fullan þátt á öllum sviðum samfélags- ins. Við höfum ekki neina stefnu varðandi það, hvort lesbiur og hommar eigi að ala af sér börn eða ekki. Meiri hluti homma og lesbia á Islandi er giftur eöa fráskilinn, ekkill eöa ekkja, og á börn. Hluti félagsmanna i Samtökunum ’78 er gift fólk. Kynhneigö, sem er sterkari gagnvart manneskjum af sama kyni en gagnstæöu kyni, er ekki getnaöarvörn. Spurningin er hlaöin sexisma. Eða hversu frjórra er sam- band frjós karls og frjórrar konu, sem koma i kring getnaöi einu sinni eöa tvisvar á lifsleiöinni, en samband annarra persóna, sem leiöir ekki til barnsfæöingar? Eiga Askur og Embla að skilja? Spurningin gefur til kynna.aö báöum sé ljós ástæöa til þess að skilja. Viö i Samtökunum ’78 höf- um rætt við fjöldamargt gift fólk, en við höfum aldrei heyrt þessa spurningu frá þvi. Frekar að spurt sé: ,,A Askur aö skilja viö Emblu? A Embla aö skilja viö Ask?” Þó miklu frekar: Aski finnst sálarlega lýjandi aö þurfa aö halda fram hjá Emblu, hvaö á hann aö gera? Hann langar ekki til þess aö skilja viö hana (langar ekki, treystir sér ekki, þorir ekki, leyfir sér ekki?) Eða: ,,Ég er fimm barna faðir og sextán barna afi, ég á heima i þorpi, þar sem allir búa i einbýlishúsum. Ég get þess vegna hvorki farið i hús né fengið heimsóknir án þess að allt þorpið viti. Hvað get ég gert?” Eða: ,,Það koma hótunarbréf um að manninum minum verði sagt að ég sé lesbia. Hvað get ég gert?” Áttu Askur og Embla að rugla saman reitunum? Ef bæði álitu sig vera heteró- sexúal og ekkert annaö, og allt annað féll eins og flis viö rass, þá lá þaö beint viö. Meö timanum kemur margt i ljós, sem lætur manni finnast auövelt aö vera vit- ur eftir á: Þau heföu nú aldrei átt aö láta þetta ganga svona langt! Þar á meöal er þaö, aö annað hvort eöa bæöi komast aö þvi eftir giftinguna, að þau eru les- bia/hommi. En það kom ekki til álita i upphafi, frekar en svo margt annað sem fólk skilur út af eða þá lætur sér lynda og lynda ekki i sambúðinni. •e Eiga Askur og Embla að láta slag standa? A Askur að reyna að gifta sig? Hann er hommi og á heima úti á landi. Það er ekkert um að vera fyrir homma þar, ekkert fólk á þeim aldri sem hann er aö komast á nema hjónafólk, ekki einu sinni fáanlegt annaö húsnæöi en ein- býlishús fyrir fimm manna fjöl- skyldur eftir teikningum frá Hús- næöismálastofnun. A hann aö fá sér konu og gá hvort þetta lagast? A hann aö fá sér konu, svona i þeim tilgangi sem maður fær sér konu, en hafa samband viö gifta karlinn sem er altalaö aö sé hommi, eða einhverja aðra sem koma kannski seinna? A hann aö koma sér burtu úr bænum, suöur? A hann að koma sér úr landi, til Kaupmannahafnar? Mamma gamla veröur þá aö gera boö á undan sér ef hún ætlar að heim- sækja hann til Kaupmannahafn- ar. Ráð undir rifi hverju Ég er hræddur um aö okkur i Samtökunum ’78 veitist erfiöara en Steinunni að gefa greið svör viö spurningum sem þessum varðandi hjónaband lesbia og/eða homma. Við teljum okkur ekki geta sagt: Þú átt að skilja og byrja nýtt lif. Eða: Þú átt að «--------- Eiga Askur og •Embla að skilja? leda hvernig urdum vid svona? t Aðskiinaáar sicfna.’ 06 t>Au n* ho 16» Svstralag bræðralag mcr daCC það i hug l inlalt svar 71 Uoti hlutvcrk ■'* má titx\ir aiV»t;cður Hvað verður um Ask og Emblu? Skilnaði afstýrt Steinunn Jóhannesdóttir geyst- ist fram á ritvöllinn i siöasta helgarblaði Þjóöviljans. AHt í einu reis upp höfundur sem ekki haföi sést um margra vikna skeiö, svo ljóst mátti vera aö hon- um hafi dottiö eitthvaö mikilvægt i hug. Penninn var skarpur aö vanda, en við viljum meina aö blekiö hafi veriö nokkuö mengaö, gott ef pennanum var ekki dýft niöur í annarra blekbyttur. Svo , mikiö er vfst aö okkur finnst viö veröa aö svara. Grein Steinunnar gengur út á þaö aö sanna.aö upp sé risin ný stefna kvenfrelsissinna, I þá veru að konur skuli nú allar ganga i eina sæng og afneita karlkyninu meö öllu. Meö þvi „sterka kyni” sé ekki hægt aö vinna og einskis af þvi aö vænta. Hvaö skyldi Steinunn nú meina meö þessu, viö hverja er átt? Hvaöa konur hafa veriö aö boöa aöskilnaöarstefnu og hvaöan er vitneskja hennar komin? Steinunn notar blaö Rauðsokkahreyfingarinnar á vægast sagt hæpinn máta, til þess aö koma lesbiustimpli (þaö er eins og maöur hafi séö þann stimpil áöur) á þá hreyfingu kvenna sem nú lætur á sér kræla og vill leita nýrra baráttuleiða. Þær konur skuiu dæmdar ein- angrunarsinnar, gegn lifinu, gegn barneignum og maður veit ekki hvað. Þaö er eins og viö séum komin ein tiu ár aftur I timann. Hvað er undir hauspokanum? Steinunn byrjar á þvi að gefa i skyn aö blaöið Forvitin Rauö 2. tbl. 1981 fjalli aö mestu um sam- kynhneigö kvenna (lesbianisma). Hún rýnir i myndina framan á blaöinu og þykist einna helst sjá tvær konur aö kyssast. Auövelt er þó aö sjá að þar eru á ferð karl og kona. Þaö sést i bera öxl kon- unnar og karlinn er i jakka, skyrtu og meö bindi. Nema þaö sé hinn nýi einkennisbúningur i lesbiuféiaginu? Þau skötuhjú eru meö hauspoka, sem hver og einn getur aö sjálfsögöu túlkað á sinn veg, en okkur finnst nærtækasta skýringin, aö myndin sé táknræn fyrir þá blindu sem oft rikir i samskiptum kynjanna (þess má geta. að myndin er fengin úr danska timaritinu „Hug”, úr grein eftir tvo karla sem fjallar um samskipti kynjanna). Næst segir Steinunn aö ekki sé fjallað um öll afbrigöi kynlifs (alls þess sem faliö er I pokum). „heldur er látið duga aö spyrja nokkra viömælendur FR um af- stöðu þeirra til kynvillu”. Stein- unn getur þess ekki aö þessi spurning er ein af mörgum um kynlif almennt, sem fjórir karlar og fjórar konur svara, enda er meginmarkmiö Steinunnar aö sýna fram á, aö þaö sé veriö aö boöa samkynhneigö kvenna sem stefnu og lausn á baráttu kynj- anna. Hún leggur út af grein þeirra Sue Cartledge og Susan Hemmings i FR sem fyrst birtist i Spare rib 1979, en þaö er blaö ensku kvennahreyfingarinnar, sem hefur okkur vitanlega. ekki lýst yfir stuðningi við samkyn- hneigöarstefnuna. Forvitnilegt efni Astæöan fyrir þvi aö greinin um lesbiurnar var birt I FR var einfaldlega sú.aö okkur þótti hún forvitnileg. hún fjallar um efni sem litt hefur veriö rætt hér á landi, en hefur mjög svo tröllriöið kvennahreyfingum erlendis. Greinin tengist aðalefni blaösins, kynlifi, sem auk viötalanna er um framhjáhald, Hite-skýrsluna (um kynlif kvenna) og getnaöarvarn- ir. Birting greinarinnar er engin stefnuyfirlýsing af hálfu Rauösokkahreyfingarinnar, hvað þá blaöhóps og þýöir ekki aö við séum sammála niöurstööum þeirra Sue og Susan. Hins vegar töldum við að greinin gæti vakiö umræöur og etv. skilning, þvi svo mikiö vitum viö, aö þær konur islenskar sem kjósa aö elska aðr- ar konur (eöa geta ekki annaö) fela þær forboönu ástir, eöa búa erlendis, vegna þess aö þær treysta sér ekki til aö horfa framan I okkar haröa islenska heim. Hitt er svo annaö mál, aö viö getum veriö Steinunni fylli- lega sammála um þaö, aö sam- kynhneigö er engin lausn fyrir konur og breytir engu um stööu kvenna I samfélagi karlveldisins. Þetta er þeim Sue og Susan einnig ljóst er þær segja: „1 fyrsta lagi álltum viö þaö mjög ósennilegt aö sá timi komi aö allar konur veröi lesbiur..” Allra kvenna róttækastar Steinunn alhæfir út frá birtingu greinarinnar er hún segir: „Nú fæ ég ekki betur séð en þær konur sem telja sig allra kvenna róttækastar, kalli þetta eðlilega þróun” þ.e. að kynin þróist hvort i sina átt. (hér rifjar Steinunn upp gömul kynni viö kenningar Hovhannesar Pilikians um „valdabaráttueðli kynvillunnar og kynvillueðli valdabarátt- unnar” sem mjög voru til umræðu fyrir nokkrum árum, en eiga litið skylt við kröfur lesbia um viöurkenningu i sam- félaginu.) Hverjar eru þessar konur sem telja sig allra kvenna róttækastar? Hvar hafa þær sett fram slikar kenningar i eigin nafni? Viö erum aö nálgast það sem Steinunn er raunverulega aö segja I grein sinni. Samkvæmt S.J. eru einhverjar róttækar konur aö boöa aöskilnaöarstefnu. Þær segja aö ekki sé til neins aö eiga samskipti viö karla. Hverjar hafa boöaö þaö fagnaöarerindi? Hvernig dettur Steinunni i hug aö draga svo viötækar ályktanir af einni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.